Íslendingur - Ísafold


Íslendingur - Ísafold - 23.01.1971, Blaðsíða 2

Íslendingur - Ísafold - 23.01.1971, Blaðsíða 2
ISLENDÍNGUR-ÍSAFOLD - LAUGARDAGUR 2S. JAN. 1970. IÞROTTIR Patrick Russel Brautryðjandi nýs svigstíls „Hægindastóllinn" er þessi nýi stíll Patrick Russels nefnd- ur, sem hann notar í svigi og stórsvigi. Aðrir nefna þessa tækni bakhallatækni. Eitt eru menn þó sammála um: — að þessi 24 ára gamli Frakki er sá, sem mestu valdi hefur náð á þessari tækni. I geysilegum bakhalla, sem er því aðeins mögulegur, að notaðir séu hin ir nýju, háu skíðaskór, stjórn- ar hann skíðum sínum með hnjám og öklum. Allur líkams þunginn hvílir á skíðunum aft- anverðum (eins og sjá má á myndinni). Á hann því auð- velt með að sveigja skíðin — hvert sem hann vill. Russel á einnig auðvelt með að ná út góðu rennsli og standa stutt á köntunum. Sjái maður svigferðir hans í sjónvarpi, kemur fram, að hann hefur náð sínu sérstaka lagi. Hann situr aftar en flestir aðrir. — Thöni (ft) og Augert (Fr) hafa annan hátt á, — sérstaklega Thöni. — Það er eins og hann sé aldrei nema á öðru sktðinu í einu (eins og Siglufjarðar- stíllinn) og situr ekki sérstak- lega aftarlega, þegar hann skiptir köntum. Augert er svip aður. Þessir þrír, sem hér hafa verið nefndir, eru beztu svig- menn sem keppa í dag. Sézt það bezt á því, að þeir hafa sigrað í þeim þrem svigkeppn- um, sem haldnar hafa verið á þessu ári. Russel í Sesriera (ít), Augert í Berchtesgaden og Thöni í Madonna di Campi- glido (ft). MOTASKRA S.R. A. 1971 Janúar: Marz: 10. —11. Unglingameistara- 23.-24. Stórhríðarmót. Svig 6.-7. Þorramót á ísafirði. mót Norðurlanda á allir flokkar. Punktamót. Akureyri. 14. Akureyrarmót. — 17. Togbrautarmót. — Stórsvig, allir flokk- Svig, allir flokkar. — Febrúar: ar. A og B flokkar lcarla 13.-14. Hermannsmót. — 27.-28. Akureyrarmðt. — saman. — Opið mót. Punktamót. — Svig, Allir flokkar. Unglingameistara- stórsvig og ganga. mót íslands á Húsa- 20.-21. Opið mót í Reykja- vík. vfk. — Punktamót. Apríl: Norðurlandsmót 27.-28. Febrúarmót. — Svig 4. Uttökumót fyrir svig óákveðið. og stórsvig, allir fl., sveit S. R. A. Maí: nema A-fl. karla. - 5.-12. Skíðamót íslands á 29. —30. Skarðsmót á Siglu- Opið mót. Akureyri. firði. — Opið mðt. Guttormur þjálf ar Akureyringa Loks hefur nú tekizt að ráða bót á þjálfaravandræðum knattspyrnuliðs ÍBA. — Ekki þurfti þó að fara langt til þeirra hluta, því hinn nýi þjálf ari er Akureyringum að góðu kunnur, en það er enginn ann- ar en Guttormur Ólafsson. — Hann hefur verið stoð og stytta Þórs í körfuknattleik síð an Einar Bollason flutti til Reykjavíkur, og einnig hefur hann þjálfað yngri flokkana í lcnattspyrnu. Hafa því öll 1. deildar Iiðin ráðið sér þjálfara, nema Kefl- víkingar. — fBA mun hefja æf ingar innan skamms. Mikil umsvif í Hlíðar- fjalli í vetur Áhugi erlendis fyrir skiðaferðum Eldri keppnismenn hafa átt í miklum erfiðleikum í vetur og sjaldan komizt á blað. Lít- ur út fyrir, að Schranz vinni ekki Heimsbikarinn í þriðja sinn. Úrslit frá Madonna di Camp iglide, haldið 9. —10. jan. sl. Svig: sefc. 1. Gustaf Thöni 95.15 2. Jean-Noel Augert 96.20 3. Patrick Russel 96.63 Stórsvig: mín. 1. H. Duvillard 3:35.27 2. P. Russel 3:36.12 3. G. Thöni 3:36.72 Staðan í Heimsbikarnum - stig 1. P. Russel (Fr) 80 2. J-N Augert (Fr) 71 3. H. Duvillard (Fr) 69 Sl. sunnudag var blaðamönn um, bæjarstjóra og forseta bæj arstjórnar Akureyrar boðið til kaffidrykkju í Skíðahótelinu í Hlíðarfjalli. Þar veittu fvar Sig mundsson, framkvæmdastjóri Vetraríþróttamiðstöðvarinnar, Hermann Sigtryggsson, íþrótta fulltrúi, og Knútur Otterstedt, formaður