Íslendingur - Ísafold


Íslendingur - Ísafold - 07.07.1971, Blaðsíða 8

Íslendingur - Ísafold - 07.07.1971, Blaðsíða 8
8 ÍSLENDINGUR-ÍSAFOLD - MIÐVIKUDAGUR 7. JÚLÍ 1971. UTILEGA - CTI-GRILL Að þessu sinni munum við fjalla lítið eitt um tæki, sem aukið hefur mjög á fjölbreytni I matargerð, er það hið svokall- aða úti-grill, sem nota má hvort sem er á svölum eða úti í garði. Tæki þessi fást nú í verzlunum hér á Akureyri og víðar, og því fannst okkur vel til fallið að gera það að umræðuefni okkar að þessu sinni. Úti-grill er járnpanna á fót- um með grill-rist. Viðarkol eru sett í bing á járnpönnuna, spritti hellt yfir og kveikt í. Þegar kol- in eru hvítglóandi er dreift úr þeim með skörung. Á slíku úti- grilli er hægt að steikja nánast allt það, sem hægt er að steikja á venjulegri pönnu. Sérstaldega er nautakjöt o.g svínakjöt vel til þess fallið, og hinar svokölluðu T-bone steikur eru hreinasta lostæti, séu þær steiktar á þenn an hátt. Sinar og fítu þarf oð hreinsa vel úr kjötinu fyrir steik ingu og það síðan penslað með olíu, sem krydduð hefur verið með viðeigandi kryddi, t. d. Maporam Thymian Rosmarin eða sérstöku viðarkolakryddi (Charcoal-seasoning). — Með svínakjöti er bezt að nota Ros- marin eða sinnep, mjög gott er einnig að strá púðursykn' yfir svínakjöt. Lifur eða nautakjöt er kryddað með Estragon eða Oregano. Kálfakjöt er lírvddað með Thymian. Hænsnakjöt er kryddað með blöndu af Thymi- an og Majoram. Kjötið er pensl- að með olíu og kryddblöndunni og helzt látið bíða í 1 —2 klst. Kindakjöt er einnig hægt að steikja á útigrilli og þá penslað með sinnepi og olíu. Fisk er einnig hægt að mat- reiða á sama hátt og kjöt, en mörgum mun þykja henta bet- ur að steikja hann í álpappir, því hann vill molna og límast við grindina. Kartöflur má einn- ig steikja á sama hátt, eru kart- öflurnar þá vafðar inn í álpapp- ír og steiktar á ristinni. Gott er að skera rauf ofan í kartöfluna áður og fylla hana síðan með smjöri. Þessar bökuðu kartöfl- ur bragðast einkar vel með sauer-cream, sem komið er á markaðinn í Reykjavík, en hef- ur enn ekki sést í verzlunum hér, vonandi sýna kaupfélögin þá árvekni að hafa sauer-cream á boðstólum innan tíðar. Sauer- cream er afar hentugt í salat- sósur með grillréttum. Steiking- artími á 2 — 3 cm þykkri steik or 3 — 5 mínútur á hvorri hlið, teir sem vilja hana gegnum- steikta, steikja hana í 2 — 3 mín. í viðbót. 5 —6 cm þykkar sneið- ar og hálfar hænur þurfa ca. 30 mín. Steikur allt að 5 cm á að steikja nálægt glóðinni, en 7 — 8 cm þykkar sneiðar eru steiktar í meiri fjarlægð eða sem svarar einni handarbreidd. Ýmislegt fleira góðgæti má steikja á útigrilli, t. d. lifur, tó- mata, lauk, bacon, ávexti o. m. fl. má þræða upp á tein og steikja þannig. Er það lcallað shish-kebab. I útilegu er útigrill einkar vin sælt og auðveldar o\kur mats- eldina, sem kjósum fremur að reisa okkur bústað í laufi skrýddum lundi en búa á hóteli. I því sambandi viljum við minna á ýmsar aðrar tækninýjungar, sem koma tjaldbúum að góðu gagni, en það eru kælitöskur, sem halda áleggi og öðrum mat- vörum köldum í lengri tíma. — Þessuni töskum fylgir poki, sem frystur er í frystihólfi áður en lagt er af stað, en pokanum síðan stungið i kælitöskuna. — Alls konar mataráhöld fást nú í hentugum umbúðum, sem taka lítið pláss í bílnum, má þar til nefna plastfötur, sem hafa að geyma bæði diska, hnífapör, bolla, ketil, pott og pönnu. Föt- una má svo nota sem geymslu- ílát fyrir vatn. Það, sem einna helzt kann að hrella okkur í okkar mislyndu veðráttu, er næturkuldinn. Gott ráð við því er að fá sér froðu- plast í botninn á tjaldinu og kynda tjaldið vel upp með prím us áður en lagzt er til hvíldar. Þeim, sem þjást af fótkulda, er ráðlagt að hafa með sér plast- poka, sem smeygt er utan um svefnpokann. Vindsængur eða sólbeddar eru ómissandi undir svefnpokann, því að faðmur fósturjarðarinnar vill reynast bæði kaldur og ómjúkur, ef hvíla á þar heila nótt. Margvíslegt fleira mun vera á boðstólum, sem aukið getur vel- Hðan útilegumannsins, en of langt mál yrði upp að telja og birtum við heldur nokkrar upp- skriftir af mat, sem hentugt er að steikja á útigrilli og óskum ykkur góðrar helgar. I verzlun einni hér í bæ rák- umst við á grill og reykingatæki, sem eru ákaflega vinsæl hjá veiðimönnum. I tæki þessu má reykja margvíslegar fisktegund- ir, t. d. silung, lar, þorsk, o. fl., en einnig má nota það sem grill. Verð á slíku tæki er kr. 1195. GRILLRÉTTIR BUFF 400 gr nautahakk. 