Íslendingur - Ísafold - 13.03.1971, Blaðsíða 5
ÍSLENDINGUR-ÍSAFOLD - LAUGARDAGUR 13. MARZ 1971 5
„Ríkisstjórnin hefur lagt mikla
áherzlu á að togararnir verði
smíðaðir hér...“
— segir Jóhann Hafstein, forsætis- og iðnaðarráðherra m.a. í viðtaii við bSsðið
fslendingur-ísafold lagði nokkrar spurningar
fyrir Jóhann Hafstein, forsætisráðherra, þegar
hann kom hingað norður um helgina. — Mynd-
irnar með viðtalinu eru úr heimsókn forsætis-
ráðherra í Slippstöðina hf., sem hann sótti heiin
ásamt fíeiri fyrirtækjum.
— Hvaða mál vill Sjálfstæðisflokkurinn
leggja mesta áherzlu á í komandi alþing-
iskosningum?
— Ég tel eðlilegt, að Sjálfstæðisflokkurinn
leggi áherzlu á þaö í kosningunum, hvaða árang-
ur Jiafi náðst í ýmsum meginmálum í stjórnar-
tíð hans. En þegar horft er til framtíðarinnar,
þá þykir mér ekki ósennilegt, að landhelgismál-
ið — hagnýting landgrunnsins — og réttur Is-
Jendinga til þess, verði eitt af helztu málunum.
Ég vil minna á það, að á þetta lagði ég áherzlu
í stjórnaryfirlýsingu strax og þing kom saman í
haust, en jafnframt hef ég lagt á það ríka á-
herzlu, að takast mætti að ná sem víðtækastri
samstöðu milli flokka í þessu máli, sem ég tel
að eigi að vera hafið yfir flokkadrætti. Það var
að tilhlutan Bjarna heitins Benediktssonar sett
á laggir landhelgisnefnd á sl. vori skipuð full-
trúum allra þingflokka, og í þessari nefnd höfum
við reynt að samræma sjónarmiðin eftir föngum.
— Eru líkur fyrir því, að Sjálfstæðisflokkur-
inn verði í næstu ríkisstjórn, og þá með
hvaða flokki?
— Vissulega tel ég miklar likur fyrir því, að
SjálfstæðisfloJdrurinn verði í næstu ríkisstjórn
og byggi það á því, að ég tel aðstöðu Sjálfstæðis-
flokksins mjög sterka. Hún er líka sterkari, þegar
haft er í huga, að ýmsir aðrir flokkar hafa sundr-
azt eða á annan svipaðan hátt veikt aðstöðu sína.
Annars skyldi enginn spá um það, hvernig að-
Forsætisráðherra ásamt fylgdarliði í brúnni á nýju Esju.
(Myndir: Matthías).
staða sé eftir kosningar. Við höfum ekki lekið
neina ákvörðun um hugsanlegt stjórnarsamstarf
með neinum einum stjórnmálaflokki, eins og
kunnugt er. Fyrir kosningarnar 1963 lýstu stjórn-
arflokkarnir, Sjálfstæðisflokkur og Alþýðuflokk-
ur, því yfir, að þeir myndu starfa áfram eftir
kosningar í ríkisstjórn, ef þeir fengju aðstöðu til
þess, og sú varð raunin, Hvorki fyrir alþingis-
kosningarnar 1967 né nú hafa slíkar yfirlýsingar
verið gefnar.
— Hvað gerist í haust, þegar lögin um verð-
stöðvun falla úr gildi?
Frá vinstri: Lárus Jónsson, Gunnar Ragnars og Jóhann Hafstcin í skoðunarferð í Slippstöðinni.
— Ég get ekki fullyrt um það, hvað gerast
muni í haust, þegar lögin um verðstöðvunina
falla úr gildi. Hitt er víst, að hverjir sem þá fara
með stjórn í þessu landi, standa mun bctur að
vígi einmitt vegna áhrifa verðstöðvunarlaganna,
því að meginstaðreynd er það, að þau hafa dreg-
ið úr vexti verðbólgunnar og viðhaldið meiri
kaupmætti launa en ella hefði orðið, en eins og
kunnugt er, þá verða kaupsamningar einnig laus-
ir á sama tíma og verðstöðvunarlögin falla úr
gildi.
— Hvernig líður samningum um smíði
tveggja skuttogara í Slippstöðinni ?
— Um þessar mundir standa þessir samning-
ar yfir. Ríkisstjórnin hefur lagt mikla áherzlu
á, að úr því geti orðið, að togararnir verði smíð-
aðir hér, ekki sízt til þess að íslenzkur skipa-
smiðaiðnaður fái sem mesta reynslu af því að
smíða slík skip, en fullvíst má telja, að margir
skuttogarar verði smíðaðir fyrir Islendinga á kom
andi árum. Ég vil láta í ljós þá von, að samning-
ar takist sem fyrst um þetta við Slippstöðina.
— Hver verða helztu viðfangsefni landsfund-
arins í apríl og hverjir munu veljast til
forystu í Sjálfstæðisflokknum?
— Um þetta vil ég segja, að helztu viðfangs-
efni landsfundar eru nú sem endranær að móta
meginstefnu flokksins og alveg sér í lagi með
hliðsjón af þeim kosningum, sem framundan
eru. Miðstjórn vinnur nú að því að ganga frá
dagskrá landsfundar og fyrirkomulagi hans. Við
gerum ráð fyrir, að landsfundur verði vel sóttur
úr öllum hénfðum landsins eftir fréttum, sem
við höfum þar um. Landsfundarfulltrúarnir svara
því með venjulegum hætti í óbundinni kosningu
á landsfundinum, hverjir veljast þar til forustu.