Íslendingur - Ísafold


Íslendingur - Ísafold - 13.03.1971, Blaðsíða 10

Íslendingur - Ísafold - 13.03.1971, Blaðsíða 10
[3M ÍSLENDINGUR-ISAFOLD - LAUGARDAGUR 13. MARZ 1971 ^ ' Steingrlmur Daviðsson: BJÖRNS ÞÁTTUR og SKJÓNU Sem alþjóð er kunnugt, er nýlega genginn dómur Hæsta- réttar í svokölluðu Skjónu- máli. Almenningur kennir mál þetta við hryssuna, sem mál- ið er út af spunnið. Ég ætla, að einir fimm dómar hafi geng ið um Skjónumálið, og mun vera nær einsdæmi. Þessi dóm ur Hæstaréttar er væntanlega sá síðasti, en með honum öðl- ast Björn Pálsson á Löngumýri fullan eignarrétt og húsbónda- völd yfir Skjónu, og það í fyrsta sinn, en Skjóna mun vera nær tvítug. Og Björn hefur sagt hana fædda í sinni hjörð, og sína eign, en aðrir vefengt, nú á seinni árum, og talið eyrnamark hryssunnar vera annars manns. Nefndur dómur Hæstarétt- ar er nánast staðfesting á hér- aðsdómi, er fyrir nokkru geklc í þessu sama máli. 1 báðum þessum dómum er núverandi eignarréttur Björns á hryss- unni Skjónu byggðir á hefð, en ekki eyrnamarki á Skjónu. Þ. e. dómarnir grundvallast á á- kvæði um hefð, í lögum nr. 46/1905. Segir svo m. a. í tfagnýtt rit fyrir húsbyggjendur I samræmi við það hlutverk Húsnæðismálastofnunar ríkis- ins, að vinna að umbótum í byggingarmálum og lækkun byggingarkostnaðar, sbr. 3. gr. laga nr. 30/1970, hefur Húsnæðismálastofnunin ný- lega gefið út í 2. útgáfu rit eftir dr. Kjartan Jóhannsson, verkfræðing, er nefnist Skipu- Iagning og áætlanagerð við í- búðabyggingar. — Gerir höf- undur þar grein fyrir samhengi ýmissa liða í skipulagsmálum íbúðabygginga og kynnir skipu lagningu og áætlanagerð skv. svonefndri CPM-aðferð. Það er von Húsnæðismála- stofnunar ríkisins, að rit þetta geti orðið til gagns og fróð- leiks þeim, sem við íbúðar- byggingar fást og jafnframt orðið þeim til gagns í viðleitni þeirra til að lækka byggingar- kostnað hér á landi. Bókaútgáfa Menningar- sjóðs, Hverfisgötu 21, Reykja vík, hefur tekið að sér sölu ritsins og verð þess er 100 kr. Er þeim, sem áhuga hafa fyrir að kynna sór efni þess, bent á að leita þangað. — Húsnæðis- málastofnun ríkisins. dómi Hæstaréttar: „Sam- kvæmt gögnum málsins verð- ur við það að miða, að markið á hryssunni sé ekki mark stefnda, en stefndi hefur ekki óskað yfirskoðunar á mark- skoðun dómkvaddra manna, sem lýst er í héraðsdómi. Vegna þessa og samlcvæmt gögnum málsins að öðru leyti, verður ekki fallist á aðalmáls- ástæður stefnds fyrir viður- kenningu á eignarrétti hans að hryssunni. Hins vegar verður að telja, að stefndi hafi haft eignarhald á hryssunni hefð- artíma fullan, 10 ár, samanber 2. gr. laga r. 46/1905.“ Enginn efast um réttmæti héraðsdóms og Hæstaréttar. Þessi nefndu hefðarákvæði hafa af ókunnum orsökum villst inn í lögin nr. 46/1905. I olckar fornu lögum, Grágás og Jónsbók, er mark á búpen- ingi talið helga eignarréttinn. Og eignarréttur byggður á hefð aðeins, stríðir algjört á móti réttarmeðvitund almenn- ings, og þess vegna m. a. ber að nema þegar úr Iögum þetta vanhugsaða álcvæði, hvað snertir búfénað, svo og allt annað lausafé. Fyrir þessu eru gild rök og augljós, þó ekki verði hér greind. Líklega hef- ur þessu 66 ára gamla laga- ákvæði verið beitt nú í fyrsta sinn. Eða veit einhver réttara? Vegna þessa margnefnda lagaákvæðis er svo komið, að gamli heiðursmaðurinn, Jón Jónsson, bóndi á öxl í Húna- þingi, verður ekki aðeins svift- ur áður réttmætri eign, heJdur verður hann og að greiða stór- fé í málskostnað, við að halda eignarrétti sínum, sem ekki tókst, vegna ranglátra laga. Allt þetta eykur frægð Björns á vissu sviði og gefur Alþingis-skaupi