Íslendingur


Íslendingur - 19.05.1977, Blaðsíða 8

Íslendingur - 19.05.1977, Blaðsíða 8
Búreksiri hætt í Skfaidan'vik Allt frá því að Stefán Jónson gaf A'kureyrarbæ Skjaldarvík, hefur stjórn elliheimilisins rekið þar nokkurn búskap og ráðið til þess sérstakan bú- stjóra. Nú standa yfir samning ar um lei'gu á jörð og skepnuhúsum í Skjaldar- vík og sölu bústofns og véla til Valgeirs Ásbjörns sonar, sem hefur verið bú stjóri í Skjaldarvík sl. ár. Samningsuppkast hefur verið gert og verður af- greitt endanle'ga áður en langt um líður. * Islendingar drekka minnst Samkvæmt skýrslu, sem áfengisvarnarráð hefur nýlega sent frá sér, voru það Frakkar, sem drukku mest af hreinu áfengi á árinu 1975. Hver Frakki drakk sem svarar 17 lítr- um af 100% áfengi, en Portúgalar gáfu þeim lít- ið eftir, þar drakk hver maður 16.9 lítra sama ár. íslendingar komast hvergi nærri þessum þjóðum. Hver íslendingur drakk 2.88 lítra af 100% áfengi árið 1975 og er það minnsta magn pr. marjn á Norðurlöndunum. Daninn drakk mest, 8.9 lítra, Finn inn 6.2 lítra, Svíinn 6 lítra og Norðmaðurinn 4.3 lítra. Á sl. ári var áfengis neysla íslendinga sú sama, eða 2.88 lítrar. Hljómkaup ný leikfanga- verslun Tómas Bergmann og Ólaf ur Sigurðsson hafa nýlega opnað sérverslun með leikföng að Hafnarstræti 85, þar sem Pedro-mynd- ir voru eitt sinn með af- greiðslu sína. Heitir versl unin Hljómkaup sf., leik- fangadeild, og þar eru á boðstólnum ýmsar gerðir af leikföngum, eins og nafnið bendir til. Versl- unarstjóri hinnar nýju verslunar er Edda Frið- geirsdóttir. ^^MIGLÍSINGiSÍMI ÍSLENDINGS 4^ 215 00 ^grunargvíR ÍSPAN HF. • FURUVÖLLUM 5 • AKUREYRI • SÍMI (96)21332 LslendiiKjur Slökkvilið Akureyrar hefur átt annríkt vegna sinubruna IMfU ÚTKÖLL — Það má segja að það hafi verið venju fremur annasamt hjá okkur sl. viku, sagði Tómas :Búi, slökkviliðsstjóri hjá Slökkviliði Akureyrar, í viðtali við blaðið á mánudag- inn. Það hafa verið mörg út- köll, en sem betur fer hefur ekki vcrið um alvarlega elds voða að ræða. Aðeins einu sinni hefur þurft að kalla út varaliðið. Það var er edur kom upp í trillu í smábátahöfninni við Slippinn. Þá var kallað út 1. útkall, en í því eru 14 manns. Stýrishús trillunnar Skólasýning vistfólksins að Sólborg Skólasýning og kaffisala verð ur á Sólborg á Akureyri sunnu daginn 22. maí nk. kl. 14—18 og verður hluti sýningarmuna til sölu. í vetur eins og undanfarin ár hefur farið fram kennsla í verklegum og bóklegum grein um við heimilið. Hefur sú ný- breytni verið tekin upp að kenna matreiðslu og munu gestir sem koma og kaupa kaffi á sýningunni njóta góðs af bakstri nemenda. Leikfimi hefur verið kennd í vetur og síðan íþróttahúsið við Gler- órskóla tók til starfa hefur íþróttakennslan farið fram þar. Börnunum frá Sólborg var boðið í Lundarskóla í vetur og fengu þau að sitja í timum og ta'ka þátt í starfi og leikjum barnanna þar, öllum til gagns og gleði. Undanfarna vetur hafa ver ið saumaðir og stimplaðir bón tolútar á heimilinu og seldir olíufélögunum. Stjórnunarfélag Morðurtands Mámskeið fyrir stjórnendur