Íslendingur - 01.05.1975, Side 1
15. TÖLUBLAÐ . 60. ÁRGANGUR . AKUREYRI . FIMMTUDAGINN 1. MAÍ 1975
VÖRUSALAN SR • HAFNARSTRÆTI 104-AKUREVRI
vcí
VERZLAR í / VÖRUSÖLUNNI í
VORUSOLUNNI f.
Gullskipið
frumsýnt
„Gullskipið“ eftir Hilmi Jó-
hannesson verður frumsýnt
hjá Leikfélagi Akureyrar
annað kvöld. Leikritið fjall-
ar urn heimsókn tvö þúsund
túrista, sem ætla að kynna
sér „eðlilegt mannlíf í ís-
lensku sjávarplássi" og at-
burði og slysfarir tengt þess
ari heimsókn. — Leikarar
eru Gestur E. Jónasson, Arn-
ar lónsson, Friðrik Stein-
grímsson, Sigurveig Jóns-
dóttir, Kristjana Jónsdóttir,
Þórhildur Þorleifsdóttir, Aðj-
alsteinn Bergdal, Þráinn
Karlsson, Árni Valur Viggós
son og Kjartan Ólafsson.
Leikstjóri er Eyvindur Er-
lendsson, en leikmynd er
gerð af Jóni Þórissyni, en
hann er starfsmaður Leikfé-
lags Reykjavíkur.
Hilmir er Akureyringum
Fengu 1. millj.
Starfsmannafélag Slippstöðv-
arinnar á Akureyri hefur
fengið að gjöf 1 milljón króna
frá fyrirtækinu með það fyrir
augum að byggt verði sumar-
liús fyrir starfsmennina. Gjöf-
in verður formlega afhent þeg
ar nýja mötuneyti Slippstöðv-
arinnar verður vígt innan
skamms.
Ekki liefur enn verið ákveð
ið hvar sumarbústaðurinn á
að rísa, en nú er verið að
kanna hvar land fæst og hvað
hentar best fyrir starfsmenn-
ina. Að sögn Ingólfs Sverris-
sonar hjá Slippstöðinni er trú
legt að keyptur verði tilbúinn
trésumarbústaður og ætti pen
ingagjöfin að ná langt í kostn
að við kaup á honum.
að góðu kunnur, þar sem áð-.*.'
ur hefur verið sýnt leikrit£
eftir hann á sviði Samkomu-tj!
hússins. Það var Sláturhús-S
ið hraðar hendur.
V
Myndin hér að ofan er afY
x
Jóni Þórissyni leikmynda-Y
, V
teiknara við undirbunings-Y
Y
vinnu. Y
Nýtt flugfélag
stofnad á Akureyri
Flugfélag Norðurlands og Flugleiðir stofnuðu formlega nýtt
fyrirtæki í fyrradag, scm á að annast flug á ýmsum leiðum
norðanlands. Flugleiðir eiga 35% hlutafjár í fyrirtækinu, en
Flugfélag Norðurlands afganginn. Nýja flugfélagið tekur form-
lega til starfa í dag, 1. maí, og mun það fljúga undir nafninu
Flugfélag Norðurlands. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins er Sig
urður Aðalsteinsson.
Stjórn flugfélagsins skipa
Jón E. Karlsson, Torfi Gunn-
laugsson, ritari, og Einar
Helgason formaður, en í vara-
stjórn eru Jakob Frímannsson,
Níls E. Gíslason og Jóhannes
Fossdal. Endurskoðendur fyr-
irtækisins eru Gunnar Helga-
son og Skarphéðinn Magnús-
son.
Vélakostur flugfélagsins eru
þrjár 10-farþega Beechcraft-
vélar og ein 5-farþega sjúkra-
flugvél. Ætlunin er að auka
við vélakostinn innan skamms
og í þessum mánuði verða gerð
ar endurbætur á Beechcraft-
vélunum.
Nánar er sagt frá starfsemi
Flugfélags Norðurlands á mið
síðu blaðsins í dag.
15'/2 IVIILLJ. HAGNAÐIIR
Rekstrarhagnaður Slippstöðvarinnar á Akureyri sl. ár nam um
15 V-2. milljón en liagnaðurinn árið áður var rúm ein milljón
króna. Er stjórn fyrirtækisins ánægð með útkomuna fyrir sl.
ár og tclur að rekstrargrundvöllur og fjárhagsstaða þess sé góð.
