Íslendingur


Íslendingur - 27.03.1979, Page 1

Íslendingur - 27.03.1979, Page 1
12. TÖLUBLAÐ . 64. ÁRGANGUR . AKUREYRI . ÞRIÐJUDAGINN 27. MARS 1979 ÁSKRIFT AÐ ÍSLENDINGI KOSTAR AÐEINS 400 KR. Á MÁNUÐI 2-1500 Pylsu- vagn á torgið Bæjarráð Akureyrar hefur veitt Hannesi Haraldssyni, Víðigerði, Eyjafirði, leyfi til að starfrækja söluvagn á Ráðhústorgi. í vagninum ætlar Haraldur að selja heit- ar pylsur, hamborgara, svaladrykki og skyldan varn- ing. 3 bæjarráðsmenn sam- þykktu erindið, en Sigurður Óli Brynjólfsson var á móti. Þáttaskil í minnkarœktinni á síðastliðnu ári Refarækt fyrirhuguð hjá Grávöru á Grenivík Hafísinn lónar fyrir landi Hafísinn lónar ennfyrir Norður- og Austurlandi og hefur þegar valdið verulegum erfiðleikum. Víða hafa netabátar orðið að hætta veiðum og nokkrir þeirra eru farnir á vertíð til Suðurnesja. Gera þeir það nauð- ugir, því afli hafðiveriðmjöggóður að undanförnu. Samkvæmt upp- lýsingum frá Grímsey í morgun, þá var íshrafl og spangir við eyna, svo langt sem sást, en mistur var og skyggni því ekki mjög gott. „Sauma- stofan" frumsýnd á Dalvík Leikfélag Dalvíkur frumsýnir á föstudagskvöldið leikritið Saumastofuna eftir Kjartan Ragnarsson. Leikstjóri er Guð- rún Alfreðsdóttir, en leikendur eru Dagný Kjartansdóttii*, Guðný Bjarnadóttir, Herborg Harðardóttir, Kristjana Arn- grímsdóttir, Sigríður Hafstað, Svanhildur Árnadóttir, Helgi Þorsteinsson, Kristján Hjartar- son og Rúnar Lund. í leikritinu er mikið um söngva og annast þeir Ingólfur Jónsson og Frið- rik Halldórsson undirleikinn. Sýningar verða í Ungmenna- félagshúsinu og verða næstu sýningar sunnudaginn I. apríl kl. 16.00 og þriðjudaginn 3. apríl kl. 21.00. Fyrirhugað er að heíja refarækt hjá minnkabúi Grávöru á Grenivík, ef fyrirsjáanlegt er að rekstrargrundvöllur er fyrir hendi og fyrirgreiðsla fæst til að hefja reksturinn, að sögn Sverris Guðmundssonar, framkvæmdastjóra Grávöru. Það er nefnd á vegum landbúnaðarráðherra, sem sett var á lagg- irnar til að auka og efla loðdýrarækt í landinu, sem haft hefur samband við forráðamenn Grávöru og óskað eftir því að búið heQi tilraunarekstur með refarækt. Við erum tilleiðanlegir til að magn úr rekstrinum þar. Nefnd- reyna þetta ef fyrirgreiðsla fæst, því þó þáttaskil hafi orðið í rekstri minnkabúsins á sl. ári, þá getum við ekki tekið fjár- armenn hafa haft samband við okkur og þeir eru væntanlegir norður fljótlega til að ræða þessi mál og þá ætti að skýrast íslenskur villirefur í búri hjá Grávöru í fyrra. Fyrirhugaðar lagabreytingar hjá LA Verður skipað leikhúsráð? Samstaða mun hafa náðst með- al starfsmanna og stjórnar Leik- félags Akureyrar um að stofna svonefnt „leikhúsráð" innan fé- lagsins. Mun tillaga þar að lút- andi verða borin fram á aðal- fundi félagsins í næsta mánuði. Gerir hún ráð fyrir að stofnað Knattspyrnuhátíð KA á fimmtudagskvöldið - tekst stjörnuliði Alberts og Ellerts að vinna heimamenn? Á fimmtudagskvöldið verður knattspyrnuhátíð KA haldin í íþróttaskemmunni á Akur- eyri. Þar verður ýmislegt til skemmtunar, en hæst ber sennilega leik stjörnuliðs Al- berts Guðmundssonar og Ellerts B. Schram, sem mun leika gegn huldu-liði heima- manna. Þá fer fram leikur KA og Þórs í 5. flokki í knatt- spyrnu og áhorfendur fá tæki- færi til að gera mark hjá tveimur aðalmarkvörðum bæjarins. Margt fleira verður á boðstólnum á fimmtudags- kvöldið, en kynnir hátíðar- innar verður Gísli Jónsson menntaskólakennari. Hátíðin hefst kl. 20.00. hvort úr verður, sagði Sverrir. - Það yrði þá blárefur, sem