Íslendingur - Ísafold

Eksemplar

Íslendingur - Ísafold - 19.03.1969, Side 8

Íslendingur - Ísafold - 19.03.1969, Side 8
 klendhufwt -ísafold Miðvikudagur 19. marz 1969. Hvers konar ferðaþjónusta Odýrustu innan- og utanlandsferðirnar. Afsláttarfargjöld fyrir fjölskyldur og hópa Afborgunarkjör á flugleiðum Loftleiða. FERÐASKRIFSTOFA AKUREYRAR Strandgötu 5, Akureyri. Símar 11475 og 11650 HANDABIJRÐIJR sem er framleiddur af lyfjafræðingum eftir læknisráði, hefur marga sérstaka kosti. Fæst aðcins í Akureyrar Apóteki og Vöru- sölunni, Akureyri. 130 ml. glas kostar aðeins 48,00 krónur. Frá Varmahlíð í Skagafirði. (Ljósm: — herb.). BARIMASKÓLIIMN í VARMAHLÍÐ Á HRAKHÖLLM Allir, sem ekiö hafa um Skagafjörð, kannast við Varma hlíð á vegamótum þar sem stendur á skiltum; Blönduós — Sauðárkrókur — Akureyri — og e.t.v. eitthvað fleira. Þetta er staður í þjóðbraut og ber þess nokkur merki þar er hót- el þar eru tvær verzlanir þar er sundlaug þar er nýtt félags- heimili og þar eru tveir skólar, annar þeirra að vísu á hrakhól- um, vegna liúsnæðisskorts. En yjræktin, sem einu sinni var hafin, er niðurlögð, og nú vant- ar einhvers konar iðnað til að fylla upp í skarðið. Hólelið hefur starfað lengi í Varmahlíð, sömuleiðis önnur verzlunin, Lundur, en útibú Kaupfélags Skagfirðinga er nýlt. Sundlaugin er ekki ný, en hún fær heitt vatn úr iðrum jarðar, og við hana er gufubað- stofa, sem nýtur vinsælda. En félagsheimilið er hins vegar. al- veg nýtt. Það er mikið notað til félagsstarfsemi, einnig eru þar tveir bekkir skyldunáms, ungl- ingaskóli, en barnaskólinn, sem fékk þar inni í fyrra, er nú í öðru húsi og ekki vitað hvar hann verður næsta vetur. Þessi skóli er á hrakhóium. Héraðsskólamál Skagfirðnga hafa lengi verið til umræðu, en ekki hafa menn komizt að end- anlegri niðurstöðu, sumir vilja skóla í Varmahlíð, aðrir á Reykjum í Lýtingsstaðahreppi, enn aðrir á Hólum í Hjalladal, og kannski má nefna fleiri staði. En hvort sem þeir í Varma- hlíð fá skólann eða ekki, þá eru þar möguleikar góðir fyrir ýms an rekstur, ekki sízt vegna jarð varmans. Og ef einhverjum dytti í hug, að gera sér mat úr staðnum fyrir sitt fyrirtæki, án mikils fyrirvara, þá eru íbúðir á lausu. Annars hefur lífið gengið sinn vanagang í Varmahlíð í vetur og raunar yfirleitt í Skagafirði, þótt bændum blöskri verðið á fóðurbæti og væntanlega einnig á áburði, þegar þar að kemur. Eitt hefur þó lyft brúninni eilítið, en það eru sýningar hins nýja Leikfé- lags Skagfirðinga á „Manni og konu,“ sýningarnar eru orðnar 12 talsins heima og heiman cg ! fleiri eru fyrirhugaðar. Fundur með Magnúsi Jónssyni Sjálfstæðisfélögin á Akureyri halda almennan þjóðmálafund í Sjálfstæðisliúsinu nk. laugar- dag, 22. marz, og hefst hann kl. 14. — Framsöguræðu flytur Magnús Jónsson fjármálaráð- herra. Akureyringar og aðrir Eyfirð ingar eru hvattir til að fjöl- menna á fundinn. Skemmdir af vatnselg • Fyrir og um síðustu helgi gerði asahláku víðast hvar á landinu og sums staðar miklar rigningar. — Urðu verulegar skemmdir syðra og einnig tals- verðar á sumum fjörðunum vestra. Vegir spilitust mjög og varð ófært milli nokkurra hér- aða. A sunnudag tók svo aftur að snjóa og skapaðist við það mikil hætta viða á vegum, er skemmdir hurfu undir snjó. O Þessir harðskeyttu hlákukafl ar virðast vera orðnir fastur I liður í marzmanuði ar hvert. Ferðamálafélagið vinnur að mörgum málum — fyrirhugað að koma upp árlegri Akureyrarviku Eins og kunnugt er, var