Íslendingur - Ísafold


Íslendingur - Ísafold - 03.04.1971, Side 17

Íslendingur - Ísafold - 03.04.1971, Side 17
ÍSLENDINGUR-ÍSAFOLD - LAUGARDAGUR 3. APRÍL 1971. 17 lcomið með tillögur um læknamiðstöðvar í stað hér- aðslæknanna. Virðist það vera helzta lausnin á læknaslcorti strj álbýlisins. í því sambandi þarf að tryggja góðar samgöngur til og frá læknamiðstöðvunum, t. d. með byggingu sjúkraflugvalla eða kaupum á þyrlum. Þá verður einnig að reisa sjúkraskýli við stöðvarnar, og má í því sambandi benda á þörf fyrir elliheimili, þar sem sjúkraskýlin gegna nú hlutverki þeirra að einhverju leyti. Þá er úrbóta vant, hvað varðar skipulagningu þess, að nægilegt framboð sé á hjúkrunarfólki. Svo virðist senr launakjör þessa fólks og kennara þeirra komi í veg fyrir eðiilega fjölgun í greininni. Það væri einnig æskilegt, að ríkið veitti þeim styrk, sem þurfa að leita sérfræðings um langan veg, þótt þeir séu ekki rúmliggjandi. Hér má einnig nefna þjónustu tannlækna, þóít hún heyri ekki undir opinbera stjórn. Það hefur verið stefna allmargra sveitarfélaga að koma sér upp tannlæknastofum og ráða til sín tannlækna. Það virðist okkur eðlilegt, að tannlæknar verði við læknamiðstöðvarnar, eftir því sem starfsgrundvöil- ur er fyrir þá. Þá viljum við einnig mæla með því að tannlækna- þjónusta verði undir stjórn opinbcrra aðila, eins og önnur heilbrigðismál. I . . . Starfsemi félagsheimila . . . Það verður að teljast undirstaða félagslífs í hverju byggðarlagi, að húsnæði sé til þeirrar starfsemi. Á síðustu áruin hefur verið ráðizt í byggingu margra félagsheimila, og eru 46 félagsheimili í byggingu, þar af 7 í kaupstöðum. Þar sem bygging og rekstur félagsheimilis krefst mikils fjármagns, hei'ur fjármögnun verið helzta vandamálið. Nú veitir ríkið styrk til hvers félagsheiinilis, er nemur 40% af byggingarkostnaði þeirra. En þar sem ráðizt hefur verið í að reisa á skömmum tíma margar og stórar byggingar, er sjóður sá, sem lánað er úr, kominn í þrot í bili, og geta því sveitarfélögin orðið að bíða noklcur ár eftir fyrirgreiðslu. Til þess að ráða að nokkru bót, á þessu hefur þó verið veitt heimild fyrir útgáfu skuldabréfa. En athugum nú, hvaða starfsemi fer fram í félags- heimilum. 1. Á mörgum stöðum eru félagsheimilin notuð að einhverju leyti til kennslu, sérstaklega íþrótta- kennslu, en einnig til almennrar kennslu. 2. Þar eru haldnir fundir hinna ýmsu félaga, sem starfandi eru í viðkomandi hreppi. 3. f þriðja lagi fara kvikmyndasýningar frain í mörgum þeirra, en ekki hafa öll húsin aðstöðu til þeirrar starfsemi. 4. Þar eru og haídnir dansleikir, spilakvöld og leiksýningar, og mætti svo lengi telja. Þetta er á engan hátt tæmandi listi, en hann gefur þó nolckra hugmynd uni þá fjölbreyttu starf- semi sem þarna fer fram. Við reyndum að gera okkur grein fyrir því, hvort þörf sé á að byggja fleiri félagsheimili. Þegar lokið verður byggingu þeirra 46 húsa, sem nú eru í undirbúningi, verða um 70 hreppar á land- inu, sem ekki hafa fengið sitt félagsheimili. Það er þó óraunhæft að draga einhliða ályktanir út frá þessari tölu, þar sem allmargir þessarra hreppa eru svo fólksfáir, að þeir eru í rauninni nafnið tómt. En þessi tala gefur þó bendingu um, að þörf er á fleiri slíkum húsum. 1. Við teljum, að æskilegt sé að reisa frekar lítil hús til notkunar í sveitarfélögum, en héraðs- samtök byggi svo aftur á móti stærri samkomu- hús. 2. Nauðsynlegt er að nýta sem bezt fjármagnið, með því að nota félagsheimilin til sem fjöi- breytilegastrar starfsemi og jafnvel byggja þau og reka í sambandi við skóla, t. d. mætti hafa þar skólabókasöfn, sem nú stendur til að koina upp, og eins þyrfti að skipuleggja byggingu fyrir héraðið, sem heild, þannig að þau séu elcki byggð of þétt. 3. Koma mætti á fót menningarmiðstöðvum til þess að sjá um skipulagningu á dreifingu og öflun efnis til flutnings í félagshcimilunum. Sú starfsemi gæti t. d. orðið á vegum héraðs- samtaka eða á vegum Sambands ísl. sveitarfé- laga. . . . Dreifing sérfræðiþjónustu . . . Mjög áberandi er, hve miðsækni allrar sérfræði- þjónustu hér á landi er mikil. Hér er ekki aðeins um það að ræða, að svo til öil sérfræðiþjónusla hins opinbera hefur miðstöð sína í Reykjavík, t. d. stjórn orkuinála, vegamála, pósts og síma o. s. frv., heldur á þetta einnig við um þá þjónustu, sem einkaaðilar veita, svo sem arki- tektar, viðskiptafræðingar, verkfræðingar, sérverzl- anir. Þessi mikla miðsækni hefur í för með sér veru- legan koslnaðarauka fyrir strjálbýlið. Þar kemur ekki aðeins til ferðakostnaðar og tímatöf fyrir þá, sem þurfa að sækja til Reykjavíkur, heldur leiðir þetta ástand til greiðslustreymis frá sveitarfélögum til Reykjavíkur fyrir þessa þjónustu. Fæst sveitarfélög eru það stór, að þar sé um að ræða næg verkefni fyrir sérmenntaða menn. Þess vegna virðist eðlilegt að hugsa sér, að það yrði hlut- verk landshlutasamtakanna, að ráða þá starfskrafta, sem nauðsynlegir væru til að þjóna sveitarfélögum sem og einstaklingum og fyrirtækjum. Önnur hugsanleg lausn væri, að hið opinbera flytti starfsemi sína að einhverju leyti burt frá Reykjavík, en frumvarp í þessa átt, hvað varðar verkfræðiþjónustu, liggur nú fyrir Alþingi. . . . Þáttaka i félagslifi . . . Elcki má gleyma þeim þætti félagslífs, er lýtur að þátttöku almennings í félagslífi. I litlum sveitarfé- lögum gefst tiltölulega fleiri kostur á að talca virk- an þátt í t. d. stjórn sveitarfélagsins, ungmennafé- lagsins, kvenfélagsins o. s. frv. Fámennið veldur því líka, að hverjum einstakl- ingi finnst hvíla á sér meiri félagsleg ábyrgð, þar munar meira um hvern manninn. I þéttbýlinu hefur það minna að segja, þó að einhverjir skerist úr leik og í fjöldanum finnur einstaklingurinn til þess, að framlag hans vegur smátt. Þetta eru atriði, sem vel má taka tillit til við þenn- an samanburð okkar. Þá erum við komin að öðru atriði, sem sé því, að hreppsfélög mega ekki verða svo fámenn, að ekki séu einu sinni svo margir þar, að það nægi til að fylla stöður í hreppsnefnd. Sveitarfélög þurfa að vera það stór, að þau valdi þeim verkefnum, sem þau þurfa að inna af hendi. Þegar félagsleg aðstaða er slcoðuð í Ijósi þeirra fólksflutninga, sem átt hafa sér stað til höfuðborg- arsvæðisins, virðist það augljóst, að verri aðstaða til menntunar og heilsugæzlu hefur átt sinn þátt í þeirri þróun. Þó teljum við að atvinna hafi ráðið þar meiru um. Það, að næg atvinna hefur verið á svæðinu við sunnanverðan Faxaflóa, jafnhliða betri félagslegri að stöðu, hefur dregið fólkið þangað. Fólksfækkun í sveitum á sér einnig eðlilegar orsakir eins og annars staðar, þar sem framleðiniaukning hefur orðið í landbúnaðinum og vélvæðing dregið úr þörf fyrir vinnuafl. Þá er það í sjálfu sér ekki óeðlileg þróun, að þjóðin hafi lagt áherzlu á að byggja upp eitt svæði, þar sem hún hefur verið fámenn og samgönguerfið- leikar miklir. Sú staðreynd, að Reykjavíkursvæðið varð fyrir valinu, stafar örugglega af landfræðilegum orsölc- um. Þar eru góð hafnarskilyrði allt árið og vetur mildari en víðast annars staðar á landinu. Borgin liggur lílca miðsvæðis við mestu láglendissvæðin, og þar við bættust mjög auðug fiskimið. En nú finnst mörgum, að vöxtur höfuðborgar- svæðisins sé orðinn nægilegur og að áframhaldandi vöxtur stafi nú af þeirri ástæðu einni, að borgin sé stór og vaxi eftir sama lögmáli og stór snjóbolti, sem hleður meiru utan á sig en lítill bolti. En ef sporna á við þeirri þróun verður að gefa mörgum þáttum gaum, t. d. landfræðilegum, og eins þarf að hafa í huga dug og vilja þeirra manna, sem svæðin byggja. Vöxtur Akureyrar hefur t. d. grund- vallast á hvoru tveggja. Og þá iná eklci gleyma því, að góð skipuiagning félagsmála verður veigamikill þáttur, sem leggja verð ur áherzlu á, ef önnur svæði en höfuðborgarsvæðið eiga að vaxa eðlilega í samræmi við fólksfjölgun og^ atvinnuvegi þjóðarinnar.

x

Íslendingur - Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur - Ísafold
https://timarit.is/publication/677

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.