Íslendingur - Ísafold


Íslendingur - Ísafold - 07.07.1971, Blaðsíða 5

Íslendingur - Ísafold - 07.07.1971, Blaðsíða 5
ISLENDINGUR-lSAFOLD - MIÐVIKUÐAGUR 7. JÚLl 1971. 5 Þar drýpur sitt hvað af hverju strái BLAÐAMANNAFERÐ TIL FRANKFURT MEÐ FLUGFÉLAGI ISLANDS Nokkrir úr hópnum á horni götu I Sánkti Pálshverfi Hainborgar, sem ber nafnið „hið mikla frelsi“ með rentu. Við, flottnefndir blaðamenn frá ýmsum lands- hornum, vissum mætavel af hvers konar völdum við fengum að líta Lorelei-klettinn við Rín og lakast á hendur mikla reisu um tvær stórborgir Þýzkalands. Hér var Flugfélag Islands að verki og þess þörfustu þjónar. Tilefnið var opnun nýrr- ar flugleiðar til Frankfurt, sem bættist í starfsemi flugfélagsins fyrir skömmu, en þangað flýgur það nú beint þotuflug á hverjum laugardegi. Skemmst er frá því að segja, að þessi ferð var hin ánægju- legasta í hvívetna og frá hendi Flugfélags ís- lands hin höfðinglegasta, undir frábærri stjórn Sveins Sæmundssonar, blaðafulltrúa. Sú stutta reisusaga, sem hér birtist, er fyrst og fremst ætl- uð til þess að vekja athygli þeirra, sem kost eiga á að ferðast um þessar slóðir, á ýmsu því, sem fyrir okkur bar á ferðinni, ef það mætti verða þeim til leiðbeiningar um ferðaáætlun. • DYR HEIMSBYGGÐARINNAR Fyrir allar aldir héldu ferðalangar út á Reykja- víkurflugvöll, þaðan til Keflavikur um borð í Gullfaxa og eftir fáar ldukkustundir í þægind- um við framúrskarandi meðlæti og umönnun flug freyja var komið alla leið til kóngsins Kaup- mannahafnar. Þar var drukkin krús af öli. Sum- ir minntust Jóns Hreggviðssonar, sem fékk fing- urgull Snéefríðar íslandssólar með þeim ummæl- um að kaupa skyldi hann sé fyrir það krús af öli á þessum slóðum nokkru fyrr. Aðrir hlustuðu vel á stutt ágrip af ferðaáætlun í skrifstofu Flug- félags íslands. Að bragði var svo haldið af stað í tveimur bifreiðum áleiðis til Hamborgar, sem þýzkir nefna dyr heimsbyggðarinnar, og var rétt- nefni, þegar skip önnuðust alla flutninga milli landa, en er nú síðra, því segja má að Frankfurt hafi hazlað sér völl við hlið Hamborgar á því sviði vegna flughafnarinnar. Á leiðinni gafst okk ur fimmtánmenningunum kostur á að virða fyrir okkur frjósama akra og gróin tún suður yfir dönsku eyjarnar og borða íslandssíld um borð í mikilli ferju, sem flutti okkur yfir til Þýzka- lands. Skammt var þá til dyra heimsbyggðarinnar og þar komum við á nýtt hótel, sem heitir Alte Wache, og er það með svipuðum þægindum og nýrri hótel hér heima og hliðstæðum verðflokki. • DAGUR I LÍFI HAMBORGAR Flamborg er einkum fræg um víða veröld fyrir næturlíf. Það gafst okkur ferðalöngum kostur á að skoða álengdar og sannfærast um að sú frægð er verðskulduð. Flestum kom þó á óvart, hvað Hamborg er mikil heimsborg að öðru leyti og snyrtileg í hvívetna. Við kynntumst einum degi í lífi þessarar borgar .Því miður gafst að sjálf- sögðu ekki tími til þess að skoða þessa miklu borg nákvæmlega, en fyrri hluta dags var farið í skoðunarferð og litið á helztu mannvirki og sögufrægar stofnanir á landi, m. a. risastóra styttu af járnkanzlaranum Bismarc, en síðari hluta dagsins var farin skoðunarferð um höfn- ina í boði hafnarstjórnar. Þar gaf m. a. að líta nýtízkulegar bryggjur fyrir svonefnda gámaflutn- jnga (container) og athygli vakti eitt skipa Eim- skipafélagsins, sem þar var í þurrkví. Síðla um kvöld var dagur í lífi Hamborgar liðinn og snemma morguns var ekið af stað áleiði stil Rín- ardals og Riidesheim, en þar var áformað að gista. Tveir kollegar frá Akureyri, E. D. og L. B. Har. • ÞAR