Íslendingur - Ísafold


Íslendingur - Ísafold - 07.07.1971, Blaðsíða 6

Íslendingur - Ísafold - 07.07.1971, Blaðsíða 6
6 " ÍSLENDINGUR-ÍSAFOLD - MIÐVIKUDAGUR 7. JÚLÍ 1971. irlm «« Ferðamál — Vaxandi atvinnugrein • ÞÖRF NÝRRA ATVINNUGREINA Hér í þessum þáttum hefur margoft ver- ið á það bent, hversu rík þörf er á aukinni fjölbreytni í atvinnulífi oldcar íslendinga. Áriega koma nú út úr skólum landsins fieiri ungmenni en nokkru sinni fyrr með fjöl- þætta menntun og starfsþjálfun. Það lykil- verkefni, að veita þessu unga fólki arð- bæra atvinnu, sem aðrar framfarir í þjóð- arbúskapnum byggjast á, verður ekki leyst nema til komi efling allra hugsaniegra at- vinnugreina. Ein þeirra er án efa feröamál. Það er atvinnugrein, sem vaxið hefur mjög verulega hér á landi hin síðari ár. Ferða- mannastraumurinn vex árlega milli Ianda í öllum heiminum, og þeir, sem farið hafa víða, vilja nú Ieggja aukna áherzlu á að skoða lönd, sem eru sérkennileg að nátt- úrufari, sögu og menningu. Samgöngur við umheiminn fara sífellt batnandi. Því er aug ljóst, að skilyrði eru að batna fyrir ennþá auknum ferðamannastraumi til íslands, séu á annað borð aðstæður fyrir hendi til þess að hýsa og dvelja fyrir ferðafólki í landinu. • AÐSTAÐAN í REYKJAVÍK Langflestir ferðamenn, sem koma til Is- lands, gista í Reykjavík um lengri eða skemmri tíma. Forsenda fyrir því að ferða- menn komi til landsins er því sú, að að- stæður til þess að taka þar við ferðafólki séu nægar og góðar. Á síðari árum hafa orðið stórstígar framfarir á þessu sviði. I Reykjavík hafa risið mörg og glæsileg hót- el, nú síðast hótel Esja, ásamt stækkun hótels Loftleiða, en í þeirri byggingu er bryddað á þeirri þörfu nýjung, að koma upp sérstökum ráðstefnusölum. Þessi bætta að- staða til ferðamannaþjónustu í Reykjavík, ásamt með auknum ferðum flugvéla og skipa að og frá landinu, stuðlar að því að vöxtur ferðamannastraumsins til iandsins mun fyrirsjáanlega halda áfram, ef ekki koma óvænt atvik til skjalanna. • FERÐAMÁLIN OG LANDSBYC.GÐIN Því miður hefur ekki orðið sama raun á úti á landsbyggðinni í ferðamálum og í Reykjavík, þótt í rétta átt hafi miðað á mörgum sviðum. Ástæðurnar eru margar og verður ekki frekar fjallað um þær hér að þessu sinni. Á hinn bóginn er þörfin hvergi brýnni á að skjóta aukastoðum und- ir atvinnulífið og einmitt úti á landsbyggð- inni. IJar eru einnig náttúruleg skilyrði lil þess að laða að ferðamenn, óspillt nátt- úrufegurð, veiðiár, jöklar og fjöll, vötn og firðir. Vandinn er hins vegar sá, að ferða- mannatíminn er þar svo stuttur, varla nema tveir mánuðir. Það liggur því í augum uppi, að örðugt er að reka dýr mannvirki með svo stuttum nýtingartíma, nema til komi annars konar not yfir vetrarmánuðina. — Einnig kemur til, að erfitt er að uppfylía öll þau skilyrði víða út um land, sem þurfa að vera til staðar til þess að aðstaða til ferðamannaþjónustu verði góð. Þar má til nefna vegi, íþróttamannvirki o. m. fl. • SKIPULEG UPPBYGGING FERÐAMANNAÞJÓNUSTU Vegna þess, hversu margir þættir hafa áhrif á skilyrði til aukinnar ferðamanna- þjónustu út um land, er þar meiri vandi á höndum að byggja skipulega upp aðstöðu til þess að þessi atvinnugrein geti vaxið verulega, heldur en þörf er á í Reykjavík. Þar skiptir meginmáli, að hótelrými sé til staðar. Önnur skilyrði eru meira eða minná fyrir hendi, nema vera kynni aðstaðan tii ráðstefnuhalds. