Íslendingur


Íslendingur - 10.11.1983, Side 5

Íslendingur - 10.11.1983, Side 5
FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1983 2$lcttdin0ur 5 a að byggja bæði ■iðiufyrirtæki“ framkvæmdum, eins og kostur er. Á hinn bóginn er á það að líta, að það eru erfiðleikar í þjóðfélaginu og líka það, að ríkisstjórnin stefnir að því að draga saman seglin í ríkis- búskapnum, minnka það, sem tekið er af þjóðartekjum til ríkisins og skilja meiri Qár- muni eftir hjá fólkinu. Allt gerir þetta að verkum, að það er erfitt að framfylgja slíkri stefnu. Ég geri þó ráð fyrir því, að það verði reynt eftir þvísem mögulegt er, að hafa hliðsjón af atvinnuástandinu í fjárveit- ingum til einstakra fram- kvæmda. Þannig, að það gætu hug- sanlega breytzt tölur vegna þessa í fjárlagafrumvarpinu? ,,Það eru nú ekki nema örfáar tölur, sem eru í frum- varpinu núna, og snerta bein- línis Norðurland eystra og framkvæmdir þar. Það skiptir mestu máli hvernig það fé skiptist, sem á að verja til byggingar grunnskóla, hafna o.s.frv. Og ég vona, að það náist um það samstaða hjá íjárveitinganefnd og Alþingi, að haga þannig fjárveitingum, að það verði tekið tillit til atvinnuástands. En svo við víkjum að öðru. Nú er víst, að einhver bið verður eftir álveri, og ekki lítur alltof vel út með trjákvoðu- verksmiðjuna á Húsavík. Hvað kæmi til greina til að efla atvinnulíf íkjördæminu annað en þetta, ef þetta bæði tefst og jafnvel bregzt? „Ég held, að kjarnapunktur- inn í því, þegar menn eru að ræða um stóriðju, og hafi raunar aldrei verið ljósari en nú, en hann er sá, að við íslendingar getum ekki tekið mikla áhættu með því að byggja bæði raforkufyrirtæki og líka stóriðjufyrirtæki. Erlend skuldastaða okkar er svo tæp, að við getum ekki, að mínu viti, undir neinum kring- umstæðum tekið slíka áhættu. Ég held, að það hafi aldrei verið Ijósara en nú. Þess vegna er það höfuðatriði, að það finnist aðilar, sem hafi áhuga á að fjárfesta í stóriðju, sem við getum samið við um sölu á okkar orku til á því verði, sem við þurfum að selja hana á. Það hefur orðið mikil um- ræða um orkuverð undanfarið og ég hef ekki við það að bæta, en að sjálfsögðu þurfum við að fá það verð fyrir orkuna, sem kostar okkur að framleiða hana. Við höfum að vísu margt, sem aðrir geta ekki boðið í sambandi við orku. Viðgetumt.d. boðið langtíma- samninga um sölu á orku, þó með fyrirvörum um breytingar á verði eftir því, sem orkuverð breytist o.s.frv. Það er líka mjög mikið um það, að þó að orka sé seld á tiltölulega lágu verði til ýmissa stóriðjuvera nú umhverfis okkur, þá liggur ekki á lausu ný viðbótarorka á því verði. Þannig, að sú umræða, sem farið hefur fram um það hvort við séum sam- keppnishæfir í orkusölu, finnst mér ekki vera nægilega mark- viss.“ En ef við lítum á trjákvoðu- verksmiðjuna og þau 17,5 mills fyrir orkuna, sem kana- díska ráðgjafafyrirtækið fékk fyrirmæli um að vinna eftir, sem er verð undir framleiðslu- kostnaði að auki, hefurðu trú á því, að við fáum erlent fyrir- tæki með í þetta? „Við í stóriðjunefnd höf- um, í samráði við þá, sem hafa gert þessa hagkvæmniathugun (þ.e. Ekono og skrifstofu Édgars Guðmundssonar Ráð- gjöf og hönnun sf.) skrifað og sett okkur í samband við þá, sem þeir telja, að fyrst og fremst komi til greina að vilji leggja fé í slíkt fyrirtæki. Á þessari stundu get ég ekki sagt um það hvernig undirtektir verða, en þetta er semsagt þegar í athugun, og það hefur verið haft samband við þessa aðilja þegar í stað.