Íslendingur - Ísafold


Íslendingur - Ísafold - 23.01.1971, Blaðsíða 1

Íslendingur - Ísafold - 23.01.1971, Blaðsíða 1
m Islendimur-Ismolil 3. tölublað. Laugardagur 23. janúar 1971. 56. og 96. árgangur. Fjáriiagsáætlun Akureyrar: Stórhækkuð framlög til gatnagerð- ar, skólabygginga og sjúkrahúss Sömu álagningarstigar útsvara og aðstöðugjalda Fjárhagsáætlun Akureyrar fyrir árið 1971 var iögð fram á fundi bæjarstjórnar sl. þriðjudag. Litlar umræður urðu á þeim fundi um einstaka liði áætlunarinnar, en búast má við einhverj- um breytingatillögum þegar hún verður tekin til síðari umræðu. Hér verður aðeins lítillega sagt frá helztu gjalda- og tekjuliðum, en núnar verður skýrt frá einstökúm liðum þegar áætlunin hef- ur hlotið afgreiðslu í bæjarstjórn. Útsvör eru áætluð 125 mill. kr., sem er 39% hækkun frá fyrra ári. Aðstöðugjöld 29.5 millj. kr., hækkun 34%. Framlag úr jöfn- unarsjóði 27.4 millj., hækkun 51.4%. Skattar af fasteignum 9.9 millj., hækkun 8.2%. Gatnagerðargjöld 6 millj., hækkun 300% * Alfadans á sunnudaginn íþróttafélagið Þór heldur álfa dans og brennu á íþróttasvæði félagsins við Barnaskólann í Glerárhverfi næstk. sunnudag, 24. janúar, kl. 5.30 síðdegis. — Árshátíð Sjálfstæðis- féEaganna Árshátíð Sjálfstæðisfélaganna á AUureyri verður haldin í Sjálf stæðishúsinu laugardaginn 13. febrúar nk. — Nánar verður sagt frá tilhögun síðar. Þar koma fram kóngur og drottning ásamt dansálfum, ljós álfum, tröllum og púkum. Einn- ig skemmtir þjóðlagatríóið „Lít ið eitt“ frá Hafnarfirði. Svæðið verður allt skrautlýst og flug- eldum skotið. Þór hefur haldið álfadans og brennu annað hvert ár og þá sem aðal fjársöfnun félagsins Að þessu sinni munu nær 100 félagar leggja fram sjálfboða- vinnu við skemmtun þessa. Skemmtun þessi hefur verið höfð eftir kl. 8 siðd. en að þessu sinni verður hún kl. 5.30 síðd. og með því vill félagið stuðla að því að yngri borgarar og jafn framt öll fjölskyldan geti sótt skemmtun þessa. Iþróttafélagið Þór. Aðrar tekjur nema samtals 11.7 millj. króna. Tekjur eru því sam- tals áætlaður 209.5 millj. kr. Þessi mikla hækkun á gatnagerðar- gjöldunum stafar einkum af því, að nú er búið að veita margar raðhúsalóðir og einnig lóðir undir fjölbýlishús. Gjaldamegin er gatnagerð, skipulag og byggingaeftirlit stærsti liðurinn á eftir félasmálunum, eða 45.3 millj. kr. Er það 51% hækkun frá fyrra ári. Útgjöld til félagsmála hafa hækkað um 36% og eru nú 58 millj. Til menntamála er varið 25.6 millj., hækkun um 48.5%. Til íþróttamála er varið 7 millj., hækkun um 73%, og til heilbrigðismála er varið 3.9 millj., sem er hækkun um 185%. Munar þar mestu um 2 millj. kr. framlag til tækja- kaupa fyrir sjúkrahúsið. Rekstrargjöld eru samtals að upphæð 188 millj. og 715 þús. kr. og auk þess 20 millj. og 715 þús. kr., sem færa á á eignabreytingar. Taka varð 8 millj. kr. að láni til að fjármagna nýbyggingar og húsakaup. Þar eru helztu liðir þess- ir (í millj. kr.): 1. Glerárskóli 2. Fjórðungssjúkrahúsið auk framlags til tækjakaupa 3. Iðnskólinn 4. Verkamannaskýli 5. Æskulýðshús 6. Elliheimilið Skjaldarvík 8.7 3.7 2 3.7 1.5 1.2 1.0 Helztu gjaldaliðir á rekstrarreikningu í hundraðshlutum (sviga- MYR BÁTUR