Íslendingur


Íslendingur - 27.11.1975, Qupperneq 4

Íslendingur - 27.11.1975, Qupperneq 4
Útgefandi: íslendingur hf. Ritstjóri og ábyrgðarmaðnr: Sigrún Stefánsdóttir. Auglýsingastjóri: Valgerður Benediktsdóttir. Dreifingarstjóri: Drífa Gunnarsdóttir. Ritstjórn og afgreiðsla: Kaupvangsstræti 4, sími 21500. Prentun: Prentsmiðja Björns Jónssonar. VIGFUS B. JONSSON, HVAR STOF Landhelgis- samningar við Þjóðverfa Hversu oft skyldi það hafa komið á daginn að óráð- legt er að láta tilfinningahita á ákveðnu andartaki ráða mikilvægum framtíðarákvörðunum? Engu er líkara en að mikilsverð þjóðfélagsöfl á íslandi hafi látið þessi sannindi, sem vind um eyrun þjóta í mesta hagsmunamáli þjóðarinnar, — landhelgis- málinu — ef dæma má af málflutningi stjórnarand- stæðinga og ýmis konar þrýstihópa í þjóðfélaginu. Enginn getur neitað því og allra síst Alþýðubanda lagsmenn sem hæst hafa nú um að engir samning- ar séu gerðir við útlendinga um veiðiheimildir, að erlendir fiskimenn veiddu án samninga við íslend- inga yfir tvö hundruð og fimmtíu þúsund tonn af fiski á íslandsmiðum innan 50 mílna lögsögu síð- ustu tólf mánuði sem ósamið var við Breta og Þjóð- verja eftir útfærslu í 50 mílur, það er að segja í ráð- herratíð Lúðvíks Jósepssonar. Það eru því undur og stórmerki fyrir þá sem halda í heilbrigða skynsémi, þegar þeir sömu menn sem þá héldu um stjórnvöl- inn, sýnast telja það einustu friðarráðstöfun íslend- inga nú, þegar hafin er úrslitasókn í landhelgismál- inu að í engu skuli samið við útlendinga um veiði- heimildir í 200 mílna landhelgi um stundarsakir. í því sambandi mætti spyrja hvort ekki stafaði næg hætta af því fyrir löggæslumenn okkar á miðunum að vera í stríði við eina stórþjóð í senn og hvort menn álíti að stríð við tvær stórþjóðir friðaði miðin betur en þeir samningar sem gerðir verða. Sannleikurinn er sá að sá samningur sem nú er fyrirhugaður við Þjóðverja er miklum mun hag- stæðari fyrir verndun íslenskra fiskistofna en samn ingurinn við Breta 1973. Þessi samningur við Þjóð- verja hefur í för með sér sára litla þorskveiði en það hefur verið ljóst síðustu árin að þorskstofninn væri langviðkvæmastur fyrir ofveiði af botnlægum fisk- um. Öllum heilvita mönnum er ljóst að samningur- inn við Þjóðverja gerir landhelgisgæslunni kleift að. beina varnaraðgerðum meira að Bretum en annars væri kostur. Þess vegna er þessi samningur sem þó gerir ráð fyrir um það bil 60 þúsund tonna ársafla af karfa og ufsa verulegur herfræðilegur sigur í þeirri stöðu sem barátta okkar er nú fyrir fullum yfirráðum yfir 200 mílna fiskveiðilögsögu okkar. Ekki má heldur gleyma því að með þessum samn- ingi eru verksmiðjutogarar Þjóðverja útlægir af miðunum. Sú skýrsla sem fiskifræðingar Hafrannsóknar- stofnunarinnar hafa gert að beiðni ríkisstjórnar- innar um ákveðnari niðurstöður en áður eru vissu- lega uggvekjandi. Hún er sterkasta vopn 1 baráttu okkar fyrir nýrri fiskveiðistefnu á íslandsmiðum. Niðurstöðum hennar má þó ekki blanda við þá stað- reynd að með samningum geta náðst meiri friðun- araðgerðir í raun en án samninga. Þetta sannar bit- ur reynsla fyrri ára. • • - L. J. Það er nú mjög í margra munni, hversu stjórnmála- mcnn okkar séu ómögulegir á flestan hátt og er þeim ekki síst brugðið um hugleysi. Heil- ir sjónvarpsþættir eru svið- settir að því er virðist eink- um til að staðfesta neikvæða skoðun almennings á stjóm- málamönnum. Jón G. Sólnes, sem hvorki er huglaus né dug- laus stjórnmálamaður, er tek- inn í nokkurskonar þriðju gráðu yfirheyrslu frammi fyr- ir alþjóð á svo ósmekklegan liátt, að ég hygg að fáir sóma- kærir menn hefðu viljað eiga hlutskipti fyrirspyrjenda í því tilfelli. Það sem vekur athygli mína er það, að þetta fólk, sem læt- ur óspart í ljósi óánægju sína með stjórnmálamennina, tek- ur yfirleitt ekkert fram um það, hvernig það vill að þeir séu. Það er e. t. v. búið að gleyma því, að það hefur sjálft a. m. k. flest af því stutt ein- hvern af þessum ómögulegu stjórnmálamönnum til vegs? Það mætti kannski minna á það, að nokkuð er vandað til þess að velja menn til forystu í stjórnmálum. Það fara stund