Íslendingur


Íslendingur - 27.03.1979, Page 7

Íslendingur - 27.03.1979, Page 7
Mesti leiksigur Þráins Síðastliðinn föstudag frum- sýndi Leikfélag Akureyrar Sjálfstætt fólk eftir Halldór Laxnes í leikgerð Baldvins Halldórssonar, sem jafn- framt er leikstjóri. Sjálf- stætt fólk var talsvert um- deild bók þegar hún kom út, eins og reyndar fleiri verk þessa höfundar frá þeim tíma. En ekki fór þó hjá því, að ýmsir þættust þekkja sögupersónurnar og töldu að skáldið væri að Iýsa ákveðnu fólki og fegraði það síður en svo í þessari sögu. Þetta hafði þó ekki við nein rök að styðj- ast. En sagan er svo meist- aralega gerð, að Bjartur í Sumarhúsum þekkist hvar sem er í heiminum ef vel er að gáð. Hann er ekki séreinkenni fyrir íslenskan einyrkjabónda þó skáldiö setji hann niður á heiða- koti á íslandi. í eftirmála að Sjálfstæðu fólki segir höfundurinn m.a. - „ég hafð- ist við á Austurlandi um nokkurra mánaða skeið 1926 og var að for- vitnast dálítið um ævikjör kot- bænda í afdölum og til heiða, en þeirra kjör hafa að vísu verið söm við sig frá upphafi íslandsbyggð- ar, og reyndar í aungvu höfuð- atriði frábrugðin kjörum kot- bænda annarsstaðar í heiminum, og þetta er ein höfuðorsök þess að Bjartur í Sumarhúsum skilst í öll- um löndum heims, hann er al- þjóða borgari íslands af því að hann er alþjóða borgari heimsins. Og það er ekki aðeins í strjálbýli sveita sem þessi manngerð á heima, hliðstæða hans og furðu nákvæm líking er hver sá maður er berst með svipaðan efnahag og hugsunarhátt fyrir lífi sínu og síns hyskis í stórborgum. Ég minnist þess, að skömmu eftir að Sjálf- stætt fólk kom á prent í Banda- ríkjunum, vitjaði mín gáfaður bandaríkjamaður, sem af háttunj sínum að dæma var stórborgari, og sagðist hafa staðnæmst á flug- höfn hér milli ferða til að ræða við mig um Bjart í Sumarhúsum, hann sagði mér meðal annars þau tíðindi, sem mörgum mönnum mun þykja undarleg þó ekkert væri fjær því að koma flatt uppá mig. að í einni saman Newyork- borg væru miljónir manna sem lifðu í öllum aðalatriðum svona hérumbil nákvæmlega eins og Bjartur í Sumarhúsum og fjöl- skylda hans, ekki aðcins viösömu kjör efnalega, heldur sama liugs- unarhátt og siðferðislögmál." Höfundurinn var mörg ár að undirbúa þetta vcrk. Hann byrj- aði á ófullkomnum drögum 1929, en honum verður fljótt ljós þekk- ingarskortur á efninu og það er ekki fyr en þremur árum síðar að hann hefur heyjað sér til viðbótar svo hann þorir að hefja verkið í alvöru. Hann hafði ferðast um sveitir landsins, kynnst reynslu fjölda fólks og sérstaklega reynt að setja á sig íslenskt alþýðumál og eins og hann segir í áðurnefnd- um eftirmála: - „í tungutaki þessa fólks og ekki annarsstaðar stend- ur akademia íslensk. Af þessu fólki hef ég lika lært þá einu ís- lensku sem einhvers er um vert." En honum nægði ekki sú þekk- ing sem hann hafði aflað sér hjá ís- lensku bænda og alþýðufólki heldur bregður hann sér til Rúss- lands til þess að kynna sér stöðu bænda í þjóðskipulaginu þar og segir að þau kynni hafi í raun lok- ið upp fyrir sér öllu vandamálinu og gcrt sig hæfan að færast það í fang í fullri birtu á