Íslendingur


Íslendingur - 18.05.2002, Blaðsíða 3

Íslendingur - 18.05.2002, Blaðsíða 3
ÍSLENDTNGUR FRRSPEL FORYSTR Sterkur og samheldinn hópur lagsmál eru í brennidepli ásamt fleiri málum, enda þurfi bæjar- fulltrúar aö hafa víötæka þekk- ingu á bæjarmálunum. Greinilegt er aö Þóra vill vera í eldlínunni, vill vinna meö fólki og fyrir fólk. „Ég á mjög gott meö aö vinna meö öðrum. Ég hef unnið mikiö meö fólki og get viðurkennt þegar ég geri mistök og reyni þá að bæta mig,” segir hún. Vilji til verka og kraftur til framkvæmda Þóra er gift Ólafi B. Thoroddsen skólastjóra i Siðuskóla. Hér eru þau hjónin ásamt sonunum Agli (18 ára) og Ólafi (20 ára) en elsti sonurinn, Áki (28 ára), býr i Reykjavík með unnustu sinni, Önnu Ólafsdóttur. 1 framhaldi af góöu og þverpóli- tísku samstarfi sem Þóra lýsti í félagsmálaráði liggur beinast viö spyrja um þá flokka og hópa sem bjóöa fram lista til bæjarstjórnar. Eru í raun ein- hverjar skýrar linur á milli listanna sem auövelda kjósendum að ákveöa sig? Hafa flokkarnir til dæmis tekist mikiö á innan bæjarstjómar? „Maöur er rétt að byrja aö finna þaö núna aö kosningar eru i nánd,” svarar Þóra, „þegar menn fara í aöra jakka, þessa póli- tísku jakka. Annars er þetta munurinn á sveitarstjórna- málunum og landsmálunum. Hér eru allir aö vinna saman aö því aö búa sveitarfé- laginu sem best í haginn. Þaö er ekki nóg aö vilja heldur þarf kraft til aö framkvæma og þar skilur kannski mest á milli listanna.” Þjónustu- samfélag Spurö um mögu- leika Akureyrar til vaxtar og viögangs nefnir Þóra sívax- andi þjónustu viö feröamenn. „Ég ber ákveðnar væntingar til framtiöarinnar. Viö höfum náö þeim árangri að fá fleira fólk til bæjarins undanfarin ár. En við þurfum fleiri atvinnutækifæri,” segir hún en bend- ir jafnframt á aö ferðamennskan er aö blómstra í bænum. Jafnframt þurfi þó aö huga aö ýmsu ööru. „Viö þurfum aö fá einhvers konar iönaö eöa aðra atvinnu sem á sín upptök hér," segir hún og bendir á aö reynslan sýni að þaö skili ekki endilega ár- angri til lengri tima aö flytja til örfá störf meö sameiningu eða flutningi fyrirtækja þvi oft gangi erfiðlega aö halda í slíka viö- bót. Oftar en ekki flosni slík fyrirtæki upp og hverfi úr bænum. „Við eruni hins vegar vel i sveit sett með þjónustu,” segir Þóra og nefnir mikilvægi ESA meðal annars í því sambandi. „Viö erum aö byggja upp sjúkrahúsiö og þurfum til þess meira fjár- „Ein af ástæðum þess að ég gaf mig ót í þetta fyrir fjórum árum er að ég vil gefa af mér," segir Þóra Ákadóttir, forseti bæjarstjórnar og frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins. magn. Allir eru sammála um mikilvægi þeirrar þjónustu sem viö erum aö bjóöa, þannig að hægt sé að þjónusta bæjarbúa i heimabyggð. FSA er einnig góöur valkost- ur fyrir landsbyggðina vegna fjölbreyti- legra sérgreina. Þar eru líka möguleikar.” Þóra kveöst aðspurð sjá Akureyri fýrir sér í mikilvægu þjónustuhlutverki. „Mér fmnst bæjarfélagið vera í þjónustuhlut- verki og ég hef fulla trú á að Akureyring- um eigi eftir aö fjölga jafnt og þétt á næstu árum. Viö eigum eftir aö átta okk- ur enn betur á því hvaöa tækifæri felast í því þótt ekki séu allir hrifnir af því aö hér verði í auknum mæli byggt á ferða- mennsku. Viö þurfum aö leggja okkur fram um að búa til atvinnutækifæri í ■kringum þá þjónustu,” segir hún. Varðandi þátt bæjarfélagsins í aö fá ný fýrirtæki í bæinn segir Þóra aö þar sé viö aö eiga ákveöna tregðu að fara út á land. „En ég held að viö höfum náö því á þessu kjörtimabili aö breyta ímynd bæjarins. Viö finnum þaö á ýmsum sviöum,” segir hún og bendir til dæmis á mikla ásókn í skíða- aöstööuna í Hlíöarfjalli, glæsilega sund- aöstööu sem viö getum veriö stolt af og ekki síður á fjölmarga viðburði yfir sumar- tímann. „Ef við getum meira og minna skipulagt helgarnar á sumrin þá erum viö aö fá hingaö feikilega miklar tekjur og þar meö skapast atvinnutækifæri. Þá draga framhaldsskólarnir og Háskólinn marga nemendur til bæjarins sem þarf aö hlúa vel aö.” Þurfum að virma vel Þóra kveöst eiga von á hörku i kosninga- baráttunni en er bjartsýn fýrir hönd síns flokks. „Þetta er sterkur og samheldinn hópur sem viö erum meö. Viö erum ákveð- in í aö vinna þétt saman og þaö er þaö sem gildir. Þegar við vinnum þétt saman þá náum viö þeim markmiöum sem viö höfum sett okkur, aö halda