í ársskýrslu stöðvarinnar
segir að framtíðarhorfur Slipp
stöðvarinnar byggist fyrst og
fremst á þrennu, þ. e. efna-
hagsstöðu fyrirtækisins, og
rekstrarmöguleikum, í öðru
lagi á áframhaldandi verkefn-
um og í þriðja lagi fjármögn-
unarmöguleikum fjárfestinga-
sjóða þeirra sem lána til ný-
bygginga og endurnýjunar
skipa.
OLAFSFJORÐIiR:
Leitin að heita vatninu
orðin bænum dýrkeypt
Bor frá Orkustofnun er væntanlegur til Ólafsf jarðar í þessum mánuði til þess að dýpka bor-
holu þá sem byrjað var á sl. haust, en hiti í henni reyndist 60 gráður á C. Er það mesti hiti
í borholu, sem gerð hefur verið á Ólafsfirði. Er ætlunin að dýpka holuna niður í 1000 metra og
eru 8 milljónir króna ætlaðar til verksins. Á sl. 4 árum hefur Ólafsfjarðarbær varið 14 millj.
króna til leitar eftir heitu vatni, en árangur af leitinni hefur verið sama og enginn.
í viðtali við bæjarstjórann — Hugsanlegt mun vera að
í skýrslunni segir að reikn-
ingar fyrirtækisins sýni að
efnahagsstaða fyrirtækisins sé
góð og skuldabirgðin vel við-
ráðanleg. Með eðlilegum verk-
efnum og þeirri nýtingu sem
nú er á aðstöðunni í Slippnum
eru rekstrarmöguleikarnir
einnig góðir. Hins vegar þurfi
að gera stöðinni kleift að
ákveða verkefni lengra fram í
Framhald á bls. 6.
á Ólafsfirði, Pétur Má Jóns-
son, kom fram að bærinn hef-
ur ekki getað sinnt óskum
fjölda manns urn hitun í fok-
held hús og auk þess hefur
hitaveitan alls ekki getað veitt
þeirn sem hafa þegar hita-
veitu fulla þjónustu.
— Beri borunin ekki árang-
ur er okkur mikill vandi á
höndum, sagði bæjarstjórinn.
Fiskurinn
kláraðisf í gær
Um liádegi í gær lauk vinnslu
á íiski úr togaranum Slétt-
baki í hraðfrystihúsi Útgerðar
félags Akureyringa og hefur
verkfallið á togurunum þá
lamað alla starfsemi í'é-
lagsins nema saltfiskvinnsl-
una. Alls mn 450 manns vinna
lijá Útgerðarfélagi Akureyr-
inga, þar af eru rúmlega 100
manns í verkfalli.
Að sögn Vilhelms Þorsteins
sonar hjá Útgerðarfélagi Ak-
ureyringa vinna um 120 kon-
ur í frystihúsinu og hefur
þeim öllum verið sagt upp
nema 8 sem eru fastráðnar.
Þessar 8 konur munu vinna
við ýmis tilfallandi störf í
frystihúsinu næstu viku, en
hætta síðan ef verkfallið hef-
ur ekki verið leyst þá. Upp-
sagnarfrestur fyrir fastráðið
starfsfólk er ein vika.
leysa vandamálið með bygg-
ingu toppkyndistöðvar en það
er þó aðeins skammtímalausn
enda ljóst að vandinn verður
ekki leystur varanlega nema
með auknu vatnsmagni. Einn-
ig er erfitt fyrir fátækt sveit-
arfélag að leggja til fjármagn
á sama árinu bæði til borunar
og kyndistöðvar, en hitaveit-
an hefur algeran forgang hjá
okkur eins og er ásamt hafnar
framkvæmdunum.
Fyrsta brunkeppnin í 15 ár
Fyrsta opinbera keppnin í
bruni síðan árið 1960 fór
fram í Hlíðarfjalli um síð-
ustu helgi. Keppnin tókst
mjög vel og hefur Skíðaráð
Akureyrar mikinn áhuga á
því að reyna að endurvekja
þessa keppnisgrein þar sem
skíðalyftur og snjótroðarinn
á Akureyri hafa skapað
grundvöll fyrir æfingar og
keppni í bruni.
Brautin var í Reythólum
og var hún um 3 km á lengd
og hæðarmunur um 700
metrar. — Meðal keppenda
voru flestir bestu skíðamenn
landsins m. a. frá Akureyri,
ísafirði og Reykjavík. — Á
myndinni hér að ofan má sjá
sigurvegarana í karlaflokki
og kvennaflokki, þau Hauk
Jóhannss. (lengst til hægri)
og Margréti Vilhelmsdóttur.
Með þeim á myndinni er
Tómas Leifsson en hann
varð nr. 3 í karlaflokki.