fyrirtækja Um næstu helgi gengst Stjórn unarfélag Norðurlands fyrir námskeiði í arðsemi og áæti- anagerð að Hótel Varðborg. Námslkeiðið er sérstaklega ætl að fyrir stjórnendur fyrir- tækja á Norðurlandi, en öll- um, sem hafa áhuga á fyrir- tækjarekstri í fjórðungnum er velkomið að sækja námskeið- ið. Tilgangurinn með nám- skeiðinu er að veita þátttak- endum aðgengilega og hag- nýta þekkingu til beinna nota í daglegu starfi. Leiðbeinandi á námskeiðinu verður Þorsteinn Þorsteinsson fná Hagvangi hf. í Reykjavík. Hagvangur hefur að undan- förnu haldið slfk námskeið með hópum og fyrirtækjum í Reýkjavík, Egilsstöðum og á Hvolsvelli, en síðar verða hald in námskeð á Selfossi og ísa- firði. Námskeiðið verður hald ið að Hótel Varðborg og hefst föstudaginn 20. maí. Formaður Stjórnunarfélags Norðúrlands er Ragnar H. Bjarnason, skrifstofustjóri, en nýráðinn framkvæmdastjóri félagsins er Lárus Ragnars- son. (Sjá nánar í auglýsingu á bls. 2.) I SL. VIKU skemmdist talsvert að innan og dýptarmælir og áttaviti eyðilögðust. — Sl. mánudag voru 4 út- köll, sagði Tómas. — Fyrst var eldur í þvottavél uppi á brekku, síðan í bíl í miðbæn- um og tvisvar vorum við kall- aðir út vegna sinubruna. — Sinubrunarnir eru afskaplega hvimleiðir, sagði Tómas, — en í sl. viku vorum við 5 sinnum kallaðir út vegna þeirra og í sumum tilfellunum ollu þeir, s'kemmdum á trjágróðri. Það eru oftast börn, sem fara gá- leysislega við sinubruna og endar leikurinn oft þannig að þau ráða ékki við eldinn. Þá er ekki um annað að ræða, en að kalla á slökkviliðið. Þetta er talsvert kostnaðarsamt fyr- ir okkur, og annað sem er öllu alvarlegra; við erum ekki eins vel viðbúnir ef til alvarlegra útkalla kemur, ef við erurn á sama tíma að sinna sinubruna. — Það var t.d. tilkynnt svo til samtímis um- sinueld i Sand- gerðisbót og grun um eld í Gagnfræðaskólanum fyrir nokkrum dögum. í því tilfelli urðum við að skipta liðinu, en alvara var ekki á ferðinni þá, sem betur fer. — Það er því fyllsta ástæða til að hvetja for eldra til að fylgjast með því, að börnin valdi ekki sinu- bruna og raunar óþarft að minna á, að óleyfilegt er að brenna sinu eftir 1. maí. — Síðan var út'kall á laugar daginn, en .þá var eldur laus í öskutunnu við Stefni. Á mánudaginn var slökkvi- liðið svo kallað að raðhúsi við Grundargerði. Þar hafði kvikn að í feiti á eldavél og urðu talsverðar skemmdir á eldhú sinnréttingu af eldi, en á íbúð inni af reyk. Mikill reykur var og kom nýi reykblásarinn í góðar þarfir. Taldi Tómas að tekist hafi að koma í veg fyrir mun meiri reýkskemmdir í íbúðinni með notkun blásar- ans. SnMIHMMMHinMaiMMÍ Firmakeppni Hcstamannafclagið Léttir gengst fyrir árlegri firma- kcppni á skeiðvelli félagsins sunnan flugvallar í dag (fimmtudag). Þar reynp mcð sér yfir 100 gæðingar liesta- manna.á Akureyri. Ekki er að efa, að þar vcrður að sjá margan fallcgan gæðinginn, gn kcppnin hefst kl. 14.00 og er aðgangur ókeypis. GARDlNUBRAUTIR Tréstangir og allir fylgihlutir íbúðin, Tryggvabraut 22

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.