Íslendingur


Íslendingur - 18.12.1981, Side 15

Íslendingur - 18.12.1981, Side 15
Glæsilegasta verk Skjaldborgar til þessa SKÍÐAKAPPAR FYRR OG NÚ skráð af Haraldi Sigurðssyni Mikinn hval hefur nú rekið á fjörur fræðimanna og áhugamanna um íþróttir. Haraldur Sigurðsson bankafulltrúi á Akureyri hefur sam- ið geysimikið verk um sögu skíða- íþróttarinnar erlendis og hérlendis, en það er kunnugt þeim sem þekkja Harald, að hann hefur safnað í fróðleikssarpinn svo að um munar og sárafáum mun þar vera til að jafna. Haraldur Sigurðsson. Haraldur hefur ódrepandi og eld- legan áhuga á íþróttum og er þar öllum hnútum kunnugur af eigin raun. Um það sérefni, er þessi bók tekur til, er hann flestum fróðari, enda átt sæti í stjórnum Skíðaráðs Akureyrar og Skíðasambands ís- lands. Meðhöfundar að bók þessari eru Einar B. Pálsson og Þorsteinn Einarsson, svo og núverandi for- maður Skíðasambandsins, Hregg- viður Jónsson lögfræðingur. í forspjalli Svavars Ottesen fram- kvæmdastjóra í Skjaldborgarútgáf- unni kemur fram, að hér er lang- þráður draumur hans að rætast, allt frá því að hann horfði með undrun og aðdáun á kappa eins og Magga Binna, Badda Jún. og Magnús Guðmundsson. Svavar treysti Haraldi Sigurðs- syni best til þess stórvirkis sem hann dreymdi um að gefa út, og nú hefur draumurinn ræst. Til viðbótar því efni, sem áður voru nefndirhöfund- ar að, rifja 50 Islandsmeistarar og Olympíufarar upp minningar sínar. Allt verkið er unnið af þeirri nákvæmni og alúð sem Haraldi er lagin, og mætti hann meira að gera að ausa til okkar nokkru af þeim hafsjó kunnáttu og þekkingar sem hann er orðinn. Hann hefur til þessa verið alltof hlédrægur. Að sínu leyti má Skjaldborg vel við una. Hér skal ekki hikað við að fullyrða að þetta sé að öllu saman- lögðu glæsilegasta frumútgáfa nokkurs verks, sem fyrirtækið hefur staðið að. Bókin er öll prentuð á myndapappír, enda sægur mynda til stórmikillar bókarprýði. Þetta er mikið framlag til íþróttasagnfræði, og metnaður sá, sem lýsir sér í verk- inu öllu, ætti að vera æskumönn- um nútímans áleitin eggjun til af- reka á skíðum og í öllum öðrum greinum íþrótta. Fyrir allt þetta erum við, sem reynum að stuðla að heilbrigðu íþróttalífi og höfum leik- yndi, höfundi bó’karinnar og útgef- anda meira en lítið þakklátir. Bókin Skíðakappar fyrr og nú er nokkuð á fimmta hundrað blaðsíð- ur, að öllu leyti unnin í Prent- smiðju Björns Jónssonar á Akur- eyri, fyrirtækinu til heiðurs og sóma. Gísli Jónsson. Auglýsing um innheimtu þinggjalda á Akureyri, Dal- vík og í Eyjafjarðarsýslu. Síðasti gjalddagi þinggjalda 1981 varhinn 1. desember s.l. Er því hér með skorað á alla gjaldendur þinggjalda á Akureyri, Dalvík og í Eyjafjarðarsýslu, er enn hafa ekki gert full skil, að greiða gjöldin nú þegartil embættis- ins, svo komist verði hjá óþægindum, kostnaði og frekari dráttarvöxtum, er af vanskilum leiðir. Dráttarvextir eru nú 4,5% fyrir hvern vanskilamánuð og verða næst reiknaðir að kvöldi 15. desember n.k. 9. desember 1981 Bæjarfógetinn á Akureyri og Dalvík. Sýslumaðurinn í Eyjafjarðarsýslu. * * * * * * * * * * * * * * * * * JÓLAGJAFAÚRVAL l * * * * * * * * * * Jf Rowenta Krulluburstar Krullujárn Hárblásarar Hársnyrtisett Rowenfa Rowenfa Brauðristar Kaffivélar Djúpsteikingarpottar Eggjasjóðarar Minútugrill Borðgrill Vöfflujárn Gufustraujárn Brauðhnífar Ryksugur Straujárn Electrolux ryksugur, 4 gerðir ★ * * * * * Hrærivélar Rafmagnspönnur QLEnAnQÖTU 20 — 000 AKUREYM — SlMI 22233 -*★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★*■★★★★★★★★★★★★★★ Akureyringar - Norðlendingar Forðist frekari hækkanir. - Tryggið yður nýjan bíl í tíma. Eigum fyrirliggjandi á Akureyri: GOLT LANCER GALANT GALANT STATION PALLBÍLA SENDIBÍLA HÖLDUR SF. Tryggvabraut 12 - símar 21715 og 23515 COLT 1200 GL Ráðfærist við sölumann vorn. " Hringdu þá í okkur fyrramálið eða næstu morgna milli kl. 9-12 í síma 91-14340 Við borgum símtalið Friðrik A.Jónsson hf. Skipholti 7 ■ Box 362- I2I Reykjavik ÍSLENDINGUR - 15 *★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★

x

Íslendingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.