Íslendingur


Íslendingur - 26.08.1981, Side 5

Íslendingur - 26.08.1981, Side 5
„Aldrei að gera mistök í fram- ieiðslu eða selja lélega vöru“ Spjallað við Hjört Fjeldsted í Skipaþjónustunni Hjörtur á skrifstofunni. ”Hér er mjög hrein verkaskipt- ing í fyrirtækinu: Matthías Eiðsson, sem er hluthafi, sér um verkstæðið, Sverrir Valdimars- son hefur umsjón með verslun- inni en ég hef áhyggjurnar,“ segir Hjörtur Fjeldsted í Skipa- þjónustunni þegar við litum við hjá honum á dögunum, „og við reynum að þvælast sem minnst hver fyrir öðrum. Segja má að fyrirtækið hafi byrjað starf- semi sína um 1964 og var þá aðeins sem aukavinna, en það er síðan skrásett 1967 og rekið sem einkafyrirtæki til 1976 en þá er því breytt í hlutafélag. Við byrjuðum í Gránufélags- götu 49, fluttum síðan í gömlu „Verslun Eyjafjörður“ en nú- verandi húsnæði við Tryggva- braut 10 var keypt fyrir fjórum árum. Hér var áður trésmíða- verkstæði og þurfti að bylta öllu við áður en húsið komst í nú- verandi horf. ” 1—————^ @Q3 ef lækkar skóli. Nemendur þeirrá eru á aldrinum I 1-19 ára. Ein konan kennir tónlist. Jú, þau vissu ýmislegt um fsland, höl'du lcsið sér til og séð kynningarþætti ísjónvarp- inu. Veðrið var heldur betra en þau bjuggust við og dvölin í Reynihlíð mjög ánægjuleg. maturinn' góður og viðmót fólksins þægilegt. Ætlaði þctta lölk að koma aftur? Já, að vísu, en ekki nema verðbólgan og dýrtíðin hjaðnaði. Enskir kennarar höfðu ekki efni á þessu nema örl'áum sinnum. Ásamt Jeans Davics frá Shrewsbury biðja að heilsa lesendum ÍSLEND- INGS Teresa Mercer frá Kettering og hjónin Dympna og.John Young frá London. Verksvið Skipaþjónust- unnar? Það er þríþætt eins og kom raunarfram hér áðan. EJpphaf- lega var aðeins um veiðarfæra- verkstæði að ræða og þá var búið til og selt allt sem til- heyrði togveiðarfærum nema net; Árið 1967 er síðan heild- verslun komið á laggirnar og innflutningur hafinn fyrir okk- ur og aðra á vírum og öðru því sem þarf til togveiðarfæra. Þriðji þátturinn bættist svo við þegar flutt var í þetta hús- næði en þá hófst hér verslunar- rekstur. Auka- aukavinna Þessi rekstur hófst í raun- inni með þeim hætti að ég fór að byggja í sínum tíma eins og títt er um unga og bjartsýna menn og vann þá dagvinnu og yfirvinnu hjá Nótastöðinni og konan vann líka úti. Hún vann sem sagt fyrir heimilinu en ég fyrir skuldunum og dugði þó ekki til þannig að fleira þurfti að koma til og þannig varð fyrsti vísir fyrirtækisins til sem eins konar auka- aukavinna. Of snemma á ferðinni Þess má hins vegar geta að ég hafði meðan ég var til sjós kynnst flottrollinu af því sem ég sá til erlendra skipa sem notuðu slík veiðarfæri og síðar fór ég til Þýskalands til að kynna mér þessi mál nánar. Það reyndist hins vegar eins konar tímaskekkja þar sem ég var greinilega of snemma á ferðinni. Þetta var á síldar- árunum og allar hugsanir manna beindust að þeim veið- um. Við áttum heldur ekki þá nein skip sem gátu notað flot- troll. Það er ekki fyrr en skut- togararnir fara að koma til landsins sem fyrirtækið fær á sig þá mynd sem nú er. Þó höfðum við sett upp eitt flottroll á Nótastöðinni sem