Íslendingur


Íslendingur - 17.02.1977, Blaðsíða 1

Íslendingur - 17.02.1977, Blaðsíða 1
7. TÖLUBLAÐ . 62. ÁRGANGUR . AKUREYRI . FIMMTUDAGINN 17. FEBRUAR 1976 MWMHWHMMMMMWMMNWMMH Deilur meðal hafnarverkamanna Að undanförnu hafa att sér stað nokkrar deilur meðal hafnarverkamanna við Akureyr'arhöfn og Verkalýðsfélagsins Eining- ar. Standa deilurnar vegna samnings, sem Eining gerði við KEA og skipafélögin um fastráðningu verka- manna við afgreiðslu skipa. Að nokkru hefur verið um innbyrðisdeilur að ræða hjá verkamönnunum, hafn arverkamanna annarsveg- ar, en þeir hafa fram að þessu haft forgang að alki skipavinnu við Akureyrar- höfn, og verkamanna KEA hins vegar, sem ekki hafa viljað una þessum forrétt- indum hafnarverkamann- anna. Blaðinu hefur borist eft- irfaröndi yfirlýsing frá stjórn Einingar, undirrit- af öilum stjornarmonnum: „Við undirrituð, sem sæti eigum í stjórn Verkalýðs- fél. Einingar mótmælum harðlega þeirri fullyrðingu, sem fram hefur komið í blöðum, að formaður fé- lagsins, Jón Heigason, hafi einn staðið að gerð samn- ings um fastráðningu hafn arverkamanna, sem undir- ritaður var 12. janúar sl. Stjóm félagsins stóð öll að gerð þessa samnings og fyigdist með framvindu þeirra mála, sem þar var fjallað um, en formaður og varaform. unnu í umboði stjómarinnar að gerð samn ingsins og undirrituðu hann. Stjórnin telur mik- inn feng að þessum samn- ingi og fagnar þeim áfanga, sem með honum hefur náðst.“ 8IGIJR8ÆLIR LVFTIIMGAIVIEIMIM Settu 4 íslandsmet og 70 Akureyrar- met á nýafstöðnu Unglingameistara- móti Islands i lyftingum Unglingameistaramót í lyft- ingum, tvíþraut, var haldið í Reykjavík sl. laugardag. Þátt Blómasala Lionsmanna á sumnudag Eins og undanfarin ár mun Lionsk'lúbbur Akureyrar bjóða bæjarbúum blóm á konudaginn, sem er n.k. sunnudagur. Blómasalan hefur verið fastur liður í starfsemi klúbbsins í fjölda mörg ár, og Lionsfélagar jafnan hvarvetna fengið góðar móttökur hjá bæjarbúum þegar þeir koma með blóm vendina. Þessa velvi'ld þakka Lionsmenn og vonast til að fá jafn góðar móttökur sem ával'lt áður. Eins og jafnan fyrr verð ur öllum ágóða varið til Mknarmála og að þessu sinni til styrktar vistheimil inu Só'lborg. takendur á mótinu voru alls 25. Langflestir frá Akureyri, eða 13, en S voru frá Reykja- vík og 3 frá Vestmannaeyjum. Akureyringarnir, sem eru flest ir á aldrinum 13—18 ára, náðu mjög góðum árangri. Settu 10 Akureyrarmet og 4 Islands- met og nær undantekningar- laust náðu þeir að bæta fyrri árangur sinn. AkuTeyringarnir hlutu alls 3 gull, 4 si'lfur og>2 bronsverð laun á mótinu og sigruðu einn ig í stigakeppni félaganna, hlutu 29 stig. íþróttafé'lögin, KA og Þór, styrktu lyftinga- mennina til fararinnar, en lyftingadeildirnar eru mjög fjárvana og t.d. er tækjakost- ur dei'ldanna í algeru lág- marki. Jaköb Bjarnason setti 3 ís- landsmet, í snörun, jafnhend- ingu og samanlögðu og Har- a'ldur Ólafsson setti nýtt ís- landsmet í j afnhendingu, en hann keppti í 52 kg. flokki og setti metið í aukatilraun, snar aði 78 k'g. Þá setti Haraldur einnig Akureyrarmet á mót- inu, en það gerðu einnig Viðar Örn Eðvarðsson, Hjörtur Guð mundsson, Hjörtur Gíslason og Jakob Bjarnason. Hitaveitan: Borinn enn stopp Tjónið um 14 millj. Enn eru borstangir frá jarð- bornum Jötni fastar í holunni, sem verið var að bora að Laugalandi. í dag er hálfur mánuður frá því að borinn festist og tjónið af völdum óhappsins orðið verulegt, eða