fþróttaráðs Akureyr- ar, upplýsingar um rekstur mannvirkjanna í Hlíðarfjalli. Skíðahótelið tók til starfa 15. janúar sl., en þar fer ekki fram nein starfsemi yfir sum- arið að heitið geti. Þar verður öll venjuleg greiðasala og gist- ing, auk þess er þar skíða- og skóleiga og gufubað. Skíðalyft an er opin alla daga vikunnar og einnig togbrautin við Skíða- hótelið, þar sem skíðabrekka er upplýst á kvöldin. Skíðaráð Akureyrar hefur opna togbraut við Stromp um helgar og þar eru æfingar fyr- ir skíðamenn á þriðjudags- og fimmtudagskvöldum í upp- lýstri brekku. Undanfarin ár hefur verið unnið að því í samvirmu við ferðaskrifstofur og fleiri aðila að kynna Akureyri sem skíða- stað, og leitast við að skipu- leggja skíðaferðir til Akureyr- ar frá öðrum stöðum á landinu og einnig erlendis frá. Þróun þessi hefur gengið tiltölulega hægt, sem er að vissu leyii kostur, meðan verið er að bæta aðstöðuna í Hlíðarfjalli eftir fönaum. Síaukinn áhugi virð- ist vera erlendis fyrir skíða- ferðum til Akureyrar. Hafa pantanir verið gerðar til Ferðaskrifstofu Akureyrar frá Bandaríkjunum, og eru vænt- anlegir þaðan a. m. k. fjórir hópar, 20 — 50 manns í hverj- um, á þessum vetri. Þá hafa ýmsir starfshópa? í Reykjavík fyrir venju að dvelja í Hlíðarfjalli nokkra daga á vetri við skíðaiðkanir. Nýr vegur verður væntan- lega fullgerður upp í Hlíðar- fjall innan skamms, og er þar um mikla samgöngubót að ræða. Er miðað við, að hann verðí fær öllum bifreiðum. Eru þá horfur á, að umferð auki,?t enn í Hlíðarfjall, og er tilvalið fyrir foreldra að taka fram gömlu skíðin og bregða sér í fjallið með börnum sínum. — Síðar í vetur verður skíða- kennsla í sambandi við trimm, og eru engin skilyrði sett um kunnáttu á skíðum til að geta tekið þátt í henni. Brekkur verða upplýstar á kvöldin, og því lafhægt að fá sév hreint loft í lungun, áður en gengið er til náða. Ferð með skíða- lyftunni kostar 25 krónur, en hægt er að kaupa ýmis afslátt- arkort, sem lækka verðið að miklum mun. Framundan eru nú miklar annir hjá skíðamönnum, mörg mót verða haldin í Hlíðarf jalli í vetur, og ber þar hæst Skíða- mót Islands og Unglingameist- aramót Norðurlanda, er fram fara um páskana. Eru öll rúm í Skíðahótelinu bókuð yfir þann tíma. Mótaskrá S. R. A. er birt á öðrum stað á síðunni. Tveir slcíðamenn frá Alcur- eyri hafa dvalið erlendis í vet- ur við skíðaiðkanir, þeir Hall- dór Matthíasson, sem sðtti skíðagöngunámskeið i Svíþjóð og er nýkominn heim, og Þor- steinn Baldvinsson, sem er við skíðaiðkanir og vinnu í Sun Vallev í Bandaríkjunum. Þar eiga Islendingar hauk í horni, sem er Magnús Guðmundsson, golf- og skíðakappi. — Hefur hann mikil áhrif þar vestra og kom tveim unglingum að í Sun Valley í fyrra, og Þorsteini nú í vetur, en erfitt er að komast að á bessum þekkta skíðastað. Þorsteinn er væntanlegur heim í marz eða apríl. Ferðir í HHðarfjall annast Hópferðir sf. Fyrst um sinn verða ferðir á hverjum degi kl. 13.30 og á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 17.30 og 19.30. Um helgar eru ferðir kl. 10 f. h. og ld. 13. — Frek- ari upplýsingar um ferðir í fjallið veitir Ólafur Þorbergs- son, heimasími 12878. Geta má þess, að skíðabrekkur fvrir almenning verða troðnar eftir því sem ástæður leyfa. Þeim, sem óska nánari upp- lýsinga um starfsemi Vetrar- íþróttamiðstöðvarinnar, er bent á að snúa sér til fram- kvæmdastjórans, Ivars Sig- mundssonar, Skíðahótelinu, — sími 12930.

x

Íslendingur - Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur - Ísafold
https://timarit.is/publication/677

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.