Íslendingur


Íslendingur - 24.05.1984, Blaðsíða 4

Íslendingur - 24.05.1984, Blaðsíða 4
Íslcnáinöur FIMMTUDAGUR 24. MAI" 1984 kmdsttftttr Utgefandi: Ritstjóri: Auglýsingastjári • Ritstjórn, sími: Auglvsingar, simi: Askriftargjald: Lausasala: Auglýsingaverð: Pmntun: íslendinour M. GuðmurtdurHeíðar FVimannsson Kristín Ottesen 21501 21500 kr. I30áársfjóróungí kr. lOeintakío kr. 140 dálksm. Teeknideild islendings og Dagsprent Lífefnaiðnaður - Iðnaðaruppbygging Ad undanfömu hafa faríö fram nokkuð ítarlegar um- ræður um möguleika íslendinga til þess að auka verulega framleiðslu úr lífrænum hráefnum, sem eru til staðar en hafa verið vannýtt. Miklir möguleikar vírðast fólgnir í slíkum íðnaðí bæðí til innanlandsnotkunar og sem útflutningsverðmæti. Þaö er Ijóst að nú á næstunni þarf að efla verulega þær rannsóknir sem nauðsynlegar tefjast til þess að meta raunverulegan grundvöll slíks iðnaðar hérlendis og samkeppnismöguleika hans á eriendum vettvangi. Þær þjóðir sem nú þegar standa að þessum máfum og hafa náð umtalsverðum árangri horfa að sjáffsögðu til þessara sömu markaða, svo hér er um mjög samkeppnisharða atvinnugrein að ræða. En ef raun- verulega er hægt að auka nýtní þess hráefnis, sem við höfurn til umráða og tengja slíkt nýjum framleíðslu- möguleikum, þá ætti slík verðmætasköpun að geta orðið stoð í mótum nýrra atvinnugreína, en þeirra þörfnumst við. Rannsóknir á þessu sviöi eru brýnarog nauðsyn- legt að ákveðið skipulag komist á þau mál. Margar ólíkar stofnanir hafa sinnt þessum málum nokkuð, en altt markvisst skipulag og fjármagn vantar. Stærð þessa verkefnis er slík að Ijóst má vera að lítið sem ekkert verður unnið án þátttöku ríkisins. Enda þótt margar þeirra stofnana sem til eru í dag gætu hugsan- lega sinnt þessu verkefni með viðbótar fjármagni, þá vaknar sú spurning hvort ekki sé eðlilegt að hér yrði um nýtt og sjálfstætt verkefni að ræða, sem þó að sjálfsögðu tengdist Háskóla íslands hvað varðar rann- sóknir á þessu sviði. Hugmyndír hafa vaknað þess efnís að ekki þyrfti'endiiega að vinna rannsóknarstörf á sviði lífrðnaðar í nánasta umhverfi Háskóla íslands heldur að hér væri tækifæri til þess að skapa nýja starfsemi í öðrum landshluta tú. hér á Eyjafjarðar- svæðinu. Bæjarstjórn Akureyrar hefur nú ákveöið að skipa starfshóp til þess að gera athuganir á möguleikum lífefnaiðnaðar hér á Akureyri. Þessi hugmynd er fram- komin í framhaldi af frumvarpi sem nú Hggur fyrir Alþingi þess efnis að stofnsett verði á Akureyri rann- sóknarstofa lífefnaiðnaðarins. Það er tímabært að þessi mál verðí tekin ákveðnari tökum, þeir möguleikar skoðaðir sem álítlegastir eru og gerö áætlun um þau atriði er raunhæfust teljast A vegum Fjórðungssambands Norðlendinga staríar íðnráðgjafi, á vegum Iðnþróunarfélags Eyjafjaröar er unnið aö nýjum iðnaðarmöguleíkum á þessu svæði og iðnaðarráöherra hefur ákveðið að stofna iðnaðar- miöstöð hér á Akureyri. Nauðsynlegt er að að hér komist á skípuieg verkefnaskipan þanníg að markvist og skipulega se unniö að iðnaðarmáfum á þessu svæði svo ekki verðí uppi sú staða að hver sé að gerð grautar í sínu horni. Fjármagn það sem