Íslendingur - 26.08.1981, Blaðsíða 6
ÍÞRÓTTIR____
MAGNÚS ÞORVALDSSON
STEFÁN ARNGRÍMSSON
Stórgóður árangur 3. flokks
iðið hafnaði í 3. sæti
Skemmtileg nýbreytni
á minningarleiknum
Ólíkt því sem verið hefur undan-
farin ár, kom meistaraflokkslið
KA hvergi við sögu í hinum
árlega minningarleik um Jakob
Jakobsson. Þess í stað lék gamla
ÍBA-liðið við stjörnulið Her-
manns Gunnarssonar. Sigraði
stjörnuliðið með fjórum mörk-
um gegn engu, en það var ekki
sanngjarnt miðið við gang leiks-
ins. Tókst gamla IBA þrátt fyrir
snilldartakta og ágæt marktæki-
færi ekki að skora hjá Sigurði
Dagssyni, sem varði mark
stjörnuliðsins með sóma. IBA
liðið var skipað þessum mönn-
um:
Samúel Jóhannsson, Guðni
Jónsson, Sigbjörn Gunnarsson,
Þormóður Einarsson, Ragnar
Þorvaldsson Haukur Jóhanns-
son, Númi Friðriksson, Jón
Stefánsson, Skúli Ágústsson,
Sævar Jónatansson, Sigurður
Jóhannsson, Gunnar Austfjörð,
Gunnlaugur Björnsson, Rögn-
valdur Reynisson, Kári Árna-
son.
Væri vel til fundið að láta
gamla ÍBA leika í fleiri minning-
arleikjum.
Dagana 13. til 16. ágúst fór fram
úrslitakeppni 3. flokks og var
leikið á akureyri. Eins og áður
voru mætt til úrslitana 8 lið í 2
riðlum og voru Þórsarar í A-riðli
ásamt val, Í.K. og Tý. í B-riðli
voru í A, Þróttur R.vík, Fylkir og
Höttur. Mótið þóttist takast vel
og hin ágæti árangur Þórs
Akureyringum öllum gleðiefni.
Þórsarar mættu Tý Vest-
mannaeyjum í sínum fyrsta leik
á fimmtudag og eftir fremur
jafnan fyrri hálfleik hristu Þór-
sarar Týrara af sér og unnu yfir-
burða sigur 5:1. Leikið var á
hinum nýja grasvelli Þórs og er
hann hinn ágætasti og það var
leikur Þórs einnig. A undan
höfðu Valsmenn unnið ÍK með
2:1 í fremur slökum lei. ÍA vann
Fylki 2:0 og Þróttur Hött 4:0 í
B-riðlinum. I öðrum leik sínum
mættu Þórsarar IK og er
skemmst frá því að segja að Þór
hafi yfirburði á öllum sviðum
knattspyrnunar og sigraði verð-
skuldað 5:1. Valur vann Tý létt
með 4 mörkum gegn en engu án
þess að sýna neina stórtakta.
Akranes vann Hött með fá-
heyrðum yfirburðum, 12:0!
Þróttur bar sigur'orð af Fylki
þannig að sýnt var að á laugar-
deginum yrði um hreina úrslita-
leiki að ræða um réttinn til að
leika í úrslitum keppninnar.
Akranes og Þróttur skyldu
jöfn 1:1 íallfjörugumleikogvar
IA þar með komið í úrslit.
Leikur Þórs og Vals var fjörugri
og sveiflukenndari. I fyrri hálf-
leik hafði Þór frumkvæðið og
Benedikt fyrirliði liðsins sýndi
gott fordæmi er hann skoraði
glæsilegt mark sem færði liði
hans forystu í leiknum. Fram
Golfmenn
byggja
að Jaðri
Golfklúbbur Akureyrar er nú
að byggja við skála sinn á
Jaðarsvelli og er nýbyggingin
nú fokheld.
BJÖRGVIN SIGRAÐI A
INGIMUNDARMÓTINU
Um helgina var hið svonefnda
Ingimundarmót í golfi, og um
leið var vígður nýr 18 holu
völlur. Mótið var haldið í
minningu Ingimundar heitins
Árnasonar, sem um árabil vann
ötult starf fyrir Golfklúbb Ak-
ureyrar.
Úrslit urðu þessi:
eftir síðari hálfleik gekk hvorki
né rak en eftir jöfnunarmark
Guðna Bergssonar var eins og
örvænting gripi um sig í liði Þórs
jafnvel þó þeim hafi nægt
jafntefli út úr leiknum. Valsarar
létu síðan kné fylgja kviði og
bættu tveimur mörkum við og
úrslitasætið var þeirra. Sannar-
lega vonbrigði fyrir Þórsstrák-
ana sem höfðu leikið svo
skýnandi vel.
Á sunnud. byrjaði keppnin
um sætin, frá 8 og upp úr, en
augu flestra beindust vitanlega
að leikjunum um efstu sætin.
Þórsarar mættu Þrótti R.vík og
voru hinir fyrrnefndu hvergi
bangnir og unnu enn einn yfir-
burða sigurinn 4:1 og sýndu það
að þeir voru með eitt allra besta
lið keppninnar. Úrslitaleikurinn
var ekki eins fjörugur og reis
aldrei undir þeim vonum er við
hann voru bundnar, sér í lagi
voru Valsmenn ósáttir við sjálfa
sig. Þeir geta það líka, ÍA vann
1:0, þrátt fyrir að Valur væri
sterkari aðilinn lengst af. Fögn-
uður Skagamanna var að von-
um mikill en vonbrigði Vals-
manna að sama skapi sár.
