Íslendingur - Ísafold


Íslendingur - Ísafold - 07.07.1971, Blaðsíða 4

Íslendingur - Ísafold - 07.07.1971, Blaðsíða 4
4 ÍSLENDINGUR-ÍSAFOLD - MIÐVIKUDAGUR 7. JÚLl 1971. Góð heimsókn Þegar við hjónin, fyrir tveim- ur árum, sóttum Færeyjar heim, komum við til Klakksvíkur. Þá var kór þaðan í söngför til Dan merkur. Nú ætlar kór frá Klakksvílc að heimsækja ísland. Kemur í vændum hann til Akureyrar og syngur í Samkomuhúsinu, Hafnarstræli 57, sem hér segir: Föstudag 30. þ. m. kl. 20.30. Laugardag 31. þ. m. kl. 20.30. Sunnudag 1. ágúst kl. 20.30. Söngstjórinn, Jógvan við Keldu, kom hér árið 1963, þeg- ar Pétur Háberg frá Þórshöfn kom með æskulýðskór sinn til Akureyrar. Jógvan var þá einn áf einsöngvurum kórsins. Nú kemur hann aftur með fríðu föruneyti, góðum og þjálfuðum kór. Auk söngsins verða vitnis- burðir eða stuttar ræður, því að unga fólkið hefir skipað sér und ir merki frelsarans, það hefir með því valið góða hlutskiptið hér í líf. Ekki þarf að efa, að söngur- inn verður góður og ánægjulegt að hlýða á hann. Fjölmennið, góðir bæjarbúar, og aðgangur- inn er ÖICEYPIS. Sæmundur G. Jóhannesson. I ferðalagið TJÖLD - SVEFNPOIÍAR - VINDSÆNGUR - BAIÍPOKAR - SPORTFATNAÐUR — Góðar vörur — Gott verð! Klæðaverzlun Sigurðar Guðmundssonar Tilkynning um útboö Vegagerð ríkisins býður hér með út jarðvinnu við Norðuriandsveg sunnan Akureyrar, og nefnist útboðið: Norðurlandsvegur, Áfangi NVl, Jarðvinna. 1 Útboðinu fylgja eftirtalin gögn: (a) Hluti I — Tilkynning þessi um útboð. ^ (b) Hluti II — Almennir útboðs- og samningsskil- málar — ÍST 30 ásamt sérprentuð- um breytingum, (c) Hluti III — Form samnings. (d) Hluti IV — Eyðublöð fyrir framkvæmdatrygg- ingu og tilboðstryggingu. (e) Hluti V — Útboðslýsing. (f) Hluti VI - Tilboðsskrá. (g) HlutiVII — Tilboðseyðublað. (h) HlutiVIII — Almenn verklýsing. (i) Hluti IX — Uppdrættir. Tilboð skal vera í samræmi við útboðsgögn. Verð í tilboði skulu miðast við verðlag og kaupgjald eins og það er hinn 22. júlí 1971. Tilboði skal skila í lokuðu umslagi, merktu nafni út- boðs, til Vegamálaskrifstofunnar fyrir kl. 14:00 hinn ' 22. júlí nk., og kl. 14:15 sama dag verða tilboðin opn- uð þar opinberlega. Fyrirspurnir ásamt óskum um upplýsingar og breyt- ingar skulu berast brautadeild Vegagerðar ríkisins skriflega eigi síðar en 14. júlí. Útboðsgögn verða til sýnis á Vegamálaskrifstofunni og afhent þar og hjá Vegagerð ríkisins á Akureyri gegn 5000 kr. skilatryggingu. Reykjavík, 1. júlí 1971. VEGAMÁLASTJÖRL Hrossakjöt Nýtt, saltað og reykt — af ungu og fullorðnu. — Sendi í póstkröfu. Kjötverzlun Sævars Goðabyggð 18 — Sími 12868. Golfkennsla Þorvaldur Ásgeirsson, golfkennari, mun annast golf- kennslu á Golfvellinum næstu daga. — Þátttakendur láti skrá sig á lista í Golfskálanum eða hjá stjórn Golfklúbbs Akureyrar. TIL SÖLIJ Til sölu 3ja herbergja íbúð í Glerárhverfi. MÁLFLUTNINGSSKRIFSTOFA GUNNAR SÓLNES STRANDGÖTU 1 - SÍMI 21820. Byggingafélag Akureyrar Til sölu 4ra herbergja íbúð við Grenivelli, Þeir félagsmenn, sem neyta vilja forkaupsréttar, hafi samband við formann félagsins, SVEIN TRYGGVASON, fyrir 15. júlí. Akureyringar — nærsveitamenn Höfum opnað rafvinnustofu — Rafljós hf. — síiimii 11176 — að Hjalteyrargötu 4, Akureyri. Munum annast nýlagnir og viðgerðir á eldri lögnum, einnig hvers kyns viðgerðir á heimilistækjum. Teiknum raflögnina fyrk yður og gerum tilboð, ef ðskað er. HÁKON GUÐMUNDSSON, Kotárgerði 6, símí 11377. VTLHELM GUÐMUNDSSON, Lönguhl. 7c, sími 21184. BÍLALEIGAN AÐALSTRÆTI 68 AKUREYRI Símar: 12841 — 12566 - 11450 Volkswagen. Sendum — Sækjum. Bill óskast Óska eftir að kaupa rúm- góðan 5 manna bíl af ár- gerð 1969 eða 1970. — Má vera station. Uppl. í síma 61122, Dalvík. BÍLAR í BOÐI SAAB, árgerð 1966, — í mjög góðu ástandi. Björgvin Jörgenson, sími 11698. Norðurverk - Framhald af bls. 1. ið hefur verið við verktaka. Vél arnar hafa einnig verið boðnar út, en frestur er fram í septemb er. Fyrir slcömmu voru fram- kvæmdir við Dalvíkurveg, 6.5 km lcafla frá Hjalteyrarvegi norður að Syðri-Haga, boðnar út. Er hér að mestu leyti um nýjan veg að ræða. Aðeins eitt tilboð barst, og var það frá Norð urverki hf.} að upphæð um 9 milljónir króna, að því er Árni Árnason hjá Norðurverki tjáði blaðinu. Aðspurður kvaðst Árni reikna með að Norðurvetk byði í hrað- brautarframlcvæmdir þær við Akureyri, sem auglýstar eru í blaðinu í dag. Fjórðungssjúkra- húsiÖ - FramhaH af hls. 1. hjúkrun og umönnun allan sól- arhringinn, á almennri deild líggja sjúklingar, sem þuría um önnun daglega og síðan er skipu lögð göngudeild fyrir þá sjúkl- inga, sem dvalið geta heima, en koma til eftirlits á deiidina. Hver legudagur á sjúkrahúsinu kostar nú um eða yfir 2000 kr. á dag og er göngudeildin því einnig til sparnaðar fyrir stofn- unina. Sjúkrahúsið hefur haft ur litlu að spila á undanförnum árum til tækjakaupa, en á þessu ári mun það kaupa tæki fyrir 8 milljónir króna. í síðustu viku kom fyrsta stóra sendingin til Sjúkrahússiris, en það eru verk- færi til beinbrotalækninga Síð- an koma fleiri tæki á eftir, m. a. svæfingayél, en nú er lartgí. komið að útbúa aðra fullkomna skurðstofu á sjúkrahúsinu, að- eins beðið eftir nægum búnaði.

x

Íslendingur - Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur - Ísafold
https://timarit.is/publication/677

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.