Íslendingur


Íslendingur - 27.06.1974, Síða 5

Íslendingur - 27.06.1974, Síða 5
Æru landsins stefnt í voða ef vinstri stjórnin situr áfram að völdum - Rætt við Stefán Stefánsson 5. mann á lisfa Sjálfstf I Stefán Stefánsson bæjarverk- fræðingur skipar 5. sætið á lista Sjálfstæðisfiokksins í þessum kosningum. íslending ur hitti hann að máli og ræddi lítillega við hann um stjórn- málin. Var Stefán fyrst spurður um ástandið í atvinnumálum: — Efnahagsstefna vinstri stjómarinnar hefur leikið at- vinnuvegina hart, ekki síst sjávarútveginn. í stað þess að treysta þá og hlú að þeim, er svo komið, að við þeim blasa stórkostlegir erfiðleikar og á það jafnt við um frysti- húsin, sem rekstur togaranna. Það hefur verið mikið keypt af togurum til landsins og frystihús endurbyggð. Ástæð- an til þess er sú, að eftir á- fallaárin 1967 og 1968 fór verðlag sjávarafurða aftur stórhækkandi ásamt góðum aflabrögðum, og varð það hvatning bæði útgerðaraðilum og íbúum sjávarkauptúna víðs vegar um landið til að endurnýja skipaflotann og kaupa nýja skuttogara til hinna ýmsu staða. Góð reynsia var þá fengin af skuttogurum erlendis og hvarf síldarinnar kallaði á breytta útgerðarhætti. Þar sem menn bundu bjart ar vonir við framtíð skut- togaraútgerðar, höfðu þegar verið bundin kaup á um hálf um þriðja tug togara í tíð við reisnarstjórnar, og stöðugt fleiri togarar hafa bæst í hóp inn síðan. Þessi nýju atvinnutæki hafa orðið íbúuin við sjávar- síðuna mikil lyftistöng og tryggt næga atvinnu. En hvern ig fær útgerðin og frystihús- in risið undir þeim mildu út- gjaldahækkunum, sem hin taumlausa verðbölga hefur skapað. Það er nefnilega ekki nóg að afla atvinnutækjanna eins og vinstri stjórnin virðist álíta, — heldur verður einnig að búa svo að þeim, að hægt sé að reka þau með eðlileg- um hætti og þau verði sjávar plássunum sú lyftistöng, sem til er ætlast. — Verður kosið um varn- armálin? — Það tel ég. Öll ríki ver- aldar, sem frjáls eru gerða sinna, leitast við að tryggja frelsi sitt og sjálfstæði. Þegar hinar vestrænu lýðræðisþjóðir bundust samtökum til varnar frelsi sinu með stofnun NATO gerðust íslendingar aðilar þar að, vegna þess að þeir töldu öryggi sínu bezt borgið þann- ig. Mörg dæmi höfðu þá sann að að hlutleysið var fótum troð ið og engin vörn eða trygging smáþjóðunum. Islendingar létu síðan Atl- antshafsbandalaginu í té varn arstöð með samningi við Bandaríkin í trausti þess að óþægindi þau, sem vörnunum voru samfara, væru aðeins smáræði, miðað við þá hættu fyrir Iand og þjóð sem væri samfara algjöru varnarleysi. Atlantshafsbandalagið hefur jafnhliða því að vera varnar- bandalag hinna vestrænu þjóða, unnið að því að minnlca spennuna og auka samvinnu milli austurs og vesturs. Að- ild okkar að NATO er því skerfur þjóðar okkar til frið- ar og öryggis í Evrópu. Það er að vonum, að fjöl- mörgum íslendingum þótti ör- yggi landsins og stöðu stefnt í hættu, þegar vinstri stjórnin, með tilvísun til málefnasamn- ingsins, tilkynnti endurskoðun varnarsamningsins við Banda- ríkin með brottför hersins fyr- ir augum, á sama tíma og inn- an hennar var ágreiningur um aðild íslands að NATO. Því var það, að stofnað var til undirskrifta meðal almennings í landinu úr öllum flokkum undir kjörorðinu: Varið land. Með undirskriftum staðfesti almenningur, að hann hvorki treysti vinstri stjórninni til þess að endurskoða varnar- samninginn né heldur taldi uppsögn samningsins tíma- bæra. Hin almenna þátttaka fólksins í undirskriftasöfnun- inni varð til þess, að forysta Framsóknarflokksins fór sér hægar í brottrekstri varnar- liðsins. Síðan hefur Framsókn arflokkurinn hvorki verið hrár né soðinn í þessu máli, og bera tillögur utanríkisráðherra um brottför hersins keim af því. Það er að vonum, að þorri þjóðarinnar beri nokkurn kvíð boga fyrir því, hverja stefnu varnarmálin