Íslendingur - Ísafold - 13.03.1971, Blaðsíða 9
ÍSLENDINGUR-ÍSAFOLD - LAUGARDAGUR 13. MARZ 1971 ' 9
MJÖG GÓÐUR AFLI
VESTFJARÐABÁTA
Blaðinu hefur borizt eftir-
farandi yfirlit frá Fiskifélagi
íslands um sjósókn og afla-
brögð í Vestfirðingafjórðungi í
febrúarmánuði:
Fyrri hluta febrúarmánaðar
voru hér þrálátar ógæftir og
um tíma þakti hafísinn nálega
öll mið vestfirzkra bátaflotans,
svo að hann gat lítið athafnað
sig. Um miðjan mánuðinn lón-
aði ísinn svo heldur frá landi
og voru gæftir nokkuð stöðug-
ar eftir það. Fengu togbátarn-
ir mjög góðan afla við ísjað-
arinn, og einnig félckst ágætur
afli á línu djúpt úti af syðri
Vestfjörðunum. Reru stærti
bátarnir frá Djúpi þangaö suð-
ur eftir, en þær sjóferðir talca
á anrian sólarhring. Einn bátur
frá Patreksfirði er byrjaður
með net, en afli var heldur
tregur.
Heildaral'linn í mánuðinum
var 5.651 lcst. og cr heildarafl
inn frá áramótum þá orðinn
9.382 lestir. I fyrra var febrú-
araflinn 4.060 lestir og heild-
araflinn frá áramótum 9.167
lestir. Af 38 bátum, sem stund
uðu boifiskveiðar frá Vest-
fjörðum í febrúar, rcru 24 með
línu, og varð heildarafli þeirra
2.882 lestir í 349 sjóíerðum,
eða 8.26 lestir að meðaltali í
róðri. Er meðalafli línubátanna
frá áramótum 7.90 lestir í
róðir. Er það aðeins hærra en
í fyrra, en þá var meðalaflinn
7.82 lestir í róðri.
Aflahæsti línubáturinn í
fjórðungnum var Tungufell frá
Tálknafirði með 175.6 lestir í
18 róðrum, en í fyrra var
Tálknfirðingur aflahæstur með
218 Iestir í 10 róðrum (úti-
lega). Af togbátunum var fúl-
íus Geirmundsson frá ísafirði
aflahæstur með 303.5 lestir í
4 róðrum, en í fyrra var Guð-
bjartur Kristján aflahæstur
með 197.2 lestir í 5 róðrum.
Aflahæsti báturinn frá ára-
mótum er nú Júlíus Geir-
mundsson með 402.2 lestir, en
í fyrra var Tálknfirðingur afla
hæstur með 385 lestir.
Aflahæsta verstöðin er ísa-
ijörður með 1.416 lestir, sem
er 400 lestum meira en í febrú
ar í fyrra.
Rækjuveiðarnar
Rækjuafli í ísafjarðardjúpi
var mjög góður allan mánuð-
inn, en í Arnarfirði og Húna-
flóa var aflinn heldur rýrnri
en í fyrra. Alls bárust á land í
fjórðungnum 704 lestir af
rækju. I fyrra var febrúarafl-
inn 550 lestir og heildaraflinn
frá áramótum var þá 896 lest-
ir, en er nú orðinn 1.107 lest-
ir.
Frá Bíldudal voru geiðir út
15 bátar til rækjuveiða í Arn-
arfirði, og var heildaraíli
þeirra í mánuðinum 103 lestir
í 291 róðri. Aflahæstir voru
Vísir með 13.3 lestir og Dröfn
með 11.5 lestir. í fyrra voru
gerðir út 11 bátar frá Bíldudal
og varð heildarafli þeirra í
febrúar 107 lestir í 207 rððr-
um.
Frá vorstöðvunum við Isa-
fjarðardjúp voru gerðir út 45
bátar til rækjuveiða, og varð
heildarafli þeirra í mánuðinum
523 lestir. Afli var yfirleitt góð
ur allan mánuðinn og beztur
síðustu vikuna, en þá bárust
á land 176 lestir. Fengu marg-
ir bátanna ágætan afla utar-
lcga i Djúpinu, út undir Ösku
bak og jafnvel út á Kvíamiði.
í fyrra stunduöy 32 bátar
rækjuvciðar í ísafjarðadjúpi í
febrúar, og varð heildaraf'i
þeirra 334 lestir í mánuðinum.