okkar hlut og ekkert minna en þaö," segir hún. „Ég vona bara aö menn fari ekki í eitthvert hanaat en haldi sig viö málefnalega umræðu. Við þurfum bara aö vinna vel til aö halda okk- ar striki,” segir Þóra Ákadóttir að lokum. Þóra Ákadóttir er i framvarðasveit Sjálf- stæðisflokksins og skipar 2. sæti á lista flokksins i kosningunum í vor. Þóra er hjúkrunarfræðingur með mikla reynslu af stjórnun. Hún er trú hjúkrunarhugsjón- inni og kveðst hafa farið út i stjórnmála- þátttöku fýrir fjórum árum af því aö hún vill gefa af sér til samfélagsins. Þóra var kjörin sem varamaður í bæjar- stjórn Akureyrar i kosningunum 1998 en þá skipaði hún 6. sæti á lista flokksins. Hún kom síðan inn í bæjarstjórn sem aðal- maður i ágúst i fýrra og frá 1. mars hefur hún gegnt embætti forseta bæjarstjórnar. Lærdómsriku og skemmtilegu kjörtimabili er aö Ijúka en Þóra vill halda áfram, gera meira og hefur kraft til þess aö vinna bæjarfélagi sinu gagn áfram. Mikil og víðtæk reynsla Þóra er gift Ólafi B. Thoroddsen, skóla- stjóra i Síðuskóla, og eiga þau þrjá syni og eina tengdadóttur. Þóra er stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri og nam hjúkrun viö Hjúkrunar- skóla íslands aö loknu stúdentsprófi. Aö auki hefur hún bætt viö sig námi á háskólastigi, einkum á stjórnunar- sviöinu. Hún hefur mikla reynslu af stjórn- unarstörfum á heil- brigðisstofnunum og telur þá reynslu nýtast sér í stjórnmálunum bæjarfélaginu til góöa. Aö námi loknu starf- aöi Þóra í eitt ár sem deildarstjóri á Borgar- spítalanum, fór þaöan til Dalvíkur og var hjúkrunarforstjóri á heilsugæslustöðinni þar í tíu ár. Þá lá leiöin fram á Kristnes f Eyja- fjarðarsveit þar sem Þóra var hjúkrunarfor- stjóri. Frá Kristnesi kom hún til starfa á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri og er nú starfsmannastjóri hjúkrunar á FSA. Hún hefur þannig mikla reynslu af stjórnun í störfum sínum til fjölda ára. Vil gefa af mér „Starfið á Kristnesi og Dalvík spannaöi mjög vítt sviö þannig aö mér finnst ég hafa á ferli mínum öölast reynslu á mjög breiöum grunni,” segir Þóra. Þessa reynslu telur hún nýtast sér f stjórnmálastarfinu og hjúkrunarhugsunin leynir sér ekki f viö- móti hennar og markmiöum. „Ein af ástæðum þess að ég gaf mig út í þetta fýrir fjórum árum er aö ég vil gefa af mér,” segir hún. Undanfarin fjögur ár hafa aö sögn Þóru verið mjög lærdómsrik, enda hefur staöa hennar tekið óvæntum breyt- ingum á kjörtímabilinu og hún er nú orö- in forseti bæjarstjórnar. „Ég heföi ekki vilj- að missa af þessu," segir Þóra um þá reynslu sem hún hefur fengiö á kjörtíma- bilinu þótt staöa hennar og þátttaka í bæjarstjórn hafi oröið nokkuð öðruvisi en hún bjóst við þegar hún var kjörin vara- maöur fýrir fjórum árum. „Ég hef alltaf unniö mikiö þvi það fýlg- ir stjórnunarstörfunum og þaö hefur gengiö vel meöfram barnauppeldinu. Viö höfum staöiö þétt saman aö því fjölskyld- an. Áður en ég fór í stjórnmálin hafði ég afskipti af félagsmálum lika, starfaöi sem formaöur í fjögur ár i Norðurlandsdeild Félags íslenskra hjúkrunarfræöinga og hef verið í stjórnum félaga, til dæmis Krabba- meinsfélags Akureyrar og nágrennis og Zontaklúbbs Akureyrar,” segir Þóra. Þegar krafturinn og áhuginn eru til staðar kem- ur auðvitað ekkert annað til greina en að gefa kost á sér áfram og þaö ákvað Þóra aö höföu samráði viö fjölskylduna. Félagsmálin veröa áberandi Eðli málsins samkvæmt og miðaö viö menntun og störf Þóru þarf ekki aö koma á óvart aö hún hefur mikinn áhuga á öldr- unarmálunum og félagsmálunum yfirleitt. „Ég hef starfað í félagsmálaráði þessi fjögur ár og verið varaformaður þar. Þaö er mjög skemmtilegur og þverpólitfskur hópur sem ég hef starfað meö þar,” segir Þóra og bendir á aö stjórnmálaskoðanir eöa það hvar í flokki menn standa hafi ekki háö samstarfi þeirra sem eru í félags- málaráöi. Hún segir margt spennandi verk- efna framundan á verksviöi félagsmálaráös og nefnir þar öldrunarmálin og heilsu- gæsluna sem dæmi um málaflokka þar sem taka þarf á á næsta kjörtímabili. Þar veröur líklega þyngsta áhersla næstu bæj- arstjórnar. „Já, þarna veröur aöaláherslan, auk atvinnumálanna aö sjálfsögöu,” segir Þóra en bætir viö aö frá því í ágúst hafi hún kynnst ýmsum öörum málaflokkum betur eins og umhverfisráöi þar sem skipu- 3

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.