Íslendingur - 19.05.1977, Blaðsíða 5
töniium að Galtalæk:
ísið að
sheimili
)g 'hér eru eiginkonur flugbjörg-
gluggana. Næst er Ragnhildur
emarsdóttir og Guðrún Bjarnad.
munum við vinna við að ganga
frá húsinu að utan og fegra
umhverfið eins og frekast er
kostur.
— Flugbjörgunarsveitin á
Akureyri var stofnuð 22. nóv-
ember 1952. Var s\eitin stofn
uð í beinu framhaldi af Geysis
slysinu á Vatnajökli og held
ég að það sé rétt með farið, að
Þorsteinn Þorsteinss., Tryggvi
Þorsteinsson og Kristinn Jóns
son hafi verið frumkvöðlar að
stofnun svei'tarinnar og Krist-
inn var fyrsti formaðurinn,
sagði Gísli.
• Um 100 manns
á skrá
hjá sveitinni
Við spurðum Gísla næst
hvernig starfseminni væri
háttað og hvað margir meðlim
ir væru í sveitinni.
— Það eru um 100 manns á
skrá hjá sveitinni, en þeir eru
misjafnlega virkir, svaraði
Gísli. Það te'kur um 20—30
mín. að kalla út um 45 manns
og á 1 Vz tíma er hægt að kalla
út allt að 100 manns, ef til stór
áfalla kemur. Samkvæmt ný-
endurskoðuðu almannavarna-
kerfi Akureyrar og Eyjafjarð-
ar er litið á sveitina sem björg
unaraðila, sem vinnur að
björgun slasaðra af slysstað
og flutningum á sjúkrahús.
Einnig er reiknað með að við
aðstoðum lögreglu við umferð
arstjórn. í slíkum neyðartil-
fellum erum við undir stjórn
slökkviliðsstjóra. Um leið og
við höfum komið okkur fyrir
hér munum við endurskipu-
leggja starfsemi okkar, til að
geta mastt þeim kröfum, sem
■gerðar eru til okkar í áður-
nefndu almannavarnarkerfi.
• Bílarnir eru komnir
til ára sinna
og erfitt að útvega
í þá varahluti
Næst spurðum við Gísla
hver væri tækjakostur sveitar
innar og hvort hann væri full
nægjandi.
— Við höfum tvo sjúkra-
bíila, einn bíl til að flytja leitar
flökka, tvo snjóbíla og einn vél
sleða. Auk bílanna er ýmis
annar nauðsynlegur búnaður,
svo sem talstöðvar, sjúkrabún
aður, klifurtæki, luktir ofl.
Næsta átak okkar, þegar við
verðum búnir að ganga frá
húsinu og losa ökkur við skuld
ir vegna þess, er að endurnýja
bílakostinn. Sumir bíiarnir
eru orðnir gamlir og úr sér
gengnir og því erfitt að útvega
varahluti í þá og reksturinn
dýr.
• Sveitin var kölluð
út 5 sinnum á sl. ári
Hefur sveitin einhverja æf-
ingaaðstöðu og hvað oft var
hún kölluð út á sl. ári, spurð-
um við Gísla næst.
— Því miður höfum við ekki
haft æfingar, en þegar við
verðum endanlega búnir að
koma ofckur fyrir hérna von-
umst við til þess að geta kom-
Formaður Flugbjörgunarsveitarinnar á Akureyri, Gísli K. Lór-
enzson, er hér að vinna við (að leggja parkett ó gólfið í funda-
salnum.
ið þeim á. Á sl. ári var sveitin
kölluð 5 sinnum út og í öll
skiptin til leitar að fólki. Oft
hefur sveitin einnig verið í við
bragðsstöðu vegna yfirvofandi
náttúruhamfara, nú síðast
vegna ástandsins við Kröflu.
• Hafa mætt skiln-
ingi og fengiS
stuðning hjá þeim,
sem til hefur leitað
En hvernig hefur sveitin
getað fjármagnað allar þessar
fram'kvæmdir?