“ Hafa svör borizt enn? „Nei, það hafa ekki borizt svör.“ Nú hafa fróðir menn sagt við mig, að þessi leit sé von- laus og nánast sýndarmennska? „Ég tel slíkt tal út í hött. Fyrst verðum við að láta á það reyna hvort þetta er hægt. Ég segi alveg eins og er: Treysta menn sér þá, ef það finnst enginn aðili í heiminum, sem þekkir þessa starfsemi, treýsta menn sér þá í þeirri stöðu, sem við erum í íslendingar, að leggja í slíka áhættu? miðjan kannski iu ennþá“ heiminum í dag, að við höfum ekki fundið neinn sérstakan iðjukost, sem er virkilega vænlegur eins og er, en ég held, (iuðmundur Bjarnason að við megum ekki vera svona svartsýnir, að það rætist ekki úr með það. En það kann hins vegar að verða til þess, að þessi trjá- kvoðuverksmiðja sé ekki hugsanleg inni í dæminu eins og sakir standa einmitt vegna þess hvernig ástandið er, og við gætum þurft að bíða of lengi, og ef til vill lengur en við höfum efni á að bíða. En þá er það spurningin hvaða aðrar leiðir við höfum.“ Er þér kunnugt um, að það sé verið að leita einhverra sér- stakra annarra leiðaístaðtrjá- kvoðunnar? „Mér er nú ekki kunnugt um það. Það hefur að vísu verið talað þarna talsvert um vatnsútflutning. Sú hugmynd hefur líka verið skoðuð um árabil á Sauðárkróki og ég tel að sjálfsögðu mjög gott og athyglisvert, ef þetta væri hægt, en það hefur heldurekki verið inni í myndinni núna, og stóriðjukostirnir, sem hafa verið í athugun t.d. í iðnaðar- ráðuneytinu hafa verið svip- uðu marki brenndir, að eins og er stendur enginn einn upp úr.“ Nú eru hugsanlegar stór- felldar uppsagnir á fólki hjá Slippstöðinni. Hvað er til ráða? „Ég geri mér fullagrein fyrir því, að þar er um gífurlegan vanda að ræða, og einmitt vandi skipasmíðaiðnaðarins í heild sinni fylgir þeim vandá, sem við er að glíma í sjávar- útveginum. Því miður tel égað staðan sé svo eins og er, að við höfum ekki möguleika á því að stækka fiskiskipaflotann, en við verðum auðvitað að við- halda honum og þá á ég fyrst og fremst við viðgerðarverk- efni og síðan kemur endur- nýjunin, sem ég tel eðlilega og nauðsynlega. Þannig verðum við að halda þessum iðnaði einhvern veginn gangandi til þess að hann leggist ekki út af, og við stöndum svo frammi fyrir því, þegar verkefnin kalla á, að þá séu skipasmíðastöðv- arnar okkar ekki tilbúnar til þess að sinna því hlutverki.“ Ertu fylgjandi því eða and- vígur, að nýsmíðar verði stöðv- aðar í 2 ár? „Ég tel, að það sé rétt stefna hjá ríkisstjórninni, að fiski- skipastóllinn sé nú svo stór, að við hann sé ekki eðlilegt að bæta og þá getum við hvorki flutt inn skip né heldursmíðað skip nema fyrir þau sem úreldast eða helast úr lestinni." íslendingur tekur þrjá þingmenn tali Stopp á nýsmíði ávísun á innflutning í framtíð - segir Steingrímur J. Sigfússon, alþingismaður „Brýnustu vandamálin i Norð- urlandi eystra eru sjávarút- vegsmálin, og þá má náttúr- lega bæði taka veiðarnar, vinnsluna og svo skipasmíða- iðnaðinn eða þjónustuiðnað- inn við sjávarútveginn. Það kreppir að honum, ef það kreppir að sjávarútveginum, bæði Slippstöðinni og þvi mikla