alþingismanns ins fyllingu og ljóma. En flest- um Húnvetningum finnst Iítið um þessa skemmtiþætti alþing ismannsins, og telja hvort tveggja, þá honum til lítiilar sæmdar, og Alþingi berlega vanvirt með slíku skaupi í söl- um þess, er og ólíklegt, að þingsköp leyfi slíkt heimsku- rabb um mál, sem ekki eru á dagskrá, snerta ekki þjóðmál, en eru*aðeins raup eins þing- manns um eigin ágæti. Það virðist annars viður- kennt, að eyrnamark á hryss- unni fyrrnefndu hefði helgað Jóni í öxl eignarréttinn, ef hryssan hefði verið dregin hon um nokkrum árum fyrr, þ. e. fyrr en hefðartíminn var fulln aður. Ætla mætti, að með dómi Hæstaréttar væri þessu leiða málaþrasi lokið, og er það sennilega, því háaldraði, heilsu veili bóndinn í öxl treystir sér að sjálfsögðu ekki til að hefja nýtt mál út af þeim þætti þessa máls, sem dómur hefur ekki um gengið. En víst er, að al- menningur er ekki ánægður með þessi málalolc. Ef um- deilda hrossið hefði heitið Skjóni en eklci Skjóna, var málið klappað og klárt, en svo var nú ekki. Ætla má, að Skjóna, meðan hún á „hefð- artímanum" var á milU eig- endá, hafi átt nokkur afkvæmi sennilega 9 — 10 folöld, á tákn- rænu máli, í einskonar lausa- leik. En annars: Hver var rétt ur eigandi þessara folalda, eða verðinu fyrir þau? Þessari spurningu er æskilegt að fá svarað undanbragðalaust. — Fyrstan tel ég skyldan að svara Björn Pálsson, sem nú er, sam kvæmt hefð orðinn eigandi Skjónu, var það ekki fyrir, samkvæmt fyrrsögðu. Næstan til svara ætla ég lögfræðing þann, er sótti málið fyrir Jón í öxl. Fleiri hirði ég ekld að tilnefna að sinni. Það er næsta furðulegt, að sækjandi máls- ins, þegar hann sá hverju að hlaut að fara með dómsupp- skurð, að hann skyldi ekki hug leiða þennan þátt málsins, og gera kröfu um verð fyrir fol- öldin. Rétt ályktun vefst ekki fyrir leikmönnum. Fyrst Jón var réttur eigandi hryssunnar, samkvæmt eyrnamarki, eri Björn þá fyrst að liðnum „hefð artíma“, hlýtur Jón að eiga kröfu á verði fyrir folöld Skjónu á margnefndum „hefð artíma“. Um allmikla fjárhæð er að ræða, því ekki kemur til frádráttar fóðurkostnaður á Skjónu, hún hefur allan tím- ann gengið sjálfala með hross um Björns, ýmist á afrétt eða heimalöndum ýmissa manna. Þá koma og varla til opinber gjöld, eða hvað segja Svín- dælingar um það? I þingræðu sagði Bjóm á þá leið, að hann hefði alltaf veitt Slcjónu sérstaka eftirtekí og þótt vænt um hana, því hann hefði aldrei átt hross samlitt henni. Ekki hefur sá litur verið kynfastur í hrossa- hjörð Björns. Nokkra ályktun má af þessu draga. Vitað er, að ekki hefur Björn viljandi ætlað sér hald á annars manns eign, heldur kemur til kunn trassamennska hans, munu og lík mistök hafa oftar hent. Báðir fyrrnefndir málsaðil- ar eru mér að mörgu góðu kunnir. öldungurinn í öxl er vel greindur hæglætismaður, og sómi sinnar stéttar, enda hefur hann á langri ævi eign- ast óskoraða vináttu sveitunga sinna. Margt er og vel um Björn, en mikillæti hans mætti minna vera, álit á eigin ágæti, bægslagangur og þrákelkr>i, en nokkuð meira af ábyrgu tali, og meiri baráttuvilji fyrir mál- efnum umbjóðenda sinn.a í hér aði. Skjónumálið er löngu orðið Birni til vansæmdar, og Jóni hefur það valdið óbætanleg- um sársauka, svo og fjárhags- tjóni. Það er elcki á valdi Björns alþingismanns, þó vilji sé til, að draga sviða úr sá gamla mannsins á öxl, en fjártjónið getur Björn bætt honum, og er siðferðilega séð skyldugur til þess. Og er ekki að efa getu þess ríka manns. Nettótekjur Björns af „Skjónu“ með vöxtum og vaxtavöxtum er hægt að meta, svo ekki skeiki miklu. Máls- kostnaður, sem Jón hefur orð- ið að borga, hlýtur að Iiggja ljós fyrir. Við þetta leegjast sanngjarnar miskabætur. 