Íslendingur - Ísafold

Tölublað

Íslendingur - Ísafold - 19.03.1969, Blaðsíða 4

Íslendingur - Ísafold - 19.03.1969, Blaðsíða 4
4 ÍSLENDINGUR-ÍSAFOLD — MIÐVIKUDAGUR 19. MARZ 1969 „ÆTLUNIN VAR Viðtal við Jónas bónda HalL dórsson í Sveinbjariiarge^ði á Svalbsrðsströnd um Alifugla- búið Fjöregg ... • Nýjasta kvikmynd Bítl- anna, „Yellow Submarine,“ hefur hlotið lélega dóma í flestum löndum, þar sem hún hefur verið sýnd. Strax og upplaka myndarinnar byrjaði fengu Bítlarnir ótal aðvaran- ir frá gagnrýnendum og vin- um, en þeir létu það sem vind um eyru þjóta. Bítlarnir á- kváðu að gera teiknimynd með alveg nýju sniði og sýna heiminum, að þeir stæðu ekki aðeins fremstir í flokki í gerð vinsælla laga, heldur einnig í gerð kvikmynda. Þeim var sagt, að mjög fáir myndu skilja myndina og enn færri viðurkenna hana sem lista- verk. • Strax eftir frumsýninguna kom í ljós, að þessi gagn- rýni var á rökum reist. Nú er Fimm þingmenn Norður- landskjördæma hafa flutt þingsályktunartillögu um að efldar verði kalrannsóknir við tilraunastöð Rannsóknar- stofnunar landbúnaðarins á Akureyri. í greinargerð segir m.a., að kal sé langtíðast á norðanverðu landinu, og enda þótt búast megi við því hvar sem er, sé augljóst, að kal- rannsóknarstarfsemi sé hvergi betur sett en á Akureyri. Flutningsmenn tillögunnar eru Jónas Jónsson, Bjartmar Guðmundsson, Bragi Sigur- jónsson, Pálmi Jónsson og Stefán Valgeirsson. Hér á eftir fara kaflar úr greinargerðinni: „Ekki þarf að fara mörgum orðum um nauðsyn þess að rannsaka þetta mikla vanda- mál, sem íslenzk grasræktun á við að stríða. Kal hefur herj- að í hverju héraði svo mjög, að stó^tjón hefur orðið af, hjá stærri eða minni hópi bænda, öll ár, það sem af er þessum áratug. Sem dæmi um kalskaða má nefna: 1952 er talið, að heild- artjón af völdum kals hafi numið 300.000 hestburðum, samsvarandi 90 millj. kr. á núgildandi verðlagi. Uppskeru rýrnun á Austurlandi einu var áætluð 50 þús. hestburðir 1965, samsvarandi 15 millj. kr. tjóni. Kal í Suður-Þingeyj ársýslu einni 1966 var talið hafa rýrt uppskeru hjá 109 bændum um 20—25 hestburði, augljóst, að kvikmyndin „Yell ow Submarine“ er stærstu mistök sem Bítlarnir hafa gert til þessa. Alls staðar, þar sem myndin hefur verið sýnd, hafa áhorfendur farið vonsviknir heim. Auglýsingaherferðin, sem sett var á stað áður en myndin var frumsýnd, lofaði miklu meiru en þessi teikni- mynd Bítlanna gat staðið und ir. Þessar slæmu móttökur, sem myndin fékk, er ekki sízt að kenna, á hvern hátt efnið er sett fram, en ekki efnis- þræðinum sjálfum. 9 Þá má einnig rekja óvin- sældir myndarinnar til þeirrar hneykslunar, sem sum ir af meðlimum hljómsveitar- innar ollu, í þann mund að unnið var að gerð hennar. eða samsvarandi 6.1—7.5 millj. kr. tapi. Vegna tjóna sumarið 1967 voru veittar 16.13 millj. kr. sem lán úr Bjargráðasjóði og allt að 2 milljónum í flutningastyrki. Vegna tjóna á sl. sumri er bú- ið að veita rúmar 6 millj. kr. í flutningastyrki og lán úr Bjargráðasjóði að upphæð 15.2 millj. kr., og þykir það þó hvergi nærri viðunandi. Ekki skal nánar rætt hér um hinn stórfellda skaða, sem bændur og þjóðin öll hefur orðið fyrir af völdum kalsins. Það er ekki nokkur vafi á því, að köld veðrátta á höfuð- sök á því, að kal er tíðara nú en áður var. Engu að síður er það öruggt, að margt er hægt að gera til að draga úr skaða af kali. Með auknum rannsókn um má bæta ræktunarhæt.t- ina og auka þol grasanna gegn erfiðum kjörum. Það skiptir nú höfuðmáli, að hafriar verði sem fyrst skipulegar og markvissar kal- rannsóknir í víðum skilningi þess orðs.“ „A Akureyri er ein af jarð- ræktar-tilraunaslöðvum Rann sóknarstofnunar landbúnaðar ins. Þar er einnig Rannsókn- arstofa Norðurlands, sem Ræktunarfélag Norðurlands rekur, og fæst hún við jarð- vegsrannsóknir og fóðurefna- greiningar.