Íslendingur - 26.08.1981, Page 1
Vatnaskilum í Vonarskarði breytt:
Rauðá veitt í Þórisvatn
Verður stærri „gorm-
ur“tekinn suður?
Vöruskipti: Seiði fyrir vatn
Þeir sem leggja leið sína um
Vonarskarð um þessar mundir
velta fyrir sér þeim framkvæmd-
um sem þar fara fram. Með
löngum görðum er verið að veita
vatni sem áður féll til norðurs
suður af skarðinu. Hljótt hefur
verið um þessar framkvæmdir
og ekki verið upplýst hver
tilgangur þessara mannvirkja er
utan hann sé sá að Norðlend-
ingar hafi ekki þörf fyrir þetta
vatn og því sjálfsagt talið að
veita því til virkjana sunnan
skarðs.
Blaðið hafði samband við
Jóhann Má hjá Landsvirkjun til
að fá upplýsingar um fram-
kvæmdir þessar og hafði hann
eftirfarandi að segja um málið:
„Við höfum sent Bárðdælingum
og fleirum bréf þar sem við
skýrum þessar framkvæmdir en
meginmarkmiðið er að skerpa
þarna á vatnaskilum, sem eru
ákaflega óglögg á þessum stað
og áraskipti á því hvert vatnið
rennur. I fyrra sumar settum við
upp sandgarð og má því til sanns
vegar færa að hluti af Rauðá
sem áður hefur fallið í Skjálf-
andafljót fari nú suður af í
Þórisvatn. Vatnsmagnið er um
hálfur rúmmetri á sekúndu á
sumrin. Þessar framkvæmdir
eru ekki liður í neinu stærra
„plani“ en hins vegar hefur
þeirri hugmynd skotið upp
kollinum að þarna mætti taka
stærri „gorm“ úr Skjálfanda-
fljóti sem mundi þá hafa veruleg
áhrif á að hreinsa fljótið auk
þess sem við myndum þá fá
vatnið suður, en þessar hug-
myndir eru ekki einu sinni á
ráðagerðarstigi ennþá. Við höf-
um farið þarna uppeftir öðru
hvoru í sumar til að líta eftir
þessum görðum og styrkja þá
enda mundu garðarnir að öðr-
um kosti hverfa þar sem þeim er
aðeins hróflað upp úr sandi.
Eins og vitað er var vatns-
skortur í vor og var því gripið til
þess að beina þessu vatni til
Þórissvatns. Ef hins vegar
mönnum þykir þetta óþolandi er
ekkert annað að gera en hætta
viðhaldi garðanna og mundi þá
allt falla í fyrri farvegi.
Þess má hins vegar geta að í
stað þess vatns sem við fengum
þarna frá Rauðá létum við veiði-
félögin fyrir norðan fá seiði til
að setja í Skjálfandafljót.
Við viljum hins vegar reyna
að koma í veg fyrir að menn geri
sér aðrar og meiri hugmyndir
um þessar framkvæmdir en efni
standa til og því rétt að málið sé
upplýst."
Styðja
kvenna-
framboð
EFTIRFARANDI LEIÐ-
ARA RÁKUMST VIÐ Á í
VERKALÝÐSBLAÐINU
SEM GEFIÐ ER ÚT AF
KOMMÚNISTASAMTÖK
UNUM 10. 08. 1981.
Akureyrskar konur hafa tekið
upp að nýju þráð sérstakra
kvennaframboða frá því á
fyrstu áratugum aldarinnar.
Kommúnistar telja vart að
framboð skuli almennt vera
kynbundið. Hins vegar geta
sérstakar aðstæður réttlætt
alls konar forskot kvenna í
jafnréttisbaráttunni. Þátttaka
kvenna í stjórnun bæjar- og
sveitarfélaga er í engu sam-
ræmi við stöðu kvennahreyf-
ingarinnar. Sérframboð geta
bætt úr því, ef kosninga-
stefnan er framsækin til viðbót
ar, í meginatriðum.
