Íslendingur - Ísafold - 10.12.1969, Page 8
Fylgizt með fréttunum fyrir 300 kr. á ári...
ístendhfgut
-hníold
Miðvikudagur 10. des. 1969.
Betri vega-
þjónusta er
nauðsynleg
Grein Olafsfirðings hér í
blaðinu síðast, um vegaþjón-
ustu við Olafsfirðinga, hefur
vakið mikla athygli, sem von
legt er. í þessu máli er pott-
ur brotinn, svo ekki verður
við unað. En þetta er því mið
ur ekki einsdæmi. Skipulag
og tækni vegaþjónustunnar
er í ýmsum atriðum úrelt og
þarfnast gagngerðrar endur-
skoðunar og mikilla endur-
bóta.
Raunar er það svo, að hér
er um að ræða einungis
hluta af stóru vandamáli. —
Vegamálin í heild þarf að
endurskoða, og gatnamál
jafnhliða, enda hliðstæð og
tengd mál. Verkefnin þarf að
endurmeta, — endurskoða
verkaskiptingu milli ríkis,
sýslu- og sveitarfélaga, end-
urbæta skipulag og endur-
nýja tæknina að verulegu
leyti. Þetta á við um nýfram
kvæmdir, viðhald og al-
menna vegaþjónustu, allt í
senn.
Undanfarin ár hefur þess-
um málum þokað mjög fram
á við, enda var ástandið sann
ast sagna þannig, að stórum-
bætur urðu ekki umflúnar.
En þó er enn í stórum drátt-
um byggt á gömlum grunni,
sem Iöngu er úreltur á þessu
sviði, sem fleirum. Þetta
þarf ekki að vera óeðlilegt,
þróunin tekur sinn tíma, sem
þó má ekki verða of langur.
Hvað vegaþjónustuna varð
ar, út af fyrir sig, er auðvelt
bð sanna þetta með því e.inu,
að benda á hina óskiljanlegu
ten römmu tregðu við að taka
knjóblásara í þjónustu Vega
gerðarinnar. Það er ekki ein
leikið, að Vegagerðin skuli
því sem næst hafa verið beitt
þvingunum til að gera til-
raun með eitt slíkt tæki, og
hvernig sú tilraun var fram-
kvæmd. Því þurfti þetta að
gerast á þennan hátt? Um
það er ekki að villast, að
Vegagerðin hefur í lengstu
lög streytzt gegn snjóblásur-
unum, sem eru þó þau tæki,
er borið hafa af öðrum víða
erlendis við að halda vegum
opniim á veturna, ekki sízt í
f jallalöndum.
Þessi furðulega og óskilj-
anlega afstaða Vegagerðar-
innar var meira að segja svo
mögnuð, að enda þótt mis-
munandi öflug og afkasta-
mikil tæki byðust til reynzlu,
án skuldbindingar um kaup,
var það lélegasta valið og síð
an sent út í Olafsfjarðarmúla
í margsiginn kafsnjó, en jafn
vel öflugustu blásurum er
ekki ætlað slíkt verkefni,
heldur eru þessi tæki notuð
til að halda vegunum hrein-
um eftir því sem til fellur.
Þó hefði öflugri blásari að
líkindum ráðið við þetta erf-
iða verkefni, þótt engin von
væri til þess, að sá lélegasti
Það er sannarlega nau'ðsyn
að endurbæta vegaþjónust-
una frá grunni.
gerði það.
I
I
I
I
I
I
SJALFSTÆÐISHUSIÐ
— Föstudagskvöld: Restaurant.
— Laugardagskvöld: Skemmtikvöld.
— Sunnudagskvöld: Restauirant.
SJÁLFSTÆÐISHÚSIÐ, AKUREYRI. - SlMI 12970.
JÓN BJARNASON, ÚRSMIÐUR
ÚRIN,
SEM
DUGA
Hafnarstræti 94. — Akureyri.
