Íslendingur


Íslendingur - 29.12.1977, Blaðsíða 4

Íslendingur - 29.12.1977, Blaðsíða 4
íslendingur Útgefandi: Islendingur hf. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Gísli Sigurgeirsson Dreifing og afgreiðsla: Jóna Árnadóttir Ritstjórn og afgreiðsla: Ráðhústorgi 9 Ritstjórn slmi: 21501 Dreifing og auglýsingar sími: 21500 Prentun / offset: Skjaldborg hf. Samstöðu vantar Fjárlög fyrir árið 1978 voru afgreidd frá alþingi á síðustu dögum þings fyrir jól. Útgjöld ríkis- sjóðs á næsta ári eru áætluð 138.5 mill- jarðar króna, en tekjurnar 1 milljarði króna hærri. Er það í samræmi við þá stefnu núverandi ríkisstjórnar, að koma á hallalaus- um ríkisrekstri. Hefur það nánast tekist í ár og á sl. ári, en árin 1974 og 1975 var hallinn á fjárlögum um 3% af þjóðarframleiðslunni. Er þessi árangur mikilsverður og leggja verður á það áherslu, að hann verði varanlegur. Reikn- að er með að niðurstöðutölur fjárlaganna nemi um 28% af þjóðarframleiðslunni, en það er svipað hlutfall og verið hefur undanfarin tvö ár, en á stjórnarárum vinstri stjórnarinnar sál- ugu var þetta hlutfall mun hærra. Þegar ríkisstjórn Geirs Hallgrímssonar tók við völdum síðla árs 1974, horfði ekki vænlega í þjóðarbúskapnum, eftir þriggja ára valdatíma vinstri stjórnarinnar. Þvítímabili má líkja við eitt allsherjar „fyllirí", sem þjóðin er ekki búin aðjafna sig eftir ennþá. Sá bati, sem viðreisnarstjórnin hafði skapað á árunum áður, var að engu gerður á skömmum tíma. Þegar skórinn fór að kreppa að; þegar vinstri- stjórnin þurfti að takast á við vandann, þá var samstaðan brostin. Ríkisstjórn Geirs Hallgrímssonar setti sér það meginmarkmið í upphafi; að draga úr verðbólgu og minnka viðskiptahallann við út- lönd, jafnframt því að stuðla að nægri atvinnu. Þetta hefur ekki tekist í öllum atriðum, en veigamiklum árangri hefur samt verið náð. Ár- legum viðskiptahalla út á við hefur verið kom- ið úr 11 -12% af þjóðarframleiðslu í 1 -2% tvö sl. árog áðurhefurveriðminnstájöfnuðíríkis- rekstrinum. Atvinna hefur einnig verið næg og frekar skortur á vinnuafli en hitt. Ríkisstjórnin hefur einnig komið landhelgismálinu farsæl- lega í höfn og skapað festu í öryggismálum þjóðarinnar. Sá vandi sem ríkisstjórn Geirs Hallgríms- sonar hefur ekki tekist að ráða við, sem ætlað var, er verðbólgan. Tekisthefuraðkoma henni niður undir 30%, úr rúmlega 50% meti vinstri stjórnarinna. Fyrri hluta þessa árs horfði væn- lega, en kjarasamningarnir settu strik í reikn- inginn ásamt öðrumverðbólguhvetjandi áhrif- um. Ríkisstjórnin hefur nú gert ráðstafanir til að sporna við þessum ófögnuði í íslensku efnahagslífi, með aukinni skattheimtu, með niðurskurði á opinberum framkvæmdum, með takmörkunum á lántökum hins opinbera á næsta ári og með takmörkunum á útlánum fjárfestingarlánasjóða. Þessar ráðstafanir hafa meiri áhrif á efnahagslíf þjóðarinnar, en almenningur gerir sér grein fyrir. En aðgerðir ríkisstjórnarinnar duga ekki einarsaman. Ríkis stjórnin hefur vísað veginn og nú veltur á því, að þjóðinni takist með samstilltu átaki að slá á verðbólguna, sem er ótvírætt mesta mein- semd þjóðarinnar. Hún veldur vaxandi upp- lausn í fjármálum og slævir siðgæðisvitund þjóðarinnar í þeim efnum. Verðbólgu-,,fylli- ríið" hefur staðið of lengi. Ef þjóðinni tekst ekki að slá á þetta mein á næstunni, þá getur meinið orðið að ólæknandi sjúkdómi. Kyrrseta óhóf í mat og og sífelldar áhyggjur af veraldlegum g hafa slœm áhrif á heilsuna, segir ung jugoslavnesk kona, sem stuná ur ákveðnar skoðanir um matarœ Undanfarna mánuði hefur mik- ið verið rætt um offitu og heilsu- rækt, og í sjónvarpi voru þættir, sem hafa vakið mikla athygli. Þar var mikið rætt um hollt mataræði og nauðsyn á líkams- hreyfingu. Hér á Akureyri er búsett ung kona frá Júgóslavíu, Helena Dejak, sem hefur mjög ákveðn- ar skoðanir á mataræði og megrun. Þá leggur hún stund á yoga-fræði og hefur kennt þau hér á Akureyri. Þar sem Helena er að byrja nýtt námskeið eftir áramótin gekk blaðamaður á hennar fund til þess að kynnast skoðunum hennar og fræðast um