Kommúnistasamtökin hljóta
því að styðja kvennaframboð
1982 á Akureyri og víðar, þá
og þegar stefna þeirra og
sætaskipan er orðin ljós, ef
samtökunum lýst á hvort
tveggja. Þau gera um leið
kröfu til að taka þátt í umræð-
um um framboð í Reykjavík ef
fram fara.
„Iðnaðarbærinn“ Akureyri:
ÞEIM FER HLUTFALLS-
LEGA FÆKKANDI SEM
VINNA VIÐ ÚRVINNSLU
OG IÐNAÐ Á AKUREYRI
í nýútkominni skýrslu frá Fram
kvæmdastofnun Ríkisins um
mannfjölda, mannafla og tekjur
o.fl. er m.a. að finna eftir
farandi upplýsingar um Norður-
land eystra:
Árið 1963 unnu í frumvinnslu
þ.e. landbúnaði og fiskveiðum
2390 manns sem var 33,3%
mannaflans. Árið 1979 er fjöld-
inn í þessum atvinnugreinum
hins vegar 1990 eða 19%. Við
úrvinnslu unnu árið 1963 2882
eða 40,1% en voru orðnir 4640
árið 1979 sem er 44,2%.
Langmest aukning verður í
þjónustu alls konar en við hana
unnu árið 1963 1909 manns eða
26,6% en var orðið 1979 3859
og þá komið upp í 36,8%
mannaflans í fjórðungnum.
Ef Akureyri er tekin sér-
staklega kemur í ljós að við
frumvinnslu unnu árið 1963
6,7% íbúanna en 1979 er sú
tala komin í 3%. Þá er einnig
athyglisvert að fækkað hefur
hlutfallslega þeim sem vinna
við úrvinnslu, þ.e. fiskiðnað,
annan iðnað og byggingariðn-
að. en þeir voru 55,7% mann-
aflans 1963 en 1979 eru þeir
53,4%. Við þjónustugreinarn-
ar unnu 1963 37,7% en 43,6%
1979.
Hvar sem borið er niður í
skýrslunni kemur fram að þeir
sem við landbúnað og fisk-
veiðar starfa fer fækkandi en
stóraukning hins vegar þeirra
sem við þjónustu ýmiss konar
vinna.
STAKKASKIPTI
Orð hefur verið á því haft að í sumar hafi miðbær Akureyrar ekki verið
með þeim svip sem æskilegt væri og sæmilegt. Viðhalds- og málningar-
leysi þeirra bygginga er standa við Ráðhústorg og Hafnarstræti hefur
verið til lítillar gleði fyrir augu þeirra sem þar hafa verið á ferli auk þess
sem ferðamenn hafa undrast yfirbragð miðbæjarins.
Það er því fagnaðarefni að nú sýnast verða breytingar á. Húsasam-
stæðan sem stender við sunnanvert Ráðhústorg er nú að taka
stakkaskiptum. Bakhlið þessara húsa er nú orðin óþekkjanleg frá því
áður var og nú hefur verið hafist handa við framhliðina og eiga þeir
heiður skilið sem að standa og mun nú mjög glaðna yfirbragð
Ráðhússtorgs.
Mynd: Kr. G. Jóh.
Sr. Pétur kjörinn biskup
í gær fór fram talning í síðari
umferð biskupskjörs. Niður-
stöður urðu þær að sr. Pétur
Sigurgeirsson, vígslubiskup
hlaut 72 atkvæði, sr. Ólafur
Skúlason, dómprófastur, 71
atkvæði og sr. Arngrímur
Jónsson 1 atkvæði en hann
hafði hvatt kjósendur til að
kjósa annan hvorn þeirra sem
flest atkvæði hlutu í fyrri
umferð. Þrjú atkvæði voru
úrskurðuð ógild. Kærufrestur
vegna kosninganna er ein vika
en síðan verður skipað í
embættið. Núverandi biskup,
hr. Sigurbjörn Einarsson,
mun láta af störfum 1.
október.
íslendingur flytur sr. Pétri
bestu óskir í tilefni þessara
úrslita.
ALLIR GETA
LEIKID SÉR
MED
SVIFDISK