Íslendingur


Íslendingur - 29.12.1977, Blaðsíða 2

Íslendingur - 29.12.1977, Blaðsíða 2
. . . íþro.tt ir. . . ums j onarmaður : Halldor M. Raf ns son . . . íþróttir . . . Þór og KA skildu jofn Viku fyrir jól léku KA og Þór fyrri leikinn sin í milli í 2. deild Islandsmótsins í handbolta. Leikir liðanna hafa oft verið sögulegir og ósjaldan hefur hitnað í kolunum, stundum ein- um um of. Þessi leikur var engin undantekning. Harkan var mikil á báða bóga og ekkert gefið eftir. Leiknum lauk með jafntefli, 14-14, en KA-menn vilja ekki una þeim úrslitum og hafa kært leikinn. Telja þeir sig hafa skorað löglegt mark í ringulreiðinni, sem skapaðist í lok leiksins, þegar ekki heyrðist mannsins mál í skemmunni. En dómararnir voru á öðru máli og töldu að ekki hefði verið búið að flauta leikinn á egtir að hann Stúlkurnar í 3. flokki Þórs unnu stöllur sínar í KA í nýafstöðnu Haustmóti með 6 mörkum gegn 1 K : « ff 1 ,2 fi r-Mf-wl mWfc Jjfll wk <* 1 jffi" 'Jjjk Mart mM t. 4||pR, I , K H II 1 1 'tj - J ■ RT v. f flauta leikinn á eftir að hann hafði verið stöðvaður þegar leik töf var dæmd á Þórsara. Var hart deilt að leiknum loknum og :afnvel hendur látnar skipta, en líkt kemur oft fyrir þegar menn ■levma sér í hita leiksins. íslendingur í heimsókn hjá 3. f lokki kvenna hjá þór ALLT MEÐ EIMSKIP REGLUBUNDNAR HRAÐFERÐIR einingalestun gámaflutningar SJOLEIÐIN ER ODYRARI Stofna þyrfti 4. flokk fyrir þær yngstu - segir Oddur Hcdldórsson, sem þjálfar stúlkurnar ■ Íþróttasíðan varð að lúta í lægra haldi fyrir auglýsingun- um í síðasta blaðinu fyrir jólin. Það hefur ekki oft komið fyrir áður, að íþróttasíðan hafi fallið niður, en auglýsingarnar eru nú einu sinni forsendan fyrir rekstri blaðsins og þar með íþróttasíðunnar. Vonandi sjá íþróttaunnendur því í gegnum ftngur við okkur í þetta skipti. Við höldum áfram að heim- sækja íþróttafólk á æfingar. f þetta sinn bregðum við okkur á æfingu hjá 3. flokki kvenna hjá Þór og spjöllum við þjálfara þeirra, Odd Halldórsson. Hvernig sem á því stendur, þá er ekki gert ráð fyrir sömu tilþrif- um í boltaíþróttum hjá kven- fólkinu og karlmönnunum. Ástæðurnar eru eflaust inargar, sumar eðlilegar frá náttúrunnar hendi, en lííil áhersla er lögð á að breyta þcssu. Leikir kven- fólksins eru oftast hafðir sem nokkurskonar aukaleikir hjá karlmönnunum og sjaldnast er þeim sköpuð sambærileg að- staða til æfinga. - Þær voru hátt í 40 á fyrstu æfingunum í haust, sagði Odd- ur, þegar við spurðum hann um æfingasóknina. - Síðan hefur verið að tínast úr og á síðustu æfingum hafa þær verið frá 25-30. Mér-finndist fyllilega tímabært að stofna 4. flokk hjá kvenfólkinu, en eins og er þá er 3. flokkurinn sá yngsti. Þetta skapar æði mikinn getumun hjá þeim sem taka þátt í æfingun- um. Sumar eru búnar að vera með nokkra vetur, en aðrar eru að byrja. Þetta fer ekki vel saman. Mikill tími fer í að kenna byrjendunum undirstöðu atriðin, sem getur orðið til þess að skapa leiða hjá þeim sem lengra eru komnar og getur jafnvel orðið til þess að þær hætta. Það sama má raunar segja um þær sem eru að byrja, þpð er erfitt fyrir þær að standa á móti þeim stærri og leiknari. Oddur hefur leikið með mfl. Þórs í 2. deild, en hann tilheyrir þó ennþá 2. aldursflokki. - Því miður er eins og sá aldurshópur hafi alltaf orðið útundan hjá fé- lögunum og því hætta mjög margir þegar þeir koma upp í 2. ílokk, sagði Oddur. Þá gat Oddur þess að sér þætti athygl- isvert hvað yngri flokkar Akur- eyrarfélaganna ættu góða mark menn um þessar mundir, en fram að þessu hefur markvarsl- an verið vandamál hjá báðum félögunum undantekningarlít- ið. - Mér finnst að bestu þjálfar- arnir eigi að leiðbeina yngstu ílokkunum, því öðruvísi næst aldrei það besta út úr þeim ein- staklingum, sem þar eru að hefja sinn íþróttaferil, sagði Oddur að lokum. Æfingar hjá 3. flokki kvenna hjá Þór eru á miðvikudögum og sunnudögum og hefjast kl. 4 báða dagana. Ásamt Oddi hef- ur Guðmundur Skarphéðins- son starfað við þjálfunina. 2 - iSLENDINGUR

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.