Fyrir u. þ. b. viku síðan hleypti Vélsmiðja Austurlands á Fáskrúðsfirði af stokkui'um nýj um 10 lesta eikarbáti. Eigandi hans er Egill Guðlaugsson á Fá- skrúðsfirði. — Báturinn hlaut nafnið Sleipnir SU 88. Er hann útbúinn fyrir tog- og handfæra veiðar. Sleipnir er frambyggður og hefur 102 ha Listervél, er bú inn togspili, 24 mílna ritsjá, auk dýptarmælis og talstöðvar. Enn fremur er í honum mjög full- kominn rafaU fyrir aðalvél, með tilliti til að síðar verða settar í hann rafmagnsfærarúl'uv. tölur) frá í fyrra (fremri) og frá 1961 (aftari): 1. Félagsmál 29.1 (29.5) (24.7) 2. Gatnagerð og skipulag 23.7 (20.8) (14.4) 3. Menntamál 12.9 (12.0) ( 7-5) 4. Hreinlætismál 6.7 ( 6.8) ( 5.9) 5. Iþróttanrál 3.5 ( 2.7) ( 1-1) 6. Stjórn og skrifstofur 3.5 ( 3.1) ( 3.6) 7. Löggæzla 3.0 ( 3.0) ( 3.4) Helztu tekjuliðir í hundraðshlutum 1962): (svigatölur frá 1970 og 1. Útsvör 59.2 (58.4) (60.9) 2. Aðstöðugjöld 14.3 (15.3) (14.7) 3. Jöfnunarsjóðsframlag 12.7 (12.5) (11-7) 4. Skattar af fasteignum 4.9 ( 6.3) ( 4.8) 5. Gatnagerðargjöld 3.1 ( 1.0) ( 0.0) Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í IMorðurlandskjördæmi vestra Á fundi kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Norðurlands- kjördæmi vestra, sem haldinn var um síðustu helgi, var gengið frá framboðslista flokksins í kjördæminu við alþingiskosningarn- ar í vor. — Listinn er þannig skipaður: 1. Séra Gunnar Gíslason, alþingismaður, Glaumbæ. 2. Pálmi Jónsson, alþingismaður, Akri. 3. Eyjólfur Konráð Jónsson, ritstjóri, Reykjavík. 4. Jóhannes Guðmundsson, bóndi, Auðunnarstöðum. 5. Halldór Þ. Jónsson, bæjarfógetafulltrúi, Sauðárkróki. 6. Stefán Friðbjarnarson, bæjarstjóri, Siglufirði. 7. Valgerður Ágústsdóttir, frú, Geitaskarði. 8. Þorbjörn Árnason, stud. jur., Sauðárkróki. 9. Þórarinn Þorvaldsson, bóndi, Þóroddsstöðum. 10. Jón Eiríksson, bóndi, Djúpadal. 135 millj. í tryggingu Sl. mánudag var kveðinn upp úrskurður um tryggingu í Lax- ármálinu. Magnús Thoroddsen, dómsforseti, kvað upp úrskurð- inn, en meðdómendur eru þeir dr. Gunnar Sigurðsson, verk- fræðingur, og Ögmundur Jóns- son, verkfræðingur. í úrskurðinum segir svo m.a: „Samkvæmt 12. grein laga um kröfur á lögbanni nr. 18 frá 22. marz, sbr. 27. gr. laga, skal fógeti áður en lögbann byrjar, krefja beiðanda hæfilegrar trygg ingar fyrir greiðslu tjóns og m'skabóta, sem gerðarþoli kann að hafa af lögbannsgerðum.“ ,.Þegar hafðir eru í lruga hags munir þeir. sem lögbann beinist gegn, vegna málaferla þessara, sölutap raforku, aukinn kostn- aður vegna rekstrar diselstöðva, koslnaður við bessi nrálaferli, svo og lánstraustspjöll og miski, þykir trygeinfT af hálfu gerðar- bciðanda hæfilega metin kr. 135 milljónir. Skal trygging þessi vera peninga- eða bankatrygg- ing. Ber að afhenda hana fó- getadómi, áður en hið áður- beðna lögbann verður á Iagt.“ Málslcostnaður var felldur niður. Landeigendafélag Laxár og Mývatns mun hafa ákveðið að áfrýja þessum úrskurði til hæsta réttar. Mæsta blað kemur út föstudaginn 29. jan.

x

Íslendingur - Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur - Ísafold
https://timarit.is/publication/677

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.