“ „Eins og.kunnugt er, er kal langtíðast á norðanverðu land inu, frá Austfjörðum til Vest- Þessi atriði, og fleiri, ollu því, að sýningargestir í Englandi, Bandaríkjunum og Þýzka- I landi, en þar var myndin sýnd fyrst, tóku henni fálega fyrir- fram og mótmæli frá aðdáend um Bítlanna streymdu inn. @ Nú eru lögin úr myndinni komin á markaðinn oS verð ur fróðlegt að sjá, hvort plat- an eykur vinsældir Bítlanna aftur eftir þessar hrakfarir. Gagnrýnendur segja, að það sé nær útilokað. Á plötunni eru aðeins fjögur ný lög, og segja þeir, að þau séu léleg miðað við lögin, sem Bítlarn- ir sömdu á hinum gömlu góðu dögum. En þessi LP-plata er auglýst víða um lönd af mikl- um krafti og Bítlanna vegna verðum við að vona, að hún öðlist vinsældir. fjarða (1965 var kal mest á Austurlandi, 1966 og 1967 í N.-Þing., S.-Þing. og við utan verðan Eyjafjörð, á sl. sumri var kalið mest í eystri hrepp- um N.-Þing. og svo í V.-Hún. og á Ströndum). Þó að vitað sé, að enginn landshluti getur verið óhultur fyrir heimsóknum þessa vá- gests, er augljóst, að kalrann- sóknarstarfsemi er hvergi bet- ur sett en á Akureyri. Þaðan verður í langflestum tilfellum stytzt til kalsvæða þau ár, sem það herjar. Hér er ekki fyrst og fremst verið að fara fram á auknar fjárveitingar til þessara rann- sókna, þó að þeirra sé vissu- lega þörf, heldur er hér um skipulagsatriði að ræða, sem miðar að því, að fjármagnið nýtist sem bezt. Augljóst er, að auka verður stórlega þátt kalrannsókna í starfsemi Rannsóknarstofnun- 1 ai' landbúnaðarins, og er senni legt, að til þeirra verði ráðinn sérfræðingur á næstunni. Þá er mest um vert, að starfs- kraftar hans nýtist sem bezt og hann geti hafið slarfsemi sína við tilraunastöðina á Ak- ureyri. Benda má á, að ef slík kal- rannsóknarstöð yrði stofnuð, er hugsanlegt, að til þess væri hægt að fá styrki hjá alþjóða- stofnunum, sem láta fé af hendi rakna til rannsóknar- starfsemi, þegar þörf er mjög brýn.“ Fyrir átta árum keypti Jónas Halldórsson bóndi í Sveinbjarn argerði á Svalbarðsströnd eitt þúsund hænuunga með það fyr- ir augum, að drýgja tekjur bús ins með eggjasölu. Nú framleið ir alifuglabúið í Sveinbjarn- argerði æðimörg egg, sem 3000 varphænur gefa af sér, og 16 tonn af kjúklingakjöti árlega, en að jafnaði eru 15—20 þús. kjúklingar í eldi, til, aflífunar, og að auki selur það 8—10 þús. unga á fæti árlega. Þetta er ákaflega forvitnileg smásaga, ekki sízt af því, að hún er sönn, dagsönn. Og nú hefur blaðið heimsótt Svein- bjarnargerði. • Þegar fréttamaður blaðsins kom í hlaðið, rak hann þeg- ar augun í hurð á húsi, þar sem málað var stórum stöfum: VI- ET-NAM. Við nánari eftir- grennslan kom í ljós, að innum dyrnar var gengið í sláturhús búsins, þar sem hænsnin eru aflífuð. Þar var Jónas bóndi að störfum, ásamt aðstoðar- fólki. Hann tók erindi frétta- mannsins vel, gerði hlé á önn- um og leiddi fréttamannin til hænsnahús, þar sem 3000 varp hænur tóku á móti okkur með háværu gaggi. „Þetta eru hvít- ir ítalir,“ segir Jónas. Og þær ítöisku virðast una sér vel í íslenzkum búrum norður á Svalbarðsströnd, a.m.k. verpa þær að meðaltali 1800 eggjum daglega. Búrin eru hallandi og eggin velta fram á bríkina, þar sem hægt er að tína þau upp. Nokkuð af eggjunum er sent á markað, en afgangurinn er sett ur í útungunarvélar, sem eru í nýju húsi við hlið hænsnahúss- ins. Annars eru þær ítölsku ekki einar, auðvitað ekki, þama eru einnig bisperrtir og galandi hanar, sem eru augljóslega engu síður ánægðir með lífið og tilveruna en hænuskarinn. I ungahúsinu skoðum við fyrst útungunarvélamar. Þar er norskur hænsnáhirðir að störfum og opnar hurð, ekki Varpliænurnar og eggtn. Bítlarnir í upphafi frægðarferilsins. Nú eru þeir breyttir menn, eftir allt sem á hefur gengið. Samt eru þeir enn á hæsta stalli vinsældanna víða um heim. GULI KAFBÁTURINN OLLI VONBRIGÐUM Ungarnir nýskriðnir úr eggjunum. Þingsályktunartillaga fimm þingmanna: lUiðstöð kalrannsókna

x

Íslendingur - Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur - Ísafold
https://timarit.is/publication/677

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.