Íslendingur


Íslendingur - 31.03.1977, Síða 4

Íslendingur - 31.03.1977, Síða 4
Ísleiiíflngur Otgefandi: islendingur hf. Eitstjóri og ðbyrgðarmaður: Gísli Sigurgeirsson. Auglýsingastjóri: Sólveig Adamsdóttir. Dreifingarstjóri: Steinunn Guðjónsdóttir. Ritstjórn og afgreiðsla: Ráðhústorgi 9, sími 21500. Prentun: Prentsmiðja Bjöms Jónssonar. Askriftargjald: 200 kr. ð mðnuði. Lausasala: 60 kr. eintakið. Lurkur og lýðræði Mannlegt eðli er lífseigt og lætur ógjarna haggast. Engum yfirvöldum hefur til fulls tekist að brjóta lögmál þess. „Þótt náttúran sé lamin með lurk / leitar hún út um síðir“, segir í gömlum íslenskum kviðlingi. Enginn stóridómur hefur megnað að hrinda þessum úrskurði. Mannleg náttúra hefur lifað af alla dauðadóma. Einn gildasti þáttur mannlegs eðlis er frelsisþörfin, nauðsyn hvers manns að mega lýsa skoðunum sínum og tilfinningum hindrunarlaust og láta ekki segja sér fyrir verkum um hvaðeina. Þessi meginþátt- ur mannlegs eðlis er virtur og viðurkenndur í lýðræðisríkjum og þar er frelsið talið til mannréttinda, stundum svo sjálfsagðra, að ástæðulaust sé að vera á verði um tilvist þess. Það er þó því miður ekki svo. Á öllum öldum hafa einræðis- öfl reynt að brjóta í bága við mannlegt eðli, sveigja það undir sig, drepa tjáningarfrelsi og athafnafrelsi i dróma. Og því mið- ur er það líka svo, að frelsi og lýðræði eru nú forréttindi mikils minnihluta jarðarbúa. Á síðustu árum hafa skipst á skin og skúrir, en sem betur fer hafa lýðræðissinnar um heim allan ýmsu að fagna. Hernað- areinræði hefur þokað fyrir lýðræði í móðurlandi þess, Grikk- landi, og í Portúgal horfist betur á en um sinn, þegar eltki var annað sýnna en einræðið þar myndi aðeins skipta um Iit og lögun. Mikil ástæða er og til að vænta þess, að á Spáni verðií lýðræði endurreist á þessu ári, þó að hægt mjakist í áttina. Mestu fagnaðartíðindi lýðræðissinna eru þó kosningaúrslit- in í Indlandi, þar sem fjölmennasta þjóð veraldar, sem hingað til hefur notið lýðræðis, hefur nú endurheimt það eftir að frels- ið og manníeg náttúra í þrengsta skilningi hafði verið Iamið með lurk. Dæmi indverja sýnir glöggt að náttúran leitar út eins og fyrri daginn og lurkurinn snýst í höndum lemilsins og flengir hann sjálfan. Fangar stjórnarinnar unnu hvað fræki- legasta kosningasigra. Svona rík er frelsisþráin þrátt fyrir ör- birgð og ólæsi. Nóg er samt um einræði og ógnarstjórn. Flestar þjóðir Suður- Ámeríku, Asíu og Afríku fara á mis við lýðræðislegt stjórnar- far, og í Chile er svo að skilja sem hafin sé til valda einhver harðsvíraðasta einræðisstjórn síðari tíma. Og sjaldan eða aldrei hefur nokkur ríkisstjórn játað jafneftirminnilega upp á sig skömmina og stjórn Sovétríkjanna, þegar hún í ásýnd alls heims- ins jafnaði sér við Chilestjórnina með því að hafa skipti á ein- um hinna pólitísku fanga í Sovétríkjunum og kommúnstafor- ingjanum frá Chile, sem einnig hafði verið pólitískur fangi. Enn er það svo í Sovétríkjunum, sem milljónir manna um heim allan hafa mænt á sem fyrirmynd, að svarið við óskum mannaj um lýðræði og mannréttindi, og jafnvel hinar minnstu Iagfær- ingar á kerfinu, hefur verið lurkurinn, aðeins misjafnlega harð- ur og miskunnarlaus: