Íslendingur


Íslendingur - 21.02.1985, Blaðsíða 4

Íslendingur - 21.02.1985, Blaðsíða 4
4 Leiðarljós í landbúnaði Þau versnandi kjðr, sem þjóðin hefur orðið að búa við siðastliðin ár, hafa orðið til þess að opinber afskipti af landbúnaðinum hafa saett mikilli gagnrýni og verið endur- metin. í kjölfar þeirrar endurskoðunar eru stjómmálaöflin i landinu nú að viðra hugmyndir sínar um helstu þætti landbúnaðarmálanna. Á vegum stjómarflokkanna tveggja staifar nefnd, sem hefur það hlutverk að endurskoða lög um Framleiðsluráð landbúnaðaríns. Þótt sú nefnd hafi ekki enn lokið störfum, hafa atríði, sem Sjálfstæðismenn hafa lagt áherslu á f nefhdinni veríð litillega til umfjöllunar í Uöðum. Þótt þessar almennu hugmyndir varpi nokkru Ijósi á þá landbúnaðarstefnu, sem nú er í mótun hjá Sjálfstæðis- flokknum, vantar um þær upplýsingar um nánari útfærslu, og er þvf erfitt að meta giidi þeirra á þessu stigi málsins. Stjómun landbúnaðarmála er viðkvæmt og vandmeð- farið verkefni, sem snertir hagsmuni allra landsntanna bæði til skemmri og lengri tíma. Það, sem hefur gert umræður um landbúnaðarmál á Islandi erfiðar og sársaukafullar, er sú staðreynd að ákveðin öfl í þéttbýli hafa rekið hatramman og oft á tiðum ómaklegan áróður gegn opinbenim afskiptum af landbúnaði. Þvf fer víðs fjarri að þessi vandamál séu bundin Íslandi einu. Um allan heim eru landbúnaðarmál með erfiðustu viðfangsefnum samtfmans, þótt þau séu næsta ólfk eftir heimshlutiun. Vanhæfni og getuieysí sovésks landbúnaðar eru sérkafii f landbúnaðarsögunni, og svo er einnig um landbúnað í mörgum hinna svonefndu ríkja þriðja heimsins. f Vestur-Evrópu og í Bandaríkjunum er vandinn hins vegar náskyldur okkar vandamálum. í þessum heimshluta eru opinber afskipti af landbúnaði mikil. Ástæðan er fyrst og fremst sú, að þar hefur reynslan, stundum ærið dýrkeypt, sýnt fram á mikilvægi eigin landbúnaðar og matvælafram- leiðslu. Þær þjóðir, sem þennan hluta heimsins byggja, hafa allar sannfærst um, að það sé þeim verulega mikils virði að sjá til þess að landbúnaður þrifist við jafhvægi og sé varínn fyrir míklum sveiflum og áfóllum. Það hefur ekki gengið áfailalaust að komast að þessari niðurstöðu. Kreppuár og heimsstyrjaldir eru sú þymum stráða leið, sem hefur opnað augu manna fyrir þvi að landbúnaður er fjöregg, sem fara beri variega með. f Bandarikjunum fyigdi mjög aukinn opihber stuðningur við landbúnað í kjölfar kreppunnar miklu. Heimsstyijöldin sfðari sannfærði Breta um míkilvægi innlends landbúnaðar, sem hefur nú verið stórefldur. Það ríkir því nokkuð almennt samkomulag um það í hinum vestræna heimi, að hlúa þurfi að landbúnaði. Hins vegar hefur það komið beiiega f Ijós, að ofvemd skaðar landbúnaðinn og veldur ótrúlegum efnahagslegum og stjómmálalegum vandræðum. Landbúnaður án tengsla við markað og eftirspum hneigist til að fjariægjast raunvem- leikann. Ofvemdin skapar faLskar forsendur og leiðir bændur inn á vafasamar brautir í fjárfestingu og fram- kvæmdum. Þegar stjómvöld vakna til Iffsins og raunvem- leikans, hafa þau ekki aðeins reist sér minnisvarða í offramieiðslu (8.5 milljónir tonna af mjólkurvömm i Bandaríkjunum árið 1984), heldur standa þau einnig uppi með mikið