Íslendingur - 19.12.1979, Side 30
Leikarar LA komnir heim úr vel heppnaðri Svíþjóðarferð
Æfa Puntila og Matta
af fullum karfti
- Örfáar sýningar á,, Öngstrœtinu“ og Galdrakarlinum
Leikhópur Leikfélags Akureyrar tók þátt í norrænni
leiklistarráðstefnu í Svíþjóð dagana 3.-8. desember sl.
Ráðstefnan var ætluð atvinnuleikhúsum utan höfuðborga-
svæða og sóttu hana 2 leikhús frá Finnlandi, 1 frá Noregi, 3
frá Svíþjóð, 1 frá Danmörku ásamt Leikfélagi Akureyrar,
sem sýndi „öngstræti“ Arnar Bjarnasonar við mjög góðar
viðtökur. Auk sýninganna fóru fram á ráðstefnunni
námskeið og umræður um starfsemi ieikhúsanna, sem voru í
senn skemmtileg og fræðandi, að sögn Leikfélagsmanna.
„öngstrætið var sýnt tvisvar
við prýðisgóðar viðtökur. Leik-
ið var á íslensku, en söguþráður
verksins hafði verið tekin sam-
an á norðurlandamálunum og
prentaður í leikskrá. Hins vegar
kom það leikurunum á óvart
hvað áhorfendur virtust fylgjast
vel með efnisatriðum verksins,
þótt leikið væri á íslensku. Það
var Norræni menningarsjóður-
inn sem stóð á bak við þessa
ráðstefnu og stóð straum af
kostnaði við ferðina. Voru
móttökur og allur aðbúnaður í
Svíþjóð til mikillar fyrirmynd-
ar, að sögn Leikfélagsmanna.
Æfingar eru hafnar af fullum
krafti hjá Leikfélaginu á „Pun-
tila og Matta", sem Hallmar
Sigurðsson leikstýrir og gerir
hann einnig leikmyndina. 14
leikarar koma fram í sýning-
unni, sem er gamansöm með
alvarlegum undirtón. Theodór
Júlíusson leikur Puntila, Þráinn
Karlsson leikur Matta og Svan-
hildur Júlíusdóttir fer með
hlutverk Evu, dóttur hans.
örfáar sýningar verða á
„öngstrætinu" og barnaleikrit-
inu „Galdrakarlinn í OZ“ á
milli jóla og nýárs, en „Puntila
og Matti“ verður frumsýnt
seinnipartinn í janúar.
Flóttamannasöfnunin
Þessir strákar heita Halldór Sveinn Kristinsson, Orri Páll
Ormarsson og Kristinn Freyr Kristinsson. Þeir héldu hlutaveltu og
varð ágóðinn 4.400 kr. sem þeir hafa gefið til Flóttamanna-
söfnunarinnar. Hafa forráðamenn söfnunarinnar beðið blaðið fyrir
bestu þakkir til drengjanna.
Fjölskyldukort
í skíðalyftumar
í Hlíðarfjalli
I vetur verður sú nýbreytni tekin
upp að seld verða fjölskyldu-
kort í lyfturnar í Hlíðarfjalli.
Kortin getur faðir eða móðir
keypt fyrir sig og börn er hann,
eða hún hafa á framfæri sínu,
þ.e. börn sem eiga lögheimili hjá
foreldrum.
Forráðamaður fjölskyldu
(faðir eða móðir) greiðir kr.
38.000. - maki og börn 16 ára og
eldri greiða kr. 22.000,- og börn
15 ára og yngri, fædd 1965,
greiða kr. 12.000.- Með þessu
fyrirkomulagi er gerð tilraun til
að börn og foreldrar geti
stundað skíðaferðir saman og
notið um leið hollrar útiveru.
Börn sem falla undir reglur um
kort Skíðaráðs Akureyrar geta
ekki keypt fjölskyldukort.
Árskort fyrir einstaklinga 16
ára og eldri kosta kr. 36.000.- 15
ára og yngri greiða kr. 18.000.-
Graflk í sýning-
arsal Amar
Nú eru uppsettar um 40 grafik-
myndir í sýningaraðstöðu
Arnar Inga, Klettagerði 6, eftir
eftirtalda höfunda:
Kjartan Guðjónsson
Björg Þorsteinsdóttir
Elías B. Halldórsson
Edda Jónsdóttir
Jón Reykdal
Lísa K. Guðjónsdóttir
Þórður Hall
Sigrún Eldjárn
Ingunn Eydal
Jónína Lára Einarsdóttir
Guðmundur Ármann
Þessar myndir eru að mestu
leyti úrtak úr afmælissýningu
I'sl. Grafikfélagsins, sem nú er á
ferðalagi um 13 borgir Norður-
landa. Myndir þessar eru mjög
fjölbreyttar að gerð bæði frá
tæknilegu sjónarmiði og eins að
inntaki myndgerðar. Af gefnu
tilefni skal tekið fram að
fyrirkomulag í þessari sýningar-
aðstöðu er ekki bundið einstök-
um sýningum, heldur miklu
fremur þeim möguleika að það
sem er til sýningar geti breyst frá
degi til dag.
Opið virka daga frá 4.00 til
6.00 og fram að jólum, laugar-
daga og sunnudaga frá kl. 3.00
til 6.00.
Til sölu
íbúðir
tveggja og
þriggja herbergja
Staðlaðir gluggar
Loftaklæðning
V eggj aklæðning
Smíðum glugga eftir teikningum.
Einangrunargler
Við framleiðslu íspan-einangrunarglers eru .
notaðar nýjustu fáanlegar vélar og tæki og
jafnan fylgst með nýjungum, sem fram koma
erlendis viðvíkjandi gæðum og hagræðingu
við framleiðsluna.
Pantið tímanlega
Höfum eigin bíl til glerflutninga
EINANGRUNARGLERi
Furuvöllum 5 - Akureyri - Sími (96)21332
Auk spegla bjóðum við:
Bílagler
Öryggisgler
Glerhillur
Rammagler
Plexigler
Borðplötur
Baðskápar
eru að koma. Ýmsar gerðir af fallegum skápum
með læstum hurðum fyrir t.d. meðul og annað,
sem óæskilegt er að geyma í ólæstum hirslum.
Lítið inn!
Furuvöllum 13, Akureyri,
sími 22688 - Box 455.
30 - ÍSLENDINGUR