Íslendingur


Íslendingur - 18.05.2002, Blaðsíða 5

Íslendingur - 18.05.2002, Blaðsíða 5
ÍSLENDTNGUR FRRSfEL FDRYSTR TJm Tivað er kosið? Ein þeirra spurninga sern viö frambjóðendur höfum fengið í kosningabaráttunni er spurningin: Llm hvað er kosið? Það er eðli- legt að fólk spyrji sem svo því sumum getur reynst erfitt að gera upp hug sinn. I minum huga er svarið við þessari spurn- ingu einfalt. Kosningarnar snúast um þaö hvort við Akureyringar viljum aö bæjarfélag- inu verði stýrt undir sömu formerkjum næstu flögur árin og því hefur verið stýrt á yfirstandandi kjörtímabili. Sú hugarfarsbreyting sem átt hefur sér stað hjá bæjarbúum á kjörtímabilinu hefur m.a. gert það að verkum að Akureyri er vaxandi bær sem hefur endurheimt forystuhlutverk sitt meðal sveitarfélaga á landinu. Við Sjálf- stæðismenn viljum áfram vinna að þvi aö auka tiltrú og bjartsýni Akureyringa á það samfélag sem við búum í. Það væri lika hægt að svara ofangreindri spurningu með annarri spurningu: Viljum við Akureyringar kalla yfir okkur aö nýju þá kyrrstööu sem hér rikti á árunum 1994- 1998, eða viljum við áfram þann kraft sem einkennt hefur kjörtímabilið 1998-2002? Um þetta, fyrst og fremst, snúast bæjar- stjórnarkosningarnar á Akureyri þann 25. maí nk. Ég hvet fólk jafnframt til aö bera saman stefnuskrár flokkanna sem i framboði eru og einnig framboðslistana sjálfa. Það er trú min að D-listinn komi sterkur frá þeim saman- burði því stefnuskrá okkar er itarleg og metnaðarfull og mannvaliö á listanum mik- iö. Ég vil að lokum hvetja kjósendur á Akureyri til að neyta atkvæðisréttar síns og hafa þan- nig bein áhrif á það hverjir veita bænum okkar forystu næstu fjögur árin. Ungt fólk! Við viljum veg Akureyrar sem mestan. Þess vegna kjósum við D-iistann. Við skorum á ykkur að gera það líka. A/1 orgunveröarfun dur á Greifanum 22. mai D-listinn efnir til morgunveröarfundar á Greifanum miðvikudaginn 22. maí kl. 8-9. Þar munu frambjóðendur listans flytja stutt ávörp og svara fyrirspurn- um. Fundurinn er öllum opinn. Við hvetjum fólk til að Qölmenna á fundinn, fá sér kjarngóðan morgun- verö, hlýða á hressileg ávörp og bera fram fyrirspurnir til frambjóðenda. Stefnuskrármi dreift í hvert hús Um síðustu helgi var stefnuskrá D-lista Sjálfstæðisflokks dreift í hvert hús á Akureyri. Þar er ekki einungis að finna stefnu okkar í helstu málaflokkum heldur einnig skilgreint hlutverk, framtíöarsýn og markmið frambjóöendanna sjálfra. Við bvetjum fólk til aö kynna sér stefnuskrána ítarlega. Hana er einnig að finna i vefritinu www.islendingur.is sem og á kosningaskrifstofunni í Kaupangi. Bless, Orrmya! Þvi hefur verið haldið fram að eitt af kosningaloforðum Sjálfstæðismanna 1998 hafi veriö að fjarlægja ryðdallinn Omnyu, sem óprýtt hefur bæjarmynd Akureyrar í 5 ár. Svo var reyndar ekki en þar sem kosningaloforðin sem gefin voru hafa flest þegar veriö efnd fannst Kristjáni Þór Júlíussyni bæjarstjóra sjálfsagt að standa við „kosningalof- orðið sem aldrei var gefið"! Kristján Þór brá sér um borð í skipiö í siðustu viku og um tíma leit út fýrir að gamli „skipperinn" ætlaði að sigla dall- inum sjálfur i burtu. Úr því varð þó ekki, enda i mörg horn að líta i landi. Hann lét sér því nægja aö leysa land- festarnar. Hins vegar fór skipið ekki þann daginn vegna veðurs og beið raunar dögum saman eftir betri tíð. En nú er Omnya loksins farin — og kemur aldrei aftur! Hafi Kristján Þór, og aðrir sem tryggðu þau málalok, bestu þakk- ir fýrir. 5

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.