notað var á Siglfirðingi og varð af því misjafn árangur og til- raunin tæpast marktæk. Það troll fór síðar um borð í Árna Friðriksson og notað þar til tilrauna undir stjórn Guðna Þorsteinssonar, fiskifræðings, en hann hefur veiðarfæragerð sem sérgrein og ég fullyrði að hann er sá maður sem besta þekkingu hefur á slíkum mál- um hérlendis bæði af eigin reynslu og námi. Getum aukið fjölbreytni hér heima Fyrsta stóra verkefnið sem við fengum var þegar boðin voru út veiðarfæri í Bjarna Sæmundsson og við gerðum tilboð í þann hluta verksins sem við réðum við og fengum verkefnið. Og þótt við vnnum verkið hér heima og sendum síðan til Þýskalands var okkar tilboð 12% lægra en lægsta til- boðið sem kom frá Þjóðverj- unum. Flottrollshlerarnir voru smíðaðir hér í Slippstöðinni eftir vinnuteikningum frá þýsku hafrannsóknarstofnun- inni og þótti þjóðverjum kyn- legt að sjá framleiðslu sem þeir höfðu sérhæft sig í flutta frá íslandi en vinna Slippstöðvar- innar á þessum hlerum vakti verðskuldaða athygli. Það er raunar grátlegt til þess að vita að sennilega er um 90% þeirra hlera sem nú eru notaðir hér innfluttir og sýnir Sýnishorn framleiðslunnar. glögglega að ekki eru öll tæki- færi nýtt til aukinnar fjöl- breytni í framleiðslu innan- lands. Nú eru þó tvö fyrirtæki á Akureyri sem framleiða fyrir Fiskiðnaðinn vörur sem eru fyllilega sambærilegar við það besta sem annars staðar gerist en það er „Oddi“ sem fram- leiðir bobbinga og „Plast- einangrun“ sem framleiðir trollkúlur og hringi á þorska- net. Þessi fyrirtæki eru ein sönnun þess að við getum gert þetta allt sjálf og staðist allan samanburð. Vitlaus vaxtapólitík Meginstarfið fer fram á verkstæðinu að fylla upp í það sem úr sér gengur á skipunum. Þar vinna nú 2-3 menn þau störf sem 7-8 þurfti áður til að vinna áður en aukin hagræðing og tækjabúnaður kom til. Við- skiptasvæðið er um allt Norð; urland og austur á firði. I versluninni er síðan einn mað- ur og konan mín Guðrún Sig- urðardóttir er mér síðan til að- stoðar hér á skrifstofunni. Það hefur verið mér mikill styrkur að ég hefi notið hollra ráða og aðstoðar góðra manna við að koma þessu á laggirnar og vil ég þar sérstaklega nefna til Othar Ellingsen en hann reynd ist afar hjálplegur og ráðholl- ur þegar til hans hefur verið leitað en frá honum er komið „mottoið": „Aldrei að gera mistök í framleiðslu eða selja lélega vöru“. Að þessu er stefnt. Hins vegar er stærð þessa fyrirtækis dálítið vandræðaleg þar sem við höfum alla aðstöðu á að auka framleiðsluna veru- lega og markaður er fyrir hendi en við höfum hins vegar ekki efni á að færa út kvíarnar þar sem við höfum ekki í það eigið fé. Lántökur á hinn bóginn orðnar svo dýrar og vaxta- pólitikin vitlaus að ekki verð- ur fyrirtæki byggt upp með þeim hætti. Hér þyrfti ekki að bæta við nema tveim til þrem mönnum til að auka afköstin um helm- ing en það yrði svo kostnað- arsamt að ekki er vit í að reyna,“ segir Hjörtur Fjeld- sted, oft kenndur við Stóru- Velli, að lokum. Sverrir ásamt viðskiptavini í verslun. Mynd: Kr. G. Jóh. ÍSLENDINGUR - 5

x

Íslendingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.