um fram prófkosningar og þar fram eftir götunum. Og ég spyr. Er það trúlegt að ómögu- legir menn verði hvað helst fyrir valinu? Sé svo, þá er líka eitthvað athugavert við þá, sem að þessu vali standa. Það er alkunna, að á erfið- um tímum verður fólk óánægt og er það ekki ómannlegt út af fyrir sig. En að láta óánægj- una bitna á örfáum mönnum er ekki raunhæft að mínu mati. Fólk verður að gera sér það ljóst, að ef erfiðleikar steðja að allri þjóðinni, þá geta ekki örfáir menn leyst vand- ann á skammri stund, heldur verður þjóðin öll að taka þátt í því. Eða vita menn þess nokk ur dæmi, að styrjaldir hafi unnist með eintómum herfor- ingjum? ★ ' Það er óumdeilt að við ís- lendingar eigum daginn í dag við mikla efnahagslega örðug- leika að etja. Vissulega er stað an slík vegna þess, að við höf- um lifað um efni fram í góð- ærum og ekki lagt fyrir til vondu áranna og hins vegar þess, að við höfum orðið fyrir ófyrirsjáanlegum utan að kom andi erfiðleikum. Þetta held ég nú að flest fólk viti, en það ætti bara ekki að gleyma því, að það er stjórnmálamann- anna að velja leiðina, en þess að veita þeim stuðning ef vel á að fara. lim skiptingu vangefinna el Hér verður í fáum orðum gerð grein fyrir nokkrum atriðum í skiptingu vangefinna í flokka eftir greindarstigi og helstu einkennum hvers flokks fyrir sig. Flokkun vangefinna. Oftast er vangefnum skipt í þrjá flokka, og er þá gjarnan miðað við greindarstig eða greindarvísitölu. Greindarvísi talan er fundin út eftir ákveð- inni reikningsaðferð, og niður- stöður staðlaðra greindarprófa eru lagðar þeim útreikningi til grundvallar. Of langt og flókið mál yrði að skýra til hlítar uppbyggingu og með- ferð þessara prófa, en lesend- um til frekari glöggvunar skal hér tekið dæmi. Páll, sem er tíu ára gamall, mældist hafa greindarvísitölu (grv.) 100, eða meðalgreind. Pétur, sem er jafn gamall, hefur grv. 50 eða hálfa greind á við Pál. Hans greind er m. ö. o. sambærileg við meðalgreind andlega full- þroska 5 ára barns, greindar- aldur hans er fimm ár. Þetta ber þó ekki að skilja svo, að um tvítugs aldur sé greind Péturs orðin sú sama og greind Páls, þegar hann var tíu ára. Það stafar m. a. af því, að hjá vangefnum börnum gæt ir oft mikils ósamræmis í þroska hinna ýmsu greindar- þátta auk þess sem vangefinn einstaklingur staðnar miklu fyrr á þroskabraut sinni, en sá, er fulla vitsmuni hefur. Bjarni Kristjá um málefni Örvitar eru þeir kallaðir, sem lægsta greind hafa (grv. 0—25). Þeir eru nánast ósjálf- bjarga og algerlega háðir öðr- um. Margir þeirra eru hjúkr- unarsjúklingar. Þeir hafa enga vVvvvvvVvvv ♦:» •> •> ♦:« v v v v v Vvvvvvvvvvvvvv Gott í gráum hvers- dagsleik- anum Að áskorun Kristínar Sveins dóttur og Björns Arasonar koma hjénin Guðrún Ófeigs- dóltir og Ilallgrímur Arason hér með uppskrift vikunnar: Gufusoðin rauðspretta m/rækjusósu 600 gr. rauðsprettuflök 100 gr. rækjur fiskkraftur salt pipar rjómi Pottur smurður vel með smjörlíki. Flökunum raðað í pottinn, salti og pipar stráð yfir. Flökin eru soðin í u. þ. b. 5 mín. í litlu vatni (ca. Wz— 2 dl.). Lagið síðan sósu úr soð- inu, kryddið eftir smekk með salti, pipar og fiskkrafti. Ágætt er að sjóða fiskbeinin sér og nota soðið í sósuna. Síð- an eru rækjurnar settar út í og sósan bætt með rjóma. í stað- inn fyrir rækjur má nota t. d. harðsoðin egg, spergil, sveppi eða capers. Fiskurinn er bor- inn fram með hvítum kartöfl- um. Ofnbökuð epli m/vín- sósu 6 gul súr epli 50 gr. flórsykur 75 gr. smjör 1 tsk. kanel % dl. hvítvín Eplin afhýdd og kjarnim tekinn úr. Flórsykur, smjör og kanel hrært vel saman. Ep unum raðað í skál og fyllt meí massanum, hvítvíninu hell yfir og þau síðan sett í heitai ofn og bökuð við 250° í 2í mín. Borin fram heit með sós- unni. 3 eggjarauður 80 gr. flórsykur lVz dl. hvítvín Eggjarauður, flórsykur oj hvítvín þeytt vel saman < volgri plötu þangað til sósai er orðin hæfilega þykk. Að lokum skora þau á hjón in Laufeyju Einarsdóttur o; Guðmund Sigurðsson að kom með næstu uppskrift. ♦•♦ *J»*J**I»*J**ÍmJ«*J**J»*J« ♦*♦<

x

Íslendingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.