Lið Vals, IA og Þórs eru mjög
álíka að getu og á góðum degi
vinna þau hvort annað, það
kom einmitt í ljós í keppni. Lið
Þórs er sterkt, drengirnir stórir
og stæðilegir. Flesta leiki sína
spilaði liðið vel og verðskuldar
fyllilega það sæti sem það
hreppti, með örlítilli heppni
hefði liðið náð enn lengra. Þeir
sem höfðu fyrir því að sjá þessa
ungu menn spila fengu að sjá
góða og skemmtilega knatt-
spyrnu þar sem leikgleði og
barátta sitja í fyrirrúmi. Meist-
araflokksmenn félaganna geta
ýmislegt af strákunum lært og
þá myndi miðlungsleikjum ef-
laust fækka, þeir eru allt of
algengir.
Barátta Þórs skóp
sigur þeirra - er
liðið bar sigurorð
af KR-ingum 2-1
Sigur Þórs yfir KR kemur á
elleftu stundu og má mikið vera ef
hann á ekki eftir að reynast
dýrmætur. Þegar einungis tveim-
ur umferðum er ólokið í 1. deild
hefur Þór 10 stig, sama stiga-
fjölda og KR, en andstæðingar
þess síðarnefndu eru öllu erfið-
ari en Þórs. Hvernig sem fram-
haldið verður þá jukust likurnar á
áframhaldandi veru í 1. deild
stórkostlega við sigurinn á
fi mmtudagsk völdið.
Aðstæður til knattspyrnu
voru ömurlegar, úrhellisrigning
og kuldi, knattspyrnap var líka
samkvæmt því, léleg. Áhorfend-
ur voru fáir eða einungis 750
manns. Upphafsmínúturnar lof-
uðu svo sem góðu því heima-
menn komust í 2:0 á fyrstu 12-13
mín. með mörkum Guðmundar
Skarphéðinssonar og Guðjóns
Guðmundssonar. Um frekari
efndir loforða varð þó ekki og
leikurinn datt niður á plan
meðalmennskunar, kýlingar og
hlaup án nokkurs ávinnings.
Sóknir KR þennan tíma voru
bitlausar og lítt útfærðar, áltént
ógnuðu þeir ekki marki Þórs.
Leikmenn áttu ákaflega erfitt
með að hemja knöttinn svo
sendingar andstæðinga á milli
voru algengar.
Síðari hálfleikur var keimlík-
ur þeim fyrri nema hvað KR-
ingar sóttu öllu meira. Þórs-
arar gerðu þeim auðveldara
fyrir með því að draga sig sífellt
aftar og treysta á að halda
fengnu forskoti. í sjálfu sér er
það ekki óeðlilegt ef staða liðsins
er höfð í huga en liðið þurfti þess
ekki þar sem andstæðingurinn
var ekki sterkari. Seint í leikn-
um tókst Elíasi Guðmundssyni
að skora fyrir KR en minnugir
þess, að sókn er besta vörnin,
sóttu Þórsarar síðustu mínúturn
ar og fór Jón Lárusson m.a. illa
með upplagt tækifæri.
Baráttan var aðall Þórs í
þessum leik og á henni má
komast langt. I sjálfu sér var
knattspyrnan sem liðið sýndi
ekki góð en sigurinn sem slíkur
öllu mikilvægari. Mikilvægi
leiksins hefur haft sitt að segja
en þó virtust Þórsarar hvergi
bangnir og berjist þeir jafn
mikið í komandi leikjum ætti
fall að vera umflúið. Erfitt er að
nefna einn leikmann öðrum
fremur, þetta er fyrst og fremst
sigur liðsheildarinnar. Nú er
Þórsara að halda áfram á sömu
braut, tryggja sæti sitt í 1. deild,
svo Akureyri megi áfram eiga
tvö lið í deildinni, jafn stórum
bæ er ekki annað sæmandi.
KA TAPAÐI 1-0 í EYJUM
KA-menn náðu sér ekki á strik
Án forgjafar: Högg
Björgvin Þorsteinsson GA 151
Gunnar Þórðarson GA 154
Sigurjón R. Gíslason GK 157
Með forgjöf:
Þórður Svanbergsson GA 143
Halldór Svanbergsson GA 146
Gunnar Þórðarson GA 146
„Það má segja að þetta hafl verið
sanngjarn sigur. Eyjamenn voru
mun ákveðnari og við náðum
okkur eiginlega ekki á strik í
leiknum“, sagði Ásbjörn Björns-
son þegar hann var spurður um
gang leiksins.
IBV sigraði með einu marki
gegn engu, og skoraði það Ómar
Jóhannsson. Þetta er annar
leikurinn í röð sem KA tapar og
hafa þeir færst úr fjórða sæti
niður í það sjöunda. Er vonandi
að þeim takist að sigra í þeim
tveimur leikjum sem þeir eiga
eftir svo þeir verði ögn hærra á
stigatöflunni.
6 - ÍSLENDINGUR