Íslendingur - Ísafold


Íslendingur - Ísafold - 03.04.1971, Blaðsíða 12

Íslendingur - Ísafold - 03.04.1971, Blaðsíða 12
12 ÍSLENDINGUR-ÍSAFOLD - LAUGARDAGUR 3. APRlL 1971. ALLT ( Nýkomiö mikið úrval af KRYDDVÖRUM. Alltaf citthvaö nýtt. - SENDUM HEIM. Hafnarbúðin PÁSKABAKSTURIIMIM Sími 1-1094 'kipagötu 4. Útibú Grænumýri 20. 7V * * & MHMMm JTOBÍ ■ ■■Ml *%L~ ii H g aa.m *r* i» ■! ® BijÍ ^ KOIMUR* .. .. : ■ 3r? Nú fer páskavikan í hönd, en henni fylgir yfirleitt mikið annríki hjá húsmóðurinni. Við skulum því reyna að hagræða vinnu okkar þannig, að einnig húsmæðurnar geti notið páska leyfisins, stundað fjallið, farið í gönguferðir eða notið frí- stundanna á annan heilbrigð- an hátt, án þess þó að það gangi um of út yfir matseid- ina. Hér eru því nokkrar upp- skriftir af mat, sem hægt er að undirbúa með góðum fyfir- vara. Hef ég til þess valið kjúklinga, sem er hollur og góður matur, en inniheldur þó ekki allt of margar kaloriur. 2 pk. kjúldingabrjóst. IV2 tsk. salt. 1 ds. grænar baunir. 1 pund sveppir (eða 1 ds.). 3 msk. smjör. 3 msk. hveiti. 1 msk. laukduft. V2 msk. selery. V2 msk. paprilra. V2 msk. oregano. V2 tsk. Worchesterhire-sósa. V* tsk, tabasco (má sleppa). V2 bolli hvítvín (má sleppa). Rjómi. Hrísgrjón. Kjúklingarnir soðnir í 1;2 klst., sósan bökuð upp og krydduð, kjúkl., sveppum og rjóma bætt út í, borið fram með hrísgrjónum og salati. 1 kjúldingur (sundurlimað- ur) steiktur á pönnu og saltað- ur. Settur í eldfast mót eða ofn skúffuna. 1 ds. Camnell cream of mushrooms hrærð upp með rjóma og 2 msk. sherry hellt yfir kjúklinginn og hitað í ofni í 45 mín. Álpappír er settur yfir. Borið fram með hrísgrjónum og frönskum kart öflum. Kjúldingar framreiddir á þýzk- an hátt: Sundurlimaðir kjúklingar soðnir í 45 mín., iengur eða skemur eftir stærð. Velt upp úr hveiti. Brúnaðir á pönnu í smjöri og bornir fram með cocktailsósu, salati og frönsk- um kartöflum. Cocktailsósa: Mayonaise hrært upp mcð þeyttum rjóma, kryddað með tómatsósu og Worchesterhire- sósu. Fyrir þá, sem ekki eru gin- keyptir fyrir kjúklinga, hef ég valið nautageira. Nautageirinn er þurrsteiktur á pönnu, smjöri, tómatsósu og sinnepi bætt út í, cognac hellt yfir og kveikt í með eldspýtu (ekki kveikjara), borið fram með salati og frönskum kart- öflum eða köldu kartöflusal- ati. Kalt kartöflusalat: Mayonaise hrært út með þeyttum rjóma, rifnum laulc og rauðbeðum blandað saman við. Skreytt með harðsoðnum eggjum. Sem eftirrétt er handhægt að hafa eplalcöku, hana má út- búa með góðum fyrirvarn, Tví bökurasp er brúnað mcð sykri í smjöri, kanel síráð yfir' Tví- bökuraspið er síðan sett í skál, bananar sko-nir í sneiðar og raðað yfir raspið, gele bitum dreift yfir, 0 ’ eplamauk smurt yfir kökuna, þá e- sett annað lag af raspi og skreytt með miklum rjóma. Dönsk eplakaka: 4 —5 dl tvíbökurasp. 1 dl sykur. 100 g smjör. Kanel. Bananar. 1 dós eplamauk. Góð páskaterta: Tertubotnar: 3 egg. 150 g sykur. 100 g valhnetukjarnar. IV2 msk. kartöflumjöl. 1 tsk. lyftiduft. Fylling: 2V2 dl rjómi. Skreyting: 1 pk. linur möndlusykur — (Blöd nougat). 