Íslendingur


Íslendingur - 07.08.1980, Blaðsíða 6

Íslendingur - 07.08.1980, Blaðsíða 6
fþróttir Umsjónarmenn: RAGNAR ÞORVALDSSON EINAR PÁLMI ÁRNASON Knattspyrna yngri flokkanna: Yngri flokkarnir hafa ekki setið auðum höndum Þórsarar konrnir í úrsUt í íslandsmótinu í yngri flokkunum ÁRNI OG ALFREÐ TIL K.R. Þeir félagar Árni Stefánsson og Alfreð Gíslason sem sett hafa hvað mestan svip á handknattleik okkar Akur- eyringa undanfarið keppnis- tímabil hafa nú gert upp hug sinn og gengið til liðs við KR-inga, en þeir eru að helja nám við Háskóla fslands. Alfreð sem verið hefur burðarás KA-liðsins og nú þegar leikið sex landsleiki fyrir íslands hönd, auk sex landsleikja 21 árs, verður örugglega tromp KR-inga næsta keppnistímabil ásamt Áma er vakið hefur athygli fyrir snjallan leik á línunni og skorað mörg góð mörk fyrir Þórsara. Frá því í vor hafa öll 1. deildar félögin reynt að fá Alfreð og Árna í sínar raðir og það sem réði mestu um ákvörðun þeirra félaga er frábær þjálfari næsta keppnistímabil, góð æfinga- aðstaða og staðsetning KR- svæðisins miðað við skóla- sókn og búsetu. Hilmar Bjömsson, einn þekktasti og besti þjálfari okkar fslend- inga undanfarin ár, verður með KR-liðið næsta vetur, en árangur hans með Valslið- ið hefur verið einstakur. Íþróttasíðan óskar hinum nýbökuðu KR-ingum góðs gengis með sínum nýju félög- um og velfamaðar í starfi. J|? Alfreð og Arni. Eigum við tvö lið í 1. deild að ári? Ekki er hægt að segja að knatt- spyrnulið yngri flokkanna hafi verið aðgerðarlaus þann tíma sem íþróttasíðan var í sumar- fru. Nú Iiggja fyrir úrslit Norð- urlandsriðils í fslandsmóti auk þess sem leikið hefur verið í Norðurlandsmóti í fjórða og fimmta flokki ásamt Akureyr- armóti, sem er langt komið. í 5. flokki vann Þór sér rétt til úrslita í íslandsmóti, hlaut 8 stig, vann alla sína leiki og held- ur til úrslita í Reykjavík um miðjan ágúst, en KÁ var í öðru sæti með 6 stig. 4. flokkur Þórs fer einnig í úrslit sem háð verða í Kópa- vogi um sama leyti. Þórsarar hlutu 8 stig og KA 5 stig og varð í öðru sæti í riðlinum. f 3. flokki vom úrslit ekki ráðin fyrr en á síðustu stundu. Siglfirðingar og Þórsarar urðu jafnir að stigum og samkvæmt nýjum reglum réði markatala úrslitum og komst þá Þórsliðið í úrslit á hagstæðari markatölu, en leikið verður hér á Akureyri um íslandsmeistaratitilinn. Þetta er nú annað árið í röð sem Þórsarar komast í úrslit í öllum yngri flokkunum og er það frábær árangur. Norðurlandsmót var haldið í Qórða og fimmta flokki og voru leiknar tvær umferðir, á Sauð- árkróki og hér á Akureyri. í 4. flokki sigraði KA, hlaut Norð- urlandsmeistaratitil eftir að hafa unnið alla andstæðinga sína og í 5. flokki varð Þór Norðurlandsmeistari. Það setti svip sinn á mótið að lið frá Siglufirði og Sauðárkróki mættu ekki til leiks á Akureyri sökum mistaka eða skipulags- leysis framkvæmdaraðila móts- ins. Akureyrarmótið erlangt kom ið. f 3. flokki sigraði KA, bæði A- og B-lið. í 4. flokki vann A- lið Þórs, en B-lið KA og Þórs þurfa að leika aukaleik í þeim flokki. í 5. flokki sigraði A-, B- og C-lið Þórs. Seinni umferðin er eftir í 6. flokki og verður sennilega leikin um miðjan ágúst. Eftir að leiknar hafa verið ellefu umferðir í 2. deildinni halda Akureyrarfélögin, KA og Þór, forustu sinni með þriggja stiga forskot á næsta lið. Möguleik- arnir á því að bæði liðin færist upp í 1. deild eru góðir, ef liðin halda sínu striki, því í seinni umferðinni eiga þau eftir að leika við helstu keppinauta sína á heimavelli, þar sem sigur- möguleikar eru mun meiri. Um næstu helgi leikur KA hér heima gegn Haukum á föstu- dagskvöldið, en Þór leikur við Ármann í Reykjavík daginn áður. Næstu þrír leikir hjá félögun- um hafa mikið að segja, auk leiksins við Ármann á Þór leik gegn Völsungi og Selfossi, sem eru í neðri hluta deildarinnar. KA á hins vegar að leika við Fylki og ísafjörð. Með sigri í næstu leikjum geta liðin náð verulegu forskoti, sem ætti að nægja þeim til að flytjast upp í 1. deild. STAÐAN í 2. DEILD. Staðan í 2. deild er nú þannig: KA 11 leikir 35-9 17 stig Þór 11 leikir 25-9 17 stig Haukar 11 leikir 22-20 14 stig fsafjörður 10 leikir 22-18 12 stig Fylkir 11 leikir 20-12 11 stig Þróttur N. 11 leikir 15-19 11 stig Völsungur 10 leikir 11-15 8 stig Ármann 11 leikir 19-27 8 stig Selfoss 10 leikir 16-26 6 stig Austri 12 leikir 13-41 4 stig - JÚNÍ - JÚNÍ - JÚNÍ - JÚNÍ - JÚNI - JÚNÍ - JÚNÍ - JÚNÍ - JÚNI - JÚNÍ - íþróttamaður mánaðarins: SIGURRÓS KARLSDÓTTIR Eins og fram hefur komið var það Sigurrós Karlsdóttir sem valin var íþróttamaður júnímánaðar. Fólki er eflaust í fersku minni frábær frammistaða hennar á nýafstöðnum Olympíuleikum fatlaðra í Hollandi nú fyrir skömmu. Þar setti Sigurrós heimsmet og að sjálf- sögðu Olympíumet í 50 metra bringusundi. Geri aðrir betur! Sigurrós er fyrsti kvenmaðurinn er titil íþrótta- síðunnar hlýtur og virðist sem júnímánuður sé kven- þjóðinni hliðhollur. Á meðfylgjandi mynd má sjá er Sigurrós tekur við skóm úr hendi Sigbjarnar Gunnarssonar eiganda Sport- hússins á Akureyri, sem eins og áður veitir skó sem viðurkenningu til handa íþróttamanni mánaðarins. Til hamingju Sigurrós! I'SLENDINGUR - SPORTHÚSIÐ 6 - ISLENDINGUR

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.