4 Þessi tillaga er nánast vin- samleg ábending Bimi til handa, svo hann hugleiði í al- vöru, að leiðrétta, svo sem verða má, leiðinleg mistök, og ómannlega ágengni, eftir það að Skjóna var dregin réttum eiganda. Brátt verður I.öngumýrar- Skjóna öll, og málaþrasinu út af þeirri frægu skepnu er sennilega þegar lokið. En er tímar líða, fer einhver grúsk- arinn að slcrifa „Skjónuþátt”, og verður sómi Björns meiri, að sögukornið endi þann veg, sem hér er lagt til. Þaö eitt getur enzt til, að nöfn beggja: Björns og Skjónu, lifi : sögu Islands um allar ókomnar ald- ir . Ég vil minna þingmanninn á, að rifja upp spalcmælið forna og sígilda: „Orðstírr deyr aldrigi hveims sci góðan getr.“ Að lokum þetta: Vafalaust verður húðin af Skjónu vel til- reidd, svo hún verði stofu- prýði á Löngumýri. En eftir daga Björns mun húðin bezt geymd í Þjóðminjasafni Ts- lands. Það eitt er henni sam- boðið, hryssunni, hverrar nafn hefur komið fyrir marga dóm- stóla, og nú síðast inn á AI- þingi Islendinga. IMýjar hugmyndir — Framhald af bls. 7. — Hvað með EFTA aðild? — Við þurfum duglegan „skrekk“ til að betrumbæta stjórn- un fyrirtækja og ýta undir nýsköpun í iðnaði. Neyðin kennir naktri konu að spinna. Niðurfelling tolla er vissulega skrekk- ur ,en við höfum aðlögunartíma, sem við verðum að notfæra okkur vel. Við þurfum að stuðla að samruna fyrirtækja, stækka ejningar, endurslcipuleggja framleiðsluaðferðir og stofna ný fyr- irtæki. Með EFTA aðild skapast einnig möguleikar á framleiðslu á ýmsum iðnaðarvarningi í samvinnu við Bandaríkjamenn. Má nefna fyrirhugaða Ruthland verksmiðju í Hveragerði í því sam- bandi, en hún mun hafa cinkarétt á sölu í EFTA-löndunum. — Hvað er að ylckar dómi mestur Þrándur í Götu iðnaðar úti á Iandsbyggðinni? — Oft er það flutningskostnaður milli landshluta, dreifing vörunnar á stærstu sölusvæðin og skortur á sérhæfðu vinnuafli. En síðast en ekki sízt viðhorf staðarmanna. Það er alveg ótrú- legt, hve mildu sjálfsbjargarviðleitnin getur kornið til leiðar. — Að lokum, hvernig lízt ylckur á möguleika til uppbygg- ingar iðnaðar á Norðurlandi? — Vel. En það verður að fara gætilega. Það verður líka að hlúa að þeim iðnaði sem fyrir er. Atvinnumarkaðurinn er þröng- ur og eitt stórt fyrirtælci gæti gert öðrum erfitt fyrir með vinnu- afl, ef eklci er að gáð. Við eigum fyrst og fremst að byggja upp iðnað til að mæta erlendri samkeppni og til útflutnings. Við verðum þess vegna að forðast óþarfa togstreitu innanlands. Þau sveitarfélög á Norðurlandi, þar sem þéttbýliskjarni hefur myndast, eru flest við sjávarsíðuna. Flest eru þau af stærðinni 300 — 1000 manns. Atvinnulífið hefur að mestu mótast af út- gerð og vinnslu sjávarafurða og verzlun við sveitirnar í lcring. Sjávarafli getur verið stopull, aulc þess sem hann er árstíma- bundinn. - EIGI JAFNVÆGI AÐ HALDAST I BYGGÐ LANDSINS er að okkar áliti nauðsynlegt að atvinnulífið á þess- um stöðum sé sem fjölbreyttast og sem minnst háð árstíma. Tiltölulega smá iðnfyrirtæki, sem byggja starfsemi sína á stöð- ugri framleiðslu, geta í þessu tilliti haft úrslitaþýðingu um fram- vindu mála. Þau kalla á þjónustu annarra fyrirtækja á staðn- um til viðhalds og endurbóta. Auk þess eflir það verzlun og margháttaða aðra þjónustu á staðnum, svo sem flutninga, íbúða- byggingar, gatnagerð og fleira. — Flestir eða allir fá starf við sitt hæfi.

x

Íslendingur - Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur - Ísafold
https://timarit.is/publication/677

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.