þjóðfélagsleg- um grunni. Þegar svo á að færa þetta stór- brotna verk í leikritsform hlýtur manni að vera mikill vandi á höndum, því alltaf verður það matsatriði hverju á að sleppa og hvað á að taka með. Mér sýnist að Baldvin Hall- dórsson hafi unnið þarna frábært verk, hann hefur dregið upp heil- steypta mynd af lífsbaráttu Bjarts í Sumarhúsum svo að saga þessa einyrkja bónda kemst nánast öll til skila og sýningin verður svo heilsteypt að maður verður þess svo að segja ekki var, að hér sé verið að sýna þætti úr stóru verki. Þá er og leikstjórn Baldvins sér- lega vönduð eins og vænta mátti frá hans hendi. Langmestur þungi þessarar sýningar hvílir á herðum Þráins Karlssonar, sem leikur Bjart í Sumarhúsum. Mér er til efs að hann hafi í annan tíma leikið bet- ur. Hann skilur til fulls baráttu einyrkjabóndans sem á I stöðugu stríði við náttúruöflin, drauga, fá- tækt, ástvinamissir og hverskyns óáran, en stendur þó alltaf óbug- aður í stormi lífsins. Þau orð sem höfundurinn leggur þessari hetju í munn þegar hann er í eftirleit í stórhríð uppá reigin öræfum lýsa Bjarti einkar vel. Þá kveður hann Andrarímur á móti veðurofsan- um. - „Hver hefur nokkru sinni heyrt frá því sagt að Hárekur eða Gaunguhrólfur eða Bernódus hafi beðið ósigur í úrslitahríðinni? Á sama hátt skal einginn hafa þá sögu að segja, að Bjartur í Sum- arhúsum hafi nokkru sinni beðið lægra hlut í sinni heimsstyrjöld við forynjur landsins hversu oft sem hann kann að steypast fram af heingjum eða kútveltast í gil- skorningum, meðan ein vindsnýta er eftir í nasablæstunum á mér skal ég aldrei verða afvelta, hvernig sem blæs.“ En þrátt fyrir hið hrjúfa yfir- borð Bjarts í Sumarhúsum slær þó undir þessari hörðu brynju trútt og viðkvæmt hjarta, það kemur berlega í Ijós þegar hann heimsækir lífsblómið sitt í kaup- staðnum. öll þau blæbrigði sem þessi persóna býr yfir koma prýði- lega vel til skila hjá Þráni Karls- syni. Ásta Sóllilja er leikin af Svan- hildi Jóhannesdóttur. Það orkar kannski tvímælis hvort hún er ekki óþarflega heimóttarleg með- an hún dvelst í kotinu hjá Bjarti, og miklu betri þótti mér leikur hennar þegar hún er farin að hokra í kaupstaðnum, þrátt fyrir það að hún kann sýnilega ekki að þvo þvott á bretti, en það gerir ekki svo mikið til, því fæstir áhorfendur kunna það á þessari þvottavélaöld. Ástu Sóllilju er ekki lagt rnikið uppí hendurnar í texta, en samt sem áður er hún ekki svo lítill þáttur í þessari mynd sem hér er dregin og Svan- hildur kemst furðu vel frá þessu hlutverki. Rauðsmýrarmaddaman, dóttir útvegsbónda úr Víkinni, lærð í kvennaskóla, kona hreppstjór- ans, er leikin af Þuríði Schiöth. Vegna gáfna sinna og mennt- unar telur maddaman sig þurfa að vera með fingurinn á slagæð þessa samfélags og lætur sér ekkert óviðkomandi, hún er vönust því að allir lúti boðum hennar og bönnum. En það er Bjartur í Sumarhúsum sem þorir að tala tæpitungulaust við þessa konu, þegar hún kemur til hans í kotið með miður góðar fréttir. - „Nei, heyrðu mig nú maddama góð, nú er nóg komið, já, farí helvíti heyr- irðu það, þú ert ekki hér í þinni landareign, þú ert í mínu landi.