ríkí, sveitar- félög og aörir leggja í iðnþróun á að skila sér margfalt tif baka ef rétt er að málum staðið. Markmiðið hlýtur að vera að fjölga atvinnutækífærum í iðnaöi og aö stefna markvisst að því að hér skapist hærri hlutdeild iönaðar í ársverkum, sem jafnframt gefi hærri meðaltekjur t iðnaðí en fram tíl þessa. Þessum markmiðum má ná með ýmsu móti og þótt hér hafi verið bent á nauðsyn þess að fjármagn fáist til rannsóknarstarfa og nauó- synlegra frumkvöðlavinni á sviði iðnaðar, þá er jafn- framt unnið við þeirri stefnu að uppbygging íðnaðar og annara atvinnugreina geti ekki átt sér stað nema með þátttöku opmberra aðifa eða fjársterkra félaga- samsteypu. Nýfeg skoðanakönnun Hagvangs bendir til hins gagnstæða, því vilji þátttakenda í þeirri skoðana- könnun var greinilega sá, að atvinnurekstur ættí að vera í höndum einstaklínga og samtaka þeirra í stað þeirrar ríkisforsjár sem margir tefja svo nauðsynlega. Og eiginkona Cesar var hafin yfir efasemdir Síðasti Norðangarri fór að von- um nokkuð fyrir brjóstið á stjörnuliði KEA og framsóknar. Að vonum, því að tilgangurinn með greininni var að sjálfsögðu sá, að fá að sjá viðbrögð þeirra sem deilt var á. Norðangarra varð þó ekki að þeirri ósk sinni, því eingöngu hinir minm' spá- menn létu frá sér heyra. Er það skaði, en ekki óbætanlegur. A síðum þessa blaðs hefur á undanförnum ánini birtst ótölu- iegur fjöldi frétta og greina þar sem nokkurrar gagnrýni á KEA hefur gætt. Fjöldi þessara greina verður sérstaklega áber- andi ef borið er saman við blað það er Framsóknarfélögin hér í sýslunni gefa út boðskap sínum til áréttingar. Segja verður, að sú útgáfa hafi í raun gert ís- lendingi erfitt fyrir, þar sem vegna þagnar framsóknarblaðs- ius, hefur blaðið orðið að taka að sér rödd hrópandans í eyði- mörkinni, hvað KEA varðar. í greinum þeim sem ritaðar hafa verið vegna umfjöllunar Norðangarra um nýyrðið „kaupfélagslegur" gætir nokk- urrar beiskju í garð íslendings. Fyrst skaust fram félagi Norðangarra austlægrar ættar. Ekki fór mikið fyrír málefnaleg- um málflutningi úr þeirri átt frekar en fyrri daginn. Enda greinin augljóslega skrifuð af einhverjum leigupenna fram- sóknar, sem aldrei hefur látið sig henda að orða nafn KEA við hégóma. Öllu merkilegri, og ánægjuiegri, voru tilskrif fyrrum verkalýðsforingja, sem áður hafði skoðanir ættaðar að aust- aðar fyrningar og niðurfærslur. Hin „glæsilega" afkoma kaup- félagsins er því, að venju, „kaupfélagsleg", hálfsannleikur á mörkum lyginnar. Ásjónunni skildi hins vegar haldið hreinni, og svo er gagnrýnislausri frétta- mennsku fyrir að þakka, að þetta hefur lukkast. Annað atriði sem títtnefndur greinarhöfundur gerir að um- ræðuefni, er fjandskapur Norð- angarra í garð „bænda og búa- liðs". Rétt þykir að upplýsa, að hér veður höfundur í mikilli villu, Norðangarri telur þennan þjóðfélagshóp alls góðs mak- legan, honum beri það sem honum ber, en ekkert þar um- fram eða framyfir, frekar en öðrum. Greinarhöfundur telur, rang- lega, að eðlilegt sé að bændur njóti meginhluta þess „arðs" sem lagður var inn á jarðar- fararreikningana nú á þessu vori. Ranglega, vegna