yoga. • Kynntist Hatha-yoga fyrst fyrir 10 árum Helena var fyrst spurð hvar og hvenær hún hafi kynnst yoga. „Ég kynntist Hatha-yoga fyrst í Kanada fyrir tíu árum. Systir mín sem er búsett þar, er kennari í yoga og þar kynntist ég því fyrst. Þá var ég 12 kílóum of þung, og var ákaflega miður mín vegna þess. í fyrstu lærði ég aðeins rétta öndun sem er und- Ég var 12 kg. of þung þegar ég kynntist yoga. .irstaða í yoga. Systir mín sýndi mér einnig fram á, að matar- venjur mínar voru ekki eins og æskilegt gat talist. Þegar ég var við nám í Englandi fór ég fyrst að stunda yoga fyrir alvöru. Þá las ég mér mikið til um allt sem því við kom svo og mataræði. Þá tókst mér að leggja af um þessi aukakíló á um það bil ári, með því að borða rétta fæðu og æfa yoga. Upp frá því hef ég stundað yoga daglega, því það er ekki nóg að æfa yoga einu sinni í viku, heldur verður að stunda það á hverjum degi og fylgjast vel með mat og drykk. Sjálf er ég grænmetisæta, borða ekki kjöt og lítið af fiski. • Streitan skapast af bar- áttu um veraldleg gæði Við þá nemendur sem ég hef haft í yoga hef ég sagt, að réttur andardráttur með yogaæfing- um, náttúruleg fæða og ekki síst rétt viðhorf til lífsins, hjálpi til við að halda góðri heilsu. En kyrrseta, óhóf í mat og drykk, og þessar sífelldu áhyggjur af veraldlegum gæðum hafa slæm áhrif á heilsuna. Ég álit að þessi nútíma streita, baráttan um hin veraldlegu gæði, nýjan bíl, stærra hús og hærri laun, svo eitthvað sé nefnt, valdi því að fólk má ekki vera að því að hugsa um heilsuna. Viðleggjum okkur til munns fæðu, án þess að athuga samsetningu hennar eða tilurð, og gefum okkur ekki tíma til að melta fæðuna, né njóta hennar. Svo kemur að því að heilsan bilar og þá á að fara að hugsa um þessa hluti, en þá er það oftastnær um seinan. Þessi hraði á öllu og samkeppni milli fólks í hinum vestræna heimi, leiðir af sér, að það hefur ekki tíma til þess að setjast nið- ur og ræða um lífið og tilveruna. Hér snúast allar samræður meira og minna um peninga og veraldlega hluti. En fólk verður að gera sér grein fyrir því að það tekur ekki með sér veraldleg gæði úr þessum heimi, svo því þá ekki að hægja á og reyna að njóta lífsins og þess sem það hefur upp á bjóða.“ • Yoga fyrir alla Þá bað blaðamaður Helenu að segja sér svolítið frá yoga og námskeiðum hennar. „Ég byrjaði að kenna yoga hér á Akureyri 1975 í Lóni og hef kennt hér á veturna siðan, bæði við Menntaskólann og öðrum þeim, sem áhuga höfðu á að kynnast yoga. Það sem þarf til þess að hægt sé að stunda yoga er, herbergi sem er hreint og með fersku lofti, lítið teppi, og sjálfan þig. Það er, að þú sért tilbúinn að útiloka þig frá hinu daglega amstri og helga þig yoga. Þá er þýðingarmikið að þú hafir ekki borðað neitt i að minnsta kosti tvo tíma á undan æfingu. Mitt hlutverk er einungis að leiðbeina í upphafi, kenna rétta öndun, réttar æfingar, og leið- beina með mataræði. Það sem skiptir mestu máli er, að þeir sem koma og taka þátt í svona námskeiði haldi áfram að stunda yoga þegar því er lokið. Að þeir taki sér daglega um 15 mínútur á morgnana eða kvöld- in til þess að æfa yoga, því ef þeir vilja sjá fram á einhvern ár- angur, þarf að æfa að minnsta kosti þrjá mánuði. í yoga eru um það bil fimm til sex hundruð æfingar, en ég kenni aðeins um tíu. Það eru þær sem kalla má aðalæfingar. Þær eru ekki erfiðar, en nauðsynlegt að læra undir handleiðslu leiðbein- anda. Þá kenni ég einnig öndun og slökun. Það er útbreiddur misskilningur að menn þurfi að vera miklir leikfimismenn til þess að ná árangri í yoga. Allir geta æft yoga, jafnt ungir sem gamlir, karlar sem konur. Aðal- atriðið er að fólk sem kemur sé tilbúið að leggja sig allt fram. • Fólk á að hugsa meira um gæði fæðunnar „Ég trúi því að fólk sé það sem það borðar. Fólk borðar mikið af mat sem inniheldur ýmiskon- ar gerfiefni og efni sem sett eru í fæðuna til þess að hún geymist betur. öll þessi efni eru ónátt- úruleg og ekki ætluð okkar líkama, þannig að þau valda 4 - ISLENDINGUR

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.