“ Og maddaman bíður ósigur fyrir kotbóndanum. Þuríður skil- ar þessu hlutverki með virðug- leika og stolti eins og vera ber. Jón hreppstjóri er leikinn af Heimi Ingimarssyni og fer hann skemmtilega mcð hlutverkið. Sama er að segja um hlutverk séra Guðmundar sem er í höndum Jó- hanns ögmundssonar. Séra Guð- mundur er ekki sérlega áfjáður í að vinna embættisverk, frekar en kollegi hans séra Jón prímus. og tilsvör þessara tveggja sálu- sorgara eru ekki að öllu leyti ólík. Jóhann skapar parna sérlega skemmtilega týpu og skilar hlut- verkinu með ágætum. Komur Bjartar eru leiknar af þeim Þór- eyju Aðalsteinsdóttur og Nönnu Jónsdóttur. Aðalsteinn Bergdal leikur Þórð tengdaföður Bjarts að fyrra hjónabandi og Gvend son Bjartar. Theódór Júlíusson leikur fjallkónginn og Ingólf Arnarson Jónsson. Gestur E. Jónasson leik- ur Þórir í Gilteigi og Ókunnan mann. Viðar Eggertsson leikur Einar í Undirhlíð og kennarann. Kristjana Jónsdóttir, Hallberu. tengdamóður Bjartar af síðara hjónabandi. Þá eru þrjú börn leik- in af Benedikt Helgasyni, Stefáni Eiríkssyni og Hildigunni Þráins- dóttur. öll eru þessi hlutverk i góðum höndum og vel af hendi leist, enda þótt þau séu ekki stór í sniðum eru þau öll nauðsynleg sem samtenging í heildarmynd- inni. Eitt hlutverk er þó ótalið enn og er reyndar ekki skráð í leik- skrá, en það er hún Títla, tíkin hans Bjarts, leikin af tíkinni Tátu sem ekki lætur sinn hlut eftir liggja í þessari sýningu. Leikmynd og leiktjaldamáln- ingu hefur Gunnar Bjarnason frá Þjóðleikhúsinu annast og bún- ingar eru einnig fengnir frá Þjóð- lcikhúsinu. Hallmundur Kristins- son hcfur smiðað leiktjköld og ljósameistari er Árni Valur Vigg- ósson. Á frumsýningu var hvert sæti skipað í leikhúsinu og sýningunni frábærlega vel tekið. Guðmumdur Gunnarsson. Bjartur (Þráinn Karlsson) og Hallbera (Sigurveig Jónsdóttir). Hverja vantar vmnu VÉLSMIÐJA STEINDÓRS óskar eftir að ráða járniðnaðarmenn Upplýsingar í síma 24152. VINNUSKÓLI AKUREYRAR auglýsir eftir umsóknum um starf FORSTÖÐU- MANNS í sumar. Einnig vantar nokkra FLOKKSSTJÓRA. Umsóknir berist til garðyrkjudeildar fyrir 6. apríl nk. Upplýsingar gefnar í síma 24047 milli kl. 10 og 12. SKRÚÐGARÐANEFND AKUREYRAR. IBUÐIR Til snlu 2ja og 3ja herbergja íbúðir í Smárahlíð 8-10-12. Verða seldar tilbúnar undir tréverk; öll sameign frágengin. Góð staðsetning, rétt við væntanlega verslunarmiðstöð í Glerárhverfi. Lán Húsnæðismálastofnunar kr. 5.500.000 - væntanlegt næsta ári. Þeir kaupendur sem búnir voru að fastsetja sér íbúðir, staðfesti pantanir sínar strax! FURUVELLIR 5 AKUREYRI. ICELAND P. O. BOX 209 SlMAR (96)21332 og 22333 LGEMM? GGINGAVERKTAKAR rAiítí I páskabaksturinn ® Sendum heim. Kostaboð vikulega. Látið matarpeningana endast lengur. I i I I I PÁSKAEGG í þúsundatali. Gefum 10% afs/átt þessa viku. Grípið gæsina! L. Tilboðsverð á kaffi kr. 2.200 kg. ÖLGERÐAREFNI. G/æsi/egasta úrval utan Reykjavíkur. SENDUM UM ALLAN BÆ. Skipagötu 4 Sími24094 Vörumarkaðurinn Skipagötu 6 Útibú grænumýri 20 - Kvöldsala, helgarsala I i I I I I I I J ÍSLENDINGUR - 7

x

Íslendingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.