2V2 dl rjómi. Þeytið egg og sykur ljóst og létt. Saxið hnetukjarnana í möndlukvörn, blandið kart- öflumjöli og lyftidufti saman við og blandið þessu varlega saman við eggin. Smyrjið. og stráið brauðmylsnu innan í tertumót, ca. 24 cm í þver- mál og bakið tvo tertubotna úr deiginu við ca 200° C í 15 — 20 mín. Þegar botnarnir eru kaldir, eru þeir lagðir sam an með þeyttum rjóma. Frá Garðyrkjufél. Akureyrar Meðan náttúran er í vetrar- hvíld, þráum við ákaft merki vorsins og gróðursins. Ef við eigum runna og tré í garðinum okkar, getum við klippt af þeim greinar og látið þær springa út inni. Til þess að hafa erindi sem erfiði, verðum við að vita dálítið um líf plantnanna, og þá ekki sízt að vetrarlagi. Tré og runnar hafa bæði hvíldar- og dvalatíma (auk vaxtartímans). Hvíldartíminn orsakast af innra ástandi plönt unnar. Dvalartíminn er afleið- ing ytri aðstæðna eins og kulda, frosti í jörðu o. fl. Við leikmenn getum ekki lífgað greinar af plöntu, sem er í hvíld, en þegar hún er liðin, er hlýja og raki allt, sem þörf er á. Þegar við tökum inn greinar, er það von okkar, að þær lifni sem fyrst. Það er ekki skemmitlegt að horfa vik um saman á berar greinarnar. í þurru stofuiofti geta brum- hnapparnir visnað án þess að opna sig, fái þeir ekki nægan raka. Bezt er að setja nýklippt ar greinarnar í 30° C vatns- bað í 1 — 2 sólarhringa. Þá þrútna brumhnapparnir og greinarnar verða safaríkar. — Það er líka hægt að koma greinum í blóm með því að úða þær nægilega, en það cr samt mikið seinlegri aðferð. Birta er ekki nauðsynlge fyrr en brumhnapparnir bresta. Bezt er að halda úðun- inni áfram, þar til blómhnapp arnir eru byrjaðir að sýna lit. Úr því er betra að greinarnar standi ekki í of miklum hita. Nauðsynlegt er að láta þær á kaldan stað yfir nóttina. Birta eins mikil og unnt er. Greinar af eplatré, sýrenum og hegg er bezt að hafa mjög langar, eða allt að 2 m og þá veitir ekki af baðkarinu fyrir volga vatnið. Síðan eru þær settar í vatnsfötu og ísmelar settir í hana daglega. Oðun er nauðsynleg, en ekki þarf að skipta á vatninu í fötunni. Þeg ar greinarnar eru útsprungnar, má ldippa þær að vild. Frá nýári getum við tekið inn birkigreinar. Lerki má taka inn í marz, það er mjög þakk- látt verk að koma því til. auk þess er það einkar snoturí. Skreyting: Bræðið möndlusykurinn í vatnsbaði og kæiið. Þeytið rjómann, blandið möndlusykr- inum saman við og þeytíð, þar til þetta er jafnað saman. — Smyrjið þessu ofan á kökuna og skreytið með vaihnetu- kjörnum. Gísgja Ragnars. Allar tegundir af víði og topp er líka auðvelt að lifga. Því fyrr að vetrinum sem við tökum greinarnar inn, jreim mun lengri tíma tekur ræktun in. En eftir því sem vorið nálgast meir, því skemmri tíma þarf til að koma greinunum i blóma. Það er ómaksins vert að skera ofan af rófu, gulrót eða rauðrófu og setja á disk með vatni. Brátt koma blöðin i ijós og eru þau ennþá skemmci- legri núna að vetrinum en að sumrinu úti í garði. Góð birt.i nauðsynleg. Nokkrir venjulegir laukar á fati geta líka orðið að failegri plöntu, sem gaman er að hafa í eldhúsglugganum hjá sér. Matreíðslu námsr,eið Síðustu tveggja og þriggja kvöld matreiðslunámskeið- in hefjast um miðjan april. Innritun og upplýsingar í símum 1-11-99 og 1-10-12 frá kl. 12 — 14 dagiega. Alifuglabúið FJÖREG Selur Lifandl hænuunga á mismunandi aldri 1 KJÖtkjúklinga Grillkjúklinga Alihænsn Hótelkjúklinga Kjúklingabringur Kjúklingalæri Egg ALIFUGLABÚIÐ FJÖREGG

x

Íslendingur - Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur - Ísafold
https://timarit.is/publication/677

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.