Íslendingur


Íslendingur - 19.12.1979, Blaðsíða 4

Íslendingur - 19.12.1979, Blaðsíða 4
 Óskum viðskiptavinum vorum gleðilegra Jóla og farsæ/dar á komandi ári! Þökkum viðskiptin á árinu. Útvegsbankinn Akureyri JÓLAFILMURNAR fáið þið hjá okkur! REYKELSI og FLOTKERTI - Ómissandi á jólaborðið - Óskum öllum viðskiptavinum vorum GLEÐILEGRA JÓLA og farsældar á komandi ári. Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða. PEDROMYNDIR Allir í j ólaskapi Það var reykingaráðstefna á heimilinu. - Ef þið lofið mér því að reykja ekki fyrr en þið eruð orðin 21 árs, skal ég verðlauna ykkur með 100 þúsund krónum, sagði faðirinn við börnin sín þrjú. - Ég tek boðinu hrópaði dóttir- in, sem var 17 ára. - Þetta er vandamál, sem ég verð að íhuga vel, sagði annar sonurinn, sem var 15 ára, - ég veit ekki hvort ég vil binda mig svona lengi. - Hversvegna komstu ekki með þetta boð fyrr, sagði yngsti sonurinn, sem var 12 ára. tayfc» Mundu ad nú er ég yfirmaður iifn hér! - Pabbi, hvað heitir þessi hygging? - Eg veit það ekki drengur minn. - Pabbi, hvað þýðir þetta umferðamerki? - Ég veit það ekki drengur minn. - Pabbi hvað heitir þessi á, sem við vorum að fara yfir. - Ég veit það ekki drengur minn. - Pabbi, þú ert vonandi ekki reiður þó ég spyrji þig svona mikið? - Nei, nei sonur minn, þetta er eina leiðin fyrir þig til að öðlast þekkingu. Það var í sveit nokkurri, að Jónas og Andrés kepptu um hreppstjórastöðuna. Um kvöld- ið þegar Jónas kom heim af hreppsnefndarfundinum spurði konan hans: - Komstu ekki með hann Andrés með þér heim? i Barna- skíðafatnaður • Skíðabuxur - Strets Póstsendum. Sport og Sími 23510 Hve langt er'siðan þessi fugls- della greip yður? - Nei, hversvegna átti ég að gera það? - Þú sagðir í morgun, að í nótt skyldi ég fá að sofa hjá hreppstjóranum, svaraði kon- an. Hvaðan kemur stormurinn og óvéðrið Óli minn, spurði kenn-ð arinn? - Úr henni ömmu svaraði Óli hiklaust. - Hvað meinarðu strákur, spurði þá kennarinn. - Jú, í hvert skipti sem veðrið versnar segir amma að það hafi legið í sér í marga daga. Læknirinn hefur sagt mér að hætta við áfengi, konurog söng, - og ég hef ákveðið að segja mig úr karlakórnum. Stína litla, sem var bara 4 ára gömul, mætti konu með tví- buravagn á götu. Snéru tví- burarnir hver á móti öðrum í vagninum og spurði Stína kon- una hvaðan þetta barn væri komið. - Frá Guði vina mín, svaraði konan. - Já, datt mér ekki í hug, sagði^ Stína, ljósmóðirin kom meðV litla bróður minn og hann er bara með höfuð á öðrum endanum. Og svo var það þessi um manninn, sem fékk happdrættis vinninginn og eyddi nær öllum peningunum í vín og kvenfólk. Afgangurinn fór síðan í tóma vitleysu. heima! Leiðbeiningar til rafmagnsnotenda: Láttu aldrei loga á jólatrénu eða jólaskreytingunni þeg- ar þú ferð að heiman eða á nóttunni. Jólaskreytingar Allt of oft hafa jólaskreytingar með Ijósaperum valdið íkveikju. Sérstaklega eru varhugaverðar ýmsar skreytingar svo sem jólastjarna sem sett er í glugga o.fl. Athugaðu sérstaklega peruna í þessum skreyting- um, gættu þess að hún komi hvergi við eldfim efni þar sem yfirborðshiti hennar getur orðið 250 gráður á C. í versta tílfelli þarf ekki nema 80-90 gráðu hita C. til að kveikja í tré eða pappa. Of oft hefur Ijósakeðja á jólatré valdið slysi. Vandaðu uppsetningu hennar og fylgstu með henni í notkun. Ef þú notar utanhúslýsingu um jólin láttu hana þá ekki enda með skelfingu. Notaðu aðeins veðurheldar lampahöldur og vandað- ar gúmmísnúrur. Notaðu ætíð 30 mA lekastraumsrofa fyrir lögnina. Notaðu utanhúslýsingu án hættu. A. Á. 4 - ÍSLENDINGUR £ - r IjKiyiítJki i.ilj:

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.