Íslendingur


Íslendingur - 15.08.1978, Síða 1

Íslendingur - 15.08.1978, Síða 1
31. TÖLUBLAÐ . 63. ÁRGANGUR . AKUREYRI . ÞRIÐJUDAGINN 15. ÁGÚST 1978 Þar mun gamli ungmennafélagsandinn svífayfir vötnunum Hverjir geta skotið skjólshúsi yfir fjölskylduheimili Sólhorgar? /'i'—'--.. 3r VÖRUSALAN SR • HAFNARSTRÆT1104 • AKUREVRI g. VERZLAR í / VÖRUSÖLUNNI ^fi-/____ N.k. sunnudag, 20. ágúst, verður haldin fjölskylduhátíð á íþrótta- svæði U.M.F. Bjarma austan við nýju Fnjóskárbrúna. Tilefni þess- arar hátíðar er 70 ára afmæli ungmennafélagsins, en það var stofn- að haustið 1908. Reynt verður að miða efni hátíðarinnar við alla aldurs- flokka, og markmiðið er að hinn gamli ungmennafélags- andi verði alls ráðandi. Margt og fjölbreytt efni verður flutt. Níu vistmenn húsnæðislausir 9 vistmenn Sólborgar eru húsnæðislausir og algert neyðarástand fram undan ef ekki tekst að fá handa þeim húsnæði, segir í fréttatilkynningu frá stjórn heimilisins. Ástæðan fyrir þessu er sú, að húsnæði við Oddeyrargötu, þar sem íjölskylduheimilið hefur verið til húsa, var selt, en í staðinn keyptar íbúðir í blokk. Þær íbúðir eru ekki tilbúnar ennþá og vantar tilfinnanlega húsnæði til að brúa bilið. Gerðar hafa verið margar tilraunir til að fá húsnæði, en án árangurs. Hér er um að ræða sjálfbjarga vistmenn, sem eru þægilegir í umgengni. Beinir stjórn heimilisins þeirri ósk til þeirra, sem hugsanlega hafa yfir að ráða húsnæði til leigu, að hafa samband við heimilið. Fréttatilkynningin fer í heild hér á eftir: Sumarið 1975 festi Vistheim- ilið Sólborg kaup á húseign að Oddeyrargötu 32 hér á Akur- eyri. Þá um haustið hófst þar rekstur fjölskylduheimilis fyrir hluta af vistmönnum Sólborg- ar, og um leið var hafinn nýr þáttur í starfsemi stofnunarinn- ar. R .stur fjölskylduheimilis fyrir vangefna var þá nýmæli hérlendis, en víða í nágranna- löndum okkar, sérstaklega á Norðurlöndunum, hafði þegar fengist mjög góð reynsla af starfrækslu slíkra heimila. Það er nú almennt viðurkennt, að þessi lausn á vistunarvanda vangefinna sé mun eðlilegri og æskilegri en vistun á stórum stofnunum. Kemur par margt til. í fyrsta lagi verða einstakling unum búin skilyrði til uppeldis og mótunar sem líkjast mjög þeim kjörum, sem hinn almenni framhald á blaðsíðu 2. ÞAÐ hefur löngum verið vinsælt hjá yngri kynslóðinni að bregða sér í hjólreiða- túr á góðviðrisdögum, og þá þykir tilheyra að hafa með sér nesti. Þessa snaggaralegu krakka hittum við á leiðinni í Kjarnaskóg á dögunum, en þangað ætluðu þau til að njóta veðurblíðunnar og borða nestið sitt. Raunar kvörtuðu þau undan veginum inn að Kjarnaskógi, sem þau sögðu að væri harður, holóttur og erfiður yfirferðar á reiðhjóli. Lái þeim það hver sem vill. og má þar nefna eftirfarandi: Helgistund: Sr. Bolli Gústavs- son, - hátíðarræða: Sigurjón Jó- hannsson skólastjóri á Húsa- vík, - söngur, hljóðfæraleikur, leikþáttur og á milli atriða mun Lúðrasveit Tónlistarskólans á Akureyri leika. Einnig verður farið í leiki, svo