mannlegt vandamál, sem ckki hefur reynst auðvelt að leysa. í þeim hugmyndum Sjálfstæðismanna um nýja land- búnaðarstefnu, sem viðraðar hafa verið, er þess getið að nýjar búgreinar verði að hafa arðsemi að leiðarijósi. I raun er arðsemi markmið, sem allur landbúnaður verður að hafa að leiðaríjósi, jafnt hefðbundinn sem nýr. Það er land- búnaðinum jafh nauðsynlegt að búa við aðhald eftirspumar og maikaðar og það er nauðsynlegt fyrir þjóðfélagið að hlúa að landbúnaðí og veija hann fyrir sveiflum og áföllum. Hann er eitt af fjöreggjum þjóðarinnar. Fömm því gætilega með hann. TIO 3<?lcudin0ur FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1985 FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1985 Jötcndinaur Bnkaframtakið ríkjandi í tölvukennslu segir Eiríkur K. Þorbjömson, skólastjórí Framsýnar Tölvunotkun og tölvueign eykst jafnt og þe'tt hér í bœ. Fyrirtœki sem selja tölvur og þjónusta þœr eru nokkur. Eitt það yngsta, enn á fyrsta ári, er Tölvutœki, í eigu bræðranna Unnars Þórs og Jóns Ellerts Lárussona. Þeir hafa komið sér fyrir í glœsilegu hás- nœði í Gránufélagsgötu 4 á efri hæð þar sem meðal annars er kennslusalur með 7 tölvum. Tölvutæki hefur efnt til nám- skeiða í samvinnu við tölvuskól- ann Framsýn í Reykjavík ná í vetur og aðsókn vex stöðugt. Nýlega efndu þeir til námskeiðs fyrir bankamenn á Akureyri til að kynna þeim notkun tölva í bankastarfsemi og hvaða mögu- leika þœr gefa. íslendingur ræddi við Eirik Þorbjömsson, skólastjóra Framsýnar, Unnar Þór Lárusson, framkvœmda- stjóra Tölvutœkja, og Guðjón Steindórsson, skrifstofustjóra í Iðnaðarbankanum. Tölvuskólinn Framsýn í Reykjavík hefur í samvinnu viö Tölvutæki hf. haldiö námskeið í notkun tölva hér á Akureyri nú um nokkurt skeið. Eiríkur K. Þorbjörnsson, skólastjóri var tekinn tali og spurður fyrst um skólann. Eiríkur K. Þorbjörnsson. „Tölvuskólinn Framsýn í Reykjavík er einkafyrirtæki og við erum þrír sem eigum hann og tveir okkar starfa í fullri vinnu í skólanum. Það er ein stúlka í starfi hjá okkur og svo erum við með töluveit stóran hóp af lausráðnum kennurum, 10 til 15. Þeir taka að sér ákveðin verkefni, kenna á tiltekin kerfi. í Reykjavík kennum við 5 daga vikunnar frá 9 á morgnana til 11 á kvöldin og á laugardögum frá hádegi og fram til 6 aö kvöldi. Námskeiðin eru tvenns konar: almenn námskeið, sem við höldum reglulega og svo ýmiskonar sémám- skeið fyrir fyrirtæki. Á daginn eru fyrirtækin og einstaklingamir á kvöldin. Hluti af því sem viö höfum gert, er að fara út á land. Við höfum ekki verið áð fara út á land á sumrin, heldur höfum við farið á veturna, þegar fólk hefur viljað að við kæmum. Við höfum tengiaðila um allt land, sem hafa séð þörfma fyrir námskeið. Þá hafa þeir .hringt í okkur og við höfum komið og haldið helgamámskeið, vikunámskeið eða annars konar námskeið, sem hefur hentað hveiju sinni. Við erum núna búnir að fara á mjög marga staði úti á landi, við höfum nánast farið hringinn í kringum landið. Við erum að vinna að því að fara á Austfirði en það er eina svæðið, sem við eigum eftir að koma á.” Eiríkur sagði að samstarfið við Tölvutæki sf. hefði hafist á síðast ári. Það hefði verið komið mikið af tölvum hingað í bæinn og þörf