taki, ef vinstri stjórn færi áfram með völd. Forysta Alþýðubandalagsins vill varnarlaust land og for- ysta Framsóknarflokksins hef ur sýnt slíkt stefnuleysi og veikleika til þess eins að þjóna Alþýðubandalaginu, að ástæða er til að óttast, að öryggismál- um þjóðarinnar verði stefnt í voða með áframhaldandi vinstri stjórn. Það er út af fyrir sig eðli- legt að endurskoða varnar- samninginn, en sú endurskoð- un má á engán hátt verða lil þess að veikja öryggi landsins eða stofna því í hættu. Við þekkjum, hversu Finnland er beitt pólitískum þvingunum. Hinn mikli sovéski floti er einnig til þess fallinn. Sérhvert víxlspor, er við kynnum að taka, gæti orðið til þess að raska því valdajafn- vægi, sem nú ríkir milli aust- urs og vesturs, — dregið úr nauðsynlegum varnarmætti hinna vestrænu þjóða og spillt fyrir samningum varnarbanda laganna um gagnkvæma 'af- vopnun. — Hvað viltu segja um byggðamáiin? — Flutningur fólks frá strjálbýli til þéttbýlis er þró- un, sem heldur áfram og verð- ur ekki stöðvuð. En með vilja og raunsæi er hægt að beina þróuninni inn á réttar braut- ir og stöðva hinn stöðuga straum fólks frá landsbyggð- inni til Faxaflóasvæðisins. Aðgerðir, er miða að því að skapa jafnvægi í byggð lands- ins, kosta fjármagn, — en þeim mun meira fjármagn fer forgörðum, ef byggðaþróunin er látin afskiptalaus. Norð- lendingar hafa haft forystu um byggðamál og aðrir lands- hlutar hafa þar fylgt á eftir. Nátengd byggðamálunum í fjórðungnum eru ýmis þjón- ustuverkefni hins opinbera, svo sem samgöngumál, heil- brigðismál, upphitun húsa með innlendum orkugjöfum og raforkumál. Margt er ó- unnið í þessum efnum og má ekki búa við það öllu lengur, — ber þar hæst raforkumálin í þessu kjördæmi. Það er með eindæmum, hvað þeim málum hefur fylgt mikið lánleysi í tíð vinstri stjórnarinnar. Iðnaðarráðherra þykist hafa þar einhverja for- ystu, en allar framkvæmdir, virkjun Kröflu eða byggðalína að sunnan, eru óákveðnar og hvort tveggja enn á rannsókn- ar- og tilraunastigi. Það verður að vera krafa Norðlendinga, að á þessum málum verði betur haldið framvegis en hingað til, svo að þeir geti búið við næga og örugga raforku, — en eigi ekki yfir höfði sér skömmtun á rafmagni og orkuskort. Stuðnings- menn Sjálf- stæðis- flokksins eru hvattir til að mæta snemma til að auðvelda starfið — Kjörseðill við Alþingiskosningarnar 30. júní 1974 A-LISTI B-LISTI x D-LISTI F-LISTI G-LISTI M-LISTI Bragi Sigurjónsson. Ingvar Gislason. Jón G. Sólnes. Kári Arnórsson. Stefán Jónsson. Tryggvi Helgason. Björn Friðfinnsson. Stefán Valgeirsson. Lárus Jónsson. Andrés Kristjánsson. Soffía Guðmundsdóttir. Matthías Gestsson. Hreinn Pálsson. Ingi Tryggvason. Halldór Blöndal. Eiríkur Jónsson. Angantýr Einarsson. Haraldur Ásgeirsson. Snorri Snorrason. Kristján Ármannsson. Vigfús Jónsson. Jóhann Hermannsson. Jóhanna Aðalsteinsdóttir. Sigurður Oddsson. Hilmar Danielsson. Stefán Stefánsson. Hörður Adólfsson. Guðlaugur Arason. Guðný M. Magnúsdóttir. Heiniir Hannesson. Svavar B. Magnússon. Ingólfur Árnason. Líney Jónasdóttir. Guðni Þ. Árnason. Grímur Jónsson. Skírnir Jónsson. Gylfi Þorsteinsson. Jón Þ. Buch. Sigurjón Jóhannesson. Valgerður Sverrisdóttir. Óli Þorsteinsson. Úlfhildur Jónasdóttir. Þórhildur Þorleifsdóttir. Birgir Marinósson. Þorsteinn Björnsson. Friðgeir Steingrímsson. Arngrímur Geirsson. Kristján I. Karlsson. Kristján Ásgeirsson. Guðmundur Bjarnason. Svanliildur Björgvinsdóttir. Margrét Rögnvaldsdóttir. Erlingur Sigurðsson. Guðinundur Hákonarson. Björn Hólmsteinsson. Benjamín Baldursson. Rúnar Þorleifsson. Helgi Guðmundsson. Gauti Arnþórsson. Jónas Jónsson. Snorri Ólafsson. Guðmundur Snorrason. Jón Ingimarsson. • Þannig lýtur kjörseðillinn út þegar D-LISTINIM hefurverið kjörinn ÍSLENDINGUR - 5

x

Íslendingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.