sem reiptog og pokahlaup, en i lokin verður stiginn dans þar sem hljóm- sveitin HVER mun spila bæði nýju og gömlu dansana. Hátíð- inni verður svo slitið með varð- eldi og flugeldasýningu. Hátíðin mun hefjast kl. 14 - og verður hún samfelld til kl. 21. Veitingar verða veittar eins og hver getur í sig látið, en einnig verður gosdrykkja- og sælgætis- sala. Gamlir Bjarmafélagar og burtfluttir Fnjóskdælingar eru innilega velkomnir, og rétt erað geta þess að aðgangseyrir er enginn. Formaður Ungmennafélags- ins Bjarma í Fnjóskadal er Hermann Herbertsson Sigríð- arstöðum, en framkvæmda- stjóri hátíðarinnar er sr. Pétur ÞöVarinsson Hálsi. Íslendíngur kemur nœst út þriðju- daginn 19. september. Efni þarf að hafa borist fyrir 15. sept. í leiðara fjallar Gísli Jónsson um bjánaskap Alþýðubandalagsins. Á baksíðu er sagt frá Bílaklúbbi Akureyrar, sem á næstunni gengst fyrir sandspyrnukeppni og torfæruakstri. Þar er einnig sagt frá þriðja vinningshafanum í vin- sældarkjöri blaðsins í knattspyrnunni, minn- ingarleiknum annað kvöld og nætursölu, sem ESSO-nestin hafa sótt um. Því miður, sumar- frí Fyrr í sumar vorum við búin að lofa lesendum því, að fs- lendingur tæki sér ekki sum- arfrí. Því miður reynist ekki unnt að standa við það lof- orð. Við á ritstjórninni þurf- um okkar frí eins og aðrir og þar sem ekki reyndist unnt að fá fólk til afleysinga, þá sjáum við okkur ekki annað fært en að fella niður út- komu íslendings í 4 vikur. Þetta er okkur ekki ljúft, því t.d. sl. árfór íslendingurekki í sumarfrí, en það er ekki um annað að ræða nú. Þetta er líka slæmt vegna þess, að ís- lendingur hefur verið í stöð- ugri sókn á undanförnum ár- um, en allt síðan 1974 hefur útbreiðsla blaðsins aukist jafnt og þétt, jafnvel svo að sumum ónefndum er farið að verða um og ó. Þykir þeim því tilheyra að dylgja um upplag íslendings, sem hefur vaxið úr tæplega tveim þús- undum 1974, upp í 3.000 í dag. En hvað um það, sum- arfríið verður ekki umflúið, en íslendingur kemur út að því loknu, hress og endur- nærður. Á meðan verða menn að láta sér nægja Dag og Norðurland, en geta þó huggað sig við að bráðum komi betri tíð, - með íslend- ing. Bless á meðan. Golf- kennsla Þorvaldur Ásgeirsson, goll- kennari, mun kenna golf á Jað- arsvellinum dagana 18. til 25. ágúst á vegum Golfklúbbs Ak- ureyrar. Geta nienn fengið hvort heldur þeir vilja einka- tíma eða leiðbeiningar í 2ja 3ja manna hópum. Golfíþróttin hefur notið vaxandi vinsælda á undanförnum árum og er bvrj- endum sérstaklega bent á að notfæra sér þetta tækifæri. íslendingur Meðal efnis í blaðinu f opnu er fjallað um yfir standandi viðgerð á Laxdalshúsinu, elsta húsi bæjarins. Þar er einnig fróðleg grein eft- ir Helga Hallgrímsson, grasafræðing, þar sem hann fjallar um maura, m.a. þá sem nú herja á garða Akureyringa. HF 2-3802 *Gf 1-9810 KAUPANGI STÆRRI RUÐ MEIRfl VflRUVflL - BETRI ÞJÚWUSTA Fjölskylduhátíð í Fnjóskadal

x

Íslendingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.