Íslendingur - Ísafold


Íslendingur - Ísafold - 07.07.1971, Blaðsíða 9

Íslendingur - Ísafold - 07.07.1971, Blaðsíða 9
ISLENDINGUR-ÍSAFOLD - MIÐVIKUDAGUR 7. JÚLf 1971. 9 Frá Sögyfélagi Eyf irðinga Hinn 27. júní komu þrír tug- ir áhugamanna um söguleg efni saman í húsi Amtsbókasafnsins, en undanfarnar vikur hafa far- ið fram óformlegar umræður manna á milli um nauðsyn þess að sanreinast yrði um útgáfu ey- firzkra fræða. Það er vonum seinna, að slíkt mál er telcið al- varlegum tökum hér á Akur- eyri og í Eyjafjarðarsýslu. Mikill áhugi ríkti á fundi þessum fyrir því, að hafizt yrði nú handa, og kom fram tillaga um lög, ef félagið yrði stofnað um málið. Þar segir svo m. a.: Tilgangur félagsins er að safna, skipuleggja og skrá alhliða ey- firzk fræði og vinna að útgáfu þeirra. Fjörugar umræður urðu um þetta, og tóku rnargir til máls. Að lokum var ákveðið að gera fundinn að stofnfundi, sem yrði fram haldið að mánuði liðnum. Lög voru samþykkt og kosin nefnd til undirbúnings næsta fundar, en þá verða sérstaklega rædd fyrstu verkefni félagsins og bókaútgáfan, og svo kosin stjórn. í nefndina voru kjörnir: Jóhannes Óli Sæmundsson, bók sali, Árni Kristjánsson, mennta skólakennari, Hörður Jóhanns- son, bókavörður, Haraldur Sig- urðsson, bankagjaldkeri, og Ket ill Guðjónsson, Finnastöðum. — Þeir, sem gerast vilja stofnend- ur og ganga í félagið fyrir næsta fund, geta skráð sig hjá einhverj um nefndarmanna. (Fréttatilk.). „Spennið beltin44 Fræðslustarf hafið oð nýju um gildi öryggisbelta Fratnhald af bls. 12. þess, hvað búið er að leggja mikla peninga í undirbúning þess . . .“ Síðar segir: „Þetta er stefna Alþýðubandalagsins, inntak þingsflokkssamþykktar, sem gerð var í vetur leið, og sú stefna, sem höfö var uppi af hálfu flokksins í kosninga- baráttunni.“ Hér er ekki skor- ið við nögl. Þingflokkur AI- þýðubandalagsins er bundinn því kosningaloforði að stöðva virkjunarframkvæmdir í Laxá, hvaða afleiðingar, sem það kann að hafa á þróun Norð- urlands eystra. Því er ekki að efa, að fólk hér um slóðir mun fá góðan smjörþef af aftur- halds- og niðurbrotsstefnu nýrrar „vinstri“ stjórnar, ef tekst að berja hana saman í einingu anda Hannibals og Magnúsar Kjartanssonar og hún framkvæmir hótanir frétfaimannsins. • SORPBLAÐAMENNSKA RÍKISSKATTSTJÓRA. Þenn- an tíma þurfti til þess að SAMRÆMA FRAMLAGN- INGU SKATTSKRÁR FRAM- LAGNINGU ÚTSVARA. • HÚMORINN BREGST EKICI Húmorinn bregst ekki rit- stjóranum frekar en fyrri dag- inn. Hann segir, að það sé enn þá Ijótara að hafa þannig frest að framlagningu skattskrár á íslandi, heldur en að leyna bandarísku þjóðina sannleik- anum um upphaf blóðugrar styrjaldar í Vietnam! Þótt all- ir séu ekki alveg ánægðir með skattana sína, er ekki örgrannt um, að fara muni um ýmsa út af svona skrifum. Sannleikur- inn er sá, að skattar hækka nú ekki hlutfallslega við tekju- hækkun. Ástæðan er sú, að vísitala sú, sem persónufrá- dráttur er reiknaður eftir, hef ur verið hækkuð um 20% á Engu er líkara en að Fram- sóknarmálgagninu Degi sé á stundum ekki sjálfrátt í ósann indaskrifum. Dæmi um vísvit- andá ranghermi gefur að líta í síðasta Degi. Þar er fullyrí gegn betri vitund ritstjórans, að ríkisstjórnin hafi reynf að leyna skattálögum yfir kosn- ingar, vegna þess að útkomu skaftskráa var seinkað til 20. júní, Það hefur áður verið skil merkilega upplýst hér í þessu blaði, sem er áreiðanlega vel lesið á ritstjórnarskrifstofum Bags, að ásfæðan fyrir þeirri lagahreytingu var AB ÖSK sama tíma, sem