áKULM
hafimarivíAlið í
GRÍIVI8EY ENIM
í ATHIiGIJN
— GrlmseyingaT vonast til að fá
þær framkvæmdir, er þeir
óskuðu eftir upphaflega
□ Eins og menn rekur minni
til, vann Hafnarmálastofn-
unin að byggingu sjóvarnar-
garðs í Grímseyjarhöfn í sum-
ar, og endaði það með þvi, að
sjórinn braut garðinn mikið til
niður aftur. „Málið er enn í at-
hugun,“ sagði Alfreð Jónsson
oddviti, er blaðið spurði hann
um það í fyrradag, „en við von
umst enn eftir því, að við fáum
þær framkvæmdir, sem við ósk
uðum upphaflega eftir.“
Undanfarið hefur veður ver
ið umhleypingasamt í Grims
ey, þó ekki sem verst í eyjunni,
en sjór hefur verið óstílltur og
sjósókn því gengið mjög i'lla. Er
sjaldan hægt að róa í friði, en
sæmilegur afli fæst þegar geí-
ur.
□ Beinamjölsverksmiðjan, ^em
komið var upp í Grímsey
fyrir nokkrum misserum, nefur
verið í hálfgerðu reiðileysi fíð-
an, og munu eigendurnir nú
hugleiða að losa sig við hana tíl
einhvers annars aðila. V ;rk-
smiðjan var aðeins reynd, en
hóf aldrei vinnslu.
A sunnudagskvöldið gengust
Kvenfélagið Framtíðin og Feg-
urðarsamkeppni íslands fyrir
kjöri fegurðardrottningar Ak-
ureyrar 1969 í Sjálfstæðishús-
inu. Bent var á 5 stúlkur á dans
leiknum, en 4 þeirra tóku þátt
í keppninni. Fegurðardrottnirg
Akureyrar 1969 var kosin ÍTeiga
Jónsdóttír, Hamarsstíg 26, 19
ára gömul dóttir þeirra Jóns
Halldórssonar og Lilju Jó’.isdótt
ur. Hún er gagnfræðingur úr
Gagnfræðaskólanum á Akur-
eyri, og var í vor á nárnskeiði
í Englandi. Helga starfar í Iðn-
aðarbankanum á Akureyri. —
Onnur varð Þórhildur Karls-
dóttir í Litla-Garði.
Feg4urðardrottning Akureyrar
1969 hefur rétt til þátttöku í
Fegurðarsamkeppni Islands, —
sem fram fer snemma ársins.
Slökkvitækln
vcru óvirk
Seint á mánudaginn kvikn
aði í tjörupotti, þar sem unn
ið er við viðbyggingu við
Hraðfrystihús ÚA á Akur-
eyri. Gripið var til hand-
slökkvitækja, sem voru nokk
ur við hendina, en ekkert
þeirra reyndist virkt. —
Slökkvilið Akureyrar kom
þá á vettvang og réði niður-
lögum eldsins á stuttri stund.
I
I
I
I
I
s
I
I
s
I
■ Kosin fegurðardrottning Akureyrar
I
I
s
I
s
s
8
S
S
S
I
I Gjörbreytt ástand á Patreksfirði
— eftir að útgerð og fiskvinnsla komust aftur í eðlilegan gang
S
I
kaupið „íslending-ísafold99, sími 21500
Ástandið í atvinnumálum hér
hefur gjörbreytzt til batnaðar
eftir að útgerð og fiskvinnsla
komust aftur í eðliíegan gang,
sagði Jón Baldvinsson sveitar-
stjóri á Patreksfirði. Nú róa
héðan 7—8 bátar og leggja upp
í báðum frystihúsunum. Afli
hefur verið sæmilegur, en ó-
gæftír hafa nokkuð hamlað. —
Einstaka bátur hefur siglt ferð
og ferð.
Atvinnuleysi varð æði mikið
á tímabili, þótt aldrei færu
fleiri en 30 á skrá. Um síðustu
mánaðamót voru þeir 12. Atít
bendir til þess, að atvinnuleysi
verði úr sögunni hér, þegar ver
tíð hefst af fullum krafti eftir
áramótin, ef heldur þá áfrani
að aflast.