DRÝPUR SITT HVAÐ AF HVERJU STRÁI Nú hófst mikill akstur á hraðbrautum Þýzka- lands, sem munu meðal þeirra beztu í heirni. Kom svo, að Rínardalur blasti við augum í hita- mystrinu. Sá dalur er frægur fyrir náttúrufegurð, Lorelei og vínrækt, aok Rínar, sem jafnvel ís- lenzk skáld hafa ort um, og ekki var örgrannt um að bættust vísur í þessari ferð. Segja má, að sitthvað drjúpi af hverju strái um þessar slóðir. Sagt er, að það sé fallegt á Hvítárbökk- Bjarni Þórðarson, Neskaupstað, og Lárus Har- aldsson, Akureyri, með bjarghring þjóðarskút- unnar. Myndin tekin í höfninni í Hamborg. um, þegar vel veiðist, en í Rínardalnum er fal- legt bæði þegar vel árar til vínyrkju og jafnvel þótt svo sé ekki. Þótt íslenzkir blaðaferðalangar hafi verið að því komnir að bráðna, má fullyrða, að allir hefðu viljað leggja mikinn svita og þorsta á sig til þess að slcoða þennan undurfagra dal, virða fyrir sér Loreleiklettinn, syngja ,,ég veit ei af hvers konar völdum“, og stanza svo við Rín, þar serh tuttugu aldar Lorelei bar þeim svala- drykk á leiðinni, horfandi á undarlegustu far- kosti sigla upp og niður þessa frægu elfur. • Á SVIFBRAUT YFIR VÍNEKRUR I Rúdesheim var gist í veiðihöll (Jagtschloss), sem er hátt uppi í hlíð Rínardalsins. Þar munu hertogar hafa dválizt fyrrum og skotið öll býsn af villibráð, ef dæma má af hausum skepnanna, sem steypt hafa verið í gips og hanga þar uppi um alla veggi. Þessi höll er notaleg, eins og mörg gömul hús, stílfalleg og í undurfögru umhverfi. Morguninn eftir fórum við í stutta flugferð með svifbraut niður að bænum Rúdesheim yfir vín- ekrur og skóga. Það var óviðjafnanlég flugferð og svifbrautin af þeirri gerð, sem við þyrfcum til þess að komast beina leið upp á Vindheima- jökul úr Hlíðarfjalli, en það er víst önnur saga. Frá Rúdesheim, sem er bráðfallegur lítill bær við Rín, fórum við þó ekki án þess að líta þangað kvöldið áður. Þar er eitt sérkennilegasta um- hverfi, gamalla húsa og mjóstræta, sem um get- ur, sérstakur léttur blær glaums og gleði, eins og gerðist hér á árum áður á gömlu-dansa-böllun- um á Fróni. I stuttri en þaðan af skemmtilegri götu í þessum bæ er stiginn dans og drukkið létt Rínarvín í hverju húsinu sérkennilegra, með glöð- um söng og betri ,,stemmingu“ en gefur á öðrum stöðum. Þetta er, bæði fyrir þessar sakir og sér- kenna, bær, sem mælt er með að menn heimsæki, ef þeir eiga ferð um þessar slóðir. Með það kveðjum við Rúdesheim .... að sinqi. • HEIM SKAL HALDIÐ Heim skyldi haldið frá Frankfurt, sem er ein- ungis í um það bil klukkustundar akstur frá Rúdesheim. Þar var lítill kostur á öðru en að verzla ofurlítið, sem þó virtist ekki mikill fjár- hagslegur ávinningur. Or ferðalögum þykir þó jafnan gott að hafa eitthvað meðferðis fyrir þá úr íjölskyldunni, senr heima sitja. Einn ferða- langanna var snjallastur og frumlegastur í inn- kaupum .Hann keypti föt á sjálfan sig og fullyrti að það þætti konunni sinni vænzt um! Ekki var þess getið, hvort sú væri rauðsokka eður ei, enda slíkt látið liggja milli hluta í þessari reisu. Heim var flogið á tæplega þrem kluklaistundum utan úr hjarta Evrópu og hefði það einhvern tíma þótt vel af sér vikið. Hér skal staðar numið þessari frásögn af reisu blaðamanna, en þó ekki látið hjá líða að þakka þeim ferðafélögum og F. I., en sér í lagi Sveini Sæmundssyni fyrir skemmtilega ferð í hvívetna. — L.

x

Íslendingur - Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur - Ísafold
https://timarit.is/publication/677

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.