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir þessu og bregðast rétt við því, m. a. með því að unnt sé að afla fjár til alhliða framkvæmda, sem hafa í heild það meginmarkmið að efia aðstöðuna til ferða- mannaþjónustu í hinum ýmsu landshluíum. Einnig skiptir meginmáli, að hin ýmsu byggðarlög, sem áhuga hafa á því að þróa ferðamálin, vinni saman. Þau hafa aug- ljóslega sameiginlega hagsmuni. Ef fIeíra fólk ferðast til Mývatns, er líldegt að það gisti Akureyri einnig. Þetta er einungis sagt hér sem dæmi um, hvaða innbyrðis tengsl eru milli einstakra byggðarlaga á þessu sviði, sem elcki eru á öðrum sviðunr atvinnurekstrar. • FRAMTÍÐARVERICEFNIN í IS- LENZKUM FERÐAMÁLUM Þótt vel hafi miðað undanfarin ár að cfl- ingu ferðamála hér á landi, er Ijóst, að mikil verkefni bíða framundan. í undirbún- ingi hefur verið að gera sérstaka úttekt á aðstæðum hér á landi til þess að gera ferða- mannaþjónustu að vaxandi tekjulind. Það eru tvímælalaust rétt vinnubrögð að gera slíka úttekt. Á grundvelli hennar þarf að afla stóraukins fjármagns til þess að fram- kvænta þau verkefni, sem brýnust eru, eink um úti á landsbyggðinni, svo að framan- greindu markmiði verði náð. í því efni skipt ir höfuðmáli, að komið sé á skipuiegva sam starfi milli opinberra aðila og einkoaðiia, sem vinna að því sameiginlega ma 'ki. L. J. RAGNAR RAGNARSSON, HÓTEL KEA: Ríkið á ekki að keppa við hótelin í bænum — Mín persónulega skoðun er sú, að þau hótel, sem starfrækt eru allt árið hér í bænum, eigi að annast rekstur Eddu hótelsins á Akureyri, sagði Ragnar Ragnarsson, hótelstjóri á Hótel KEA, þegar blaðið hafði samband við hann. — Mér finnst óhæfa, að ríkisfyrirtæki skuli halda uppi sam- keppni við hótel bæjarins þessa þrjá mánuði á ári, sem ferðamenn hafa hér viðdvöl, því lítið er um að vera yfir vetrarmánuðina. Þó hefur nýtingin yfir veturinn farið stöðugt batnandi á þessu hóteli. — Júní-mánuður hefur verið ágætur, og með þeim betri und- anfarin sjö ár. Pantanir eru ekki miklar í sumar, en reynslan hefur sýnt, að á þeim er ekki alltaf milcið að byggja, og því þarf það ekki að þýða minni aðsókn að hótelinu í sumar. — Veðurfarið hefur milcil áhrif á ferðamannastrauminn, og ef veður er gott hér fyrir norðan, þá verður vafalaust nóg að gera hjá okkur. GUÐRÚN ÞÓRARINSDÓTTIR, HÓTEL EDDA: Itljög mikið pantað ffyrir sumarið — Við opnuðum hér stuttu fyrir 17. júní og síðan hefur verið mikið að gera, þótt aðalferðamannastraumurinn sé ekki byrjað- ur, sagði frú Guðrún Þórarinsdóttir, hótelstjóri á Hótel Eddu. — Við fáurn jafnan marga hópa frá Ferðaskrifstofu ríkisins á hverju sumri, og lítur út fyrir talsverða aukningu frá því í fyrra. Er nú fullbókað yfir suma daga bæði í júlí og ágúst. Við höfðum hér marga gesti yfir 17. júní og síðan gisti hjá okkur stór hópur af Vestur-íslendingum. Fyrir stuttu dvöldu hér fulltrúar á aðal- fundi Slysavarnarfélagsins, og því er nýtingin í júní góð. Þá hefur milcið verið pantað í sambandi við landsmótið í golfi, sem fer fram á Akureyri í ágúst. Við höfum 70 gistiherbergi með samtals 140 rúmum og ennfremur svefnpokapláss. JÚLÍUS FOSSDAL, HÓTEL AKUREYRI: Dauft yfir vertíðinni nú sem stendur — Fyrri hluti júní var góður hjá okkur, en upp úr 17. fór gestum að fækka, og er ákaflega dauft yfir þessu núna, sagði hótelstjórinn á Hótel Akureyri, Júlíus Fossdal. — Nokkuð hefur verið pantað fyrir næstu mánuði, og býst ég við að það sé álíka mikið og í fyrra, Hótelið er opið allt árið, en yfir veturinn er sáralítið að gera. Við rekum hér stóra veitinga- stofu, og er aðsókn að henni sæmileg. — Herbergi hótelsins eru 20 með samtals 49 rúmum.

x

Íslendingur - Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur - Ísafold
https://timarit.is/publication/677

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.