100 gr svínahakk. 2 egg. Steinselja, pipar, salt. Oregano. 1 matsk. rasp. 1 matsk. rjómi. Laukduft eða rifinn laukur. Hakkið hrært með eggi, kryddi, raspi og rjóma. Hakkið mótað í buff og steikt á áldiski í ca. 5 mín. á hvorri hlið. Borið fram með gulum majs, hrísgrjón um og hálfum tómötum. T-BONE-STEAK 1 T-Bone-Steak, þykkt 5 — 6 cm Salt, svartur pipar, hvítlaukur. Olía. Bakaðar kartöflur. Salat. Steikin nudduð með pipar og örlitlu hvítlauksdufti, pensluð með olíu og grilluð í ca. 10 mín. á hvorri hlið. Krydduð með salti og steikin látin jafna sig smástund. SHISH-KEBAB 1. Svínakjötsbitar, litlir tómatar, kálfakjötsbitar, litlir laukar, heilir sveppir. 2. Lifur, skorin í bita, bacon- sneiðum vafið utan um, litlir tó matar, bitar af grænum og rauð um pipar, bitar úr lambakjöti. 3. Nautakjötsbitar, heilir sveppir, baconbitar, litlir laukar. 4. Kjúklingar, brytjaðir, sveppir, tómatar, kjúklingalifur, bacon,- bitar. 5. Lambakjöt, brytjað, grænn pip- ar, litlar kjötbollur, hrærðar úr nautahakki, raspi, egg, salt, pipar. Kjöt, laukur o. fl, er þrœtt upp á tein og penslað með olíu steikt á heitri grindinni. Krydd- að með salti og pijar, borið fram með hvítlauks mayonna- ise, tómatsósu og frönskum kart öflum. GRILLAÐAR PYLSUR Pylsurnar þræddar upp á tein og grillaðar á ristinni, pylsun- um þarf að snúa oft. SÖSUR MEÐ GRILLRÉT TUM Mayonaise með hvítlauk Mayonaise, rjómi, sítórnusafi, möndluflögur, hvítlaukur, rifinn laukur, smáttskorin steinselja. Mayonaise með karry 100 gr. mayonaise, V2dl rjómi, 1 rifinn laukur, ca. 2 tsk. karry, salt. GRILLSTEIKTUR LAX Lax, niðurskorinn (2 — 3 cm), franskt sinnep, matarolía, sítrónusafi, basilikum, laukur (smáttskorinn), steinselja, ensk sósa. Olía, sinnep og krydd bland- að saman og fiskurinn látinn liggja í olíu- og kryddblöndunni í V2 klst. Steiktur á grillristinni í 5 mín. á hvorri hlið, borinn fram með kartöflum og salati. GRILLSTEIKTUR SILUNGUR 20 gr smjör. 25 gr möndlur. V2 sítróna. Timían, salt og pipar. (pr. mann). Smjör og sítrónusafi hrært saman, rifnum sítrónuberki og nipar bætt út í. Smurt yfir fisk- inn, kryddaður með timian og smáttskornum möndlum. Fisk- urinn grillaður í 6 — 8 mín. — Bezt er að grilla fiskinn í ál- pappír til þess að smjörið fari ekki forgörðum. GRILLSTEIKTAR LAMBAKÓTELETTUR Stráið örlitlum hvítlauk og rosmarin yfir lambakóteletturn- ar, kryddið með pipar og pcnsl- ið þaer með olíu. Steiktar 5 grindinnf í ca. 3 mín. á hvorri hlið. Stráið salti yfir og berið fram með salati og kartöflum flútes . GRILLAÐIR ÁBÆTIR GRILLUÐ EPLI 4 epli, smjör, 3 —4 matsk. syk- ur, 1 tesk. kanel, engifer (hnífs- oddur), negull (hnífsoddur), þeyttur rjómi. Eplin þvegin og þurrkuð. — Kjarnhúsið skorið úr. — Epl- in steikt á grindinni, þar til þau eru gegnumsteikt, en síðan flysj uð. Veltið eplunum upp úr bræddu smjöri og síðan upp úr sykri og kryddi. Grillið þau aft- ur þar til glerungur myndast. Borið fram með ísköldum rjóma. GRILLAÐIR BANANAR 4 bananar, rjórpi eða suðusúkku laði. Skerið rauf eftir endilöngum banana og fyllið með súkkulaði. Pakkið bananann inn í álpapp- ír og grillið við vægan hita. — Borðist heitir. LOGANDI FERSKJUR Ferskjur, 1 — 2 glös koníak, flórsykur. Ferskjurnar hitaðar i «mjöri á pönnu. Koníaki hellt vfir og kveikt í. — Þegar eldurinn er slokknaður, er sigtuðum flór- sykri stráð yfir og ferskjurnar bornar fram með vanilleparfait. VANILLEPARFAIT 4 egsjarauður, 4 matsk. sykur, vanilia, V2 1 rjómi. Eggjarauðurnar hrærðar með sykri og vanilju, þevttum rjóm- anum blandað saman við, hellt í form og frvst í 2 —3 klst. — Hrærið upp í ísnum eftir 1 klst. AUSTURLENZKT AGtRKUSALAT 1 agúrka, 1 súrmjólk, 1 mats. Framhald á bls. 10.

x

Íslendingur - Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur - Ísafold
https://timarit.is/publication/677

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.