Íslendingur


Íslendingur - 29.12.1977, Blaðsíða 1

Íslendingur - 29.12.1977, Blaðsíða 1
49. TÖLUBLAÐ . 62. ÁRGANGUR . AKUREYRI . FIMMTUDAGINN 29. DESbMBER 1977 Islendingur S*" VÖRUSALAN SF,- HAFI 104-AKUREVRI -3 VERZLAR í VÖRUSÖLUNNI @2--------------------— Steindór frá Hlöðum heiðraður Sl. þriðjudag var Steirídóri Steindórssyni, frá Hlöðum, af- hentur heiðursstyrkur úr verð- launasjóði Ásu Wright. Fór at- höfnin fram í Norræna húsinu í Reykjavík. Hlaut Steindór 250 þús. kr. auk heiðursskjals og silfurpenings. Styrkuripn var veittur fyrir brautryðjendastörf í þágu vísinda og gróðurrarín- sókría. Ártölin verða í heiðinni Skátafélögin á Akureyri munu á gamlaárskvöld tendra ártölin austur í Vaðlaheiði, í svoköll- uðum Hallandabrekkum, það- an sem þau sjást vel frá Akur- eyri. Fyrst verður tendrað ár- talið 1977 skömmu fyrir ára- mótin, en það deyr síðan út og í staðinn myndast ártalið I978 um leið og nýtt ár gengur í garð. Skátarnir gera þetta með því að mynda skálar í snjóinn, sem þeir síðan fylla með hampi vættum í olíu. Síðan hlaupa þeir með log- andi kyndla á milli og tendra ljósin. Skátafélagið hefur við- haldið þessum sið sl. 10 ár bæjarbúum til ánægju, en upp- haflega var það Guðvarður Jónsson, málari, sem stóð fyrir því að þetta var gert. Það voru „litlu jólin“ hjá krökkunum á leíkskolanum Iðavelli skömmu fyrir jól. Neyðarráðstafanir í dagvistunarmálum Akureyrarbœjar Hámarksdvalartúní barns verður 2 ár Fyrstu 30 börnin hcetta samkvœmt þessum nýju reglum 31. mars nœstkomandi Félagsmálaráð hefur ákveðið að setja hámark á dvalartíma barna á dagvistunarstofnunum Akureyrarbæjar. Verður hámarksdvalartími hvers barns 2 ár, en þar eru fjölfötluð börn og börn einstæðra foreldra undanskilin. Er hér miðað við samanlagðan dvalartíma á heimilunum, þannig að dval- artíminn lengist ekki, þótt barn sé flutt á milli stofnana. Félagsmálaráð áskilur sér rétt til að víkja frá reglum þessum ef brýna nauðsyn ber til og verður þá hvert einstakt tilfelli metið sérstaklega. Koma þessar nýju reglur til fram- kvæmda um áramót, en aðlögunartími verður 3 mánuðir, þannig að fyrstu börnin hætta 31. mars nk. Pípulagningamenn anna ekki eftirspurn Aðeins 3 íbúðarhús hafa verið tengd - Þetta er algert neyðarúr- ræði, sem við grípum þarna til, sagði Jón Björnsson, félags- málastjóri, í viðtali við blaðið. - Tilgangurinn er að reyna að stytta örlítið þann biðlista sem er á þessar stofnanir, sem leng- ist sífellt, hraðar en dagvistun- arrýmum fjölgar í bænum. Við erum með þessu að reyna að jafna þeim dagvistunarplássum, sem til staðar eru, niður á milli þeirra, sem þurfa á þeim að halda. Þaðmásegjaaðviðséum að setja nokkurskonar ,,þak“ á starfsemina, sagði Jón. - Það hefur komið fyrir, að þau börn, sem hafa verið á biðlista, hafa verið orðin of gömul þegar þau loksins hafa fengið pláss. Hins vegar eru dæmi um börn sem hafa fengið pláss um 2ja ára aldur og hafa haldið þeim allt til Akur- eyringar skilvísir borgarar Akureyringar hafa löngum ver- ið með skilvísari mönnum og á undanförnum árum hefur Ak- ureyrarbær getað státað af einu hæsta innheimtuhlutfalli á álögðum gjöldum um áramót. Á sl. ári tókst að innheimta yfir 90% af álögðum gjöldum og Rafn Hjaltalín, bæjargjaldkeri, sagði í viðtali við blaðið, að hann vonaðist til að hlutfallið yrði ekki lakara í ár. Sagði hann að um síðustu mánaðamót hafi verið búið að innheimta 77% af álögðum gjöldum. sem væri heldur betra hlutfall en á sama tíma í fyrra. Ral'n sagðist ekki hafa orðið mikið var við að einstaklingar ættu íerfiðleikum með að greiða gjöldin sín. en hinsvegar sagði hann áberandi að fyrirtæki ættu í meiri erfið- leikum en áður með að greiða sín gjöld. Innheimta erfíðari en í fyrra Ekki of vel,og ég er hrædd- ur um að árangurinn verði heldur verri en í fyrra, sagði Ófeigur Eiríksson. bæjarfógeti. þegar blaðið spurði hann hvern- ig innheimtan gengi á gjöldum til ríkisins. Sagði Ófeigur að sér virtist almennt minni greiðslu- geta, jafnt hjá fyrirtækjum sem almenningi. í fyrra sagði Ófeig- ur að tekist hafi að innheimta 91% af álögðum opinberum gjöldum, sem er með því besta á landinu. Til samanburðar má geta þess, að þeim þykir það gott að komast í 75% í Reykja- vík. □□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□ □ □ _ □ Hægt hefur gengið að tengja íbúðarhús við Hitavcituna á Akureyri. Búið er að tengja 3 íbúðarhús, Menntaskólann, Sundlaugina og Elliheimilið, en þar við situr. Að sögn Braga Sigurðssonar hjá Hitaveitunni, stendur á því að húseigendur geri hitunarkerfin tilbúin til tengingar. Slíkt er framkvæmt af pípu- lagningarmönnum og hefur hús eigendum að sögn, gengiðerfið- lega að fá pípulagningarmenn til að gera þessa hluti. Búið er að setja hemlagrindur í 60-70 hús og því í flestum nýrri húsanna ekki annað að gera en að af- tengja þau kynditæki sem fyrir eru og yfirfara kerfin. Kyndi- tækin geta staðið áfram, þannig að ekki þurfi annað en að af- tengja þau um leið og heita vatnið kemur, sagði Bragi. Það verður hins vegar að ganga það tryggilega frá hlutunum, að úti- lokað sé að tækið fari í gang fyrir slysni, því það getur endað með sprengingu ef kynditækið fer á stað án þess að heitavatns- tankurinn sé tengdur hitunar- kerfi hússins. Það er mikið atriði fyrir hita- veituna, að unnt verði að tengja húsin nokkurnveginn í röð oger þá miðað við svipaða fram- kvæmdaröð og var við lgfgningu dreyfikerfisins í sumar. Égvona að þessi deifð hjá fólki stafi mest af annríki við jólaundirbúning- inn og að fljótlega eftir áramót- in fari að koma skriður á málin, sagði Bragi að lokum. islendíngur kemur næst út þriðjudaginn 10. janúar n.k. Allt efni verður að hafa borist fyrir fímmtudagskvöld og auglýsingar fyrir hádegi á mánudag. GLEÐILEGT NÝÁR □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□ KIÚRBUO *3&œ<rweioHR Glæsilegasta vöruvai kaupanqi í kjörbúð á Norðurlandi □□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□>

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.