Frá verstöðvunum við Stein
grímsfjörð voru gerðir út111
bátar til rækjuveiða. Var heild
arafli þeirra í mánuðinum 78
lestir. Framan af mánuðinum
var afli heldur lélegur og rækj
an smá, en síðari hluta mánað
arins féklcst ágætur afli á
Reykja.rfirði. í fyrra stunduðu
9 bátar rækjuveiðar lrá Höíma
vík og Drangsnesi, og var heild
araflinn í febrúar 109 lestir.
Aflahæstu bátarnir nú voru
Brigir með 10 lestir, Sigurbjórg
með 9.8 lestir og Guðrún Guð
mundsdóttir mcð 9.5 lcstir.
Þriðja umferð í sveitahrað -
keppni Bridgefélags Alcureyr-
ar var spiluð sl. þriðjudags-
kvöld. Röð sveitanna cr þessi:
Sv. Mikaels Jónssonar 1752
— Harðar Steinbergss. 1727
— Halldórs Helgaonar 1720
— Soffíu Guðmundsd. 1614
— Páls Pálssonar 1536
— Hinriks Hinrikssonar 1511
— Sveinbj. Sigurðss. 1480
Meðalárangur er 1520 stig.
Fjórða og síðasta umferðin
verður spiluð nk. þriðjudags-
kvöld.
REMIINGTON-
vösukynning
Orka hf. í Reykjavík mun
á næstunni kynna á Akureyri
hinar ýmsu framleiðsluvörur
Remington Rand.
Mun Guðmundur Hallgríms
son, sölustjóri Remington-
deildar Orku hf., dveljast á
Hótel KEA föstudag 19. og
laugardag 20. febrúar nk. og
veita upplýsingar þeim, cr þess
óska.
Er ekki að efa að forstöðu-
menn fyrirtækja á Akureyri
munu nota sér þetta tækifæri
til að kynnast af eigin raun
hinum fjölmörgu vörutegund-
um, sem Remington Rand
framleiðir á sviði skrifstofu
áhalda og spjaldskrárkerfa.
Félagsanálanám
skeiði frestað
Félagsmálanámskciði því
sem Vörður, félag ungra sjálf-
stæðismanna á Alcureyri, hafði
ákveðið að halda ný um helg
ina, hefur verið frestað um
hálfan mánuð vegna veikinda
Verður það því haldið dag
ana 27. og 28. marz nk.
ÖRYGGISMÁLARÁÐ-
STEFNA EVRÓPU
Björn Bjarnason skrifaði nýlega grein í
Stcfni, tímarit SUS, uin Öryggismálaráð-
stefnu Evrópu. — Heimsbyggðin birtir hér
hluta greinarinnar.
„Sá áfangi á leiðinni til bættrar sambúðar
í Evrópu, sem nú er einkum miðað við, er
hugsarileg ráðstefna um öryggismál Evrópu.
En eins og kunnugt er, hafa Sovétríkin og
fylgiríki þeirra innan Varsjárbandalagsins
stungiö upp á því, að til ráðstefnunnar verði
efnt. — Utanríkisráðherrar Sovétríkjanna
hafa nokkrum sinnum komið fram með
tillögu um, að efnt yrði til slíkrar ráðstefnu.
Áður fyrr var yfirleitt litið á tillögur þeirra
sem áróðursbragð til að dreifa athyglinni
frá atferli sovézku stjórnarinnar á öðrum
sviðunr utanríkismála. Raunar benti ýmis-
legt til þess, að svo yrði einnig gert, þegar
komið var fram með tillöguna að nýju eftir
innrásina í Tékkóslóvakíu. En Atlantshafs-
bandalagið var eindregið á þeirri skoðun,
að reynt yrði að bæta sambúðina í Evrópu
og minnka spennuna í álfunni. Þess vegna
hefur þróunin orðið sú, að utanríkisráð-
herrar bandalagsins hafa lýst því yfir á
fundum sínum, að þeir væru reiðubúnir
að hefja undirbúning slíkrar ráðstefnu, ef
ákveðnum skilyrðum yrði fullnægt . . .“
,,Á fundi sínum í Brussel í byrjun des-
ember lýstu utanríkisráðherrar Atlantshafs
bandalagsins því yfir, að það sé forsenda
þess, að þær viðræður hefjist til undirbún-
ings öryggismálaráðstefnunni, að samkomu
lag náist í viðræðum fjói*veldanna um Vest
ur-Berlín. í þessu sambandi leggja ráð-
herrarnir á það áherzlu, að samgöngur við
Berlín verði ekki hindraðar, að ferðafrelsi
innan Berlínar verði komið í eðlilegt horf
og viðurkennd verði í raun þau tengsl,
sem skapast milli Vestur-Berlínar og Vest-
ur-Þýzkalands, og Veslurveldin þrjú, sem
bera ábyrgð á borginni, hafa samþykkt.