geðveikrahæli, þrælabúðir og útlegð. Spilt úrhrök og föðurlandsníðingar hafa þeir verið kallaðir, sem átt hafa þá ósk heitasta að fá að lifa í sínu föðulandi og vinna, þar að umbótum á ríkjandi stjórnkerfi en ekki bylta því. Jafn- vel umbótaviðleitni hinna svonefndu andófsmanna er metin mönnum til föðurlandssvika. Það er gleðilegt tímanna tákn, að hin nýja stjórn í Banda- ríkjunum hefur tekið upp aðra stefnu gagnvart einræði komm- únismans en hina misheppnuðu undansláttarstefnu Nixons og Kissingers: heiðra skaltu skálkinn svo hann skaði þig ekki, enda færast nú hreyfingar umbótamanna um alla Austur-Evrópu leynt og ljóst í aukana. Margur á sér lengi að bíða, en jafnvel) þar sem myrkur einræðisins hefur grúft yfir öldum saman, leitar mannlegt eðli útrásar. Og fyrr eða síðar leysir frelsið lurkinn af hólmi. 28. mars ’77 G. J. 4 — ÍSLENDINGUR WMmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmi^mmtí^mmmmmmmím JAKOB Ó. PÉTURSSON Kveðja f rá mátji Jakob Ó. Pétursson er horf- inn yfir landamærin. Mér er bæði ljúft og skylt að minn- ast hans með ndkkrum orðum. Prúðmennska hans var svo einstök, eðlislæg greind og skilningur á högum annarra var meiri en ég hef nokkru sinni kynnst hjá einum manni. Mér dettur í hug setn- ing, sem rnaður nokkur sagði við mig, er minnst var á Pét- ur föður Jakobs: — Eplið fell- ur sjaldnast langt frá eikinni, — en sá hinn sami minntist Péturs, sem góðs viturs manns og taldi Jakob hafa erft þá eiginleika. En ég tel að hann 'hafi einnig erft góðvild og fórnfýsi Þóreyjar móður sinn- ar, sem er sú besta mann- eskja, sem ég hef lcynnst. Ég er mjög þakklátur fyr- ir að hafa fengið að kynnast Jakobi og þakka honum allar sameiginlegar ánægjustundir. Trúi ég þvi, að einhverntíma liggi saman leiðir á ný. Blessuð sé minning hans. H. H. I Gamlar myndir: Við( síIdarsöltun á T uliní usarbrygg ju Hér birtum við 2 gamlar mynd ir, sem Nanna Tulíníus lánaði blaðinu, en myndirnar eru af póstkortum, sem gefin hafa verið út í Danmörku. Engin ár töl eru á myndunum, en ekki er ósennilegt að þær séu tekn- ar eimhverntíma á öðrum ára- tug þessarar aldar. Myndirnar sýna síidarsölt- un á Tuliníusarbryggjunni, eins og hún var oftast kölluð þá. Síðar, þegar umsvif Höepfnersverslunar fóru að aukast, fóru margir að kenna bryggjuna við hana og í dag er hún þekktari undir nafn- inu „Höepfnersbryggja". í dag er lítið eftir af þessari bryggju og er það miður. Það var Otto Tuliníus, sem stóð fyrir síldarsöltun þarna á þessum árum, en Nanna er dóttir hans. Ottó átti fleiri börn, m. a. Carl, sem var bæj- arverkstjóri um margra ára skeið. Það er sonur Carls, Guð mundyr, sem nú vinnur að endurbótum á gamla Tuliníus arhúsinu. Skipið sem er að landa síld- inni, er fyrsta Súlan, sem keypt var til Akureyrar. Það mun hafa verið Ot'to Tuliníus, sem keypti skipið frá Seyðis- firði. Ekki vitum við hvaða skip það eru, sem liggja út á pollin um, en sennilega er stóra skip ið, sem sést framhlutinn af, danskt flutningaskip að taka saltaða síld. Ekki eru þetta tæmandi upp lýsingar og eflaust eru þeir margir sem vita betur. Allar nánari upplýsingar verða vel þegnar.

x

Íslendingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.