nálægt 14 millj. kr. Miðast það við, að unnt verði að halda borun áfram við sömu holuna, en verði hún ónýt, er tjónið eðlilega mikið meira. Unnið er að því að bora niður með holunni til að losa um stangirnar og eru góðar vonir til að það takist, að ná þeim upp og hægt verði að halda borun áfram. Áður en óhapp- ið varð var farið að renna ná- lægt 1 sek.I. af um 70° heitu vatni úr holunni, sem er orð- in rúmlega 400 metra djúp. En hver ber skaðann af óhappiniu? Samkvæmt upplýsingum Ingólfs Árnasonar, formanns hitaveitumefndar, er það ekki endanlega ljóst ennþá. Sagði Ingólfur' það verða samnings- atriði mi'lli Orkustofnunar og - 4 tilboð bárust i Hitaveitunnar og yrði senni- lega gengið frá þeian samning um í næstu viku. 4 tilboð bárust í smíði und- iirstaðna fyrir aðveituæðina framan frá Laugalandi. Læigsta tilboðið var frá Norð- urverki hf. á Akureyri og hljóðaði það upp á 15 millj. og 546 þús. kr., en það er 76.8% Á sl. ári var hafin smíði á 183 íbúðum á Akureyri. Er það 5 íbúðum fleira en árið áður, samkvæmt upplýsingum Jóns Geirs Ágústssonar, bygginga- fulltrúa bæjarins. Á árinu var lokið við smíði 166 íbúða, sem er 20 íbúðum fleira en árið áð ur, en fokheldar íbúðir í árs- lok voru 290, sem er 20 íbúð- um fieira en árið áður, en íbúð ir skemmra á veg komnar undirstöðurnar af kostnaðarverði, sem hönn- uðir hitaveitunnar áætluðu 20.2 millj. Önnur tilboð voru frá Malar- og steypustöðinni hf., 15 millj. 920 þús., Möl og sandi hf., 17 millj. 827 þús. og hæsta ti'lboðð var frá Sniðli hf. í Mývatnssveit, 24 millj. 140 þús. Saigði Ingólfur að Framhald á bls. 6. voru 34. 490 íbúðir voru því í by.ggingu í ársldk 1976, en það er 37 íbúðum fleira en árið á undan. Meðalstærð þeirra íbúða, sem fuligerðar voru á sl. ári er' 486 rúmmetrar. Er þá fyigi rými meðtalið, svo sem bíl- geymslur, þar sem þær eru innbyggðar í húsin. Að meðal- tali er herbergjafjöldinn í þessum íbúðum 3.58 herbergi. Ibúðabyggingum f jöfigaði á Áliureyri sl. ár I t I ! ? 4 I t | t t I t i i X •5. t Kvenfélagið Hiíf Hinn 4. febr. sl. átti Kven- félagiðH Hlíf 70 ára afmæli og var þess minnst með hófi að Hótel KEA sama kvöld. Þar var glatt á hjalla og margt sér til gamans gert. Við þetta tækifæri var Jónína Steinþórsdóttir kjör- in heiðursfélagi fyrir mikil og vel unnin störf í þágu fé- lagsins. Aðrir heiðursfélag- ar, sem eru á lífi, eru Gunn- hildur Ryel, Elinborg Jóns- dóttir og Kristín Péturs- dóttir. Félagið var stofnað af 8 konum, en brátt fjölgaði í félaginu og það lét mjög til sín taka. Fyrstu starfsárin beindi það kröftum sínum að líknarstörfum, s. s. hjúkr un sjúkra og hjálp við aldr- að fólk og bágstadda. En er fram liðu stundir og betur var séð fyrir þsesum málum t. d. með titkomu 70 ára Riauðakrossins, tók félagið sér fyrir hendur að koma fátækum börnum í sveit til sumradva'lar. Þetta starf kom sér mjög vel einkum á stríðsárunum. Árið 1946 gaf svo Gunn- hildur Ryel féla'ginu lóð til þess að reisa á barnaheimili. Var nú hafist handa með fjársöfnun og vinnu og drógu HMfarkonur hvergi af sér og Framhald á bls. 6. * V ? 4 'i T t t I ¥ ¥ I I t C**t**t**t**t**t**t**t**t**t**t**tMt**t**t**t**t**t**t**t**t**t**t**t**t**t**t**t**t**t**t**t**t**t**t*'1CMtMtMtMtMtMtMtMtMtMtMt'MtMt**tMtMt'MtMt**tMtMt**t'Mt'MtMtMtMtMtM'tM’t'Mt'Mt'MtMt'M | ® HOBÐIIHZK rMC ■pra jyrirNorðlendinga RAÐHUSTORGl 1 AKUREYRI SÍMI 21844

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.