Íslendingur


Íslendingur - 29.12.1977, Blaðsíða 6

Íslendingur - 29.12.1977, Blaðsíða 6
Neyðarástand á dagheimilum Þakkir K vennadeild S VFÍ, A kureyri, þakkar allar minningargjafir scm borist hafa á árinu. Sér- stakar þakkir fvrir gjafir, sem bárust deildinni til minningar um Hclgu Sigurjónsdóttur, l.yngholti 12, að upphæð kr. 75.600. Þar af voru 10.000 kr. Irá Kristínu Einarsdóttur, Seyðisfirði. til minningar um langömmu hennar, og frá starfsfólki á Hraðfrystihúsi ÚA kr. 22.500. Einnig þökk- um við bæjarbúum fyrir góð- an stuðning á árinu og óskum þcim farsældar á komandi ári. Stjórnin. Framhald af bls. 1. 6 ára aldurs. Það er því ljóst að mismununin hefur verið mikil, sagði Jón. En ég vil endurtaka það, að hér er um algert neyðar- úrræði að ræða, sem ekki verður hægt að aflétta fyrr en bærinn hefur komið upp fleiri dagvistunarplássum. Félagsmálastofnunin hefur lista yfir þær „dagmömmur“ sem hafa fengið leyfi barna- verndunarnefndar til að taka börn í gæslu í heimahúsum og getur stofnunin miðlað þeim plássum, sem þar kunna að vera laus. sagði Jón að mun betur hafi gengið að hafa samstarf við ,,dagmömmurnar“ eftir að þær stofnuðu með sér félag og væri það samstarf nú með ágætum. Eins og áður sagði, hætta fyrstu börnin samkvæmt þessum nýju reglum 31í mars nk. og upp- lýsti Jón að þá losnuðu um 30 pláss, af 180 dagvistunarpláss- um, sem bærinn rekur. LANDSBANKI ÍSLANDS Strandgötu 1, Akureyri óskar öllum viðskiptavinum sínum gleðilegra jó/a og farsæ/s komandi árs með þökk fyrir viðskiptin á liðnu ári. Afgreiðslur: Brekkuafgreiðsla v/Mýrarveg og Raufarhöfn r Messur um áramótin: A kureyrarprestakall: Gamlárskvöld: Aftansöngur í Akureyrarkirkju kl. 6. Sálm- ar: 97, 100, 370, 98. B. S. - Glerárskóli: Aftansöngur kl. 6. Sálmar: 488, 223, 101,489. P. S. Nýársdagur: Akureyrarkirkja: Hátíðamessa kl. 2e.h. Sálmar: 78, 73, 70, 82. P. S. tög- mannshlíðarkirkja: Hátíðar- messa kl. 2 e.h. Sálmar: 500, 499, 491, 675. B. S. - Fjórð- ungssjúkrahúsið: Messa kl. 5 e.h. B. S. Laugalandsprestakall: Hólar á þrettánda í jólum kl. I4.00 og að Saurbæ sama dag kl. I6.00. Grenivíkurkirkja: Aftansöngur á gamlárskvöld kl. 18.00. Vallaprestakall: Messað í Dalvíkurkirkju kl. 16.00. Möðruvallaklausturs- prestakall: Gamlársdagur: Möðruvalla- kirkja kl. 14.00. Grenjaðarstaðaprestakall: Messað í Nesi á gamlársdag kl. I6.30 og að Grenjaðarstað á nýársdag kl. 16.00 og sama dag að Einarsstöðum kl. 21.00 AKUREYRARBÆR Frá bæjarskrifstofunrii ATHYGLI GJALDENDA skal vakin á því, að frá og með áramótum er nauðsynlegt að gjaldendur hafi nafnnúmer sín tiltæk er þeir inna af hendi greiðslur til bæjarsjóðs. KAUPGREIÐENDUM er sérstaklega bent á að láta nafnnúmer starfsmanna koma fram á skila- greinum. Akureyri, 21. desember 1977. BÆJARRITARINN. Happdrættisárið 1978 Happaárið þitt? • í heild verður upphæð vinninga 324 milljónir - hækkar um 108 milljónir. • Vinningslíkurnar eru 1:4 því að vinningar verða 18750 og útgefnir miðar 75000. • Nú verður milljón króna vinningur dreginn út mánaðarlega - og tveir í desember. • í hverjum mánuði verður líka hálfrar milljón króna vinningur - og 13 í desember. • Lægstu vinningar verða 50 og 15 þúsund. • Aukavinningur dreginn út íjúníer Mercedes Benz 250 - að verðmæti yfir 5 milljónir króna. • Margir verða vinningshafar - og njóta góðs af starfi SÍBS, því að það felur í sér aukið öryggi fyrir alla landsmenn. • Það kostar aðeins 600 kr. á mánuði að gera eitthvað í því að fjölga happadögum sínum í ár. Happdrætti Vinningur til margra ávinningur fyrir alla! 6 - ISLENDINGUR

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.