Íslendingur


Íslendingur - 21.02.1985, Qupperneq 1

Íslendingur - 21.02.1985, Qupperneq 1
7. TBL. 70. ÁRG. FIMMTUDAGUR 21. FEBRUAR 1985 AKUREYRI Uppsagnir kennara: Stefnir í mikið óefni Blaðinu hefur borist eftirfarandi samþykkt frá samstarfsnefnd framhaldsskóla á Norðurlandi: „Fundur í samstarfsnefnd framhaldsskólanna á Norður- landi, haldinn á Akureyri 12. febrúar 1985, tekur undir ályktun Skólameistarafélags ís- lands frá 8. þ.m. til ríkisstjómar íslands. í mikið óefni stefnir í skólum vegna uppsagna kenn- ara. Margt bendir til þess að framhaldsskólar landsins verði óstarfhæfir á næstu mánuðum. Vandi íslendinga í efnahags- og atvinnumálum verður ekki leyst- ur nema með bættri þekkingu og menntun á öllum sviðum. Það verður ekki nema með betri skólum og öflugri menntun. Til þess þarf hæfa og vel menntaða kennara. Þeir fást ekki til fram- búðar nema gegn sanngjömum launum. Samstarfsnefnd fram- haldsskólanna skorar því á stjómvöld að bæta úr því ófremdarástandi sem ríkir í kjaramálum kennara í landinu.” Útsvör lœkka í 10,4% Eins og dropi í hafíð, segir Sigurður J. Sigurðsson Meirihluti bæjarstjómar Akur- eyrar hefur komið sér saman um fjárhagsáætlun. Gengið var frá henni sl. þriðjudag til fyrri umræðu í bæjarstjórn. Hún var lögð fyrir bæjarráð í gær og fer fyrir bæjarstjóm nk. þriðjudag. Helstu nýmælin í þessari fjár- hagsáætlun em að álagningar- prósenta útsvars er lækkuð úr 10,6% í 10,4%. Það hefur gengið afar brösulega að koma áætluninni saman að sögn heimildar- manna íslendings. Ágreiningur var um ýmis áhersluatriði, en sérstaklega snérist hann um út- svarsprósentuna. Kvenna- framboðið og Alþýðubanda- lagið vildu hækka hana eða að minnsta kosti halda henni óbreyttri. En framsóknarmenn fengu því framgengt að hún var lækkuð um einn tíunda úr prósenti. Þegar tekist var á um þetta hrikti í samstarflnu, jafn- vel svo að við lá að það brysti. Þessi ágreiningur kom í veg fyrir það lengi vel, að hægt væri að taka ákvarðanir um ýmsa útgjaldaliði. „Þessi lækkun er eins og dropi í hafið og vegur engan veginn upp á móti þeirri hækkun, sem varð á fasteigna- gjöldum,” sagði Sigurður J. Sigurðsson, bæjarfulltrúi. Hann sagði að í fyrra hefðu sjálfstæðismenn lagt til að álagningarprósentan yrði 10,4%, svo að þessi tillaga væri ekkert nýnæmi fyrir sig. Þetta þýddi að bæjarsjóður tapaði um það bil tveimur milljónum í tekjum, sem skipti engu máli til eða frá hvorki fyrir bæjar- sjóð né gjaldendur. Þessi lækk- un væri hrein sýndarmennska. Hefúhundin öskudagsnuindering. -jósm. ber Wilhelm V. Steindórsson, hitaveitustjóri: Niðurgreiðslur rafhitunar grafa undan hitaveitum Skekkja alla verðmyndun, segir iðnaðarráðherra Eins og skýrt hefur verið frá hér í blaðinu, hefur rafveitustjóri Akureyrar skrifað iðnaðarráð- herra bréf og farið þess á leit við hann, að raforka til húshitunar á Akureyri verði greidd niður á sama hátt og á sölusvæði RARIK. íslendingur sneri sér til hitaveitustjóra og spurði hann, hvaða áhrif það hefði á rekstur Hitaveitu Akureyrar, ef iðnaðar- ráðherra samþykkti beiðni raf- veitustjóra. „Það er ljóst,” sagði Wilhelm V. Steindórsson hitaveitustjóri, „að ef af þessu verður, nær Hitaveita Akureyrar ekki þeim markaði, sem hún hefur stefnt að að ná. Ef veitan nær ekki þessum markaði, veröa færri Akureyringar til að axla byrðar Hitaveitunnar og orkuverð til þeirra verður hærra. Ég er þeirrar skoðunar, að þessi niðurgreiðslustefna ríkis- valdsins sé mjög slæm og hafi skapað gífurleg vandamál. Við skulum hafa í huga, að á íslandi eru 35 hitaveitur, og sennilega um 20 af þeim í miklum fjár- hagsvanda. Hjá flestum þessum veitum er vandinn m.a. af því, að þær hafa ekki náð þeim upphitunarmarkaði, sem reiknað hafði verið með í frum- áætlunum þeirra, og ástæðan er að meginhluta til sú, að niður- greiðslum hefur verið beitt til þeirra aðila, sem nota rafhitun. í upphaflegri áætlun H.A. var gert ráð fyrir, að allur bærinn tengdist veitunni og við það var dreifikerfi hennar miðað. Fjár- hagsáætlun miðast við, að Akur- eyri væri hituð með hitaveitu. Á grundvelli þessara áætlana tengdist hitaveitunni stór hluti þeirra íbúða, sem voru raf- hitaðar, en talsverður hluti hefur þó ekki enn tengst. Það hefur skapað þann vanda, að tekjur veitunnar hafa ekki orðið eins miklar og upphaflega var gert ráð fyrir. Af