Íslendingur


Íslendingur - 07.08.1980, Blaðsíða 4

Íslendingur - 07.08.1980, Blaðsíða 4
Útgefandi: Ritstjóri og ábm.: Auglýsingastjóri: Gjaidkeri: Dreifingarstjóri: Ritstjórn, simi: Auglýsingar, sími: Áskriftargjaid: Lausasala: Auglýsingaveró: Prentun: íslendingur hf. Kristinn G. Jóhannsson Guóiaug Siguróardóttir Ottó Pálsson Sigurlína Sigurgeirsdóttir 21501 21500 kr. 3000 á ársfjóróungi kr. 250 eintakió kr. 2400 dálksm. Prentsmiója Björns Jónssonar Af fólki, fisk Yfirbragð ríkisstjórnarinnar er deyfðarlegt Sérhver ríkisstjórn hefur sitt upplit og yfirbragð. Það kemur snemma í Ijós, hvers af henni sé að vænta, - hvort búast megi við því að hún reyni að takast á við erfiðleik- ana eða láti danka frá degi til dags öllum til óþurftar og ama. Sú ríkisstjórn, sem nú situr, hefur þá sérstöðu, að ýmsir bundu við hana miklar vonir í upphafi. Einkum Framsóknarmenn og kommúnistar, sem þóttust nú hafa töglin og hagldirnar í stjórn landsins og m.a. komst Ólafur Ragnar Grímsson svo að orði, að þessi stjórnar- myndun væri mesti kosningasigur vinstri manna á öld- inni, eins og allt var í pottinn búið. Svipað er af krötum að segja. Hin síðustu misserin hefur það verið þeirra eftirlætisiðja að fiska í gruggugu vatni og þeir hugðu sér því gott til glóðarinnar. Á hinn bóginn skiptust Sjálfstæðismenn nokkuð ítvö horn. Sumir vildu ekki trúa því, að Gunnar Thoroddsen gripi til þvílíkra aðgerða nema hann hefði nokkratrygg- ingu fyrir því, að ríkisstjórnin sýndi röggsemi í barátt- unni við verðbólguna og gerði tilraunir til að koma niðurtalningunni af stað, - að menn yrðu að minnsta kosti viðleitninnar varir, sem ætti að réttlæta fráhvarf þessa elzta þingmanns Sjálfstæðisflokksins frá sínum fyrri félögum. Reynslan hefur orðið ótvíræð um það, hvers eðlis þessi ríkisstjórn er. Það var fyrst nú á miðju sumri sem nefnd var skipuð til þess að gera tillögur um það, hvernig niðurtalningunni skyldi hagað og hefur hún enn ekki lokið störfum. Á sama tíma hefur efnahagsvandinn magnast, verðbólgan færist í aukana og áberandi upp- gjafar er farið að gæta í röðum þeirra, sem ábyrgð bera á rekstri atvinnufyrirtækja. Kostnaðarhækkanirnar eru langt umfram mögulega tekjuaukningu, gengisskrán- ingin er tilviljanakennd og röng og þess sjást æ fleiri dæmi, að menn sitja ekki lengur við sama borð um fyrir- greiðslu og starfsskilyrði. Glöggt er dæmið af bændastéttinni. Sennilega hefur ríkisstjórnin hvergi átt jafnmiklu fylgi að fagna fyrst í stað eins og í röðum hennar. Nú gætir þar vaxandi tor- tryggni, svo að landbúnaðarráðherra fór nýlega mikla sneypuför á fund eyfirzkra bænda, enda Ijóst af afstöðu Stefáns Valgeirssonar að fóðurbætisskatturinn styðst ekki við þingmeirihluta nema þá með stuðningi Alþýðu- flokksins. Á þessum punkti í fóðurbætisskattinum mæt- ast Dagblaðið, Alþýðuflokkurinn og ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen í landbúnaðarmálum, en til að mynda eyfirskir bændur fá að blæða, af því að þeirtóku kvóta- kerfið alvarlega og höfðu þegar gert ráðstafanirtil fram- leiðsluminnkunar, þegar fóðurbætisskatturinn var lagð- ur á. Síðast en ekki sízt eiga launþegar nú um sárt að binda. Þeir finna, að Guðmundur J. Guðmundsson og félagar hans í ASÍ meintu ekkert með slagorðunum um samn- ingana í gildi, enda er kjaraskerðingin nú orðin áþreifan- lega miklu meiri en í tíð ríkisstjórnar Geirs Hallgríms- sonar og atvinnuástand ólíkt verra, svo að þar verður engum samjöfnuði við komið. Þegar á allt er litið dylst fáum nú orðið að yfirbragð þessarar hinnar síðustu vinstri stjórnar er værðarlegt og deyfðarlegt. Þess vegna er nú að vakna skilningur fyrir nauðsyn stjórnarstefnu af allt öðru tagi. Menn vilja að tekist sé á við erfiðléikaana, að landinu sé stjórnað af festu og heiðarleika. H.BI. Júlíus dittar að sínu. Ljósmyndir: Svavar B. Magnússon. Vilmundur með ungum íþróttamnnnum. framkvæmd I Ólafsfirði í blíðunni á dögunum rölti blm. um Ólafsfjarðarkaupstað að hor lífið og fólkið að spóka sig oc eru þær myndir sem línum þes teknar á förnum vegi 4 - ÍSLENDINGUR

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.