þess að samkvæmt samþykktum kaup- félagsins, er því óheimilt að greiða arð af viðskiptum sem til eru komin vegna atvinnurekstr- ar, en það gerir KEA í stórum Við þessu mátti búast, því það er nú einu sinni svo, að þegar skyldulið almættisins á í hlut, er gagnrýni ávalit af hinu illa, að því er virðist. Skylduliðinu hefur hins vegar lengi verið óljóst að heiðarleg gagnrýni, jafnvel þótt nafniaus sé, er oft til góðs. Tómasareðlið nær jú oft út yfii trúmálin, og er það vel. Spyrja má hvort sá skortur á sjálfsgagnrýni sem ríkt hefur í herbúðum framsóknar, hvaó KEA varðar, hafi verið til góðs Norðangarri er þeirrar skoðun- ar, að svo hafi ekki verið. Fá mannanna verk eru þess eðlis, að ekki megi gera betur, og KEA engin undantekning í því efni. En lítum nú aðeins nánar á ritsmíðar þær sem sprottið hafa vegna gagnrýni Norðan- garra i næst síðustu viku. an, en hefur nú gengið í eina sæng með framsókn og KEA. Grein þessi er fyrir margar sakir merkileg smíð, þar sem hún staðfestir sumt af því sem Norðangarri hafði verið svo ósvífinn að benda á að betur mætti fara varðandi stjórnun blessaðs kaupfélagsins okkar. Höfundinum finnst ósvinna hin mesta að Norðangarri skuli sjá ofsjónum yfir innleggingu í jarðarfararreikningana, sem er að vísu rangt hjá höfundinum, en umfjöllunarvert engu að síð- ur. Staðreyndin er nefnilega sú, að samkvæmt heimildum sem Norðangarri tekur trúanlegar, var hægðarieikur að haga upp- gjöri blessaðs kaupfélagsins þannig, að tap yrði á rekstrin- um. Koma þar til ýmsar ónot- sfíl, og gerist þar með brotlegt við eigin samþykktir. Ef haldið væri á málum í samræmi við samþykktir, myndu bændur, sem augljóslega verða að flokk- ast með öðrum atvinnurekend- iiiu, ekki hafa hærri grunn til arðsútreiknings en aðrir. Ein- föld staðreynd eins og þessi ætti öllum að vera Ijós, hafi þeir ekki stjörnur í augum, eða oftrú á ágæti KEA. Viðvörun Norðangarra, sem var vel meint, þess efnis að nái menn ekki stjörnunum úr aug- iiiiiiíii hvað afstöðuna til KEA varðar, verði nýyrðið „kaup- félagslegur" eilíft, er enn í fullu gildi, og hefur frekar sryrkst en hitt við tilskrif stjarnfræðing- anna ofannefndu. Norðangarri. Friðaruppeldi Nú þegar miklar umræður um friðarmál fara fram hér á landi, sem og annarsstaðar í heimin- um, teljum við okkur knúin til að taka þátt í þessum umræðum og reyna að rækta með börnum okkar skilning á mikilvægi þess að hægt sé að leysa vandamál án ofbeldis. Ofbeldis og stríðs- myndir eru orðnar skemmtiefni fólks og jafnvel barna og eru sist til að glæða skilning þeirra á friðarmálum. Á fundi Foreldra og kennara- félags Grunnskóla Svalbarðs- strandar, sem haldinn var 7. maí síðastliðinn, var samþykkt að beina þeim tilmælum til mynd- bandaleiga að þær fari í öllu eftir þeim lögum og reglum, sem í gildi eru um útlán á myndefni, sem ekki er við hæfi barna og unglinga, eða beinlínis talið mannskemmandi. Skorum við hér með á þá, sem löggæslu annast að sjá til þess að lögum þessum sé framfylgt. Foreldra og kennarafélag Grunn- skóla Svalbarðsstrandar. /J* <A sjállra okkar vegna!

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.