þeim ástæðum m.a. hefur orðið að hækka gjöld þeirra, sem tengst hafa veit- unni.” Einnig gat hitaveitustjóri þess, að dreifikerfi Hitaveitunnar hefði verið miðað við að öll hús í bænum yrðu tengd. „Af þeim sökum verður meiri kæling á heita vatninu til notenda en ella, og er þetta önnur aðalástæðan fyrir hitafalli vatnsins.” Sem dæmi má taka þriggja íbúða hús, þarsem eigandi einn- ar íbúðarinnar hefur lagt í kostnað við að breyta ofnakerfi og hefur tengst hitaveitu, en aðrir íbúar hússins halda raf- hitun. Heimæð viðkomandi húss er miðuð við, að allar íbúðir þess tengist Hitaveitunni, og er það sjálfgefið að hitafall þessarar heimæðar verður verulegt, þar sem forsendur hafa brugðist. Að sögn hitaveitustjóra má heim- færa þetta dæmi nánast upp á allt dreifikerfi bæjarins. „Það er alveg ljóst, að ef Gerðahverfi II kemur inn í dæmið sem og önnur hverfi og önnur rafhituð hús í bænum, þá mun verð á heitu vatni til þeirra, sem tengdir eru Hitaveitu Akur- eyrar í dag verða töluvert lægra en það er. Hvað varðar Gerðahverfi II, þá er það rétt, að í því hverfi hafa ekki verið lagðar hitaveitu- pípur. En allt aðliggjandi kerfi er við það miðað, að hverfið noti heitt vatn. Þannig er fyrirsjáan- legt að framkvæmdakostnaður við lagningu hitaveitu í þetta hverfi verður hlutfallslega mjög lágur. Forsenda þess, að hitaveita komi í Gerðahverfi II, er að allir íbúar hverfisins noti hitaveitu- hitun, eins og reglugerð H.A. gerir raunar ráð fyrir að allir Akureyringar geri. Það er út af fyrir sig mjög umdeilanlegt, hvort eðlilegt og sjálfsagt sé að greiða niður raf- orkuverð til húshitunar, en hitt er óviðunandi, að með niður- greiðslum á raforku sé verið að grafa undan rekstri hitaveitna um allt land, eins og nú tíðkast,” sagði hitaveitustjóri að lokum. „Ég er að vinna að því að kom- ast út úr niðurgreiðslufargan- inu,” sagði Sverrir Hermannsson iðnaðarráðherra í viðtali við fs- lending. „Niðurgreiðslurnar skekkja alla verðmyndun og eru gjörsamlega óviðunandi. Ég tala nú ekki um það, þegar rafveitur sækja um niðurgreiðslur á svæð- um, þar sem menn hafa með gífurlegum kostnaði séð fyrir heitu vatni. Slíkum beiðnum hlýt ég að taka með mikilli var- úð. í þessu tilfelli var það notaö sem rökstuðningur fyrir umsókn um niðurgreiðslur að ekki væri meira vatn fáanlegt hjá Hitaveit- unni, og í öðru lagi snerti þetta bæjarhluta, þar sem hitaveita yrði ekki lögð. Hafi þær forsend- ur breyst ber að taka tillit til þess." Ratsjármáiið: Mikill hiti í málinu „Því er ekki að neita að það skiptir nokkuð i tvö hom í þessu máli,” sagði Björgvin Þórodds- son, Garði, Þistilfirði, hrepps- nefndarmaður í Svalbarðshreppi, þegar hann var inntur eftir því hvort skoðanir væm mjög skiptar um byggingu radarstöðva á Langanesi. „Það er ekki hægt að segja að sú skipting sé algerlega eftir pólitískum línum.” Björgvin sagði að þessum und- irskriflum gegn radarstöð- inni hetði verið safnað með mjög miklum þrýstingi og þess vegna væri eklri hægt að taka fullt mark á þeim. Til dæmis hefðu oddvitar í Svalbarðs- hreppi og Sauðaneshreppi geng- ið á alla bæi til að safna undir- skriftum. Hann sagði að gengið hefði verið nokkuð fast eftir því að skrifað væri undir. Þegar hann sjálfur hefði neitað að skrifa undir hefði hann strax verið spurður: „Vilt þú heldur að bömin þín farist í kjarnorku- stríði en að þau komist inn á umráðasvæði Rússa?” Hann sagði það óviðkunnanlegt, þegar menn væru krafðir svara við svona spurningum að allri fjöl- skyldunni áheyrandi. „Það er mikill hiti í þessu á báða bóga," sagði Björgvin. „Þetta mál hefur valdið óánægju og illdeilum innan heimila og milli vina. Þetta er lítið samfélag hér, þar sem allir þekkjast og vita um pólitískar skoöanir hvers annars. Svona deilur verða ill- vígari hér en í þéttbýli. Björgvin sagði að Sverrir Haukur Gunnlaugsson, deildar- stjóri vamarmáladeildar utan- ríkisráðuneytisins, hefði haldið fund með hreppsnefndarmönn- um fyrir nokkru síðan og hefði þá enginn hreyft mótmælum. „Ég lít ekki á þessar stöðvar sem aukningu á vígbúnaði í heiminum. Þær eru fremur til að draga úr vopnaskaki, því að þær gera mögulegt friðsamlegt eftir- lit. Það er því alrangt að hér sé verið að bæta við vígbúnað í heiminum,” sagði Björgvin. GHF

x

Íslendingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.