hefði verið fyrir kennslu og mikill tölvuáhugi. Sam- starfmu við Tölvutæki sf. væri þannig háttað að það væri umboðsaðili Framsýnar á Akur- eyri og sæi alfarið um námskeiðin. Það eina sem þeir gerðu hjá Framsýn væri að koma með hluta af búnaðinum og kennara. Að öðru leyti sæi Tölvutæki um námskeiðin. „Við höfum verið að skoða það,” sagði Eiríkur, „hvort þetta samstarf ætti ekki að ganga lengra. Við höfum kómið hingað á eins mánaðar fresti síðan s.l. sumar Nemendur okkar frá því að við byrjuöum eru orðnir um 300. Bæði kemur fólk úr fyrirtækj- um og sem einstaklingar. Okkur hefur tekist að ná góðu sambandi viö fyrirtæki. Við viljum að fólk sc ánægt og fái eitthvað út úr því sem það er að læra. Við höfum því reynt að hafa ekki einungis byijendanámskeið heldur boðið upp á famhaldsnámskeið til að fólk geti lært meira en undirstöðuatriðin.” Eiríkur sagði að Tölvutæki hefði séð þörf á ýmsum sérnámskeiðum, t.d. fyrir banka- starfsmenn, en það námskeið stóo yfir, þegar íslendingur ræddi við hann. Þeir hefðu haldið námskeið fyrir bankastarfsmenn í Reykjavík og héldu svipað námskeið nú fyrir bankastarfs- menn á Akureyri frá ýmsum bönkum, Iðnaðar- bankanum, Sparisjóði Glæsibæjarhrepps og fleiri. Þetta námskeið væri grunnnámskeið fyrir bankastarfsmenn. Farið væri yfir þá mögu- leika, sem tölvur gæfu í bankastarfsemi, kennt á ritvinnsluforrit og töflureikna, sem væru mjög gagnlegir fyrir banka. Einnig væri tekið fyrir gagnagrunnskerfí, þar sem sýnt væri hvernig hægt væri að nota það til að vinna með upplýsingar fyrir viðskiptamenn. Þetta væri ekki kennsla á sérstakar gerðir tölva heldur almennt námskeið um möguleika tölv- ana. Eirikur sagði að bankarnir í landinu væru að taka tölvuna í sína þjónustu. Fyrir tveimur árum hefði verið ákveðið að tölvuvæða bank- ana og átti að standa sameiginlega að útboði á tölvustýrðu afgreiðslukerfi, svokölluðu „on line” kerfi, eða beinlínukerfi. Það þýðir að allir bankar, sem eru í sambandi við kerfíð, eru beint tengdir og það er hægt að gera hvað sem er í þeim bönkum, sem maður er í sambandi við, færa inn á reikning, taka út af honum, millifæra eða hvað annað, sem manni dettur í hug. f nefnd, sem bankamir skipuðu sína fulltrúa í, og fjallaði um sameiginleg tölvuinn- kaup bankanna, var tekin ákvörðun um að kaupa kerfi frá Kingsley fyrirtækinu. En um þetta varð ekki fullt samkomulag, því að Iðnaðarbankinn var þegar kominn með kerfi frá IBM og vildi halda sig við það fyrirtæki. Iðnaðarbankinn er að sögn Eiríks kominn einna lengst í tölvuvæðingu starfsemi sinnar af íslenskum bönkum. En nú væri búiö að koma þessu Kingsley kerfi fyrir í einu útibúa Lands- bankans í Reykjavík og væri að byija að koma reynsla á það þar. „Aftur á móti hefur Iðnaðarbankinn staðið framarlega í notkun tölva í bönkunum og verið ósmeykur við að prófa hlutina,” sagði Eiríkur. „Það, sem þeir eru nú að skoða, er að fá einkatölvur í hvert útibú. Þær eru notaðar við að vinna úr gögnum á hveijum stað, en einnig er hægt að tengja þær við móðurtölvu bankans til að flytja gögn á milli. Nú vilja menn því sjá hvað hægt er að gera með einkatölvum.” Verður mikill vinnusparnaður af notkun tölva í bönkum? „Já það er enginn vafi á