Íslendingur


Íslendingur - 10.11.1983, Blaðsíða 2

Íslendingur - 10.11.1983, Blaðsíða 2
2 2stewlroaur FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1983 Lífeyrissjóður málm- og skipasmiða auglýsir Þeir sjóösfélagar er fengið hafa verötryggö lán úr sjóðnum á undanförnum árum, er hér með gefinn kostur á að fjölga árlegum gjalddögum. Þeir sem óska eftir þessari breytingu þurfa að hafa samband við skrifstofu sjóðsins í síma 91-83011. AKUREYRÁRBÆR AUGLÝSIR Frá 7. nóvember hættu strætis- vagnar Akureyrar akstri að Fjórð- ungssjúkrahúsi Akureyrar, en ekið verður að aðkeyrslu sjúkrahússins úr Þórunnarstræti á sömu tímum og áður. Bændur athugið Sauðfjárslátrun verður miðviku- daginn 16. nóv. næstkomandi. Slaturhús KSÞ, Svalbarðseyri. Kjörmarkaður KEA Auglysir: TILBOÐ á vörum frá K. Jónsson og Co. hf. Leyft verð Okkar verð Grænar baunir 1/4 dós 16.00 11.55 Maískorn 1/4 dós 29.35 21.10 ítölsk grænmetisblanda 23.85 17.20 ,1/4 dós Rauðkál 1/4 dós 25.75 16.50 Það er ekki tilviljun að Hrísalundur verður fyrir valinu þegar versla þarf hagstætt. Kjörmarkaður KEA Hrísalundi Einbýlishúsabyggð í Glæsibæjarhreppi: „Ekki túnabært mál“ „Um leið og ég undirstrika það, að bæjarstjórnin hefur ekki tekið afstöðu i málinu, þá verð ég að segja það, að mér finnst þetta ekki tímabært,“ sagði Helgi M. Bergs, bæjarstjóri i samtali við íslending um hugmynd manna í Glæsibæjarhreppi um að reisa 30 einbýlishúsa byggð rétt við bæjar- mörk Akureyrar. Islendingur skýrði frá þessu í síðasta blaði og fundi í sam- starfsnefnd sveitarfélaga á svæðinu um skipulagsmál, þar sem um þetta mál var fjallað. Sams konar vilji var á ferðinni fyrir þremur árum í Glæsibæjar- hreppi, en þá hafnaði Skipulags- stjóri ríkisins þessari málaleitan. I þessari umferð hefur skipu- lagsstjóri ríkis leitað umsagnar samstarfsnefndarinnar og verði hún neikvæð má búast við, að málið komi til kasta Alexanders Stefánssonar, sveitarstjórna- málaráðherra. „Ég þykist hafa ýmis rök gegn þessu máli,“ sagði Helgi M. Bergs „og ég vil númer eitt benda á það, að hér sunnan Kvennafundur Jafnréttishreyfingin á Akureyri efnir til fyrsta fundar vetrarins á fimmtudagskvöld kl. 20.30 og er hann öllum opinn. Hann verður í Gildaskála Hótels KEA. Aðalefni fundarins er: Konur í bæjarstjórn. Konur í bæjarstjórn Akur- eyrar flytja stuttar framsögu- ræður úm reynslu sína af störf- um í bæjarstjórn og þýðingu þess, að konur taki þátt í sveit- arstjórnarmálum og stjórnmál- um almennt. Á eltir Iramsöguræðum verða leyfðar fyrirspurnir. línunnar er þegar til skipulögð íbúðabyggð, þar sem búið er að leggja götur, holræsi, vatns- veitu, rafveitu, hitaveitu o.s.frv.“ „Mér sýnist þetta hreinlega þjóðhagslega óhagkvæmt, því við erum tilbúnir til þess að taka við þessu fólki, þarna er allt tilbúið. Þetta yrði óþarfa fjár- festing," sagði bæjarstjóri. En hann bætti því jafnframt við, að sveitarfélögin hér í nágrenninu sæktu margvísiega i þjónustu til Akureyrar, sem Akureyrarbær veitir með sínum stofnunum. „Þátttaka sveitar- félaganna hefur hins vegar ekki verið í samræmi við þá þjónustu, sem þau hafa fengið,“ sagði Helgi. Slippstöðin vinnur að nýmæli: Meltubúnaði komið fyrir í Kambaröst í Slippstöðinni hér á Akur- eyri er verið að setja upp meltubúnað í Kambaröst og verður skipið hið fyrsta sinnar tegundar, sem þannig er búið til vinnslu af þessu tæi um borö. Gert er ráö fyrir, aö þessu verki ljúki fyrir lok vikunnar. Meltubúnaður þessi vinn- ur úr slógi og ruslfiski um borð. Hugmyndin er, að togarar komi þannig meö nieltuna aö landi'þar sem lýsið veröi skiliö frá í verksmiðjunum, eima dálítið af vatninu úr meltunni og fá fram meltu- þykknið svokallaöa, sem síð- an er blandaö í grasköggla eöa notað beint í loödýra- fóður. Þetta er talið geta orðið þýöingarmikið með minnk- andi afia, þótt verömætið sé ekki eins mikið og í fiskin- um sjálfum, heldur einnig hitt að skaffa vaxandi bú- grein, loðdýraræktinni, fóð- ur. Laufabrauð - Laufabrauð Erum farin ab taka niður pantanir í okkar vinsæla iaufabraub Brauðgerð KEA sími 21400. Vinsamlegast greiðið happdrætt- ismiða Sjálfstæðisflokksins á skrif- stofu flokksins í Kaupangi opið frá kl. 9-7 daglega.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.