Íslendingur


Íslendingur - 19.12.1979, Side 26

Íslendingur - 19.12.1979, Side 26
Óskum starfsfólki okkar og viðskiptavinum gleðilegra jóla og farsæ/dar á komandi ári Þökkum viðskiptin á líðandi ári. KÍSILIÐJAN Mývatnssveit Síðasta baðstofan íslenskir málshættir Almenna bókafélagið hefursentfrá sér fslenska málshætti þeirra Bjarna Vilhjálmssonar og Óskars Halldórssonar í annarri útgáfu aukinni. f kynningu á kápu bókar- innar segir á þessa leið: „Islenskir málshættir í saman- tekt þeirra Bjarna Vilhjálmssonar og Óskars Halldórssonar kemur nú út í annarri útgáfu og fylgir henni bókarauki með fjölmörgum máls- háttum sem útgefendur hafa safnað síðan fyrsta útgáfa kom út árið Oskum starfsfólki okkar og viðskiptavinum gleðilegra jóla og farsceldar á komandi ári. Þökkum samskiptin á árinu sem er að líða. Um síðastliðin áramót unnu hjá Sam- bandsverksmiðjunum rúmlega 800 Ak- ureyringar. Samvinnuiðnaðurinn á Ak- ureyri er mikið afl og því er eðlilegt að taka á með bæjarfélaginu ístöðugri við- leitni þess til að skapa íbúum sínum atvinnuöryggi og trausta lífsafkomu. Nú um hríð hefur íslenskur iðnaður átt í miklum erfiðleikum. Samvinnuiðnaður- inn hefur ekki farið varhluta af þeim. Þaðereðlilegtað íbúarhinnar blómlegu byggðar við Eyjafjörð, sem þessi iðn- aður hefur sannarlega átt mikinn og heillavænlegan þátt í að skapa, beri ugg í brjósti um framvinduna og finni betur nú en máski oftendranæraðsamvinnu- iðnaðurinn er það afl sem ekki má bresta. Akureyringar Standið vörð um samvinnuiðnaðinn IDNADARDEILD SAMBANDSINS Akureyri Glerárgötu 28 - Pósthólf 606 - Sími: (96) 21900 26 - ISLENDINGUR 1966. Þegar bókin kom fyrst út voru menn strax á einu máli um að íslenskum málsháttum hefðu aldrei verið gerð viðlíka skil og í þessari bók, enda hefur hún notið rótgró- inna vinsælda og verið margri fjöl- skyldunni ómissandi uppsláttarrit og einnig verið notuð í skólum. f ýtarlegri inngangsritgerð, þar sem fjallað er um feril og einkenni íslenskra málshátta kemst Bjarni Vilhjálmsson svo að orði um máls- hættina, að þeim megi „líkja við gangsilfur, sem enginn veit hver hefur rnótað." Þeir eru m.ö.o. höf- undarlaus bókmenntaarfleifð, eins konar aldaskuggsjá, sem speglar lífsreynslu kynslóðanna í hnitmið- uðu formi og einatt ískáldlegum og skemmtilegum líkingum. íslenskir málshættir eru í þeim bókaflokki Almenna bókafélagsins sem nefnist ÍSLENSK ÞJÓÐ- FRÆÐI. Þessi bókaflokkur tekur til hvers konar alþýðlegra fræða sem til þess eru fallin að bregða ljósi yfir líf horfinna kynslóða, hugsunar hátt þeirra og dagleg hugðarefni í önnum og hvíld. Út eru komnar í þessum bókaflokki auk ís- LENSKRA MÁLSHÁTTA bæk- urnar KVÆÐI OG DANSLEIKIR I—II, í útgáfu Jóns Samsonarsonar, fSLENSK ORÐTÖK I-II, eftir Halldór Halldórsson og ÞJÓÐ- SAGNABÓKIN I-III í útgáfu Sigurðar Nordals. Hafa allar bækur þessa bókaflokks verið sérlega vin- sælar og eftir því sem þær seljast upp eru þær gefnar út í nýjum útgáfum." Þessi nýja útgáfa málsháttanna er 427 bls. að stærð. Þar af er við- aukinn 28 bls. Bókin er unnin í Prentsmiðju Jóns Helgasonar, Prentsmiðjunni Odda og Sveina- bókbandinu. Útlit bókarinnar hef- ur annast Hafsteinn Guðmunds- son. Með lífið í lúkunum Út er komin bókin Með lífið í lúk- unum - Rögnvaldur Sigurjónsson í gamni og alvöru - eftir Guðrúnu Egilson. Þetta er sagan af hinni litríku ævi píanóleikarans Rögnvalds frá því hann kom heim frá námi i lok heimsstyrjaldarinnar og til dagsins í dag. 1 kynningartexta bókarinnar segir á þessa leið: „Með lífið í lúkunum í gamni og alvöru er undirtónninn í lífi og starfi Rögnvalds Sigurjónssonar píanóleikara. Þessi bók segir frá rúmlega þrjátíu ára starfsferli hans hér á Islandi, fjölmörgum tónlistar- ferðum til útlanda, íslenskum sam- tíma, tónlistarlífi og einstökum uppákomum sem fáir hafa lent í og enn færri sagt frá. Sagan einkennist af alvöru listamannsins, hreinskilni og víðsýni og umfram allt af óborg- anlegri kímni sem hvarvetna skín í gegn, hvort heldur listamaðurinn eigrar í heimasaumuðum molskins- fötum um íslenskar hraungjótur eða skartar í kjól og hvítu í glæsi- legum hljómleikasölum vestur við Kyrrahaf eða austur við Svartáhaf. Guðrún Egilson hefur skráð þessa sögu í léttum og skýrum stíl eins og bókina um bernsku og æsku Rögnvalds, sem kom út í fyrra og bar heitið Spilað og spaugað. ALMENNA BÓKAFÉLAGIÐ gefur bókina út. f bókinni eru margar myndir. Hún er 191 bls. að stærð unnin í Prentsmiðjunni Odda og Sveina- bókbandinu. /--------------------------- Það er bara að hringja í síma 2-1500 ...sí&an færðu íslending sendan heim á hverjum þriðjudegi.

x

Íslendingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.