því. Sérstaklega eykur það möguleika á betri þjónustu, Það er hægt að gefa glöggar upplýsingar á svipstundu, til dæmis um stöðu á reikningum, útreikninga á afborgunum af lánum og fleiru. Viðskipta- vinurinn verður því ánægðari með sinn hlut. Afgreiðslukerfið sjálft er mjög tímasparandi. Af hveiju hefur tölvukennsla verið að mestu í höndum einkaaðila fram til þessa? „Það má segja að einkaframtakið hafi verið alls ráðandi í framleiðslu tölva. Það er framtak einstaklingsins sem ræður því að tölvur eru komnar víða. Og það kemur af sjálfu sér að einkaframtakið er ríkjandi í kennslu á tölvur, því aö ríkið er lengur að taka við sér. Þegar tölvuskólinn Framsýn byijaði fyrir 3 árum, þá byrjuðu einir 5 einkaskólar. Af þeim erum við eini skólinn, sem enn starfar. Við teljum að það stafi af því að við höfum lagt metnað okkar í að gera þetta vel. I opinbera skólakerfmu þá fóru Gagnfræðaskólinn og námsflokkamir hér á Akureyri og í Reykjavík snemma af stað með tölvukennslu og auðvitað vildu skólarnir fara af stað með svona kennslu. Fyrst átti að ákveða hvaða tölvur skyldu keyptar. En það gleymdist hins vegar að mínu áliti, hver átti að vera andi verða skólamir svo tölvuvæddir að nem- endur fái innsýn í þessa hluti, og læri að hagnýta sér tölvuna. Þá á ég ekki við að allir verði forritarar. Það er útilokað. En þvi al- mennari sem þekking á tölvum er, því betur læmm við að umgangast þessi tæki á réttan hátt. Ríkið þyrfti að hafa ákveðna forgöngu í þessu, en því miður hefur svo ekki verið. Þess vegna hafa einkaskólarnir komið til sögunnar.” Telurðu æskilegt að þeir sjái um þessa kennslu að minnsta kosti að einhveiju leyti? „Já ég tel svo vera, fyrst og fremst vegna þess að einkaskólarnir leggja þann metnað í þetta, sem til þarf. Það á ekki að vera svo, eins og er kannski tilhneiging hjá ríkinu, að gera þetta af skyldurækni. Það gengur ekki.” Er það líklegt að þau fyrirtæki í tölvu- kennslu, sem nú þegar eru komin á legg, haldi velli? „Tvímælalaust. Fyrst og fremst vegna þess að þó svo við sjáum fram á það að skólamir verði komnir með tölvur innan fárra ára, þá er stór hópur fyrir utan gmnnskólana og fram- haldsskólana, sem ekki hefur möguleika til að fara í þá. Þetta fólk þarf líka að eiga kost á slíku námi. Ég tel það tvímælalaust að einkaskólam- ir eigi eftir að vera við lýði. Annað i þessu sambandi er að það þarf sérstaka skóla til að annast ákveðna sérkennslu í tilteknum hug- búnaði í tölvur. Ríkisskólarnir hafa ekki mögu- leika á því.” Hafið þið hjá Framsýn sinnt slíkri kennslu? „Já, við höfum gert það með samningum við fyrirtæki og stofnanir þar sem við sjáum alfarið um námskeið fyrir þau. Það kemur kannski nýr hugbúnaður til fyrirtækisins og þá hafa þau sent hópa til okkar og við höfum tekið að okkur að þjálfa fólkið upp í notkun á þessum tilgangurinn með þessum kaupum. Mér hefur hugbúnaði. Þetta er alltaf að aukast hjá okkur virst að það skorti nokkuð á að markmiðin með og meðal annars færst hingað til Akureyrar þar slíkri kennslu væru skýr. En á allra síðustu sem við sjáum um sérkennslu fyrir fyrirtæki og tímum hefur þetta verið að breytast. En von- stofnanir.” Þegar íslendingur ræddi við Eirík K. Þor- bjömsson, skólastjóra