Íslendingur


Íslendingur - 27.03.1979, Side 4

Íslendingur - 27.03.1979, Side 4
Útgefandi: Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Dreifing og afgreiðsla: Ritstjórn og afgreiðsia: Ritstjóri sími: Dreifing og augiýsingar: Áskriftargjaid: Lausasala: A uglýsinga verð: Prentun i offset: islendingur hf. Císli Sigurgeirsson Jóna Árnadóttir Ráðhústorgi 9 21501 21500 kr. 1.500 á ársfjórðungi kr. 150 eintakið kr. 1.500 dsm. Skjaldborg hf. Sveigjanlegur vinnutími Þrátt fyrir margvísleg efnahagsleg óþægindi, verð- bóigu, lélega stöðu gjaldmiðils og annað slíkt, sem hrjáð hefur okkur íslendinga um langan tíma, þá getum við þó glaðst yfir þeirri staðreynd, að atvinnuleysi hef- ur nánast verið óþekkt fyrirbæri hjá okkur um langa tíð. En hið sívaxandi atvinnuleysi er að verða eitt af mestu vandamálum nágrannaþjóða okkar og hjá mörgum þeirra virðist hið slæma ástand, sem atvinnuleysinu fylgir, ætla að verða kvalráður og erfiður sjúkdómur að lækna. Hjá okkur aftur á móti virðist hafa a.m.k. á sumum stöðum skapast þær aðstæður, að um hreina ofþrælk- un er að ræða í sambandi við almenna vinnutilhögun. Sjálfsagt er það svo, að í mörgum tilvikum hjá okkur háttar svo til, t.d. í mörgum sjávarplássum, að ekki verður hjá því komist að vinna í miklum törnum, þegar þarf að bjarga verðmætum afurðum, þegar um mikla aflahrotu er að ræða. En það er samt mál margra se'm þekkingu hafa hér á, að eftir-, nætur- og helgidaga- vinna sé í mörgum tilfellum komin langt fram úr því, sem eðlilegt og skyndamlegt verður að teljast til þess að um heilbrigt þjóðlíf geti verið að ræða. Mikinn þátt í þeirri óheillavænlegu þróun, sem átt hefur sér stað í þessum málum á síðari tímum, er sjálf- sagt hinn mikli tekjumunur, sem er á því, hvort unnið er í venjulegri dagvinnu eða eftir - og næturvinnu. Þeir sem hafa rannskað þessi mál og krafið þau til mergjar frá hagkvæmnissjónarmiði, bæði launþega og atvinnurekenda, telja þó, að enginn vafi sé á því, að þegar til lengdar lætur sé það fjárhagslega og fram- leiðnilega mjög óhagstætt fyrir báða aðila, bæði at- vinnurekendur og launþega, sú tilhögun sem við- gengist hefur á þessum málum til þessa. Fullyrt er, að í alltof mörgum tilfellum séu afköst þeirrar vinnu sem unnin er í eftir-, nætur- og helgidagavinnu, í öfugu hlut- falli við þann tilkostnað sem slík vinnutilhögun hefur í för með sér. Það er því ekki að ófyrirsynju, að nokkuð hefur verið um það rætt, hvort ekki væri hægt að finna einhverja hagkvæmari leið út úr því ófremdarástandi sem nú ríkir í þessum málum. Hafa menn þá helst staðnæmst við þær hugmyndir, að sveigjanlegur eða breytilegur vinnutími almennings gæti hér verulega bætt um. í þessu sambandi hvarflar óneitanlega að manni, spurn- ingin um það, hvaða ástæður eða forsendur séu fyrir því, að öll almenn vinna í landinu eigi að fara fram á tímabilinu t.d. frá því kl. 7-8 á morgnana og vera að mestu lokið kl. 4 til 5 á eftirmiðdögum . Hví mætti ekki hugsa sér, að almenningur ætti þess kost að sinna vinnu sinni á allt öðrum tímum sólarhringsins? Hver segir t.d. að það gæti ekki verið mjög þægilegt fyrir marga aðila að hefja vinnu eftir hádegi og Ijúka vinnu- tíma sínum að kvöldlagi. Jafnvel að hefja vinnu að kvöldi og enda vinnutíma þó að komin væri nótt. Sjálf- sagt væri, að hér gæti verið um hringbreytingu (rotation) um að velja, og er þá haft í huga að vinnutími gæti verið breytanlegur t.d. eftir hverjar tvær vikureða svo, allt eftir því, hvað kynni að henta þörfum hvers og eins. Enginn vafi er á því, að full ástæða er til þess að taka þessi mál til alvarlegrar athugunar og reyna að finna á þeim hagfeldustu lausnina. Hagkvæmur árang- ur af slíkri breytingu gæti í fyrsta lagi haft íför með sér, að venjulega væri það úthvílt og óþreytt fólk sem hæfi vinnu hverju sinni. I öðru lagi, sem ekki hefur hvað minnsta þýðingu, myndi vera hægt að hækka veru- lega kaupgjald fyrir hverja vinnuviku, þarsem hið nýja fyrirkomulag, sem hér hefur verið gert að umtals- efni, myndi hafa í för með sér áberandi betri almenn afköst og aukna framleiðni. Tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa nú flutt þingsályktunartillögu er snertir þessi mál, og vill ís- lendingur eindregið mæla með því að þessi mál verði tekin til gaumgæfilegrar athugunar. Hé r er áreiðanlega um að ræða mjög þýðingarmikið hagsmunamál fyrir þjóðfélagið í heild. J.G.S. 4 - ÍSLENDINGUR GRÍSIR GJ GÖMUL SVÍN VALDA - Leikféiag M.