— Bæjarbúar hafa tekið
dkkur sérstaklega vel þegar
við höfum verið á ferðinni
með bingó eða happdrætti,
svaraði Gísli. — Eins hafa for
svarsmenn fyrirtækja tekið
okkur sérstaklega vel. Þá höf-
um við fengið styrki frá Akur
eyrarbæ, rfkinu og Eyjafjarð-
arsýslu og viðskiptabanki okk
ar, Landsbankinn, hefur verið
hjálpsamur. Erum við sérstak
le;ga ánægðir yfir því, hvað
þessir aðilar hafa sýnt þessu
máli mikinn skilning og ég
vil nota tækifærið til að þakka
þeim öllum fyrir veittan stuðn
ing, sagði Gísli.
Við spurðum Gísla að lok-
um hvort þeir í sveitinni yrðu
aldrei varir við það sjónar-
mið, að þeir væru eingöngu að
þessu fyrir sjálfa sig og stund
uðu þetta sem sport.
— Nei, ég hef ekki orðið var
við það, svaraði Gísli. — Þetta
er ekki sportklúbbur og tæki
og búnaður sveitarinnar er
ekki falur til einkaafnota fyr-
ir sveitarmeðlimi. Það eina V
♦>
T
?
t
t
♦?♦
sem við gerum í þá átt, er æf-
inga- og skemmtiferð, sem far
in er einu sinni á ári og er það
eina sem leyft er. Við erum
mjög stífir á því að leyfa ekki
einkaafnot af tækjunum, þar
sem við lítum á þau sem al-
menningseign, sagði Gísli að
lokum.
í stjórn Flugbjörgunarsveit-
arinnar sitja auk Gísla, Björn
Sigmundsson, varaformaður,
Tryggvi Gestsson, gjaldkeri,
Örn Herbertsson, ritari, og
Svanlaugur Ólafsson, með-
stjórnandi.
T
t
t
❖
t
t
t
Brynjólfur Jónsson var að skrúfa saman borð til að hafa í fundasalnum.
f
Við bjóðum lesendum aftur að
bergja á vísum úr Skálda-
skinnu, sem skrifuð var að
Skáldalæk (bæjarsalernun-
um) á sínum tíma. Rögnvald-
ur Rögnvaldsson á bókina.
Fyrsta vísan í dag er undir
skrifuð B. Sigtr., sem gæti ver
ið Bjarni Sigtryggsson, nú-
verandi ritstjóri Alþýðumanns
ins:
Undur marga átti ég stund
á Akureyrargrundum.
Hýrnar lund er lít ég sprund
og lögg á vinafundum.
Á fremstu síðum Skálda-
skinnu rákumst við á vísur
eftir Harald Blöndal, sem hef
ur verið í Menntaskólanum
þegar hann orti þær. Yfir-
skriftin er: 18 ára gamall mað
ur kveður:
Er ég hugsa um horfna stund
hugur fyllist trega,
aldrei framar fagurt sprund
faðma innilega.
Una má við munksins kufl
mína ævidaga.
Æsku minnar ástardufl
er mér liðin saga.
Sigfús Axfjörð á næstu
vísu:
Þér er ekki stirt um stefið
stirnir í þitt sálarglit.
Ekkert var þér illa gefið
utan þetta litla vit.
Og aftur kveður Sigfús:
Ennþá sér þess víða vott
og víst er engin lygi,
að ég hef margt svo geysigott
gert í fylliríi.
Hér kemur svo ófeðruð vísa:
Hefur kempan hugumstóra
haldið templaranna eið?
Og svarið var:
Aðeins dempað það að þjóra
þá ei kempan veldur neyð.
Og hér kemur ein eftir
Rögnvald:
Úti berja klárar klaka
komið sólarlag.
Ort var þessi afbragðsstaka
annan jóladag.
Hér kemur ein ófeðruð:
Stúkan er stytta við marga,
stórfengleg viðreisnarþrá.
Ragnari reynir að bjarga
ræfildóminum frá.
í sama tilefni yrkir Rögn-
valdur:
Háð og spé ei hrósum vér.
Hættu sé ég vísa.
I O G T einnig þér
auðnu veg mun lýsa.
Áfengis þeir byrgðu brunninn
Bakkus sögðu skilið við.
Nautnabjörninn nú er unninn
næstum opið himins hlið.
Frá vöggu til grafar stutt
er strik,
stefnuna er reynt eð varða.
Lífið er eins og augnablik
á eilífðarmælikvarða.
ÍSLENDINGUR — 5