Ferðamálafélag Akureyrar end urreist fyrir tæpum tveim mán- uðum. Síðan liefur hin nýja stjórn þess unnið að því að und irbúa framtíðarstarfs félagsins og er starfsskrá þess þegar orð- in margþætt og viðamikil. Jafn framt hefur stjórnin hafið fram kvæmdir, m.a. með því að láta gera tvær kynningarkvikmynd ir, 20 mín. hvora, og bækling til kynningar á vetrarferðum til Akureyrar. Þetta kom fratn á fundi, er stjórn félagsins hélt með blaðamönnum á laugardag inn, en þá fengu þeir að sjá kvikmyndirnar og ræddu einn- ig við Lúðvík Hjálmtýsson framkvæmdastjóra Ferðamála- ráðs, sem var viðstaddur í boði félagsins. Vevkefnum félagsins hefur verið skipt í tvennt. Annars veg ar mun það vinna að því að að- staða ferðamanna á Akureyri og í nágrenni batni. Hins vegar mun það vinna að því að auka fefðamannastrauminn til bæj- ai'ins. En hvort tveggja ihiðar að því, að gera Akureyri eftir- sótta ferðamannamiðstöð og auka hag Akureyringa og ná- granna þeirra af ferðamanna- þjónustu. Eins og fyrr segir, eru nú þeg ar margvisleg verkefni á starfs skrá félagsins. Eru þau bæði smá og stór. Meðal þess sem stefnt er að, má nefna, að fé- lagið hyggst stofna til sérstakr- ar menniiígar- og skemmtiviku á ári hverju í sambandi við af- mæli Akureyrarbæjar, fyrst 1970. Verður stefnt að því að fitja upp á ýmsum slíkum ný- mælum í sambandi við bæjar- lífið, veiðimcnnsku o. fl., til þdss að auka aðdráttarafl bæjar ins fýrir ferðamennina. Er það hlutverk félagsins fyrst og ‘ fremst, að aðstoða félög og fyr- irtæki til að hrinda þessum mál um fram. Formaður Ferðamáiafélags- ins er Herbert Guðmundsson rit stjóri, en aðrir í stjórn og vara- stjórn eru: Pétur Jósefsson, Gunnlaugur P. Kristinsson, Ragnar Ragnarsson, Gunnar Árnason, Jón Egilsson, Her- mann Sigtryggson, Björgvin Júníusson, Hörður Svanbergs- son og Halldór Helgason. Verksmiðjurnar í gang Skóverksiniðjan á Egils- aðstoð við skógerðina og fárra vikna, en þar verða stöðum og sokkabuxnaverk- smiðjan á Sauðárkróki munu báðar hefja framleiðslu inn- an tíðar. Unnið cr að samn- ingum við Hollendinga um munu þeir láta í té tæknilega aðstoð og fyrirmyndir að karlmanna- og barnaskóm. Sokkabuxnaverksmiðjan mun hefja frainleiðslu innan framleiddar sokkahuxur auk nælonsokka. Báðar verksmiðjurnar skapa mikla atvinnu, hvor á sínum stað. SJOMIIMJASAFNIBOLUIMGARVÍK • Bolungarvík er talin ein elsta verstöð landsins, en það er ekki fyrr en um 1904, sem byggð fer að myndast á staðnum, áður voru stundaðir róðrar þaðan af kappi á vissum árstímum. Nú hafa Bolvíkingar komið sér upp vísi að sjóminja safni og sl. sumar var byggð þar upp verbúð úr torfi og grjóti í gömlum stíl. Forgöngu um þetta mál höfðu Lionsklúbb ur Bolungarvikur og ýmis önn- ur félagssamtök á staðnum. Eft ir er að innrétta verbúðina og í framtíðinni er áætlað að koma bát í sama stíl. • Verbúðin stendur skammt frá barnaskólanum og er á- formað að þar verði gerð tjörn í náinni framtíð. Bolvíkingar hafa mikinn áhuga á að halda þessu máli vakandi og vinna að innréttingu verbúðarinnar eftir því sem fjármagn leyfir. Eins og kunnugt er, stendur sjávar- útvegurinn undir atvinnulífi staðarins og er það því vel við eigandi, að íbúarnir haldi merki brautryðjendanna á lofti með fyrirhuguðu sjóminjasafni, sem eins og áður segir er nú nokkuð

x

Íslendingur - Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur - Ísafold
https://timarit.is/publication/677

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.