< I kvöld, þriðjudaginn 27. mars, frumsýnir Leikfélag Menntaskólans á Akureyri nýtt leikrit, Grísir gjalda, gömul svín valda, eftir einn kennara við skólann, Böðvar Guðmundsson. Höfundur tónlistarinnar, Sverr- ir Páll Erlendsson, er líka kennari við skólann, en einn nemandinn, Örn Magnússon, sá um að útsetja lögin. Hér er því um frumflutning að ræða á verkum, sem eru sérstaklega samin fyrir LMA til sýningar í vetur. Leik- stjóri er Kristín Ólafsdóttir, en leikmynd og búninga hafa tveir nemendur annast, þeir Helgi Már Halldórs- son og Þorbergur Hjalti Jónsson, en þeir hafa notið að- stoðar frá vösku aðstoðarfólki. Kristín Ólafsdóttir leikstýrir. Við ræddum við Kristínu Ólafs- dóttur, leikstjóra, og var hún fyrst spurð um leikritið, Grísir gjalda. Nú það er samið sérstaklega fyrir LMA til sýningar á þessurn vetri. Það er þvi sniðið fyrir stóran hóp leikenda og gefur því mörgum tækifæri til að spreyta sig, svaraði Kristín. Einnig er hlutverkum deilt frekar jafnt niður og lítið er um burðar- rullur, sem allt veltur á, enda slíkt hæpið þegar eingöngu áhugafólk á í hlut. Leikritið byggist ekki síður á mikilli „aksjón", þ.e. geranda, en hinu talaða orði og svo ætti tónlistin að auka enn á léttleikan í sýning- unni. Leikritið er samið á barnaári og segir það nokkuð um efni þess. Fjallað er um mótum tveggja barna og það umhverfi sem þau hrærast í, s.s. fjölskylduna skólan ofl., sem samanlagt myndar svo þjóðfélagið og heiminn sem við lifum í. Það er á þessu leikriti að skilja að börn og fullorðnir mótast talsvert af því ofbeldi sem er í kring um þau og reynt er að sýna viðbrögð fólks gagnvart svonefndum unglinga- vandamálum. Margt ber annað á góma og hlaupið er til og frá í tíma og rúmi. Þekktar persónur skjóta upp kollinum; Mjallhvít og dvergarnir sjö, Tarsan og Jane, indiánahöfð- ingi Big - Foot, negrar og gorillur svo nokkurt sé nefnt. Brugðið er upp myndum úr ævintýrum þessara sögupersóna og leikurinn berst einnig í íslenska sveit, því það hefur löngum þótt gott fyrir unglinga að taka út hluta uppeldisins þar, sagði Kristín. Hvaða leið hefur þú valið i uppsetningunni? Leikritið er mjög skemmtilegt Atriði úr sýningunni. Birna Arnþórsd unn Hafstað í hlutverkum sínum. fyrir leikstjóra að fást við og gefur fjölbreytta möguleika. Ég hef reynt að búa til grófan leikstíl og hef haft í huga teiknimyndir, ýkja allar hreyfingar og skapa lifandi sýningu. En er ekki erfitt að setja leikrit á svið með óvönu fólki? Nokkrir hafa að vísu tekið þátt í leikstarfsemi áður hér í skólanum, en flestir eru þó nýliðar. Það eru því ýmis grundvallaratriði sem þarf að leggja mikla vinnu í, en áhuginn og leikgleðin er ríkjandi og mikið er unnið með þeim tveim þáttum. Svo má ekki gleyma þeim sem ekki leika, en hafa unnið við leikmynd Þau voru að vinna við búningana; Kristín Magnúsdóttir, Hrönn Vilhelmsdóttir, Vilborg Stefánsdóttir, Inga H. Einarsdóttir, Þorbergur H. Jónsson, Helgi Már Halldórsson og Rannveig Jónsdóttir. Ljósm.: Árni Jónsson. Grímubúningar voru lausnin Persónur táknaðar með grímum og höfuðfótum Næst örkum við í kjallara heima- vistar, þar sem hópur krakka vann að kappi við búningasauma og leik- munagerð. Við náðum tali af Helga Má og Þorbergi, en þeir hafa hannað búningana og haft yfirumsjón með verkinu. Hvenær hófust þið handa?, var fyrsta spurningin sem við lögðum fyrir þá félaga. Um miðjan janúar var farið að íhuga gerð búninga og sviðsmynda í samráði við höfund, en það var áður en hann lauk við leikritið. I byrjun febrúar fórum við á fund Messíönu Tómasdóttur og í samráði við hana hófumst við handa að fullum krafti og nú, viku fyrir frumsýniugu, er verkinu nær lokið. Hvað er að segja um tilhögun leikmyndar og búninga? Leikmyndin er einföld, en talsvert erfiðara reyndist að útbúa búningana sökum þess hve hópur- inn er stór og flestir leikararnir hafa fleiri en eitt hlutverk. Var brugðið á það ráð að hafa ákveðna grímu- búninga (sem falla þétt að líkam- anum!). Síðan eru einföld táknfyrir hverja persónu, s.s. grímur, höfuð- föt og annað slíkt, sem auðvelt er að skipta um í snarheitum. Hefur þetta verið kostnaðarsamt? Já, það er ekki hægt að segja annað, kostnaðurinn er um 300 þús. kr. Þetta er þó allt unnið í sjálfboða- liðavinnu af okkur. Einnig höfum við notið góðrar fyrirgreiðslu og velvilja í okkar garð hjá ýmsum fyrirtækjum hér í bænum, m.a. fengið ókeypis svamp hjá Sjöfn og smíðaefni á trésmíðaverkstæði Hannesar Arasonar og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir, sögðu félagar að lokum.

x

Íslendingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.