hlutverki, sem hún gegnir á Akureyri og svo hjá smærri aðiljum, sem hafa verið að þjónusta bátana," sagði Steingrímur J. Sigfússon, al- þingismaður við fslending. „Þetta er allt á sömu spýt- unni." En hvað með aðra þætti atvinnumála, s.s. hugsanlegt álver og trjákvoðuverksmiðju á Húsavík, sem margir telja ekki hagkvæmt fyrirtæki? „Já, ég náttúrlega harma það. ef þaö reynist ekki vera arðbært fyrirtæki. Ég hafði að vísu mína fyrirvara um þessa trjákvoðuverksmiðju, þangað til maður sæi framan í þær áætlanir, sem þar væru lagðar til grundvallar, m.a. um meng- unarvarnir, því þetta er iðnað- ur, scm hefur á sér heldur illt orð hvað varðar mengun. Ég hef skoðað þessar frum- kannanir, sem gerðar voru, og þessar áætlanir frá finnska fyrirtækinu og mér leizt nokk- uð vel á þær. En maður horfir ekki framhjá hinu, að hér er um óhemju dýra leið til þess að skapa störf að ræða. Mér telst svo til, að það muni kosta um 55 milljónir króna að skapa hvert starfstækifæri í trjá- kvoðuverksmiðjunni. Og ef maður lítur svo hins vegar til almenns iðnaðar þá má vel duga með hálfa til eina milljón á bak viö hvern mann. Þannig erum við kannski með um fimmtúgfaldan kostn- að á bak við hvert starfstæki- færi.“ En hvað telur þú helzt til ráða í ljósi yfirvofandi upp- sagna nianna á Dalvík, Akur- eyri, Húsavík ogjafnvel víðar? IVlunt þú kannski beita þérsér- staklega fyrir einhverjum að- gerðum fyrir Norðurland eystra? „Já, maður náttúrlega reyn- ir það, en svigrúm manns er ákaflega lítið og takmarkast náttúrlega af því, aö Ijárveit- ingavaldið verður án efa mjög stíft gagnvart öllum hreyting- um á þessu fjárlagafrum- varpi." Hvaða hugmyndir myndir þú leggja fram? „Ég hef lagt á það áherzlu. að þegar svona stendur á, að þá eigi að reyna að halda uppi sem mest óskertum fram- kvæmdum hins opinbera. Þær eru auðvitað stór liður í at- vinnuuppbyggingunni. Ef við tökum byggingariðnaðinn til dæmis, þá held ég að við hefðum átt að halda áfram á fullu skriði með Verkmennta- skólann og Oeiri slíkar fram- kvæmdir. Þó að það sé erfitt í ári núna, þá eykur það bara enn á vandann, ef ríkið dregur mjög saman um leið og aðrir aðilar gera það. Steingrímur J. Sigfússon Hvað varðar Slippstöðina, þá er ég alfarið á móti því að stöðva nýsmíðar. Ég held, að við ver.ðum að vinda okkur í þaö verkefni fyrr en seinna að iára að endurnýja fiskiskipa- llotann. Það er óháð umræð- um og vangaveltum um stærð llotans. Ég er einfaldlega að tala um það að við höldum fiskiskipaflotanum íveiðihæfu ástandi." En segjum seni svo, að það verði niðurstaða skipasmíða- nefndarinnar að það verði engar nýsmíðar næstu tvö árin? „Ég myndi harma það mjög (eins og nafni minn orðar það), ef það verður niður- staðan, því það er í fyrst lagi ávísun á innflutning í framtíð- inni, því þcgar stíflan springur og kannski 10-20 skip verða óútgerðarhæf á árinu, þá ráða íslenzkar skipasmíðastöðvar ekki við þau. Þau hafa ekki yfir þeim afköstum að ráða, sem til þess þarf að halda þá í horfinu, ef svo fer, að við stoppum alveg nýsmíðar í einhver ár. Þannig þarf að byrja á þessu verkefni nú þegar og raunar má auka afkasta- getu íslenzkra skipasmíða- stöðva um allt að helming bara til þess að þær haldi í horfinu

x

Íslendingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.