Íslendingur


Íslendingur - 06.05.1981, Qupperneq 6

Íslendingur - 06.05.1981, Qupperneq 6
íþróttir Umsjónarmenn: RAGNAR ÞORVALDSSON EINAR PÁLMI ÁRNASON K.A. fslandsmeistari í handknattleik Meistaraflokkur K.A. í hand- knattleik er fslandsmeistari 1981. Þessi langþráði draumur varð að veruleika á fímmtudags kvöldið síðasta er liðið sigraði H.K. í Laugardalshöllinni. Eins og flesta rekur minni til urðu þessi lið efst og jöfn í deildinni og urðu því að leika aukaleik til þess að fá úr því skorið hvort þeirra hlyti nafnbótina íslands- meistari 1981 í 2. deild. Það var ljóst strax í byrjun að KA-menn voru sterkari aðilinn. Þeir fengu ekki á sig mark fyrsta stundarfjórðunginn og því ljóst hvert stefndi. Með þá Gauta í markinu, Friðjón og Gunnar Gíslason sem bestu menn hafði liðið náð sex marka forustu er flautað var til leikhlés. Þetta forskot jókst jafnt og þétt er á leikinn leið og er hánn varallur stóðu KA-menn uppi semsigur- vegarar, höfðu gert ^2 mörk á móti 12 mörkum H.K. Flest mörk KA-manna gerði Friðjón eða 7 talsins. Íþróttasíðan óskar öllum KA-mönnum, þó sérstaklega leikmönnum og þjálfara, til hamingju með þennan glæsilega árangur um leið og hún vonar að stjórn deildarinnar sýni nú samstillt átak um að fylgja vel á eftir þessu glæsilega framtaki sem markað hefur ti'mamót í sögu félagsins. Hcr má sjá tvo af máttarstólpum KA-liðsins í vetur, þá Gauta markvörð og Þorleif, í leik gegn Þór á dögunum. f-------- \ Valur í heímsókn Annað kvöld, fimmtudags- kvöld, gefst knattspyrnu- unnendum tækifæri á að sjá fslandsmeistara Vals leika hérna á Akureyri. Þórsarar mæta Valsmönnum í æfíng- arleik á Þórsvellinum og V____________________________ hefst leikurinn kl. 20.00. Fyrir skömmu léku þessi lið æfíngarleik í Reykjavík og sigraði þá Valur 1-0 og munu Þórsarar örugglega leggja kapp á að leggja Val að velli í þetta sinn! Leiðrétting frá formanni Þórs Formaður Þors, Sigurður Oddsson, kom að tali við íþróttasíðuna og vildi koma að leiðréttingu vegna skrifa þeirra er birtust á síðunni ekki alls fyrir löngu. Þar sagði, eftir að Ijóst var að Þór hafði fallið í þriðju deild, að heyrst hefði að handknattleiksdeMd félags- ins hefði í hyggju að leggja niður meistaraflokkinn a.m.k. næstu tvö árin. Sagði formaðurinn að slíkt tal hefði aldrei borið á góma enda væri framtíð félagsins í þessari grein mjög björt. Það leiðréttist því hér með að allt tal og öll skrif uni að meistaraflokkur Þórs í hand- knattleik karla leggi upp laup- ana eiga ekki við nein rök að styðjast. DRENGJAMOT J.R.A. Drengjamót í Judo á vegum J.R.A. var haldið í íþróttahús- inu í Glerárskóla sunnudaginn 26. apríl. Alls voru keppendur átta og var keppt í þrem þyngd- arflokkum. Til úrslita í 50 kg. þyngdar- flokki kepptu þeir Sigurður Magnússon og Eggert Benja- mínsson og leik þeirri viðureign með sigri Sigurðar sem hlaut 2 ,,koka“. í 70 kg. flokki glímdu til úrslita þeir Jósep Friðriks- son og Magni Hauksson. Jósep sigraði á „ippon“ sem er fulln- aðarsigur. Þeir Árni Ingólfsson og Atli Arngrímsson glímdu til úrslita í 80 kg. þyngdarflokki og var viðureign þeirra mjög jöfn og tvísýn. Árni náði þó undir lokin að knýja fra sigur. Jón Hjaltason var mótsstjóri og dómarar voru þeir Brynjar Aðalsteinsson, Kristján Frið- riksson og Þorsteinn Hjaltason. Elías og Nanna signrvegarar á Brunmótinu í Hlíðarfjalli IJm helgina fór fram í Hlíðar- fjalli síðasta mót vetrarins, svo- nefnt Brunmót, sem flokkast undir Akureyrarmót, auk þess að vera punktamót í flokki full- orðinna. Úrslit mótsins urðu þessi: Karlaflokkur: 1. Elías Bjarnason A 83.0 2. Tómas Leifsson A 83.2 3. Haukur Jóhannsson A 84.1 Kvennaflokkur: 1. Nanna Leifsdóttir A 86.9 2. Ásta Ásmundsdóttir A 92.5 3. Hrefna Magnúsdóttir A 92.9 15-16 ára flokkur drengja: 1. Bjarni Bjarnason A 82.9 2. Eggert Bragason Ó 86.0 (Eggert keppti sem gestur) 3. Ingi Valsson 86.4 13-15 ára stúlkur: 1. Guðrún J. Magnúsd. 96.9 2. Anna M. Malmquist 99.9 3. Guðrún Kristjánsd. 105.5 13-14 ára drengir: 1. Smári Kristinsson 92.5 2. Jón Björnsson 92.9 3. Árni Þ. Freysteinsson 94.2 Sumardekkin komin Aldrei meira úrval. Nýjung: Hjólbarðar með hvítum hring. Opið alla daga - öllkvöld. Látið jafnvægisstilla hjólin um leið í hinni nýju tölvustýrðu hjólastilling- arvél okkar. Hvítir hringir, allar stærðir. BÍLAÞJÓNUSTAN TRYGGVABRAUT 14 - Símar 21715 - 23515 Bjami Sveinbjörnsson að skora annað mark sitt gegn Þrótti. Þróttur og ÍBV fengu á baukinn! Þróttarar úr Reykjavík komu hingað norður um síðustu helgi og léku tvo æfingarleiki gegn Þór og urðu þeir að sætta sig við töp í báðum. Fyrri leiknum töpuðu þeir 2-l, þar sem Guð- mundur Skarphéðinsson skor- aði bæði mörk Þórsara, en í þeim síðari var um markasúpu að ræða, 7-1 fyrir Þór. Mörk Þórsara seinni daginn skoruðu Guðmundur aftur tvö, Jón Lár tvö, Bjarni Sveinbjörnsson tvö og Guðjón Guðmundsson eitt Á sama tíma brugðu KA- menn sér til Vestmannaeyja og sigruðu heimaliðið 1-0 með marki Elmars Geirssonar og hefði sá sigur eins getað orðið stærri eftir gangi leiksins. Góður árangur Akureyringa Kári og Víkingur urðu íslandsmeistarar í kraftlyftingum Á Kraftlyftingameistaramóti fs- lands er haldið var í Reykjavík um helgina stóðu lyftingamenn okkar Akureyringa sig vel. Kári Elísson varð fslandsmeistari í 67.5 kg. flokki eftir að hafa lyft samtals 572.5 kg. og í flokki þyngstu manna sigraði Víkingur Traustason „Heim skautabangsinn“, setti fslandsniet f hnébeygju og lyfti samtals 810 kg. Alls tóku níu iyftingamenn frá L.R.A. þátt í mótinu. Kári Elísson varð fslandsmeistari í 67.5 kg. flokki. 6 - ÍSLENDINGUR

x

Íslendingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.