Hér hefur Atlantshafsbandalagið því sett
ákveðið skilyrði fyrir því, að fjölþjóðlegur
undirbúningur öryggismálaráðstefnunnar
hefjist.
I huga leiðtoga austur-þýzkra kommún-
ista er efst, að ríkisstjórn þeirra verði við-
urkennt sem fullvalda. Þeir vilja gera þetta
að skilyrði þess, að samkomulag takist um
Berlín. Talið er, að samaðilar þeirra að Var
sjárbandalaginu fallist ekki lengur á þetta
skilyrði sem ófrávíkjanlegt. Brezhnev hefur
í ræðu talað um „óskir íbúa Vestur-Ber-
línar“ í sambandi við lausn málsins og í
yfirlýsingu leiðtoga Varsjárbandalagsins,
sem gcfin var út að loknum fundi þeirra í
Austur-Berlín í byrjun desembcr, er talað
um „þarfir íbúa Vestur-Berlínar.“ — Gom-
ulka, leiðtogi pólskra kommúnista, hefur
gefið í skyn, að Pólverjar muni taka upp
stjórnmálasamband við Vestur-Þjóðverja.
En það er ósamrimanlegt einstrengingsleg-
um kröfum Ulbrichts. Langt er gengið, þeg-
ar jafnvel Brczhnev er farinn að hundsa
traustasta skjólstæðing sinn innan Varsjár-
bandalagsins, Ulbricht. Pólskur blaðamað-
ur hefur komizt þannig að orði, bæði í
gamni og alvöru, að Pólverjum muni seint
takast að skapa „eðlileg tengsl“ við Þýzka-
land. Þegar samningar hafi tekizt við Vest-
ur-Þýzkaland, þurfi að hefja samninga við
Austur-Þýzkaland.
Hér hefur verið fjallað um skilyrði þess,
að ríkisstjórnir Atlantshafsbandalagsins
taki þátt í undirbúningi öryggismálaráð-
stefnu Evrópu. Hitt er ekki eins auðvelt
viðfangs, að gera sér grein fyrir því, hvort
nokkur von sé til þess, að árangur náist
á slíkri ráðstefnu. Ekkert bendir til þess,
að leiðtogar Sovétríkjanna séu reiðubúnir
til að slaka á þeim tökum, sem þeir hafa
á öðrum ríkjum Varsjárbandalagsins. Eng-
inn frjálshuga maður gæti sætt sig við, að
Vesturlönd semdu um það við Sovétríkin,
að þau hefðu eilíf yfirráð yfir þjóðum
Austur-Evrópu. Forsenda sérhvers sam-
komulags er og hlýtur að verða, að sjálf-
stæði og fuliveldi allra ríkja Evrópu verði
tryggt og íhlutunarréttur annarra í mál-
efni þeirra bannaður. Þróunin hjá núv.
valdhöfum Sovétríkjanna hefur fremur ver
ið í þá átt að herða tökin á öðrum Varsjár-
bandalagslöndum en hitt.
Hvað eftir annað hafa ríkisstjórnir að-
ildarlanda Atlantshafsbandalagsins óskað
eftir því við leiðtoga Varsjárbandalagsins,
að teknar yrðu upp viðræður um jafnan
og gagnkvæman samdrátt herafla í Evrópu.
Fyrsta heildaryfirlýsing bandalagsins um
þelta efni var gefin út á ráðherrafundin-
um hér í Reykjavík sumarið 1968. í kjöl-
far hennar var innrásin í Tékkóslóvakíu
gerð og síðan hafa Varsjárbandalagslöndin
stöðugt aukið herafla sinn. Á fundi, sem
leiðtogar þeirra héldu í Búdapest í lok júní
sl-i var gerð sérstök samþykkt um „alls-
herjar evrópska ráðstefnu um öryggi og
samvinnu í Evrópu". Þar segir m. a.: „Rík-
isstjórnirnar, sem standa að þessari sam-
þykkt, eru þeirrar skoðunar, að bezt verði
stuðlað að bættri sambúð í Evrópu og efl-
ingu evrópsks öryggis með umræðum um
samdrátt erlends herafla af landsvæðum
evrópskra ríkja . . .“ Er í samþykktinni
lagt til, að sett verði á fót af öryggismála-
ráðstcfnunni sérstök stofnun til að fjalla
um þetta mál . . .“