Íslendingur


Íslendingur - 27.11.1975, Page 1

Íslendingur - 27.11.1975, Page 1
41. TÖLUBLAÐ . 60. ÁRGANGUR . AKUREYRI . FIMMTUDAGINN 27. NÓVEMBER 1975 Ökumenn forðast umferðarljósin Búið er að setja upp umferðarljós á gatnamótum á þrem- ur stöðum á Akureyri og þau síðustu voru sett upp nú í sumar á horni Þingvallastrætis og Þórunnarstrætis. Reynslan hefur sýnt að slysatíðni á gatnamótunum hef- ur minnkað við tilkomu umferðarljósa og á það sérstak- lega við um meiriháttar slys. Aftur á móti hefur það líka komið í Ijós að umferð á þessum þremur gatnamótum hefur minnkað eftir komu ljósanna. Athugun, sem gerð var á gatnamótum Glerárgötu og Strandgötu sýndi að umferð um þau minnkaði um 5% við tilkomu Ijósanna, en á sama tíma jókst umferð í bænum um 13%. Kom þetta fram í viðtali við Gunnar Jóhannesson verkfræðing hjá Akureyrarbæ. Gunnar sagði að ekki lægju fyrir tölfræðilegar upplýsingar um hvort dreg ið hafi úr umferðinni á gatnamótum Þingvalla- strætis og Þórunnarstrætis á þeim stutta tíma sem lið- inn er frá því ljós voru sett þar, en lauslegar athuganir hans bentu til að ökumenn forðuðust nú þessi gatna- mót og veldu heldur aðrar leiðir, sem lægju um íbúðar hverfi. Gunnar sagði að þessi þróun væri mjög slæm. Umferðarljós væru til þess fallin að auðvelda umferð og draga úr slysa- ef þau væru notuð rétt, en betra væri að vera án þeirra ef þau yrðu til þess að umferðin flyttist af göt- um sem flokkast undir tengibrautir yfir á götur sem teljast safnbrautir eða húsagötur í íbúðarhverf- um. Þá sagði Gunnar að for- senda þess að ljós væru sett upp væri sú að 750— 1000 bílar færu um gatna- mótin á þeim átta klukku- stundum sem mest umferð væri, en einnig væru stund um sett upp ljós á gatna- mótum þar sem mikil gang andi umferð væri og slysa- tíðni há þó svo að bílafjöld inn væri minni. — Mælingar á gatnamót- um á Akureyri, sem um- ferðarljós hafa verið sett á, hafa sýnt að um 600 bílar hafa farið um þau á 8 tím- um. Þegar umferðarþung- inn er ekki meiri er hætta á að biðtími bilanna lengist eitthvað við tilkomu ljós- anna, sagði Gunnar. — Gæti það átt sinn þátt í því að ökumenn sniðganga ljós in og flytja þannig umferð- arþungann yfir á aðrar göt- ur sem í mörgum tilfellum geta alls ekki borið hann. Eitt dæmi um þetta er hvernig umferðaljósin við Strandgötu/Glerárgötu urðu til þess að stórauka umferð upp Gránufélags- götu og Oddeyrargötu frá því sem var áður en ljósin voru sett upp. Kröflunefnd, frá vinstri: Bragi Þorsteinsson, verkfræðingur, Ingvar Gíslason, alþni., Jón G. Sólnes, alþm., Páll Lúðvíksson, verkfr., og Ragnar Arnalds, alþm. Ljósinynd: g. s. í síðustu viku var lokið við að gcra stöðvarhúsið við Kröflu fokhelt. Húsið er 70 m langt, 21 m á lengd og 20 m hátt, eða um 30.000 rúmmetrar. Til samanburðar má geta þess að Bændahöll- in í Reykjavík er um 36.000 rúnunetrar. Aðal verktaki að verkinu er Miðfell h.f. og var verk- samningur við þá undirritaður 4. júlí sl. Aðalák væði samningsins var að stöðvarhúsið skyldi gert fokhelt fyrir októberlok, en það gaf verktakanum aðcins 4 mánuði til framkvæmda. Jafnliliða var verktakanum gert að nota eins mikið vinnuafl og vélar úr lieimahéraðinu, þ. e. S.