Íslendingur


Íslendingur - 29.12.1977, Blaðsíða 8

Íslendingur - 29.12.1977, Blaðsíða 8
Spurt á „litlu jólun- um“ á leikskólanum Iðavelli. Hversvegna höldum við jólin há- tíðleg? Hvað langar þig mest í í jólagjöf? .lóhann Gunnar Arnarson 4 ára .lólin eru haldin af því að jólasveinarnir koma - nei, nei. þau eru haldin af því að Jesúbarnið á þá afmæli. Mig langar mest í skemmti- legan bíl. helst gulan. Ása Eiríksdóttir 4 ára Af því að Jesúbarnið fæddist þá. Mig langar mest í stórt brúðuhús. helst rautt. þau eru fallegust. Máni og Logi Péturssynir, tvíburar, 3ja ára Þeir vildu ekki segja okkur hvers vegna jólin \ æru haldin. en það sást þó á ptakkaralegum svip þeirra. að þeir vissu til- ganginn. Logi vildi helst fá flugvél. sem hægt væri að toga í. en Máni gerði sig ánægðan með að fá lítil spil. Inga Þórlaug Róberts- dóttir, 3ja ára Hún var ósköp feimin við þennan ógurlega kall, sem \ar með myndavél. Hún sagði þó að sér fyndist alltaf gaman á jól- unum og um síðir hvíslaði hún því í eyra blaðamanns- ins. að sér langaði mest í stóran kross til að hafa um hálsinn í jólagjöf. Rannveig Sigurðard., 5 ára Jesúbarnið á afmæli ájól unum. Mig langar bara í dúkku og svoleiðis dót. AUGLVSINGASÍMIÍSLENDINGS 215 00 InANGRUNARGLER ISPAN HF. • FURUVÖLLUM 5 • AKUREYRI • SÍMI (%)2Í332 Islendingur Akureyrarbæ boðið plötusafn myndavélar o.fI. tilheyrandi Sem er úr eigu þeirra Ijósmyndara, Hallgríms Einarssonar og Kristjáns og Jónasar sona hans Eftirlifandi börn Hallgríms heit ins Einarssonar, Ijósmyndara; þau Magnús, Olga, Gyða, Ólaf- ur, Eygló og Einar, hafa nú boðið Akureyrarbæ að gjöf það plötusafn, Ijósmyndavélar og hluti af ljósmyndastofu, sem að uppistöðu til eru frá tíma Hall- gríms, sem Jónas bróðir þeirra lét eftir sig, en hann lést í janúar sl. Áður höfðu erfingjar Krist- jáns gefið bænum plötusafn hans og Hallgríms og á 100 ára afmæli Akureyrarkaupstaðar keypti bærinn nokkuð af safn- inu. Plötusafn Jónasar saman- stendur af myndum, sem hann hefur tekið í gegnum árin, en einnig er þar með nokkuð af plötum úr safni föður hans. Safn þeirra feðga samankomið er mikill menningarlegur fengur fyrir Akureyrarbæ, verði því komið fyrir á viðeigandi hátt, það flokkað og greint og gert aðgengilegt til notkunar. Hallgrímur lauk prófi í ljós- myndun í Kaupmannahöfn árið 1895. Hóf hann þá þegar Ijós- myndun á Akureyri, en hafði þá búsetu á Seyðisfirði fram að aldamótum. Áð Hallgrimi látn- um, 1948. tók Kristján við og rak hann stofuna undir nafni föður síns allt til dauðadags, 1963. Jónas rak sjálfstæða ljós- myndastofu á Akureyri frá því Róleg jólahelgi Samkvæmt upplýsingum lög- reglunnar á Akureyri var jóla- helgin friðsöm og engin veruleg óhöpp urðu. Að kvöldi annars í jólum voru dansleikir og „þetta venjulega umstang í kringum Sjálfstæðishúsið" að sögn lög- reglunnar. Eldur í „Helga magra“ Eitt útkall var hjá Slökkviliði Akureyrar um jólahelgina. Á jólakvöld tilkynnti vegfarandi um að reyk legði úr vélbátnum Helga magra, sem lá í Akur- eyrarhöfn. Vareldur laus í lúkar bátsverja, en báturinn var mann laus og leikur grunur á að kvikn að hafi í út frá olíukyntri elda- vél. Slökkviliðinu gekk greið- lega að slökkva eldinn, en skemmdir urðu nokkrar af eldi, sóti og reyk. Þessi gamla mynd frá Akureyri er úr safni Jónasar heitins Hallgrímssonar. fyrir stríð. Ferðaðist hann með- al annars mikið um landið og tók myndir, t.d. skólaspjöld og staðamyndir. Jónas var breysk- ur maður, sérstaklega hin síðari ár, og tók þá lítið af myndum. Er því megnið af plötusafni hans gamalt. Síðustu árin starf- aði Jónas mest við að stækka gamlar myndir úr safni sínu. Efingjarnir setja engin skil- yrði fyrir gjöfinni, en að sögn Magnúsar Hallgrímssonar er hún gefin í þeirri von, að það verði til að örva hugmyndir um að halda sýningu á myndum föður gefendanna í tilefni af 100 ára afmæli hans 20. febrúar nk. - Við höfum einnig látið í ljós vonir um að safnið verði skráð og flokkað og því komið í að- gengilegt horf og að komið verði upp herbergi í minjasafn- inu á Akureyri, þar sem tækjum og hlutum frá myndastofunni verði komið fyrir til minningar um þessa liðlega átta áratugi í iðnaðar- og menningarsögu Akureyrar, sagði Magnús að lokum. Undir þessar óskir gefend- anna skal tekið hér. Það er ekki með öllu vansalaust fyrir Akur- eyrarbæ, hvernig varðveislu þeirra plötusafna, sem bærinn hefur fengið til varðveislu, er háttað. Plötusöfnin hafa veriðá þvælingi hús úr húsi og ekkert verið gert til að flokka þau eða gera aðgengileg. því fólki, sem þekkir fólk og staðhætti á þess- um myndum fer fækkandi - það verður að hefjast handa strax. Án heimilda eru myndirnar lítils virði fyrir komandi tíma. Valgarður Haraldsson námsstjóri, látinn Valgarður Haraldsson, fræðslustjóri í Norðurlands- kjördæmi eyslra, lést á jóla- nóttina 53 ára að aldri. Val- garður var fæddur 23. sept- ember 1924, sonur Haralds Þorvaldssonar og Ólafar M. Sigurðardóttur. Valgarður varð stúdent frá Menntaskólanum á Ak- ureyri 1945, stundaði nám í Háskólanum árið eftir, en lauk síðan kennaraprófi 1952. Á meðan á námi stóð kenndi Valgarður við barna- skólann í Bíldudal og ungl- ingaskólann á Drangsnesi, en réðist síðan til Barnaskóla Akureyrar að loknu námi. Námsstjóri varð Valgarður 1964, en tók síðan við fræðslustjóraembættinu og veitti skrifstofu embættisins forstöðu frá stofnun embætt isins 1974. Eftirlifandi eigin- kona Valgarðs er Guðný Magnúsdóttir, hjúkrunar- kona. Sendir blaðið henni og börnum þeirra samúðar- kveðjur. . GARDlNUBRAUTIR Tróstangir og allir fylgihlutL' fbúðin, Tryggvabraut 22

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.