við yrðum með, en skinn af þeim ref hafa verið í háu verði á skinnamkörkuðum að undan- förnu og selst vel. Stofninn yrði þá fluttur inn frá Englandi eða Noregi. Að sögn mun refurinn vera auðveldari í meðförum heldur en minkurinn og ekki eins matvandur. - Á síðasta ári urðu þáttaskil í minnkaræktinni. Framleiðsla þess árs var seld á uppboði í febrúar og fékkst allt að því þre- falt verð fyrir skinnin miðað við framleiðslu ársins 1977, sagði Sverrir að lokum. Banaslys á Dalvík og í Hrfeey Sl. flmmtudag létust tvö ungmenni á sviplegan hátt af slysförum við Eyjaljörð. Jó- hannes Helgi Þóroddsson, Brimnesi, Dalvík, drukknaði í höfninni þar. Ekki er vitað um tildrög slyssins, en talið, að hann hafi fallið milli skips °g bryggju. Jóhannes var 19 ára. I fiskvinnslustöð KEA í Hrísey hrundi fiskkassa- stæða ofan á Vilhjálm Krist- inn Guðjónsson, tæplega 14 ára Hríseying, sem var við vinnu í fiskvinnslustöðinni. Mun Vilhjálmur hafa látist nær samstundis. fslendingur sendir að- standendum piltanna inni- legustu samúðarkveðjur. Vélsleðakeppni í Mývatnssveit Tómas Eyþórsson varð sigurvegari verði 7 manna leikhúsráð, sem fari með stjórn leikhússins. Verður ráðið skipað 3ja manna stjórn félagsins, leikhússtjóra, tveim fulltrúum frá fastráðnu starfsfólki og einum fulltrúa frá Akureyrarbæ. Sl. laugardag fór fram keppni í vélsleðaakstri í Mývatnssveit. Fór keppnin fram á svonefnd- um Krossdal við Reynihlíð og voru það björgunarsveitin Ste- fán og íþróttafélagið Eifífur, sem stóðu fyrir keppninni. Mjög gott veður var þegar keppnin fór fram, hægviðri, heiðskýrt og 10 stiga frost. 17 keppendur mættu til leiks, frá Jökuldal, Húsavík, Reykjadal og Akureyri auk heimamanna. Lengd brautarinnar var 2.4 km. og 20 hlið voru í brautinni. Auk þess urðu keppendur að leysa tvær þrautir, stöðvunarþraut og hring- akstursþraut. Keppt var í tveim stærðarflokkum vélsleða og farin tvöföld umferð. í flokki vélsleða yfir 35 hö. sigraði Tómas Eyþórsson á Polaris. í 2. sæti varð HörðurSigurbjarnar- son á Yamaha og Jósep Sigurðsson varð þriðji á Skyrule. í flokki sleða undir 35 hö. sigraði Ingvar Grétarsson. 2. varð Hinrik Þýskur kór í Akureyrar- kirkju Á sunnudaginn syngur bland- aður Vestur-þýskur kór í Akur- eyrarkirkju á vegum Tónlistar- félags Akureyrar. Er hér á ferð- inni einn þekktasti kór Vestur- Þjóðverja, en hann er frá Hannover og eru kórfélagar 34. Stjórnandi kórsins er Willy Prader. Með þessu móti kemur Tónlistarfélagið á móts við hina mörgu kóráhugamenn í bæn- um, en þetta eru fyrstu kórtón- leikarnir á vegum félagsins. Árni Búason og 3. varð Haraldur Búason, allir á Polaris. Ein kona var meðal keppenda, Helga Sigurbjörnsdóttir, og náði hún mjög góðum árangri. 30 starfsmenn voru við keppn- ina, allir úr björgunarsveitinni Stefáni og íþróttafélaginu Eilífi. Áhorfendur voru um 200 og skemmtu þeir sér konunglega. Stefnt er að því að slík vélsleða- keppni verði árlegur viðburður í Mývatnssveit. I DAG Það fjölgaði heldur betur í starfsliði fslendings í síðustu viku, en því miður stóð það ekki lengi. Það voru þau Elfa Ágústsdóttir og Ingvar Þór- oddsson, sem tóku að sér blaðamannshlutverkið og í opnu blaðsins í dag sjáið þið árangurinn. Þau eru bæði nemendur í Menntaskólan- um á Akureyri og skrifa um leiksýningu LMA á nýju leikriti eftir Böðvar Guð- mundsson, Grísir gjalda, gömul svín valda, sem Sverr- ir Páll Erlendsson hefur gert tónlist við. ÞAD FÆST í KJÖRBÚÐ BJARNA

x

Íslendingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.