framfærslu- vísitala hefur hækkað um 13.12%. Vegna þessarar hækk una á frádrætti fásí víða ekki nægilega háar upphæðir í út- svörum til þess að mæta út- gjöldum sveitarfélaga, t. d. er svo ástatt hér á Akureyri. Er nú ekki fulllangt gengið, að halda því fram, að það sé ijót- ara að „!eyna“ skattborgarana því, að frádráttur sé leyfður svo hár, að ekki náist satnan endar hjá hinu opinbera, held- ur en leyna sannleikanum um, hvers vegna þúsundir manna séu drepnir daglega í Viet- nam? Umferðarráð hefur að nýju hafið fræðslustarf um gildi ör- yggisbelta, en áætlað er, að nú séu í landinu 9 — 10 þúsund bif- reiðir búnar öryggisbeltum. — Þetta er í annað sinn, sem efní er til slíkrar fræðslu, en í fyrra- sumar beitti Umferðarráð sér fyrir fræðslustarfi, sem þótti gefa góða raun. 1. janúar 1969 tóku gildi lög um, að í öllum fólks- og sendt- ferðabifreiðum, sem skráðar eru í fyrsta sinn hér á landi eftir þann tíma, skuli vera öryggis- belti fyrir ökumann og farþega í framsæti. Fullsannað er með ítarlegum rannsóknum, að örygg isbelti hafa mikla þýðingu fyrir umferðaröryggið. Niðurstöðum rannsóknanna ber flestum sam an um, að koma mætti í veg fyr ir átta af hverjum tíu meirihátí- ar meiðslum og fjögur af hverj- um tíu minniháttar meiðslum á ökumönnum og farþegum, sem lenda í umferðarslysum, væru öryggisbelti notuð. Viðurkennt öryggisbelti þolir átak, sem nem ur um þrem tonnum, eða sam- svarandi því átaki, sem verður, ef bifreið er ekið með 60 km hraða á steinvegg. í Bandaríkjunum er nú hafin framleiðsla á öryggisbeltum, sem þannig eru útbúin, að ekki er hægt að ræsa bifreiðina nema beltin séu spennt. Hefur mikil áherzla verið lögð á gildi örygg- isbelta þar í landi, og nýlega var reglugerð um flutningabifreið- ar breytt þannig, að öryggisbelti Undirbúningsdeild tælcniskóla var starfrækt frá október til júní áttunda árið í röð. 9 nemendur innrituðust í deildina að þessu sinni. Kenn- aralið var að mestu óbreytt frá fyrra ári: Aðalgeir Pálsson, raf- magnsverkfræðingur, Skúli Magnússon, gagnfræðaskóla- kennari, Páll Gústafsson og Þór arinn Lárusson, efnafræðingar, Patricia Jónsson, enskukennari, og Jón Sigurgeirsson, er veitt hefur deildinni forstöðu frá byrjun. ICennt var í sömu námsgrein- um og áður: Eðlisfræði, efna- fræði, stærðfræði, íslenzku, dönsku, ensku og þýzku. Próf- verkefni eru hin sömu í deild- 4unum á ísafirði, Akureyri og í verða að vera í öllum þess kon- ar bifreiðum, sem framieiddar eru eftir 1. júlí 1971. — Sam- kvæmt skýrslum National Safe- ty Council er áætlað, að örygg- isbelti hefðu bjargað 2700 — 3300 mannslífum í Bandaríkjun um árið 1969. Reykjavík. Lokapróf stóðust 7 af 8, er það þreyttu. Einn nemandi hætti námi í janúar. Hæstu ein- kunnir nú hlutu Þröstur Þor- steinsson, 1. eink. 8.9, og Henry Jóhannsson, 1. eink. 8.4. Brautskráðir 1971: Frímann Guðmundsson, Gísli Blöndal, Ingimar Birgir Björnsson, Jón Pálsson, Ólafur Baldvinsson, Þröstur Þorsteinsson og Henry Jóhannsson, sem bættist ekki í hópinn fyrr en undir lokin. Tæknideildin hefur 2 síðustu árin verið til húsa í Iðnskóla- húsinu við Þórunnarstræti. — Gert er ráð fyrir því að kennsla hefjist þann 20. sept. á hausti lcomanda. Nokkrar umsóknir hafa þegar borizt. Frá undirbúningsdeild tækniskóla á Akureyri Útskrifaðir nemendur ásamt forstöðumanni os kennurum.

x

Íslendingur - Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur - Ísafold
https://timarit.is/publication/677

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.