Framsýnar stóð yfir námskeið fyrir starfsmenn Iðnaðarbankans. Til að fræðast ögn um það námskeið gegnum við niður í Iðnaðarbanka og ræddum við Guðjón Steindórsson skrifstofustjóra. „Við höfum verið að læra notkun einka- tölva,” sagði Guðjón. „Við höfum farið yfir uppbyggingu tölvunnar, vélbúnað, hugbúnað, hvað er tölva, við höfum farið í gegn um uppbyggingu á ritvinnslukerfi og hvemig við getum hagnýtt okkur tölvureikni og notkun á upplýsingaskrá.” Kemur þetta ykkur til góða í starfi? „Alveg ömgglega.” Þið hafið tekið upp tölvur í mun meira mæli en aðrir bankar. Hvemig hefur það komið út fyrir bankann? Tölvumarkaðurínn alltaf að stœkka segir Unnar Þór Lárusson,framkvæmdastjóri Tölvutækja Guðjón Steindórsson. „Nú getum við farið að snúast í kringum kúnnana” segir Guðjón Steindórsson, skrifstofustjóri „Þetta hefur aukið viðskiptin í bankanum verulega eins og allar tölur sýna. Iðnaðarbank- inn jók innlán sín næst mest af öllum bönkum á árinu 1984 og hann jók þau mest af bönkum á Akureyri. Þessi tölvunotkun er fyrst og fremst til að geta þjónað viðskiptavinunum betur. Nýjasti liðurinn í þeirri þjónustu er tölvubankinn. Margir hafa fengið sér spjöld til að nýta sér hann.” Heldurðu að þessi tölvunotkun muni aukast mikið i framtíðinni? „Já, ég held hún muni gera það.” Er þá bráðnauðsynlegt fyrir alla bankastarfs- menn aö fara á tölvunámskeið? „Ég er alveg viss um það, enda em allir aðrir bankar komnir styttra í tölvuvæðingunni en við í Iðnaðarbankanum. Við höfum verið í bein- línuviðskiptum í fimm ár og 1977 byrjuðum við í gagnavinnslu, að skrásetja og senda til Reiknistofu bankanna. Útibúið hér er fimm ámm á eftir bankanum í Reykjavík og eitt, sem komiö hefur í veg fyrir beinlínuafgreiðslu hér, ef hve dýrt hefur verið að senda upplýsingar eftir símalínum. En því var breytt nú um áramótin og nú er þetta ekki svo dýrt. Nú gerist allt á sama tíma hjá okkur og í aðalbankan- um.” Emð þið að bæta verulega við ykkur á þessu námskeiði? „Það sem við erurn að gera, er aö læra á töflureikni, sem gerir okkur mögulegt að reikna í einu vetfangi afborganir af láni og gefa kúnnanum betri upplýsingar en við getum núna. Markmiðið er að geta betur leyst úr vandamálum viðskiptavinanna en áður. Ef þeir þurfa að hitta okkur til að vega og meta hvar hagstæðast er að geyma peninga eöa vilja selja skuldabréf, þá höfum við betri tíma til að sinna hveijum og einum. Við getum farið að snúast í kringum kúnnana, sérstaklega þá sem leggja inn.” „Tölvutæki er sameignarfélag okkar bræðra, Jóns Ellerts og mín,” sagði Unnar Þór Lárus- son, þegar hann var spurður, hver ætti fyrir- tækið. „Verkefni fyrirtækisins er tölvusalá og alhliða tölvuþjónusta bæði á hugbúnaði og vélbúnaði og hagnýtingu tölva. Þannig emm við með námskeiðin frá Tölvuskólanum Fram- sýn. Við bjóðum einnig þjónustu við val á hugbúnaði og gangsetningu hans, sérstaklega hvað varðar bókhald. Þannig ættu menn ekki að þurfa að sækja allt, sem þessu við kemur, suður.” Hvað er fyrirtækið gamalt? „Það var stofnað í júní á síðasta ári og reksturiniv hefur gengið mjög vél. Við erum með samninga við Skrifstofuvélar í Reykjavík og erum þeirra umboðsmenn. Þeir selja IBM og Televideo tölvur sem mjög