-Þingeyjar- sýslu og nokkur væri kostur. Hefur langmestur liluti þess vinnuafls sem unnið hefur við Kröflu í sumar og haust verið úr heimahéraði og frá Húsavík. Jón G. Sólnes, formaður Kröflunefndar, sagði í viðtali við íslending, að meginforsend an fyrir því að KröflUvirkjun gæti hafið framleiðslu fyrir árslok 1976, hafi verið sú að það tækist að gera stöðvarhús- ið fokhelt fyrir veturinn. Þetta hefur nú tekist — sagði Jón — og nú verður hægt að vinna að frágangi innanhúss af fullum krafti í vetur og það eykur vonir manna um að áætlunin standist. Kostnaðaráætlun sú sem gerð var í apríl 1975 hljóðaði upp á 4.350 milljónir króna. Er þar innifalinn hluti Kröflu nefndar, sem er stöðvarhúsið, kæliturnar, háspennuvirkið ásamt aflvélum og öllum véla- og raftækjabúnaði. Orkustofn- un sér um að bora eftir guf- unni og leiða hana að stöðvar- vegg, en Rafmagnsveitur rík- isins annast lagningu há- * IIA grynnir á skuldum við bæjarsjóð Akureyrar Landsbanki íslands liefur veitt Útgerðarfélagi Akureyringa 28 milljón króna lán, en þar af verður 14 milljónum króna varið til þess að greiða niður hluta af skuld félagsins við Bæjarsjóð Akureyrar. Útgerðarfélagið var komið í tæplega 29 milljón króna skuld við bæinn og nægir lánsféið til að greiða lausa- skuldir sem höfðu safnast upp fyrir árið 1973 og 1974. Mun þessi greiðsla til bæjarsjóðs laga stöðu lians verulega. Koin þetta fram í viðtali við Gísla Jónsson, bæjarfulltrúa. Þær 14 milljónir sem ÚA skuldar enn bæjarsjóði eru grciðslur upp í gjöld fyrir árið 1975. Fyrir skömmu áttu bæjar- fulltrúar og bæjarstjóri við- ræður við bankastjóra Lands- bankans, Jónas Haralz. Sagði Gísli að þá hefði fengist vil- yrði fyrir láni til ÚA og einn- ig hefði bankastjórinn gefið Akureyrarbæ fyrirheit um að umsaminn yfirdráttur, 25 milljónir króna, sem átti að greiðast fyrir áramót fengi að standa að minnsta kosti til ára móta og jafnvel að yfirdráttar heimildin yrði hækkuð um stuttan tíma í byrjun desem- ber upp í 35 milljónir króna. spennulínunnar frá Kröflu til Akureyrar. Virðist kostnaðaráætlunin ætla að standast í öllum meg- in atriðum. í viðtalinu við Jón G. Sólnes kom fram að gerðir hafa verið bindandi samning- ar um kaup á 94% af búnaði til virkjunarinnar. Verðið, sem er 1.850 milljónir króna, er innan þeirra marka sem kostnaðaráætlunin gerir ráð fyrir. Þó verður að gæta þess að verðið er háð gengisbreyt- ingum. Sagði Jón að búnaður- inn færi að berast fljótt upp úr áramótum og yrði reynt að vinna við uppsetningu hans jafnóðum og hann bærist, eft- ir því sem ástæður leyfðu. Að- alvélar eiga síðan að koma í apríl og júní. Þá upplýsti Jón að Einar Framhald á bls. 7. Akureyrarbær liefur fengið lof orð um lán hjá Byggðasjóði er nemur 15% af áætluðum kostn aði við jarðhilarannsóknir fyr ir Akureyri á þessu ári að með töldum þcim kostnaði sem fell ur til á næsta ári vegna bor- holunnar að Syðra-Lauga- landi. Áætlaður kostnaður vcgna jarðhitarannsóknanna er 86.5 milljónir króna og mun lánveiting byggðasjóðs því vcrða sem næst 13 milljónir króna en hækka hlutfallslega ef framkvæmdakostnaður hækkar. Kom þetta fram í við tali við Ingólf Árnason, for- mann hitaveitunefndar. Ingólfur sagði ennfremur að borinn Jötunn hefði byrjað borun sl. laugardag, en 15 menn vinna við borinn. Unnið er á vöktum allan sólarhring- inn, en þrátt fyrir það hefur verkið gengið hægt þessa fyrstu daga, enda er bergið sem borað er í hart. Þá sagði Ingólfur að gerðar hefðu ver- ið athuganir á því hvort gera Framhald á bls. 6. Stöðvarhúsið við Kröflu fokhelt — Unnið við frágang innanhúss ■ vetur Byggðasjóður lánar 15%

x

Íslendingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.