Íslendingur


Íslendingur - 19.05.1977, Blaðsíða 7

Íslendingur - 19.05.1977, Blaðsíða 7
IMú eru vertíðarlok hjá yngsta skíðafólkinu — Jón H. Harðarson. 2. Jón Harðarson 3. Kristín Pálmadóttir 8 ára stúlkur: 1. Gréta Björnsdóttir 2. Arna ívarsdóttir 3. Erla Björnsdóttir 8 ára drengir: 1. Aðalsteinn Árnason 2. Hilmir Valsson 3. Gunnar Reynisson 9 ára stúlkur: 1. Guðrún Jóna Magnúsdóttir 2. Katrín Pétursdóttir 9 ára drengir: 1. Ólafur Hilmarsson 2. Guðmundur Siguóónsson 3. Smári Kristinsson 10 ára stúlkur: 1. Signe Viðarsdóttir 2. Anna M. Malmquist 10 ára drengir: 1. Þorvaldur Örlygsson 2. Björn Júlíusson 3. Jón Björnsson 11—12 ára stúlkur: 1. Hrefna Magnúsdóttir 2. Lena Hallgrímsdóttir 3. Ingibjör.g Harðardóttir Framhald á bls. 6. Signe Viðarsdóttir. Hrefna Magnúsdóttir. Þorvaldur Örlygsson. Erling Ingvarsson. Aðalsteinn Árnason. Grcta Björnsdóttir og tvíbura systir hennar, Erla, sem var no. 3. Guðrún J. Magnúsdóttir. Sl. föstudagur var lokadagur hjá yngsta skíðafólki Akur- eyringa. Þá var öllum kepp- cndum, sem keppt hafa á veg um foreldraráðs 'í vetur, á aldr inum 7—12 ára, boðið til kvöldvöku í Skiðahótelinu og veitingarnar voru pylsur og coke. Á kvöldvökunni voru af hent verðlaun í bikarkeppni foreldraráðs. í bikarkeppn- inni var miðað við árangur úr 5 mótum, sem haldin hafa ver ið í vetur, 3 svigmótum og 2 stórsvigsmótum. Sigurvegar- arnir í hverjum aldursflokki fcngu bikar til eignar, sem Kiwanisklúbburinn Kaldbak- ur á Akureyri gaf. Er þetta annað úrið, sem efnt er til slíkrar bikarkeppni, en í fyrra gaf Skíðaráð bikarana. 102 unglingar tóku þátt í keppn- inni. Úrslit í bikarkeppninni urðu þessi: 7 ára og yngri: 1. Jón H. Harðarson Völsungur vann Þrótt Völsungar frá Húsavík sigr uðu Þrótt frá Neskaupstað með einu marki gegn engu, í fyrsta leik liðanna í 2. deild íslandsmótsins í knatt vspyrnu. Það var Hermann Jónasson, sem skoraði mark Völsunga með skalla eftir vel útfærða sókn, en þá var nokkuð liðið á síðari hálf- leik. Reynir tapaði y fyrir Ármanni Um helgina léku Reynis- menn frá Árskógsströnd við Hau'ka í 2. deild fslands mótsins í knattspyrnu. Fór leikurinn fram á Kapla- krikavelli í Hafnarfirði. Haulkar sigruðu með þrem mörkum gegn engu. Hauk- arnir gerðu eitt mark í fyrri hálfleik og hin tvö í þeim síðari, bæði úr víta- spyjnum. - - - Parakeppni unglinga Um helgina fór fram síð- asta skíðamótið á þessu keppnistímabili fyrir yngstu flokkana, á vegum foreldrabáðs SRA. Fyrirkomulag mótsins var all nýstárlegt. Var um parakeppni að ræða, þar sem tveir renndu sér sam- timis í samhliða brautum, sem voru nákvæmlega eins lagðar. Var þetta útsláttar keppni og sá sem fyrr kom í mark hélt áfram, en hinn var úr leik. Þannig var haidið áfram, þar til aðeins einn var eftir í hverjum flokki og var keppnin bæði jöfn og spennandi. Jafnrétt ið var ríkjandi : keppninni og kepptu strákar og stelp ur saman. Gréta Björnsdóttir sigr- aði í flokki 7—8 ára og skaut hún öllum jafnöldr- um sínum, jafnt strákum sem stelpum, ref fyrir rass. Ólafur Hilmarsson sigraði í flokki 9—10 ára og Stfeán Bjarnhéðinsson í flokki 11—12 ára. Þórsarar töpuðu fyrir Fram Á laugardaginn léku Þórsarar þriðja leik sinn í 1. deildar- keppninni í knattspyrnu. Var hann gegn Fram og var leik- inn á Melavellinum í Reykja- vík. Framarar sigruðu með nokkrum yfirburðum 3-1. Skoruðu Framarar öll mörkin í fyrri hálfleik, en þá voru Þórsarar ekki alveg með á nót unum og sáust varla á vellin- um. Leikur liðsins var allt annar í síðari hálfleik og þá skoraði Sigurður Lárusson cina mark liðsins í leiknum. Það var Sumarliði Guð- bjartsson, sem skoraði fyrsta markið fyrir Fram á 17. mín. leiksins. Annað markið gerði Kristinn Jörundsson eftir inn kast, en Ragnar var kominn út úr marikinu og úr jafnvægi. Pétur stóð á línunni, en var illa staðsettur og náði ekki að bjarga. Þriðja markið skoruðu Framarar úr vítaspyrnu, sem erfitt var að átta sig á, á hvað var dæmd. Það var svo Sigurður Láru son, sem skoraði eina mark Þórs eftir nær stanslausa pressu, en Þórsarar voru betri aðilinn á vellinum í síðari hálf leik og áttu að skora annað mark. Miðað við gang leiksins í heild þá voru úrslitin sann- gjörn. Næsd leikur Þórs í 1. deild inni verður ekki fyrr en mið- vikudaginn 25. maí og þá verð u. leikið við Akurnesinga á Þórsvellinum. IMorðlendingar Stjórnunarfélag Norðurlands heldur námskeið á Akureyri í Arðsemi og áætlanagerð Námskeið þetta er fyrir stjórnendur fyrirtækja á Norðurlandi og aðra áhugamenn um fyritækja- rekstur í fjórðungnum. Tilgangurinn er að veita þátttakendum aðgengilega og hagnýta þekkingu til beinna nota í daglegu starfi. Eftirtalin efnisatriði verða tekin til meðferðar: 1. HAGNAÐARMARKMIÐ 2. FRAMLEGÐ 3. ARÐSEMISATHUGANIR 4. VERÐMYNDUN OG VERÐLAGNING 5. FRAMLEGÐARÚTREIKNINGAR í EIN- STÖKUM ATVINNUGREINUM 6. BÓKHALD OG ÁRSUPPGJÖR SEM STJÓRNTÆKI 7. ÁÆTLANAGERÐ 8. EFTIRLIT Jafnhliða fyrirlestrinum verða notuð margvísleg smærri verkefni. Auk þess munu þátttakendur glíma við 1-2 stærri verkefni í hópvinnu. Fyrirlesari er Þorsteinn Þorsteinsson, rekstrarhag- fræðingur, Hagvangi hf. Reykjavík. Námskeiðið veður haldið á Hótel Varðborg, Ak- ureyri, dagana 20. og 21. maí 1977. Þátttaka tilkynnist til Lárusar Ragnarssonar í síma 16-21523 og Ragnars Bjarnasonar í síma 66-21715, sem fyrst. Námskeiðsgjald er kr.: 17.000 fyrir félagsmenn en kr. 20.000 fyrir aðra.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.