góð reynsla er af, Star og Silver-Reed prentara, sem hafa verið mjög vinsælir. Samningar eru í gangi við fleiri aðila og Stefnan hjá okkur er að vera með nokkrar vélategundir til sýnis hér og ráðgjög um val.” Er tölvueign orðin almenn hér í bænum? Hafið þið selt mikið af tölvum til einstaklinga? „Tölvunotkun er orðin nokkuð útbreidd í fyrir- tækjum hér í bænum og við höfum selt fyrst og fremst til þeirra. En einnig hafa nokkrir ein- staklingar keypt hjá okkur tölvur. Samt erum við um tveimur árum á eftir Reykjavík.” Hafa bæjarbúar tekiö fyrirtækinu vel og beint viðskiptum sínum til þín? „Eftir að þeir hafa .frétt af okkur hafa þeir beint viðskiptum sínum hingað. Mér virðist að þeir séu ánægðir með að hafa aöila hér í bænum til að skipta við. Það eru þægindi fyrir þá að geta leitað til okkar og fengið okkur á staðinn til að leiðbeina sér í sínum vandræðum í stað þess að þurfa að ræða sín vandamál í síma til Reykjavíkur.” Heldurðu að það sé mikil framtíð fyrir tölvukennslu og tölvusölu hér í bæ? „Já, alveg tvímælalaust. Það er spá manna, að tölvur muni lækka töluvert í verði og tölvueign verði mun almennari en í dag.” Hafið þið þjónað öðrum stöðum en Akur- eyri? „Við höfum þjónað Ólafsfirði. Bæjarskrif- stofan þar keypti af okkur vél. Einnig höfum við þjónað mönnum á Dalvík. Við höfum ekki enn náð til Húsavíkur, en meiningin er að gera það áður en langt um líður og víðar um Þingeyjarsýslu.” Hvenær byrjuðu þið með tölvunámskeið með Framsýn? „Fyrstu námskeiðin voru haldin í október á síðasta ári. Síðan höfum við haldið þau á mánaðarfresti að jafnaði. Nemendafjöldinn er að nálgast 300 manns.” Nú hefurðu hér rúmgóðan sal. Verður hann notaður bæði til kennslu og sem sýningarsalur? „Já. Stefnan er líka að halda fleiri námskeið en tölvunámskeið. Við höfum til dæmis verið að hugsa um námskeið, sem gengið hefur mjög vel fyrir sunnan, og hefur verið haldið af * Hagræðingu hf„ námskeið í sölusálfræði og samskiptatæk’ni. Ég hef verið spenntur fyrir því að kanna markaðinn fyrir þessu hér. Við getum notað salinn í þessu skyni, þannig að hér verði ekki einvörðungu tölvukennsla.” Hefur fyrirtækið eflst mikið á þessum stutta tíma, sem það hefur verið til? „Já það er í stöðugri þróun og nú stöndum við í samningum við Hewlett-Packard tölvufyrir- tækið, um sölu á þeirra vörum hér. Þetta er traust og gott fyrirtæki, sem selur mjög góða vöru. Stórir aðilar hafa fest kaup á vörum frá Hewlett-Packard, verkalýðsfélögin, lífeyrissjóð- irnir og Teiknistofan sf. er að fá tölvukerfi frá Eiríkur K. Þorbjömsson og Unnar Þ. Lámsson. þeim. Það má búast við því að þeir verði nokkuð stórir á þessum markaði hér.” Áttu von á því að tölvunámskeiðin verði tíðari í framtíðinni? „Já, ég býst við því. Þetta er enn á fyrirtækja- grunni. En þegar almenningur fer að sækja þetta meira, verða námskeiðin tíðari. Við reikn- um með að taka við þessum námskeiðum sjálfir. En það gerum við í fullu samráði við Framsýn, við byggjum kennsluna upp eins og þeir og metum þeirra reynslu mikils. Þeir eru stærstir og reyndastir á þessu sviði og reynsla þeirra, sem hanna kennsluefni á þessu sviöi er mjög mikilsverð.” GHF

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.